Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982.
9
Enn einu sinni er rétt að ítreka að
skoðanakannanir segja aðeins til um
viðhorf kjósenda á þeim tíma sem
könnun fer fram. Hún er ekki dómur
um úrslit, í mesta lagi spá, en þó
aðallega upplýsing um stöðu hvers
flokks um sig, frambjóðendum til
leiðbeiningar og kjósendum til fróð-
leiks.
Niðurstöður þeirrar könnunar,
sem DV gerði um síðustu helgi og
birti á miðvikudaginn, eru teknar
alvarlega. Enginn rengir að skipt-
ingin milli framboðslistanna í
Reykjavík endurspegli styrkleika
þeirra og hér sé á ferðinni áreiðanleg
vísbending um hver vígstaðan sé.
Skoðanakannanir hafa fest sig i sessi.
Það sem vekur mesta athygli er sá
stóri hópur kjósenda, sem ýmist vill
ekki svara eða hefur ekki gert upp
hug sinn. Þann flokk fyllir meirihluti
þeirra, sem spurðir voru. í fyrsta lagi
dregur sú niðurstaða dám af þeirri
staðreynd, að kosningabaráttan er
vart hafin ennþá. En hún er einnig
áminning til framboðslistanna og
flokkanna um að engin sérstök hrifn-
ing hafi skapast um neinn þeirra. Það
er enginn straumur né stuðningur,
sem þessar tölur fela í sér, hvorki til
meirihluta né minnihluta.
Staða
Sjáffstœðisfiokksins
Sjálfstæðisflokkurinn kemur
þokkalega sterkur út, og ef honum er
reiknað sama hlutfall í hinum óá-
kveðnu, eins og þeim sem þegar gefa
sig upp sem kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins, þá er honum sigurinn vís.
En svo einfalt er málið ekki. Hvað
eftir annað hefur sannast í fyrri skoð-
anakönnunum, að Sjálfstæðisflokk-
urinn fær hlutfallslega mun minna
fylgi hjá þeim sem óákveðnir hafa
verið í skoðanakönnunum, og bæði í
sveitarstjórnarkosningunum 1978 og
alþingiskosningunum árið eftir vöktu
getspár um yfírburðafylgi D-listans
falsvonir og vonbrigði, þegar kosn-
ingatölur lágu fyrir.
Það er einnig eftirtektarvert, að
þegar Vísir framkvæmdi skoðana-
könnun í júní í fyrra, hafði hann
45% fylgi þeirra, sem gáfu sig upp,
en nú aðeins 34%. Það er langt því
frá, að skoðanakönnun DV megi
túlka sem auðveldan kosningasigur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann
hefur hinsvegar trausta fótfestu og
mikla möguleika til að ná meirihluta
á nú, ef rétt er á málum haldið.
Ufssigur
Annars má í framhjáhlaupi benda
Tilveran tek-
ur kollhnís
á, að í rauninni hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn nú þegar unnið sinn mesta
lífssigur með því einu, að um allt land
hafa flokksmenn sameinast um fram-
boð. Eftir allar þær væringar og varg
öld sem stjórnarmyndun Gunnars
Thoroddsens leiddi af sér, er það
meiriháttar afrek, að slíkt hafi tekist.
Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram
sem ein heild, og hvað svo sem
flokksmönnum sýnist um ríkisstjórn-
ina, þá hafa þeir tekið höndum
saman undir merkjum flokksins.
Atlagan að flokknum hefur mistekist
og það er mikið gleðiefni fyrir alla
þá, sem skilja þá þýðingu, sem
sterkur Sjálfstæðisflokkur hefur fyrir
stjórnmálaþróun og þjóðlif hér á
landi. Það sýnir einnig, að flokkar,
sem eiga sér langa sögu, eru rótgrónir
og samofnir lífi og starfi i landinu,
verða ekki svo auðveldlega skornir
niður við trog, þrátt fyrir tíma-
bundna erfiðleika.
Kvennaframboðið
í stað þess, að Sjálfstæðisflokk-
urinn gangi margklofinn til kosninga,
eins og andstæðingar hans höfðu gert
sér vonir um og töldu reyndar
fullvíst, eftir atburði síðustu ára, er
fylkingin gegn honum margklofnari
en áður.
Nú er það að vísu ósanngjarnt að
halda þvi fram, að kvennafram-
boðinu í Reykjavík sé sérstaklega
stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum, en
tilkoma þess hefur engu að síður það
í för með sér, að fylgi þeirra sem
sækja fram í borgarstjórnarkosning-
unum skiptist á fieiri lista. Það
kemur stærsta flokknum til góða og
eykur möguleika hans til meirihluta.
Þar nýtist hvert atkvæði, meðan
fleiri atkvæði falla dauð hjá öðrum
framboðslistum.
Ljóst er, að kvennaframboðið mun
koma sér verst fyrir Alþýðubanda-
Ellert B. Schram
ritstjóri skrrfar
lagið ef mið er tekið af skoðanakönn-
uninni. Alþýðubandalagið nýtur þess
ekki I núverandi stöðu að vera
merkisberi breytinga og framsæk-
innar stefnu, eins og það hefur svo
oft flaggað áður. Nýjabrumið, and-
staðan gegn íhaldi (i almennum
skilningi) virðist ætla að fá útrás með
kvennaframboðinu. Sá listi hefur síst
lakari útkomu I könnuninni en
Alþýðubandalagið, svo ekki sé talað
um Alþýðuflokk og Fram-
sóknarflokk.
Sumardagurinn fyrstí
Dagana fyrir sumarkomu átti ég
erindi til Bretlands. Þar var 17 stiga
hiti, blóm sprungin út og grasvellir
grænir. íslendingar fögnuðu hins-
vegar sumri í hriðarhraglanda I
Reykjavík og iskulda á Akureyri.
Sumardagurinn fyrsti er því miður
full kærulaus um veðráttu og boðar
aðeins vorkomu á almanakinu.
Maður býður ekki gleðilegt sumar af
mikilli einlægni í grenjandi stórhríð.
En gamlir menn á íslandi láta sér fátt
um finnast og telja það jafnvel góðs
viti ef vetur og sumar frjósa saman,
svo ekki er öll nótt úti enn.
Það er vorhugur í mönnum, og
einmitt hér á landi hafa árstíðaskiptin
meiri áhrif á framgöngu og andlegt
ástand heldur en víðast hvar annars
staðar.
Þess vegna er vorið og sumarið
okkur svo mikils virði, þess vegna er
sumardeginum fyrsta fagnað, jafnvel
þótt veðurguðirnir taki ekki þátt í
þeim hátíðahöldum.
ntvaran
takur koilhnís
Eitt af því skemmtilegasta sem gat
að lesa í dagblöðum fimmtudagsins
var lítið og snoturt kvæði eftir Helga
Seljan alþingismann í Þjóðviljanum.
,,Hið unga líf kviknar hvarvetna/ og
kveikir þessa undarlegu barnslegu
þrá,/sem blundaði allan veturinn bak
við héluna.
Og tilveran tekur kollhnis/ og
titrandi af fögnuði hjartans/
gengurðu mót geislum sólarinnar/
mót gróanda vors og lífs.”
Margt hefur verið verr sagt, og
mikið væri nú þingið okkar
mannlegra og viðkunnanlegra ef ein-
lægnin og gróandinn blundaöi þar
ekki allan veturinn á bak við héluna.
Þá tæki „tilveran kollhnís”.
Afmœli Laxness
Annars þarf nokkurt áræði hjá
Helga vini mínum til að senda frá sér
skáldskap í sömu andránni og þjóðin
öll heldur upp á afmæli skáldjöf-
ursins Halldórs Laxness. Allur skáid-
skapur verður svo pervisinn í saman-
burði við ritsnilld nóbelsskáldsins,
svo ekki sé talað um ómerkilegt skraf
I dagblöðum. Ekki hefur Halldór
gefið þeim svo góða einkunn. „Það
er eins og að fá tuttugu kjaftshögg á
dag að opna dagblað,” segir hann i
viðtali við DV um siðustu helgi, og
fornvinur hans, Jón Helgason, líkir
islenskunni við eina stóra flatneskju
Morgunblaðs og Tíma, og bandar
hendinni framan í þjóðina af vand-
lætingu.
Allir menningarfrömuðir
þjóðarinnar eru dregnir fram í dags-
ljósið til að fara gáfulegum orðum
um mikilleik skáldsins. Það liggur við
að mann sundli af lýsingarorðum,
hvað þá að setjast niður við ritvél og
taka þátt í þeim kórsöng lofs og
dýrðar.
Ógleymanlagar persónur
Best er að láta öðrum það
eftir að vitna um ágæti Halldórs
Laxness, en mætti ég minna á, að
Halldór er réttilega upphafinn og stór
í skrifum sínum, fyrir sögur sínar af
réttu og sléttu almúgafólki. Hann bar
smælingjann fyrir brjósti,
ómenntaða fólkið. Hann varð mikill
vegna lítillætis, stór vegna auð-
mýktar gagnvart þjóðinni eins og hún
kom til dyranna. Hann bauð mál-
fræðireglum birginn, snobbinu og
viðteknum venjum samfélagsins.
Hans ritsnilld er einmitt fólgin í því
að leggja meir upp úr persónuleikum
heldur en stöðutáknum, hann
hlustaði meir eftir því, hvað menn
höfðu að segja, frekar en því hvernig
þeir sögðu það. Þess vegna urðu þau
til, Salka Valka, Ólafur Ljósvíkingur
og Bjartur í Sumarhúsum. Þau eiga
eftir að lifa jafnlengi og skáldið
sjálft og lifa með okkur, jafnvel þótt
sjónvarpið nái því ekki að eiga við
þau viðtöl. Eða hvað?
Eru ekki allar hinar ódauölegu per-
sónur, sem Laxnes hefur skapað,
talandi til okkar í þeim ógleymanlegu
tilsvörum.semtskáldiðhafðii frammi í
samtölum sínum við Steinunni
Sigurðardóttur. Þessi samtöl voru
stórkostleg, þökk sé þeim báðum,
Halldóri og Steinunni. Hún tók svo
sannarlega kollhnís, tilveran, þegar
skáldið hló af einlægni og ánægju
framan í hispurslausan og hrífandi
spyrilinn.
Það er ekki dónalegt að verða
áttræður upp á þessi býti.
Ellert B. Schram.