Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. 13 Mannlif fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir noröan Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan — Mannlíf fyrir norðan Carlos er I höndum Kristjíns Hjartar- sonar, formanns LD. Teitur Gylfason leikur Snarauga og Fránauga. Lovisa Sigurgeirsdóttir leikur Miri- am. Guðný Ólafsdóttir leikur Angfrid Eng- ström. Björn Björnsson leikur Johon Emery Rockefeller. Guðný Bjarnadóttir fer með hlutverk Caroline. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Pamelu. Björn Ingi Hilmarsson túlkar Tom. Sigmar Sævaldsson leikur William Butler. Við í Leikfélagi Dal- víkur ætlum að sýna: „Það þýtur í Sassafras- trjánum” þýturíhvaða? „ Sassaf rastrjánum” Atriði úr leiknum: Teitur Gylfason, Björn Björnsson og Guðný Ólafsdóttir. sett á svið. Obaldia er fæddur í Hong Kong. Móðir hans er frönsk, faðirinn frá Panama, en uppeldið fór fram í Frakklandi. í „Það þýtur í Sassafrastrjánum” kynnir Obaldia landnemann með vinnuhendur sínar og föðurskyldu, löggæzlumanninn, drykkfellda lækn- inn, göfugu gleðikonuna og ókunna manninn, fallegan og grunsamlegan. Þessir mannsöfnuður skýtur upp Þau gegna mikilvægu hlutverki að tjaldabaki: f.v. Sveindis Almarsdóttir, Lárus Gunnlaugsson, Einar Arngrimsson, Þórhildur Þórisdóttir, Rúnar Lund og Hjörtína Guðmundsdóttir. „Leikurinn fjallar um iandnema- fjölskyldu í Arisona, sem verður fyrir harkalegri árás frá indíánum og harðsvíraðasta bófaflokki Bandaríkj- anna. Úr þessu verða ýmiskonar flækjur í lífi fjölskyldunnar og þeirra sem næst henni standa. Sumir hverfa og sumir koma aftur, aðrir giftast og svo framvegis. En þetta er fyrst og fremst gamanleikur, nokkurskonar skopstæling á „vestrum”, gerður til að skemmta fólki eina kvöldstund”. Það er Guðjón Pedersen sem þannig mælir, en hann hefur sett upp gamanleikinn „Það þýtur í Sassafras- trjánum” með Leikfélagi Dalvíkur, sem frumsýnt var í Samkomuhúsinu á Dalvík i gærkvöldi. ,,Ég hef haft mjög gaman af því að starfa með Dalvíkingum. Andrúmsloftið er ekki ósvipað þar og í Nemendaleikhúsinu. Fólkið verður að standa saman, það verða allir að vera tilbúnir að ganga í hvaða verk sem er. Annars gengur dæmið ekki upp,” sagði Guðjón, sem fyrr í vetur tók þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á „Þrem systrum” Tsekhovs. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1981. Á meðan á námi stóð tók Guðjón þátt í sýningum á „íslandsklukkunni ’, „Peysufatadegi” og „Marat/Sade” ásamt skólafélögum sínum. Meðal annarra afreka Guðjóns má nefma þátt hans í leikmynd kvikmyndarinn- ar um þá bræður, Jón Odd og Jón Bjarna og leik í „Dansi á rósum” í Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur. 1980 stofnaði Guðjón leikhúsið „Theatre of joy, colour and discipline”, sem til að mynda gekkst fyrir uppákomu i miðbæ Akureyrar ekki alls fyrir löngu. — En hvað er framundan? „Það er leyndarmál,” svaraði Guðjón. Fæddur í Hong Kong „Það þýtur í Sassafrastrjánum” er eftir René de Obaldia, eitt kunnasta leikritaskáld Frakka. Hann var af ýmsum kallaður „ljóðrænn fram- úrstefnumaður”. Það kom því á óvart þegar hann sendi frá sér þann gamanleik, sem Dalvíkingar hafa nú kolhnum hvað eftir annað í verkum Obaldia, að því er segir í leikskrá. Hvar eru gömlu /eikararnir? „Það þýtur í Sassafrastrjánum” hefur áður verið sýnt hérlendis. Það var 1967 í meðförum Leikfélags Reykjavíkur undir nafninu „Indiánaleikur” og þá var Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlut- verkinu. Leikfélag Dalvíkur hefur getið sér orð fyrir að fara ekki troðnar slóðir í verkefnavali og Guðjón sagði að leikarar félagsins „væru sterkir”, þar væru góðir leikarar. Haustið 1980 setti félagið á svið „Saumastof- una”, sem síðan var farið með í leik- ferð til Danmerkur ( fyrrasumar. Þar var „Saumastofan” sýnd á móti áhugaleikfélaga á Norðurlöndum. Fyrr í vetur sýndi félagið „Kabarett ’81”, sem var heimaunnið efni. Fékk hann beztu móttökur og var sýndur 6 sinnum fyrir fullu húsi. í leikskrá segir um starfsemi félagsins í ávarpi fráStjórninni: „Eins og menn munu eflaust taka eftir, er það að miklu leyti sami hópurinn, sem vinnur að þessari sýningu eins og að sýningum undan- farinna ára. Það verður að viður- kennast, að þaö er dálítið sorglegt, , að í 100 manna félagi skulu svo til- tölulega sárafáir félagar fást til starfa. „Af hverju takið þið ekki eitthvað gamalt og gott stykki?” erum við oft spurð út í bæ. „Já, en hvar eru allir gömlu, góðu leikararn- ir sem áður gerðu garðinn frægan?” spyrjum við á móti. Víst væri þaö gaman, ef hægt væri að setja upp sýningu hér, þar sem gamlir og nýir félagar legðu saman kraftana. Enn er L.D. opið fyrir öllum hugmyndum.” GS/Akureyri UMSJÓN: GÍSLISIGURGEIRSSON. BLAÐAM AÐUR D&V Á AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.