Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 2
22 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Hættir Einarmeð lands- liðið? — ogtekuraðsér þjáifun féiagsiiðs Frá Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV I Edinborg. — Sá I orðrómur hefur verið hér I her- i búðum islenzka liðsins i Edinborg I að Einar Bollason hafi hug á að breyta til og gerast þjálfari hjá íslenzku úrvalsdeildarliði nsesta keppnistimabil. — Ég er með tilboð frá islenzku félagi en eins og málin standa nú get ég ekkert sagt nánar um málið. Ef ég tek að mér þjálfun liðsins mun ég að öllum likindum | láta af störfum sem landsliðs- þjálfari, sagði Einar. Glæsilegt skot Jóns Sigurðssonar — 2 sek. fyrir leikslok, rataði ofan f körfu íra—64:64—og síðan unnu íslendingar í framlengingu, 74:68 Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttamanni DVI Edinborg. — Það var ekkert annað hægt að gera. írar voru yfir, 64:62, og aðeins 2 sek. til leiksloka, sagði Jón Sigurðsson, sem tryggði íslendingum jafntefli, 64:64, með glæsilegu skoti gegn írum, þannig að það þurfti að framlengja leikinn og I framlengingunni voru Kristbjörn rak þjálfara íra af velli Kristbjörn Albertsson, formaður KKt, var I sviðsljóslnu, þegar hann dæmdi leik Ungverja og Íra I EM I körfuknattleik. Kristbjörn visaði þá þjálfara Íra af velli, eftir að hann hafði látið ófriðlega og verið sífellt að senda tóninn inn á völlinn. -klp Rafdeild JL-hússins auglýsir. Nýkomnir stækkunarglerslampar og teikniborðslampar Litir: hvítt, grátt og brúnt Otrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vörufiokkum. Alit niður í 20% út- borgun og lánstími alit að 9 mánuðum. Opið í öllum deildum: mánud,- miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild íslendlngar sterkari og unnu örugglega, 74:68. — Ég fann aö ég myndi hitta ofan i körfuna þegar ég stökk upp og skaut, sagöi Jón, sem var hetja íslenzka liös- ins, en hann lék Ieikinn meiddur. Leikurinn var æsispennandi og oft á tíðum mjög vel leikinn hjá íslenzka liðinu. Undir lokin var spennan mikil — írar voru yfir 62:61, en þá jafnaði Jón úr vítakasti, 62:62, þegar 40 sek., voru til leiksloka. frar skoruðu 64:62, þegar 17 sek. voru til leiksloka og síðan jafnaöi Jón, eins og fyrr segir. Torfi Magnússon átti mjög góðan leik, bæði í sókn og vörn. Hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst. Simon Ólafsson, sem var orðinn þreyttur, búinn að leika inn á allan leik íslenzka liðsins, skoraði 15 stig og hirti 16 fráköst. Aðrir sem skoruðu voru: Valur 12, Kristján 9, Jón Sigurðsson 7, Guðsteinn 5, Ríkharður 4 og Axel Nikulásson 1. -klp-/-SOS. Þjálfara Skota var vísað úr húsinu... — og síðan látinn taka pokann sinn Sá sögulegi atburður gerðist hér á laugardaginn þegar Ungverjar unnu Skota örugglega 100:75, að þjálfari Skota, Bill Miller, var leiddur út úr húsinu vegna ölvunar. Miller, sem þykir gott að hella „djús yfir is”, réðst að öðrum dómaranum með skömmum, eftir að hafa látið illa við varamannabekkinn allan leiklnn. Fyrir stuttu var hann rekinn sem þjálfari hjá skozku meisturunum Murry International og var hann látinn taka pokann sinn hjá skozka landsliðinu. Hann stjórnaði liðinu ekld gegn Austur- ríki I gær. -klp- Jón Sigurösson — fyrirliði íslenzka landsliðsins. „Ekki á hverjum degi sem ég hirði 18 fráköst” sagði Paul Stewart, sem átti st jörnuleik með Skotum gegníslendingum • Einar Bollason hélt þrumandi ræðu yf ir frskum dómara — Frá Kjartani L. Pálssyni, frétta- manni DV i Edinborg: — Það er ekld á hverjum degi sem ég hirði 18 fráköst i leik. Mér tókst það gegn fslendingum, þar sem ég þekki þá vel. Simon Ólafsson var eini leikmaðurinn, sem ég þurfti að óttast, sagði Paul Stewart, eftir að hann hafi átt snilldarleik með Skotum sem unnu íslendinga, 77:64. Stewart, sem fæddist i Glasgow fyrir 26 árum, er með bandarískan ríkis- borgararétt og hefur hann aldrei leikið körfuknattleik í Skotlandi —'eingöngu I Bandaríkjunum, íslandi og Englandi, þar sem hann hefur leikið með Fiad og Owaldine síðan hann hætti að leika með ÍR. — íslenzka landsliðið vantar illilega stóra leikmenn eins og Pétur Guðmundsson, sagði Stewart, sem skoraði 26 stig í leiknum. Leikur ísienzka iandsliðsins var eins og dagur og nótt gegn Skotum. Leik- menn liðsins léku mjög vel í fyrri hálf- leik og voru yfir, 39:32, I ieikhléi. í Frá Kjartani L Pálssyni íEdinborg Sími 10600 EM-keppnin í körfuknattleik seinni hálfleik hrundi leikur liösins og skoruðu íslendingar ekki nema 2 stig fyrstu 5 mín. Leikmenn liðsins skoruöu aðeins 25 stig í seinni hálfleik. Þeir sem skoruðu stig liðsins, voru: Símon 16, Valur 15, Torfi 12, Kristján 7, Gunnsteinn 6 og Ríkharður 4. Einar hólt rssðu Einar Bollason, þjálfari íslenzka liðs- ins, hélt þrumuræðu yfir írska dómaranum, Seam Tracy, eftir leikinn, sem vakti mikla athygli áhorfenda. Skotar höfðu mjög gaman af þessu og sögðu þeir að Tracy hefði verið að hefna fyrir írland, þar sem írar kenndu Kristbirni Albertssyni um tapið gegn Egyptum en hann dæmdi leik fra og Egypta, sem írar töpuðu64:68. -klp-/SOS. Enginn áhorfandi á Villa Park — þegar Aston Villa leikur næsta Evrópuleik sinn þar Aganefnd UEFA dæmdi Aston Villa I 50 þús. svissneskra franka sekt (14.500 pund) fyrlr hegðun áhangenda liðsins i Brussel, þar sem Aston Villa lék gegn Anderlecht i undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Þá var Aston Villa dæmt til að leika næsta Evrópuleik sinn á Villa Park i Birmingham, án þess að hafa áhorfendur á leiknum. Anderlecht var dæmt til að greiða 5 þús. pund i sekt. Ósk Anderlecht um að leikur liðsins og Aston Villa yrði leikinn upp að nýju var visað frá og mun Aston Villa mæta Bayern Múnchen i úrslitaleik Evrópukeppninnar 26. mai i Rotterdam. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.