Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Síða 6
26 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Titillinnað komast í höfn hjá Ajax —sigraði ígær en PSV tapaði Amsterdam-liðið Ajax hefur svo gott sem tryggt sér meistaratitilinn i hollenzku knattspyrnunni. í gær vann Ajax Utrecht 1—0 á heimavelli i úrvals- deildinni meðan helzti keppinautur liðsins, Eindhoven-liðið PSV steinlá fyrir Groningen 4—0. Ajax hefur nú fjögurra stiga forystu og aðeins þrjár umferðir eftir. Þriðji sigur LALakers Los Angeles Lakers heídur áfram sigurgöngu sinni í bandariska körfu- knattleiknum. Á föstudagskvöld vann liðið Phonenix Sun 114—106 og hefur þrjá sigra i þremur leikjum i innbyrðis viðureign liðanna i úrslitakeppninni. San Antonio Spuns sigraði Seattle Supersonic 99—97 á föstudag i þriðja leik liðanna. Staðan þar 2—1 fyrir Spurs. Úrslit í leikjunum í gær í úrvalsdeild- inni urðu þessi. Maas Irichl-Feyenoord 1—1 7 ilburg-NEC Nijmegen 2—2 PEC Zwolle-Haarlem 0—0 Tweme -AZ ’67Alkmaar 2—0 de Graafschap-RODA 2—4 Ajax-Utrecht 1—0 Den Haag-Deventer 0—6 Groningen-PSV 4—0 Sparta-NAC BREDA 5—0 Staða efstu liða er nú þannig: Ajax 31 24 3 4 110—38 51 PSV 31 22 3 6 72—34 47 AZ ’67 31 19 5 7 63—35 43 Haarlem 31 15 8 8 51—37 38 Utrecht 31 16 4 11 51—36 36 Johan Crijuff lék ekki með Ajax í gær vegna meiðsla. Daninn Jesper Olsen skoraði eina markið 1 leiknum við Utrecht. -hsim. Auglýsing um aðalskoðun bifrciða í lögsagnar- umdæmi Rcykjavíkur í maímánuði 1982. Mánudagur 3. maí R—25501 til R—26000 Þriðjudagur 4. maí R—26001 til R—26500 Miðvikudagur 5. maí R—26501 til R—27000 Fimmtudagur 6. maí R—27001 til R—27500 Föstudagur 7. maí R—27501 til R—28000 Mánudagur 10. maí R—28001 til R—28500 Þriðjudagur 11. maí R—28501 til R—29000 Miðvikudagur 12. maí R—29001 til R—29500 Fimmtudagur 13. maí R—29501 til R—30000 Föstudagur 14. maí R—30001 til R—30500 Mánudagur 17. maí R—30501 til R—31000 Þriðjudagur 18. maí R—31001 til R—31500 Miðvikudagur 19. maí R—31501 til R—32000 Föstudagur 21. maí R—32001 til R—32500 Mánudagur 24. mai R—32501 til R—33000 Þriðjudagur 25. maí R—33001 til R—33500 Miðvikudagur 26. maí R—33501 til R—34000 Fimmtudagur 27. maí R—34001 til R—34500 Föstudagur 28. maí R—34501 til R—35000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bif- reiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00 Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiða- skattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigu- bifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L: — Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.! skráningarskír- teini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1981. Lögreglustjórinn í Rcykjavík, 27. apríl 1982. Platini fer til Juventus — og Passarella til Fiorentina ttölsku knattspyrnufélögin halda áfram að kaupa marga af snjöllustu leikmönnum Evrópu til sin. Juventus festi kaup á Frakkanum Mlchel Platini frá St. Etienne á laugardaginn. Platini, sem er 26 ára og fyrirliði franska lands- liðsins, fékk 600 þús. dollara i eigin vasa, en St. Etienne fékk 190 þús. doll- ara. <----------- m. Michel Platini. bezti leikmaður Frakklands, leikur með Juventus næsta leiktímahil. Enska félagið, Arsenal, reyndi mjög að fá Platini en leikmaður- inn valdi heldur ítalska liðið. Platini hefur leikið 32 landsleiki fyrir Frakka og skoraö 20 mörk í þeim. Eins og DV sagði frá fyrir helgina, þá keypti Juventus Pólverjann Zbigniew Boniek frá Widzew Ladz. Fyrir hjá Juventus er Liam Brady, fyrrum fyrirliði Arsenal en nú eru miklar likur á því að hann snúi aftur til Englands. Daniel Passarella, fyrirliði landsliðs Argentínu í knattspyrnu, fer til Ítalíu eftir HM-keppnina á Spáni og gerist leikmaður með Fiorentina frá1 Flórens. Tido Corsi, formaður félagsins hefur rætt við Passarella, sem leikur með River Plate. Fiorentina borgar 1.5 milljón dollara fyrir Passarella. Með Fiorentina leikur Argentínu- maðurinn Dabiel Bertoni, sem er mikill markaskorari. Celtic þarf nú aðeins tvö stig — til að hljóta meistaratitilinn. Á þó þrjá leiki eftir Glasgow Celtic þarf nú aðeins tvö stig úr þremur síðustu leikjum sínum til að halda meistaratitli sinum í skozku knattspyrnunni. Vann stórsigur 6—0 á Edinborgarliðinu Hlbernian á laugar- dag á Parkhead i Glasgow. Óvænt. markaskorun hjá Celtic þvi i þremur lelkjum áður við Hibernian á ieiktima- bilinu hafði Celtic ekki tekizt að skora. Staðan var 4—0 f hálfleik. Tommy Burns, Danny Cranie, Roy Aitken og Murdo McLeod skoruðu og i þeim sið- ari bættu þeir McLeod og George Mc- Cluskey tveimur við. f kvöld leikur Celtic við St. Mirren og gæti þá tryggt sér meistaratitilinn. Aberdeen var einnig i stuöi á laugar- dag. Sigraði Dundee 0—5 á útivelli. Alex McLeish og Andy Harrow skor- uðu í fyrri hálfleik, Doug Rougvie, Dougie Bell og Walker McColl í þeim síðari. Rangers er í þriðja sæti og vann auðveldan sigur á Morton í Greenock á laugardag. John McDonald skoraði tvívegis fyrir Rangers. Bobby Russell þriöja markið. Danny Docherty skor- aði mark Greenock-liðsins. Úrslit 1—3. Þá gerðu St. Mirren og Dundee Utd. jafntefli 2—2 í Paisley og Partick og Aidrie jafntefli 0—0 í Glasgow. Staðan er nú þannig: Celtic Aberdeen Rangers DundeeUtd. St. Mirren Hibernian Morton Dundee Partick Airdrieo 33 23 6 4 76—30 52 31 18 7 6 55—26 43 33 14 II 8 50—41 39 33 13 10 10 55—35 36 31 14 8 9 48—39 36 34 11 12 11 37—39 34 34 9 10 15 30—53 28 34 10 4 20 45—68 24 33 6 9 18 32—53 21 34 5 7 22 30—74 17 FjMM FRÁ SOCIEDAD IHM-LIÐISPÁNAR Spánski landsliðseinvaldurinn i knattspyrnunni, Jose Santamaria, hinn frægi leikmaður Real Madrid á árum áður, valdi fimm lelkmenn frá meistaraliðinu Real Sociedad i lokahóp 22ja leikmanna i heimsmeistarakeppn- ina i sumar. í HM-liðinu eru þessir leikmenn. Luis Arconada, Sociedad, Javier Urruticoechea, Barcelona, og Jose Sempere, Valencia, markverðir. Jose Camancho, Real Madrid, Santiago Urquiaga, Bilbao, Miguel Tendillo, Valencia, Manuel Jimenez, Gijon, Antonio Maceda, Gijon, Rafael Gordillo, Betis, og Jose Alesanco, Barcelona, varnarmenn, Miguel Alonso, Sociedad, Jesus Zamora, Sociedad, Joaquin Alonso, Gijon, Enrique Ramos, Atletico Madrid, Ricardo Gallego, Real Madrid, og Jose Sanchez, Barcelona, framverðir. Juan Gomez, Real Madrid, Jesus Satrustequi, Sociedad, Enrique Saura, Valencia, Roberto Lopez Ufarte, Sociedad, Enrique Castro Quini, Barcelona, og Carlos Santilla, Real Madrid. -hsim. EM-keppni 21 árs landsliða f knattspymu: V-Þýzkaland og Eng- land leika til úrslita —Þjóðverjar sigruðu Sovétríkin 5-0 í undanúrslitum á f östudag Vestur-Þjóöverjar unnu stórsigur á Sovétrikjunum, eða 5—0, í síöari leik þjóðanna i undanúrslitum Evrópu- kcppni landsliða i knattspyrnu, leik- menn 21 árs og yngri. Leikið var f Aachen i V-Þýzkalandi á föstudag. 1 jfyrri leiknum sigruðu Þjóðverjar einnig, 4—3 i Sovétrikjunum. Samanlagt þvi 9—3. Í úrslitum leikur Vestur-Þýzkaland við England, sem sigraði Skotland i hinum leikjunum i undanúrslitum, og sem skýrt hefur verið frá hér i blaðinu. Í úrslitum er leikið heima og að heiman. Keppnisdagar hafa enn ekki verið ákveðnir. f Aachen byrjaði sovézka liðið með miklum látum. Sótti mjög og fékk tvö marktækifæri, sem ekki voru nýtt. Þýzka liðið náði hins vegar óvænt forustunni á 19. mín. þegar Pierre Litt- barski, Köln, skoraði. Eftir það jafnaöist leikurinn og þýzka liðið skoraði aftur á 38. mín. Uwe Reinders. Littbarski, sem var einn af þremur leikmönnum þýzka liðsins, sem leikið hefur í aðallandsliði Vestur-Þýzkalands, splundraði vörn sovézka liðsins á fyrstu mínútunni eftir leikhléið, gaf knöttinn síðan til Rigobert Gruber, sem skoraði. Gerd Strack skoraði fjórða mark þýzka liðsins á 53. mín. og Littbarski, sem oft lék sovézku leikmennina grátt í leikn- um, það fimmta. Vippaði knettinum yfir sovézka markvörðinn. Hans sér- grein i Kölnar-liðinu. Þýzka liðið var þannig skipað. Immel, Strack, Rolff, Gruber, Utten, Matthaus, Dittus, Kroth, Littbarski, Reinders, og Voller (Kempe 53. mín). Áhorfendur 7 þúsund. hsim. o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.