Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAI1982.
Shtpulagning garðanna:
Tengslin
viðhúsið
„Aðalvandamálið hjá fólki þegar
það byrjar að skipuleggja garðana
sina er að það byrjar of seint að
hugsa,” sagöi Auður Sveinsdóttir
landslagsarkitekt.
,4 rauninni þarf að teikna garðinn og
skipuleggja hann um leið og húsið.
Reyndar er það svo að teikning af
garðinum veröur að fylgja teikningu af
húsinu þegar hún fer til byggingar-
nefndar. En þegar fólk ætlar síðan aö
fara að vinna eftir þeirrí teikningu
kemst þaö oft aö því aö hún er ekki
raunhæf,” hélt hún áfram.
Auður hefur gert töluvert af því að
skipuleggja garöa fyrir fólk þó oft hafi
húnorðiðaöneita.
„Fólk er kannski búið að eyða 1—2
árum í það að slétta úr svæöinu. Svo er
ég fengin til aö skipuleggja. Eg sé þaö
strax að plöntumar eru dýrar, mold
sem óhjákvæmilega þarf aö bæta í aft-
ur til þess að fá fram hóla og hæðir er
b'ka dýr. Og þökur eru dýrar. I þetta
fara kannski 10—20 þúsund og jafnvel
upp undir 80 þúsund ef mikiö er lagt í.
Þennan kostnað reiknar fólk ekki inn í
kostnaðinn viö að byggja húsiö eða
kaupa það. Því segi ég oft nei vegna
þess að ég sé fram á að geta ekki gert
fólk ánægt fyrir þá peninga sem það
hefur efni á að leggja í garðinn.”
Þennan garð benti Auður
okkur á sem dæmi um það
hversu gera má lítinn garð
skemm tilegan. Garðurinn er
ekki stœrri en það sem á
myndinni sóst.
DV-myndir Bj. Bj.
í ríTTTl TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF
■ ■ • ^ 111 Smiðjuveg 66. 200 Kópavogi S:(91)-76600
„Fólh byrjjar að
hugsa of seint99
— segir Auður Sveinsdóttir landslagsarhiteht
Núerléttaðslá!
Við kynnum nýju sláttuvélina okkar,
SNOTRU, sem erframúrskarandi létt og
lipur. Hún er útbúin hljóðlátri 3,5 hestafla
fjórgengisvél (nágranninn þarfekki að
kvarta) með mismunandi hraðastillingum
og notar aðeins óblandað bensín.
Sláttubreiddin er 46 cm sem þýðir
fœrri ferðir yfir grasflötina. Einnig eru 3
hæðarstillingar á vélinni, þannig að
hnífurinn getur verið mismunandi hátt
frá jörðu en það kemur sér vel á ójafnri
grasflöt. Lögun hnífsins gerir það að
verkum að grasið lyftist áður en það
skerst, þannig að grasið verður jafnara á
eftir.
Utan um SNOTRUer epoxyhúðað
stálhús sem fyrirbyggir óþarfa skrölt
ogryð.
Með SNOTR U er hœgt að fá sér-
stakan graspoka, sem gerir rakstur
óþarfan.
Að síðustu, þá slœr SNOTRA aðrar
sláttuvélar út hvað verð snertir, sem er
aðeinskr. 3560.-
jfiOÐal
„Yfirleitt er ekki hugað nógu vel að
tengslum garðsins við húsið. Hvar til
dæmis er hægt aö koma upp ácjólgóöu
svæði á sólrikum stað og hafa þar til
dæmis heitan pott. Þá þarf að huga aö
útgöngu úr húsinu, áttum, lögnum
fyrir pottinn eöa gróðurhús ef menn
heldur vilja það og svo framvegis. Oft
gerir það líka erfitt fyrir aö menn vilja
hafa góða útsýn úr gluggunum hjá sér
en jafnframt vill þaö skýla útivistar-
svæðinu fyrir bæði vindi og innsýn.
Stærðin á garðinum hefur líka sitt að
segja. Oft getur veríð auðveldara aö
skipuleggja stóran garð en lítinn. Fólk
vill koma miklu fyrir og þá er vandinn
oft mikill þegar garðurínn er lítill.”
Ég spuröi Auði hvort menn væru
alltaf með sömu klassisku
hugmyndirnar að görðum sínum.
„Þetta er að byrja að breytast eftir
að hafa veríð lengi i sömu skoröum. Eg
hef lagt áherzlu á þaö að skipta
görðunum niður fyrir fólk. Þá er
garðinum skipt til dæmis í aðkomu
garð, dvalarsvæði, matjurtagarð, leik-
svæði og svo framvegis.
Aðkomugarðurinn snýr aö götunni.
Hann gegnir því miklu hlutverki að
skapa aölaðandi mynd. 1 honum þurfa
að vera réttar plöntur. Til dæmis stór
tré sem skapa fallega götumynd. I
mörgum görðum eru stór tré í bak-
garöinum. Það verður til þess aö hann
er algjörlega myrkur og því ónothæfur
sem dvalarsvæði. I rauninni finnst mér
að þegar gert er deiliskipulag fyrir
hverfi að skipuleggja eigi stór tré. Fólk
getur síðan skipulagt annan smærri
gróður í kring. Hvergi í bænum mynda
stór tré gott skjól fýrir framan húsin í
götunni í heild. Slikt vantar alveg.
Setið í gróðurhúsi
Þá er það dvaiarsvæðið. Það þarf að
tengjast húsinu eins og ég nefndi áðan.
I því má gera ráð fyrir heitum potti
eða gróðurhúsi. Ég geri greinarmun á
gróðurhúsi og gróðurskála. Gróður-
skáli er staður þar sem menn eru að
sulla með sína mold og koma plöntum
til. Gróðurhús er hins vegar hús með
gróðri sem hægt er að sitja í og drekka
kaffi. Það er hægt að opna snemma
vors og sitja fram á haust. Þó frost sé
úti er oft hlýtt þarna inni ef sólin skín.
Sumaríð lengist í rauninni um að
minnsta kosti tvo mánuði við þetta.
Bezt er ef þetta hús er einhvers konar
framlenging úr stofunni eða einhverju
herbergjanna. Frekar en að það sé