Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982.
Garðar borgarinnar:
i*rjú hundruð grænir
........... ■'■ll ...
©
hehtarar i borginni
„Þaö má segja aö aldrei sé dauöur
timi hjá okkur meðan beöiö er eftir
einhverju. Þaö er nóg aö gera allt
árið,” sagöi Hafliði Jónsson, garö-
yrkjustjóri í Reykjavík. um vinnuna í
göröum borgarinnar. Eg hafði spurt
hann að því hvort menn væru núna
aö bíöa eftir sumrinu.
Þegar við Hafliöi spjölluöum
saman leit út fyrir að eftir því gæti
orðiö drjúg biö. Norðangarri geisaöi
úti og frost var. Þetta var þó hátíð
hjá því sem annars staöar geröist á
landinu þar sem snjór var yf ir öllu þó
kominn værimaí.
„Sumarvinnan var að fara í gang
hjá okkur þegar fór að kólna. Nú
verður hún aö bíða enn um sinn,”
sagði Hafliði.
Undir garöyrkjustjóra borgarinn-
ar heyrir fleira en umhirða garö-
anna. Nefna má umsjón yfir svæöum
leikskóla og dagheimila, skólagaröa,
umhiröu myndastyttna, umferöar-
eyja, viöhald á til dæmis bekkjum og
ööru því sem er í görðunum, umsjón
meö gróðri í Strætisvagnastöðinni á
Hlemmi og á elliheimilum borgar-
innar, fræsöfnun og skipti viö útlend-
inga, snjómokstur af gangstéttum og
sandburöur á þær, yfirstjóm þeirra
matjurtagaröa sem borgin leigir út
og svo öll hreinsun á borginni. Þetta
er ekki svo lítið verk. Enda segir
Hafliöi að þetta sé í rauninni stærsta
deildin hjá borginni þó yfirstjómin
sé minnst. 60 manns er í fastri vinnu
allt áriö hjá garöyrkjustjóra. A
sumrin bætast viö 200—300 fullorönir
starfsmenn og 400—500 unglingar.
Fjórir menn sem skipta meö sér
verkum á skrifstofunni sjá um yfir-
stjóm þessa hóps alls. Svæöiö sem
hugsað er um, er um 300 hektarar og
þar af 33 sem kalla má garða. Þar
meö eru talin svæði eins og Austur-
völlur og Amarhóll.
Miklatúnið stærst
Stærst garöa borgarinnar er
Miklatúnið. Elztur er hins vegar
Auturvöllurinn. Laugardalsgarður-
inn er hins vegar sá sem mest er not-
aður. Þar er allt fullt af fólki á sól-
björtum sumardögum. Aörir garðar
eru mun minna notaöir, sérlega er
Miklatúniö lítiö notaö þó þaö sé orðið
ákaflega fallegt. „Þaö er af sem
áður var með Austurvöllinn. Það
þótti tíðindum sæta ef menn stigu
þar á grasið. Nú er völlurinn hins
vegar traðkaður niður um hverja
helgi og allur þakinn glerbrotum.
Þaö er mikið verk að hreinsa hann á
hverjum mánudagsmorgni,” segir
Hafliði. Eg sé aö þetta fær mikið á
hann og í rauninni mig líka. Þaö er
ekki fögur sjón aö aka um miðbæ
Reykjavíkur á sunnudagseftirmiö-
degi þegar menn eru aö koma út af
hádegisbörunum og bæta á glerbrot-
in á Austurvelli. Þau hafa veriö að
safnast þar frá föstudagskvöldi er
krakkarnir byrjuöu aö safnast
saman í miöbænum. Fullorðna fólkiö
virðist hins vegar ekkert skárra.
Merkilegt.
Árið
Eg baö Hafliöa að lýsa árinu fyrir
mér eins og þaö snýr viö þeim þama
hjá borginni.
„Um áramótin eru þaö trjáklipp-
ingamar. Viö byrjum raunar á þeim
í nóvember og höldum áfram fram í
febrúar. Strax og jörö er oröin auð er
síöan borinn húsdýraáburöur á gras-
fletina. Viss hópur gerir hins vegar
ekkert annaö allt áriö en aö laga
bekki og mslakörfur. Á þeim veröa
alltaf gífurlegar skemmdir. Þegar
meira líöur fram á vorið er síöan
dreift tilbúnum áburöi. Nú, hreinsun
er í gangi allt árið.ekki sízt á vorin.
Við athugum þá hvemig jöröin hefur
komiö undan snjónum og hvaö hægt
Hafílðt Jónason garöyrkjustjóri. Myndln
mr t&kin / norðangarra og froati á Mlkla-
túnl.
D V-mynd Elnar Ólason.
er að gera til að bæta þaö sem aflaga
hefur fariö. Við þurfum einnig að
huga aö Tjöminni. Þegar hart er í ári
gefum við fuglunum og brjótum fyrir
þá vakir.
1 ræktunarstöðinni i Laugardal er
mikið að gera á vetuma og vorin. Þá
er fyrst sáö til sumarblómanna í
janúar og þeim síöan dreifplantaö í
febrúar. Veturinn fer síðan í fræsöfn-
un og skipti viö erienda grasagarða.
Viö höfum fengiö gífurlega mikiö af
fræi eriendis f rá. 1 hvert sinn sem við
fáum nýja tegund verður að gera til-
raun meö þaö hvort hún þrífst hér.
Nú fer einnig aö veröa kominn tími
til að huga aö þeim matjurtagörðum
sem borgin leigir út. Þeir eru tveir,
við Korpúlfsstaði og í Skammdal. Viö
höfum umsjón með þeim og til okkar
sækir fólk um pláss. Leigan á görö-
unum hækkar gífurlega núna, um
400%. Borgarstjómarmeirihlutinn
ákvaö að þeir skyldu standa undir
sér, þessir garöar. Verðiö er núna
180—270 krónur eftir stærö. Þetta er
mikiö verð.sérlega fyrir gamla fólkiö
sem mikið er meö þessa garöa og
ekki síður unga fólkiö sem er aö
byrja aö búa og ætlar aö spara meö
því aö rækta kartöflur sjálft. Þaö er
stór spamaöur fyrir ríkið að fólk
rækti eigin kartöflur. I fyrra komu
upp 4000 tunnur af kartöflum í garö-
löndum borgarinnar. Þar slapp ríkiö
alveg viö aö niðurgreiöa.
Einnig þarf að undirbúa skóla-
garða sem njóta mikilla vinsælda
meöal barna. Nú er einmitt veriö að
biðja um skólagarða í Breiöholtinu.
En þaö er dálítið erfitt aö setja þá upp
þar. Garölönd fyrir böm þurfa aö
vera betri en garðlönd fyrir full-
oröna. Þama emm viö hins vegar
komin 100 metra yfir sjávarmál og
því er hætt viö lélegri sprettu. Þá
veröa bömin fyrir vonbrigðum.
Mikil umhirða
„Sumrin fara svo í hvers konar
umhiröu. Þaö þarf aö slá, reita arfa,
planta blómum og svo framvegis. Á
haustin er síöan aöalverkiö aö hreinsa
til. Hreinsa þarf upp ónýt sumar-
blóm og allt laufiö sem fellur af
trjánum. Þetta er margþætt vinna
sem krefst margra handa,” sagöi
Hafliöi.
Hann var að lokum spuröur hvort
eitthvaö væri hægt aö gera til þess aö
laða Reykvíkinga betur að görðum
sínum.
,,Ja, þaö er nú það. Viö megum
ekki taka miö af því sem er sunnar í
álfunni. Ef við förum aö koma upp
einhvers konar starfsemi í görðun-
um, til dæmis tívolítækjum þyrfti
margt aö gera. Jörðin er mjög viö-
kvæm vegna votviðra. Þaö er því
ekki endalaust hægt aö traöka hér á
grasinu. Vaxtarskeiðið hér er stutt
og til dæmis vex í görðum Kaup-
mannahafnar á einu ári þaö sem hér
vex á tíu. Og alltaf er verið að spara í
fjárveitingum til garöanna. Jafnvel
þó fyrrverandi landlæknir sýndi
fram á það aö síðan farið var aö
binda opnu svæðin í borginni með
grasi hefur kvefpestum hjá borgar-
búum fækkaö aö mun,” sagði Hafliði
Jónsson garðyrkjustjóri.
DS
Þassa sjón kannast alllr, sem komió
hafa tíl Raykjavikur aó sumarlagi,
Fallegt, ungt, fólk / vinnu I görOum
borgarinnar.