Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982.
Miklatorgi — Sími 22822
Opið kl.9-21.
Sendum um allt land
GARÐKÖNNUR
5 lítrakr. 50,00
lOlítrakr. 70,00
SVALAKASSAR
5 stœrdir og festingar.
Skógræktarfélag
Reykjavíkur
Fossvogsbletti 1, Sími 40313,
býöur ykkur mikið úrval af fallegum og
góðum trjáplöntum í garða og sumarbú-
staðalönd.
Skógrœktarfélagið veitir ókeypis aðstoð við
trjáplöntuval í garða og sumarbústaða-
lönd.
í fyrsta sinn á ísiandi
Gœða-garð-
húsgögnin frá
fást aðeins
hjá okkur.
Góðir
greiðs
luskilmálur.
Reykjavíkurvcgi 68
Hafnarfirði
Sími54343
Nokkur heilræði við garðyrkju
Þolinmæðin
er mikilvæg-
astibanda-
maðurinn
Það er með garðvinnu eins og alla
aðra vinnu aö hana þarf að læra.
Smátt og smátt verða menn að þreifa
sig áfram. I þessu eins og öðru er
reynslan oft bezti skólinn. En ýmis
ráð er þó hægt aö gefa til örlitillar
leiöbeiningar svona fyrst í stað.
Bezta ráðið er hins vegar alltaf að
gefa sér tíma og vera þolinmóður.
Undirbúningur
jarðvegs
Nauðsynlegt er að undirbúa vel
þann jarðveg sem ætlunin er aö
gróðursetja í. Ef garöurinn er við ný-
byggt hús dugar yfirleitt ekki sú
mold sem þar er í kring. Þegar hús
eru byggö er oft efsta moldarlaginu
flett ofan af og því ekið á braut. En
þetta er eina moldarlagiö sem
nokkur næring er i. Það sem dýpra
er er yfirleitt dautt. I því þrifst lítið
sem ekkert. Mold er dýr þannig að ef
unnt er skyldu menn reyna að varð-
veita efsta moldarlagið og nota það
síðan þegar garðurinn er búinn til.
Ekki er nóg að moldin sé góð. Loft
og vatn þurfa að geta leikið frjáls-
lega um hana til þess að plönturnar
fáiöruggarótfestu.
Gróðursetning
Bezt er að gróðursetja allar plönt-
ur sem fyrst eftir að þær hafa verið
keyptar. Holan sem plöntunni er
komið fyrir í þarf að vera það stór að
rætur hennar bögglist ekki saman.
Gott er að vinna jarðveginn nokkru
áður en sett er niður, leyfa honum að
jafna sig og gróðursetja svo. Sé ekki
því blautara á er gott að vökva vel
eftir að gróðursett hefur verið. Bezt
er að gróðursetja í röku veðri og þá
annað hvort kvölds eða morguns. Sé
mikið eða sterkt sólskin þegar verið
er að gróðursetja er hætta á að
plantan þorni um of.
Vökvun
Hér á landi er ekki þörf á því að
vökva oft á sumrin. Yfirleitt sér
rigningin blómum og öðrum gróðri
fyrir nægri vætu. Eftir nokkurra
daga þurrkakafla, ég tala nú ekki um
ef sólskin er mikið, er hins vegar gott
að vökva. Vökvið heldur vel og gerið
d. það sjaldan heldur en að vera
alltaf að sulla smádreytli á
garðinn. Plöntunum finnst það ekki
verra ef vatnið er aðeins volgt. Bezt
er að vökva annað hvort á kvöldin
eða morgnana. Ef vökvað er um
miðjan daginn í hitanum gufar mest
af vatninu upp jafnóðum auk þess
sem plönturnar geta fengiö hálfgert
áfall.
Áburður
1 stórum dráttummá skipta áburði
i tvennt. Húsdýraáburð og tilbúinn
áburð. Tilbúinn áburður er síðan til
af mörgum gerðum. Húsdýraáburð-
ur er venjulega borinn á á veturna
eða snemma á vorin. Misjafnt er
hvenær menn segja að sé bezti
tíminn. Sumir segja að bezt sé að
bera hann á áður en frost er farið úr
jörðu, aðrir ekki fyrr en eftir það.
Tilbúinn áburður er hins vegar ekki
borinn á fyrr en allt frost er farið úr
jörðu. Gott getur verið að bera hann
auk þess á tvisvar til þrisvar yfir
sumarið. Afar áríðandi er að bera
hann jafnt á allan garöinn. Kögglar
af áburði brenna undan sér. Bezt er
að bera á í þurru veðri.
Raunar er oft áiitamál hvað bera
eigi á eða hvort gera eigi það yfir-
leitt. Margir mæla með húsdýra-
áburði hvert ár, aðrir segja það tóma
vitleysu. Það fer auövitað allt eftir
hverjum garði. Eiginlega er
nauðsynlegt að láta taka jarðvegs-
sýni á 4—5 ára fresti og kanna það
hvemig næringin er í jaröveginum.
Aburðargjöfinni skal síðan haga eftir
því.
Grasflatir
Grasflatirnar eru stöðugt
vandræðaefni margra. Þær vilja
fyllast af mosa og verða ljótar. Aðal-
atriðið við góða grasflöt er að frá-
rennsli sé gott. Áður en grasfræi er
sáö þarf að ræsa vel fram. Halli þarf
síðan að vera frá flötinni en ekki að
miðju hennar eins og víða sést í
görðum. Yfirborðið þarf einnig að
vera sendið. Grasið þarf góða birtu.
Því verður það oft ljótt ef stór tré
skyggja á það. Það þarf einnig áburð
á hverju ári. Síðan er um að gera að
vera ekki alltaf aö slá. Sláiö heldur
ekki alveg niður við rótina. Það er
reyndar tízka hér víða í görðum sem
verður til þess að grasið deyr smátt
og smátt þó alltaf sé verið að bera á.
Grasið á alls ekki að raka af heldur
að leyfa því að þoma upp og deyja
ofan í jarðveginn. Ef mönnum finnst
þetta sóðalegt skyldu þeir að
minnsta kosti safna grasinu saman i
safnhaug í homi garösins. Þar
breytist það smátt og smátt í mold
sem síðan má bera á garðinn. Hafa
skyldi í huga að grasiö er lifandi. Það
nýtir næringuna úr moldinni sjálfu
sér til vaxtar. Ef þaö er alltaf klippt
niður við Tót og síðan flutt burtu
verður moldin smátt og smátt alveg
næringarlaus.
Fíflar og mosi
Þó fíflar og mosi séu svo sem
ágætur gróður vilja fæstir hafa þá
félagana í garöinum til lengdar.
Bezta ráðið til að losna við mosa er
að bera á kalkkenndan áburð eða
jafnvel sand og vökva svo vel á eftir.
Annað ráð er að klóra hann upp með
hrífu. Mikla þolinmæði þarf tÚ þess
en önnur ráð gefast oft ekki eins vel.
Einfaldasta ráðið til að losna við fífla
er það sama, að stinga þá upp með
rótum og öllu saman. Til er svokallað
fíflalyf sem bera má á og drepur það
þá rætumar. Ekki má slá garðinn í
2—3 vikur eftir að það er notað.
Trjáklipping
Tré og runna þarf að klippa seint
að vetri eða snemma vors. Ekki má
klippa eftir að líf er farið að koma í
trén að einhverju marki eftir vetur-
inn. Áríðandi er að klippa rétt.
Runna á að klippa frá stofni þannig
að hann þéttist og runninn verði fall-
egur og þéttur. Ef alltaf er klippt
ofan af verður runninn að sönnu
þéttur þar en gisinn við rót. Tré
verður að klippa þannig að greinar
þeirra nuddist ekki saman. Geri þær
pað kelur þær og deyja. Tré mega
heldur ekki vera of þétt þá verða
þetta aðeins renglur beint upp í loftið
í stað þéttra og limmikilla trjáa.
Völtun
Gott er að valta grasbletti snemma
vors eða strax og frost er farið úr
jörðu.
Að stinga upp
Akjósanlegt er að stinga upp í
þeim beðum þar sem blóm eru. Ef
um fjölær blóm er að ræða er gott að
skipta um þau á nokkurra ára fresti.
Við tré og runna er síðan gott að losa
aðeins um moldina við ræturnar.
Gætið þess aðeins að særa ekki
rætur.
Sandur og vikur
Oft getur verið nauösynlegt að
bæta sandi eða vikri í moldina. Með
því nær að lofta betur um rætur
plantnanna. Hægt er að kaupa hvort
tveggja en auövitað má fara niður í
fjöru og ná sér þar í sand. En þá er
líka nauðsynlegt að skola úr honum
saltiö áður en hann er notaöur.
Úðun
Pöddur hvers konar láta oft á sér
kræla. Eitur er yfirleitt svarið við
þeim. Þó mun oft á tíðum vera nóg að
úða mjög hressilega með vatni. Dugi
það ekki má fá veikar eiturblöndur
til dæmis hjá sölufélaginu. Dugi það
síðan ekki má svo fá menn sem aka
um bæinn með mun sterkara eitur
og úða því. Eins og allir vita á þá að
nota garðinn sem minnst i nokkurn
tíma á eftir. -DS.
r\ .•