Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JUNI1982.
Umfangsmikil leit
aö opnum báti
á Breiðafiröi
— engin blys eða talstöð voru um borð
Mikil leit fór fram á Breiðafirði á
laugardag aö sex metra löngum,
opnum báti með þremur mönnum.
Tilkynnt var um hvarf þeirra um
níu leytið á laugardagsmorgun til
björgunarsveitar slysavarnadeild-
arinnar í Búðardal. Fólkið hafði
fariö frá bænum Hnjúki í Klofningi
um hádegisbil á föstudag og ætlaö aö
gæta að varpi í Rúfeyjum. Þangaö er
um tveggja og hálfrar klukkustund-
ar sigling. Fólkið var vel búið og með
björgunarvesti um borö en enga tal-
stöð og engin neyðarblys.
Fjöldi báta var fenginn til að leita,
meðal annars frá Stykkishólmi, og
fljótlega var kallaö á aöstoð þyrlu.
TF-Gró var komin á staðinn um
klukkan 11.30 og hafði þá ekkert til
bátsins spurzt.
Um klukkan 12 á hádegi kom hún
þó auga á bátinn þar sem hann lá í
vari í Hafnareyjum. Var veður þá
fremur óhagstætt, 5—7 vindstig og
éljagangur. Fólkiö var vel á sig
komið en hafði ekki litizt á veðurút-
litið þegar lagt var af staö heim úr
eyjunum og því leitað skjóls. Sem
fyrr segir hafði það engin neyðarblys
eða annan útbúnað til að láta vita af
ferðum sinum, en slíkt hefði gert
hina víðtæku leit óþarfa því auðveld-
lega sést úr eyjunum á nálæga bæi á
ströndinni. -JB.
Og þá er komið að sjúkraþjálf urunum:
Segja þeir upp í næstu viku?
„Viö erum mjög óánægð meö úr-
skurð kjaradóms. Við ætlum að tala
við ráðherra í næstu viku og ef ekkert
gerist veit ég ekki hvað við gerum,”
sagði Oddný Sigsteinsdóttir sem sæti á
í kjaramálanefnd Félags íslenzkra
sjúkraþjálfara, en félagið hefur harð-
lega mótmælt dómum þeim sem fallið
hafa í sérkjarasamningum félagsins
viö ríkiogborg.
I kröfum félagsins var megináherzla
lögö á leiðréttingu á grunnlaunum. Er
það til samræmis við aðrar háskóla-
menntaðar stéttir meö sambærilega
menntun hvað varðar undirbúnings-
nám, námslengd, námseiningafjölda,
sérhæfni og fleira. Einnig voru grunn-
laun hjá sjúkraþjálfurum sem starfa
við sjálfseignarstofnanir og eigin fyrir-
tæki höfð til hliðsjónar.
Samkvæmt sérkjarasamningi BHM
eru sjúkraþjálfarar starfandi hjá ríki
og borg í launaflokki 105 og fá greiddar
8.757 krónur í laun á mánuði og er það
snöggtum lægra en aörir háskóla-
menntaðir menn með sambærilega
menntun fá að sögn Oddnýjar. Þá fá
sjúkraþjálfarar hjá sjálfseignarstofn-
unum greitt eftir 108. til 112. launa-
flokki og þeir er starfa sjálfstætt enn
meir.
„Okkur finnst ekki gæta samræmis
þama og munum því leita leiða til leið-
réttingar á okkar málum. ”
— Koma uppsagnir til greina í því
sambandi?
,,Eg get ekki neitað því að það hefur
skotizt upp í huga manns því svo
virðist sem nægir atvinnumöguleikar
séu fyrir okkur hjá öðrum stofnunum
en á vegum ríkis eða borgar,” sagði
Oddný Sigsteinsdóttir.
Hjá ríki og borg starfa um 25 sjúkra-
þjálfarar, flestir þeirra kvenmenn.
-KÞ.
VINNUSLYS Á AKUREYRI
leyti um helgina
Vinnuslys varð í flutningaskipinu
Vela, þar sem þaö lá í Akureyrarhöfn,
á laugardagsmorgun. Þar varö maður
nokkur fyrir lyftara sem verið var aö
vinna með um borö og mun hann hafa
fótbrotnað.
Rólegt var á Akureyri um hvítasunn-
una og ölvun ekki áberandi mikil.
Vildu lögreglumenn ekki sízt þakka
það lokun áfengisútsölunnar á föstu-
daginn.
Árekstrar urðu þó nokkuö margir.
Sex umferðaróhöpp voru skráð frá
laugardagsmorgni fram á miðjan dag í
gær, en öll minni háttar og engin alvar-
legslysurðuáfólki.
Flestir Akureyringar héldu sig
heima viö yfir hátíöina. -JB.
Vinningshafamir ásamt fulltrúum úr dómnefnd, þeim Valgerðl Briem og Jóni E.
Guðmundssyni. Börnin eru talið frá vinstri: Inga Birna Sigfúsdóttir, Sveinn Krist-
inn Ögmundsson, Baldvin Davíð Ragnarsson, Hlín Gylfadóttir, Guðrún Margrét
Eys teinsdóttir og Elva Edvaldsdóttir.
Börnin teikna aldraða
— samkeppni í grunnskólum a vegum
Rauða krossins
Rauöi kross Islands efndi í vetur til
teiknimyndasamkeppni meöal grunn-
skólanemenda í tilefni af ári aidraðra.
Verkefiiaval var nokkuð frjálst en
myndefni skyldi þó tengjast öldruðum
á einn eða annan hátt. Þátttakendum
var skipt í þrjá aldurshópa, 6—9 ára,
10—12 ára og 13—15 ára. Þrenn
verðlaun voru veitt í yngri hópunum,
en ein í þeim elzta, enda þátttaka
minnst þar. Fyrstu verðlaun voru reiö-
hjól en fyrir annað og þriöja sæti fengu
bömin bók.
Tilgangur með keppninni var að fá
fram myndir sem gera mætti vegg-
spjöld og kort eftir í tilefni af ári aldr-
aöra.Áfjóröahundraðmyndir bárust
frá 44 skólum. Dómnefnd var skipuö
teiknikennurunum Valgerði Briem og
Jóni E. Guðmundssyni, Sólveigu Helgu
Jónsdóttur, kennara við Heyrnleys-
ingjaskólann, Bryndísi Schram og svo
tveimur nemendum, Hjördísi Pálm-
arsdóttur úr Lækjarskóla í Hafnarfirði
og Hlyni Þórissyni úr Mýrarhúsaskóla.
I yngsta flokknum hlutu þessi böm
verðlaun: 1. Sveinn Kristinn ögmunds-
son, Fossvogsskóla, 2. Baldvin Davíð
Ragnarsson, ölduselsskóla, 3. Guörún
Margrét Eysteinsdóttir, Fossvogs-
skóla. I hópi 10—12 ára bama: 1. Inga
Birna Sigfúsdóttir, Fossvogsskóla, 2.
Eva Edvaldsdóttir, Varmárskóla og 3.
Hlín Gylfadóttir, Fossvogsskóla. Linda
Björg Finnbogadóttir, Laugabakka-
skóla, Miðfirði, fékk svo verðlaun í
elzta hópnum.
Að auki vom veittar fjórar viöur-
kenningar. Sérstök myndverk bárust
frá Heyrnleysingjaskólanum og verða
þau sýnd á sýningu sem öldrunarráö
Islands gengst fyrir um vinnu og störf
aldraðra á Kjarvalsstöðum í júlí. -JB.
Steingrímur sýnir í Eden
Alltaf er hann Steingrímur Sig-
urðsson jafnbráðhress. Kemur
eins og fellibylur inn á blað, lætur
dynja á manni upplýsingar um
nýja málverkasýningu með
hraða vélbyssunnar og er svo
þotinn. Þær upplýsingar sem
náðust em þær helztar að list-
málarinn sýnir nú í Eden í
Hveragerði og er þetta í sjöunda
sinn sem hann sýnir þar. Þarna
gefur að líta 74 myndir, flestar
nýjar, en auk þess allmargar úr
einkaeign sem ekki hafa veriö
sýndar áður.
Þetta er 47. sýning Steingríms.
Sú fyrsta var í Bogasalnum áriö
1966 og síðan hefur hann sýnt
víða innanlands sem utan. Sýn-
ingin er tileinkuð félagsskapnum
ABC við Fljótið helga og henni
lýkur6. júní. "SG
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Tími sterku mannanna að koma
Benedikt Davíðsson er kominn úr
endurreisnarferð til Svartahafs til að
efla menn í byggingariðnaði til verk-
falla. 72-manna nefndin hjá ASÍ
hefur komist aö þeirri niðurstööu að
nauðsyn beri til að efna til allsherjar-
verkfalls um miðjan júní. Tvo daga
á undan skal halda general-pmfu.
Þannig safnast menn saman að
ákveðnum ófaraaði eins og flugur að
ljósi, alveg eins og brýnast sé af öllu
á mjög alvariegum timum að kynda
undir óreiðu og upplausn. Það er
þegar farið að tala um, að úr þessu
geti enginn leyst úr vandamálum ís-
lendinga nema sterkir menn, vegna
þess að einstakir hópar eru þegar
farair að starfa á launagreiðendum
utan við lög og rétt. Þeir sem ýta nú
hvað mest á aukna upplausn era
jafnframt að þrýsta á um kröfuna
um sterku mennina. Við þekkjum
vinnubrögðin frá liðnum tíma, en nú
virðist þó sem krafan um sterku
mennina sé nær því að verða að vem-
leika en áður.
Ljóst er að lögregla, sem hefur við
orð að segja upp störfum með sama
hætti og hjúkmnarkonur og sjúkra-
liðar, og meö sama markmiö í huga,
verður ekki til stórræðanna í fram-
tíðinni, svo sterkir menn geta ekki
stuðst við hana. Hefur svo verið
lengi, að þangað hefur ekki verið
traust að sækja kæmi á annað borð
til upplausnar. Einu skipulögðu sam-
tökin í landinu finnast innan ASt og
em á snærum manna i byggingariön-
aði. Hinir sterku menn framtíðarinn-
ar hljóta því að koma þaðan. Þess
vegna m.a. er taliö brýnt að standa
að launaupphlaupum nú. Og enginn
skyldi ætla að ekki áraði fyrir launa-
kröfur. Eftir myntbreytingu hefur
dýrtíðin fariö svo úr skorðum, að
skráð láglaun em næstum óskiljan-
leg. Vísitalan er reiknuð út af híuta
neyslunnar, og hækkanir vegna
hennar em falskar. Á móti kemur að
þjóðartekjur fara minnkandi. Mis-
muninn geta menn fært til reiknings
hjá þeim, sem haga þjóðmálum
þannig, að hér er full atvinna, en
geta ekki staðið við það nema hafa
fólk á óskiljanlegum launum. At-
vinnuleysi okkar er falið í þessu.
Gegn þessu fyrirkomulagi stefnir
nú verkalýöshreyfingin á borði með
fomstuliði, sem hefur verið að eyða
síðustu vetrardögum við Svartahaf.
Og rikisstjórain á ekki margra kosta
völ. Margir þeirra em svo langt
leiddir að þeir era þessa dagana að
leggja atvinnutækjum sínum.
Þegar á reynir kernur í ljós að
ríkisstjórain getur ekki staðið saman
að úrlausnum. Framsóknarflokkur-
inn vill draga úr verðbólgu og telja
niður. Nú er verðbólgan komin í sex-
tíu stig og stefnir töluvert hærra á ár-
inu. Alþýðubandalagið vill láta
verkalýðinn hafa töluverða hækkun,
a.m.k. láglaunahópana. En til þess
þarf að leiða vinnuveitendur að
samningaborði, sem sumir hverjir
myndu líta á sem hvera annan högg-
stokk eftir núll-reksturstefnuna und-
anfarið. Dr. Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, sér að líkindum fá-
ar millileiðir. Málin eru því f öst. Og á
sama tima stefnir í verkföll. Foringj-
ar launþega ssa ferð sína sem mest
þeir mega inn í framtíðarlandið,
land hinna sterku manna.
Þótt ríkisstjórnin geti ekki staðið
saman að lausnum getur hún heldur
ekki farið. Það mundi lítið þýða að
efna til kosninga vegna þess að ekki er
hsgt að kjósa um að þorskurinn
komi á miðin og víkur og vogar fyll-
ist af loðnu. Það er heldur ekki hsgt
að kjósa um aukningu þjóðartekna.
Ekki er hsgt að kjósa um að togarar,
sem bundnir hafa veriö sökum
greiðslufalls, sigli aftur á miðin.
Málin eru hreinlega komin í strand.
Þau bíða eftir hinum sterku mönn-
um, sem nú efla launþegahreyfing-
una blinda og skilningsvana gegn
samfélaginu. Jafnvel þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn ynni meirihluta í
kosningum kæmi hann engu fram
fyrir athöfnum þeirra, sem sækja
sjóböðin í Svartahafinu. Þaö er að-
eins hægt að sækja sér frest í gengis-
fellingar nokkra stund, en jafnvel
þsr duga ekki til eilíföar. Svarthöfði