Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Page 8
s DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JUNI1982. jYe-ywonfLA-rS' HOLUR UMBOÐS & HEILDVERSLUN Skeifan 11-108 Reykjavík - @ 86466 Pósthólf 7060-127 Reykjavík FORTÍÐIN ER: Sprungin og vindlaus dokk. FRAMTÍÐIN ER: Slöngur sem geta ekki sprungið eða orðið vindlausar. • Búið til úr léttu frauðgúmmii með holum kjarna. • Auðveld isetning. (■ ■■-?■ • Heldur stöðugum þrýstingi þannig að hjólið getur borið meiri þunga. • Eykur liftima dekksins. • Hefur engan ventil. • . Hiti og kuldi hafa engin óhrif. SLANGA FRAUÐGÚMMÍ Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur held- ur félagsfund í Domus Medica, Egilsgötu 3, þriöjudaginn 1. júní kl. 20.30. Dagskrá: Verkfallsboðun. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Trjáplöntur og sumarblóm GRÓÐRARSTÖÐIN LUNDUR V/VESTURLANDSVEG sími 86825 (gaukriecht Sértf -OG FF>YS PD 2601 HæðHdl455cm .Kr.MOO' DwTébci" *kr. 8.250. Staðgreiðs ‘SSJAftff magn RAFBUÐ ^SAMBANDSINS Ármi’ila Q - Q/mi QPQDD Útlönd Útlönd Útlönd Bretadrottning er áhyggjufull — Argentínumenn senda syni hennar kveðju með sprengjum Elísabet Englandsdrottning er ein af þúsundum áhyggjufullra enskra mæðra. I hvert sinn sem tilkynnt er um argentínska árás hlýtur hún aö velta því fyrir sér hvort sonur henn- ar sé meðal hinna dauðu. I ræðu sem hún flutti fyrir helgina sagði hún meðal annars: „Hugsanir okkar eru í dag hjá okkar mönnum í Suður- Atlantshafi. Og í bænum okkar óskum við þeim framgangs og öruggrar heimkomu til sinna nán- ustu.” Næstelzti sonur hennar, Andrew, 22 ára, er einn af brezku hermönnun- um sem tekið hafa þátt í styrjöldinni um Falklandseyjar. Hann er flug- maður á SEA King-þyrlu sem stað- sett er á flugvélamóðurskipinu Invis- ible. Þegar Andrew prins lauk skóla- göngu sinni fyrir fimm árum réðst hann í flotann í tólf ár eins og faðir hans, Philip prins, hafði gert. Engum datt þá í hug að stríö væri á næsta leiti. Hann var áður flugmaður á Harrier-herþotu en þegar hann var sendur í stríðið var hlutverki hans breytt og hann í staöinn gerður aö flugmanni á SEA .King-þyrlu. Andrew prins, 22 ára. Yfirmenn flotans hafa vafalaust tal- ið að prinsinum væri minni hætta búin þar. Þegar Elísabet drottning flutti ræðu sína fyrir helgina höfðu þegar verið skotnar niður fimm slík- ar þyrlur og sama dag tilkynntu Argentínumenn að þeir hefðu skotið niður tvær í viðbót. Engum þarf því að hafa komið á óvart þó Elísabet drottning hafi verið áhyggjufull og henni tókst ekki heldur að leyna því. Margir aðstandendur brezku her- mannanna hafa gagnrýnt brezka varnamálaráðuneytið. Stundum hafa liöið meira en tveir sólarhring- ar þar til tilkynnt hefur verið um nöfn á skipum sem Argentínumenn höfðu sökkt eða flugvélum sem skotnar hafa verið niður. Móður eins þeirra sem fórust af tundurspillinum Coventry hafði þetta að segja: „Það væri miklu manneskjulegra að láta okkur strax vita. Alltaf þegar einhverju skipi hefur verið sökkt hef ég óttazt að það væri skipið sem sonur minn var á. Þrívegis fékk ég síðan að vita að svo heföi ekki verið. Margar nætur hef ég legið andvaka. Nú er sonur minn látinn og ég fékk fljótt að vita um það en hugsið um allar hinar mæðurnar sem ekkert hafa fengið að vita. Að sögn talsmanna varnarmála- ráðuneytisins fær Elisabet drottning ekki betri upplýsingar en aðrar mæður brezku hermannanna. Argentínskir hermenn við Ríó Gallego mála „kveðjur til lltla prinsins” á sprengju sem koma á fyrir í Skyhawk-flugvél. Það er Andrew prins sem þeir hafa í huga, litli bróðlr Karls krónprins. Fjöldagröfum her- manna mótmælt — Ættingjar látinna hermanna kref jast „sómasamlegrar útfarar” Fjölskyldur fallinna brezkra her- manna á Falklandseyjum hafa bitur- lega mótmælt yfirlýstri ákvörðun brezku herstjómarinnar að láta grafa hermennina í fjöldagröf á Austur- Falklandi. Ættingjar hermannanna sem féllu í árásunum á Darwin og Goose Green segja síðastliðinn föstudag að ákvörðunin sé „miskunnarlaus”. Þeir kröfðust þess að líkunum yrði skilað heim til Bretlands svo unnt væri að grafa þau á „sómasamleganhátt”. James Mechan, 55 ára gamall, sem missti son sinn Thomas í árásunum, sagði við fréttamenn: Það er hræðilegt að hann skuli vera grafinn í einhverju f jarlægu landi. Hvemig á ég að komast til Falklandseyja til að sjá son minn? ” Fréttamenn segja að hermennirnir hafi þegar verið grafnir í fjöldagröf skammt frá San Carlos höfninni. Brezka vamarmálaráðuneytið sagði um mótmæli aðstandenda hinna föllnu að ákvörðunin væri í samræmi við viðteknar venjur á stríðstímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.