Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JtJNl 1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Níxoit
spáir
Kennedy
sigri
Richard Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, lýsti þeirri skoðun
sinni í sjónvarpsviðtali í gær-
kvöldi að öldungadeildarþing-
maðurinn Edward Kennedy
myndi fara með sigur af hólmi
þegar frambjóöandi demókrata
fyrir forsetakosningarnar 1984
yrði útnefndur. Áður þyrfti hann
þó að léttast um tíu kíló og „fá
nokkrar nýjar hugmyndir”.
Nixon sagðist þeirrar skoðunar
aö Reagan Bandarikjaforseti
yrði á nýjan leik í framboði 1984.
Sinatra
ósáttur
viðekkju
Crosbys
Frank Sinatra er móðgaður út í
Kathryn, ekkju Bing Crosbys.
Ekkjan hefur að undanfömu
verið að selja ýmsa muni úr safni
manns síns s.s. húsgögn, mál-
verk og ljósmyndir. Meðal þess
sem Kathryn hefur boðið til sölu
er árituö ljósmynd af Frank Sin-
atra með Barböru konu sinni.
Myndrna sendi hann til Crosbys
sem þakklæti fyrir brúðargjöf á
sínum tíma. „Eg kæri mig ekkert
um að þessi mynd sé í fómm
hvers sem er,” segir Sinatra og
krefst þess að ekkja Crosbys
hætti við að selja myndina.
Nú er barizt skammt fyrir utan Port Stanley:
ÚRSUTAORRUSTAN
VIRÐIST NÚ HAFIN
— Argentínsku f lugmennimir eru stærsta ógnunin við brezku hermennina
Argentinsklr hermenn á Falklandseyjum. Þeirra bíður nú væntanlega hörð
orrusta við Port Stanley.
Brezkir hermenn nálgast nú höfuð-
stað Falklandseyja, Port Stanley, óg
eftir síöustu fréttum að dæma virðist
sem úrslitaormstan sé nú hafin.
Samkvæmt fréttum frá brezka varnar-
málaráðuneytinu hafa bardagar átt
sér stað um fimmtán kílómetra frá
höfuðvígi Argentínumanna á eyjunum.
Samkvæmt fréttum ráðuneytisins
hafa bardagar brezkra og
argentínskra hermanna átt sér stað á
Kentfjalli sem er um 450 metra há hæð
sem gnæfir yfir Port Stanley og flug-
völlinn þar. Augljóst virðist aö það sé
brezku hermönnunum ákaflega mikil-
vægt frá hernaðarlegu sjónarmiði séð
aö ná hæðinni á sitt vald. Talið er aö
um sjö þúsund argentínskir hermenn
séu í eða við Port Stanley. Ostaðfestar
fréttir herma að brezku hermönnunum
á eyjunni hafi nú bætzt þrjú þúsund
manna Uðsauki og séu því nú átta þús-
und manns í Uði þeirra á eyjunum.
Liðsstyrkur þessi á að hafa borizt með
skemmtiferðaskipinu Elísabetu ann-
arri drottningu sem tekið var í
þjónustu hersins. I frétt ráðuneytisins
var staöfest aðeinuaf brezkuskipun-
um við Falklandseyjar, Atlantic
Conveyor, hefði verið sökkt eftir aö
fransksmiðuö Exocet-eldflaug hæfði
þaö.
I fréttum frá Buenos Aires er skýrt
frá því að argentínskar flugvélar hafi
valdið miklum skaða á brezku flug-
vélamóðurskipi i árásum á sunnudag.
Hemaöarsérfræðingar telja aöþarsé
átt við flugvélamóðurskipið Invincible.
Þessu er hins vegar mótmælt af brezka
vamarmálaráðuneytinu.. I frétt ráðu-
neytisins segir að brezki flotinn hafi
orðiö fyrir árásum argentínskra flug-
véla en ekkert skipanna hefði veríö
hæft. Fréttamenn á vígstöðvunum
segja að brezku hermennirnir líti á
aigentínska flugherínn sem sína alvar-
legustu ógnun og fara lofsamlegum
orðum um hæfni argentínsku flug-
mannanna sem gera djarflegar árásir
á brezk herskip úr návígi.
Costa Mendez, utanríkisráöherra
Argentínu, lýsti því yfir í gær að hann
myndi á morgun halda til Havana og
taka þar þátt í ráðherrafundi óháðra
ríkja og útskýra þar afstööu Argentínu
í Falklandseyjadeilunni. Mendez sagði
að hin óháðu ríki styddu Argentínu í
deilunni. Aðspurður um möguleika á
viðræðum um friösamlega lausn sagði
Mendez að alltaf værí möguleiki á
samningaviðræðum og hann væri enn
trúaður á möguleika Sameinuðu þjóð-
anna til aö vinna bug á þrjózku Breta.
, @ ,
Umsjón:
Gunnlaugur
A. Jónsson
Magdl Yacoub, enskl hjartaskurðlæknirinn sem framkvæmdi tvær einstæðar
hjartaskurðaðgerðlr um helgina.
Magdi Yacoub, fremsti hjartaskurð-
læknir Bretlands, framkvæmdi um
helgina tvær einstæðar skurðaðgerðir
á tólf tímum. Hann skipti um hjarta í
tveimur helsjúkum sjúklingum sínum
og var samfleytt við skurðarborðið í
tólf tíma. I tilkynningu frá Harefield-
sjúkrahúsinu í London segir að báðum
sjúklingunum líði nú vel og hafi
aðgerðirnar heppnazt fullkomlega.
Fyrri hjartaþeginn var 45 ára
gamall námuverkamaður er fékk
"hjarta úr 22 ára gömlum manni.
Meðan Magdi Yacoub og aðstoðar-
menn hans unnu við aðgerðina á hon-
um var þeim tilkynnt að heppilegt
hjarta stæöi öðrum sjúklingi þeirra til
boða í Gloucestershire. Hinn egypzk
ættaði Yacoub lauk fyrri skurðaðgerð-
inni á rúmum fjórum klukkustundum,
settist síðan upp í þyrlu til að sækja
nýja hjartað sem hann fékk úr 19 ára
gömlummanni er látizt hafði af slys-
förum. Síðan hófst síðari skurðaðgerð-
in sem einnig stóð í rúmar fjórar
klukkustundir. , Jdér vannst ekki tími
til að verða þreyttur,” sagði Yacoub
eftir þessar einstæðu maraþon-
skurðaögerðir.
Pólland:
Hvatttil
allsherjar-
verkfalls
Nokkrir af leiðtogum Einingar,
hinna óháöu verkalýðssamtaka í
Póllandi, er farið hafa huldu
höfði í Wroclaw hafa hvatt verka-
menn til að undirbúa allsherjar-
verkfall í þeim tilgangi að knýja
fram tilslakanir frá herstjóm-
inni.
Örygeisþjónusta Alþýðubankans
allan
sólarhringinn
Nú njóta allirviðskiptavinirokkarnæturhólfaþjónustu
í útibúi bankans að Suðurlandsbraut 30.
í nýrri öryggishvelfingu á sama stað eiga viðskiptavinir
auk þess kost á geymsluhólfum af ýmsum gerðum.
hægileg bílastæði gera þér kleift að renna við hvenær
sem er sólarhringsins, allt eftir þínum hentugleikum.
Aukin þjónusta-ankid öryggi