Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUE1. JUNI1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umhverfisnefnd og mengun í Eystrasalti Hiö stillta haf, Eystrasalt, er mjög mengaö ýmsum stórhættulegum eiturefnum. Vegna mengunar er vistfræöilegt jafnvægi hafsins í hættu og óttazt er aö vissar dýrategundir dey i út veröi ekki gripið í taumana. Sænskir vísindamenn sem nýlega þinguðu í Karlskrona telja aö höfuö- mengunarvaldar séu skordýraeitriö DDT sem þegar hefur veriö bannað, svo og þaö efni sem átti að taka viö hlutverki þess: taxafan. Þaö efni hefur að vísu veriö bannað í Svíþjóö en ekki í hinum 6 löndunum sem liggja aö Eystrasalti. Bæði efnin ber- ast með vindi í hafiö. Jafnvel þó að mengun væri ekki til aö dreifa þá eru lífsskilyröi erfiö fyrir dýralífiö. Eystrasalt er stærsta hálfsalta vatnsflæmi heims og dýr sem þar lifa veröa að aölagast þessari kyn- legu blöndu. I þessu kalda, grunna hafi eru sjávarföll hæg og þar af leiðandi er hafiö súrefnissnautt. Líffræöileg þróun er hægari en annars staöar í hafinu og ný lífsform dafna illa. Lík- amar dýra eru smávaxnari en lík- amar samsvarandi tegunda sem búa viö hagstæðari skilyröi. Sture Irberger, umhverfis- og landbúnaöarráöherra Svía, sagöi nýlega í viðtali: „Þegar á þaö er litið, aö auki, aö í þeim sjö löndum sem liggja aö Eystrasalti búa 140 milljónir manna og aö öll löndin eru mjög iönvædd, þá er hægt aö gera sér í hugarlund hvernig umhverfis- málum er háttaö.” Mats Olsson, aö- stoðarprófessor viö Náttúrusögu- safniö, heldur því fram aö stór hluti vandans sé aö bændur og iðnhöldar fái undanþágur frá bönnum viö ýms- um hættulegum efnum og aö þess vegna gerist slysin. Selum og otrum liggur viö útrým- ingu og fiskiemir, flækings-fálkar og hérahundar fjölga sér litiö. Eitur- efnin valda selum erfiðleikum viö fæðingu afkvæma og otrar yfirgefa nýfædd afkvæmi sín. Skum eggja hef ur þynnzt vegna mengunarinnar. Fjöldi grásels var um aldamótin síöustu 200 þús., en nú em aðeins 2000 eftir og sömu sögu er aö segja um aðrar selategundir. Ýmsir aörir mengunarvaldar em skaölegir, svo sem PCP (Polychlor- inated bi-phenyl), ýmsir málmar og svo ýmis efni sem má rekja til papp- írsiðnaðar, Svía, Finna og Litháa. Einnig hafa fosfór sem kemur úr sterkum hreinsiefnum gegnum klóak og svo nítrógen valdiö nokkrum usla. Rányrkja hefur valdiö minnkandi laxveiöi. Olíulekar frá tankskipum herja á sjófugla. Síöast í nóvember mnnu 16500 tonn af eldsneyti í Eystrasaltið úr tankskipi frá Gíbraltar. Þrátt fyrir allt þetta er ástandið skárra en fyrir 10 ámm. Sérstaklega hefur magn fosfórs og DDT minnk- aö. Þetta má aö einhverju leyti þakka samvinnu sem tókst milli landanna sjö sem liggja aö Eystra- salti: Danmerkur, Svíþjóöar, Finn- lands, Sovétríkjanna, Póllands og þýzku ríkjanna áriö 1974. I Sviþjóö hefur veriö stofnaöur nokkurs konar dómstóll þar sem umhverfisvernd- arsinnar gegna hlutverki ákæm- valdsins og hafa rétt til að rannsaka ítarlega áætlanir iönrekenda og sér- stakt ráö sker úr um deilur. Ráöiö getur sett skilyrði fyrir byggingum iöjuvera. Dietrich Timm hjá Sambandi sænska iðnaöarins kvaðst vera bjart- sýnn á umhverfisvemd í Eystrasalti, en ýmsir aðrir em þaö ekki og benda á að áhyggjuefni séu öldungis fyrir hendi og þá sérstaklega utan þeirra svæða sem Svíar stjórna. Einkum eru austantjaldslöndin talin lítt vak- andi í umhverfisvemd. Landflótta pólskur haffræöingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hélt því fram aö árnar Vistula og Oder væm fullar af úrgangi sem lítt væri hirt um. Einnig fullyrti sá hinn sami aö vegna vara- hlutaskorts rynni úrgangur verk- smiöja beint i sjóinn án þess að hreinsast. Sömu sögu hafa lettneskir útlagar í Stokkhólmi að segja, þ.e. aö ræsakerfiö sem skilar úrgangi t.d. pappírsiönaöar í Sovétríkjunum, hafi ekki veriö endumýjaö síðan 1920, og væri sá úrgangur óhreins- aður. Hr. Hannerz hjá sænska f isk- veiöiráöinu sagöi þó viö Reuter aö „austantjaldslöndunum væri alls ekki sama um umhverfiö .. .” en „þaö er greinilegt aö þau koma ekki Af öldruðum, öldrunarmálum og öldrunarmálaráðstefnu Góður morgunmatur, kynlíf og hófsamleg drykkja eru lyklamir aö hamingjusamri elli, segir háttsettur sérf ræðingur hjá S.Þ. William Kerring, aöalritari ráð- stefnu um ö' drunarmál sem haldin verður í Vínarborg á vegum S.Þ., segir aö þaö sé ekki hægt að stööva gangverk líffræðinnar, en „maður getur bætt viö sig nokkmm árum meö ástundun holls lífernis... og þar sem fólk lifir lengra og heilbrigöara lífi ætti ekki aö neyða þaö til að draga sig í hlé eins snemma og raun er og eftirlauna-aldursmörk eru því miöur sífellt aö lækka.” Kerring bæt- ir því við aö með ýmsar reglur heil- brigðrar skynsemi aö vopni mætti ná betri árangri en læknavísindin gætu. Hann mælir sérstaklega meö því aö snæöa daglega góöan morgunverö, — þaö bætir meltinguna- láta áfengisbindindi lönd og leiö og stunda heilbrigt kynlíf uns maðurinn meö ljáinn skerst í leikinn. Hr. Kerrigan skýröi mál sitt ekki nánar, en lét þess þó getið aö læknar mæltu ekki meö alg jöru bindindi. Sameinuöu þjóöirnar álíta að lifs- líkur hvers borgara alheims muni veröa 70 ár áriö 2025. Þaö ár mun fjöldi jaröarbúa, 60 ára og eldri, veröa meira en 1 milljarður, en var aðeins 350 milljónir áriö 1975. Enn segir Kerring „Aö láta gamla fólkiö veröa ruggustólnum að bráö.. . er sama og aö dæma þaö til dauða.” Ráðstefna S.Þ. um öldrunarmál Allsherjarþing S.Þ. ákvaö fyrir 4 árum síöan aö halda ráöstefnu um öldrun íVínarborg. Hefst ráöstefna í júlí í sumar og vonast Kerring aöal- ritari hennar til að hún vekji athygli alheimsins á þessu mikilvæga máli. Það er e.t.v. engin tilviljun aö Vínar- borg var valin fundarstaöur því þar er meöalaldur íbúanna geysihár. Eitt af verkefnum ráðstefnunnar er aö samþykkja verkáætlun fyrir alla heimshluta sem fjalla mun um alvarlegar afleiöingar öldrunar jafnt á sviöi efnahags sem félagsmála. Góður morgunmatur. Hóflega drukkið vin. . . Kerring álítur aö hækkandi meöal- aldur sé sigur fyrir mannkynið en að tryggja veröi aö sigri verði ekki breytt í harmleik gamla fólksins. „Stefnan í ákvöröun eftirlauna- aldurs ætti að byggja á því hvort gamalt fólk getur og vill vinna en ekki á fæðingardegi og ári, eins og nú er miöað viö.” Fjölgun eldri borgara mun aö sjálfsögöu veröa mest í Asíu, á Indlandi, í Kína og löndum SA-Asíu og svo í Afríku. Hr. Kerring segir aö Kínverjar séu þegar famir aö takast á við ýmis vandamál sem fjölgun eldri borgara mun hafa í för með sér. Sér í lagi kveöst Kerring hafa veitt því eftirtekt, hversu ríkan þátt gaml- ingjarnir tækju í daglegu lífi Pekíng- búa. Nefndi hann sérstaklega morgunleikfimi. A vorum dögum er öldrunar-vandamálið í þriöja heim- inum enn ekki orðið geigvænlegt af þeirri einföldu ástæöu að gamalt fólk er enn næsta sjaldgæft af völdum vosbúöar og hungurs sem þar ríður húsum. Því er þetta mál 21. aldar í 3* heiminum. Sömu sögu er ekki hægt að segja um Evrópu, fjöldi aldraðra er mikill og vandamálin hrannast upp. Sem dæmi má nefna aö áriö 2025 veröur fjóröi hver Evrópubúi eldri en 60 ára. Til samanburðar má geta að þaö ár verður tíundi hver Suöur- Amerikani og 15. hver Afríkubúi á sama aldri, samkvæmt upplýsingum S.Þ. Konur lifa lengur en karlar e.t.v. vegna mismunandi gena. I þriöja heiminum er munurinn þó minni vegna þrælkunar, bamsburöa, vinnu og vannæringar. I Evrópu eru eftirlaunamál kvenna ennþá mikið vandamál. Kerring bendir á aö lok- um. aö í þróuðum löndum verði þriöjungur kjósenda eldri en 60 ára áriö 2025 og því hljóti stjórnvöld aö þurfa aö taka enn meira tillit til þeirra en nú. Oliumengun ermikið vandamál, en ekkiþað eina. hugmyndum sínum um umhverfis- vandamál í efnahags- og tækni- vemd í framkvæmd. Þar sem þau málum þá láta þau umhverfismál þurfa að takast á viö tröllaukin sitjaáhakanum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.