Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 11
I DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞR ÐJUDAGUR1. JONI1982. 11 „Er með tölvubakteríuna” — segir Friðrik Skúlason sem lauk mennta- skólanámi á aðeins tveim og hálfu ári „Ég hafði, held ég, aldrei séð tölvu fyrr en ég byrjaði í Menntaskólan- um. En þegar ég kynntist tölvunum í skólanum f ékk ég tölvubakteríuna og hef verið með hana síðan,” sagði Friðrik Skúlason. Hann útskrifaðist í mailok sem stúdent frá Mennaskólanum við Hamrahlið. I stað þess að námið tæki hann 4 ár eins og það gerir flesta tók það hann aðeins tvö og hálft ár. Er Friðrik fyrstur til að ljúka náminu á svo skömmum tíma. Reyndar hafa aðrir nemar farið með s vipaðan tíma en hafa þá fengiö nám úr öðrum skól- um metið til einkunna. Eg spurði Friðrik hvort hann hefði ákveðið í byr jun að f lýta sér svona. „Nei, þetta kom af sjálfu sér. Fyrsta eitt og hálfa árið tók ég að- eins eins margar einingar og ég mátti. I vetur sá ég svo að ef ég ætl- aði mér að vera hálfu ári lengur tefði það mig um heilt ár að geta byrjað í tölvufræði í Háskólanum. Það er ekki hægt að hef ja nám um miðjan vetur. Því ákvað ég að klára núna í vor,” sagði hann. Friðrik lauk prófi af náttúrufræöi- braut. Sem valgreinar tók hann allt sem kennt var og tengdist tölvum. Tölvufræði er síðan eina greinin sem til greina kemur að læra næstu árin. Eg spurði hvort hann héldi aö nóg væri að gera á tslandi fyrir tölvu- fræðinga. „Já, góður forritari getur alltaf fengið nóg aö gera. Islenzk fyrirtæki eru í auknum mæli komin með tölvur eftir að örtölvubyltingin varð. Hér Friörik Skúlason varsvo heppinn að fá vinnu i sumar við sitt hæfi. Hann vinnur i töivubúð og leiðbeinir um áður voru þaö aöeins stórfyrirtæki sem höfðu efni á að kaupa heilu IBM samstæðurnar. Nú hafa jafnvel brauðbúðir efni á tölvum og kaupa þær,” sagðiFriðrik. Hann er sonur Sjafnar Friðriks- dóttur kennara og Skúla Jóns Sigurð- arsonar deildarstjóra. Fæddur og meðferð á töhrum. DV-mynd GVA. uppalinn í Reykjavík. Er fjölskyldan kannski í tölvubransanum? „Það er bara litli bróöir minn. Hann er 10 árum yngri en ég og er þegar orðinn miklu verri en ég. Hann verður þokkalegur einhvern tíma,” sagöiFriðrik. Hann er 18 ára. DS HEiMSFRÆG GÆÐAREID HJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI Karihjól 3ja gfra Teg. Nr. 2F8 15 grindarhæð: 58 sm hjólbarðar: 26" litur: blér. VERÐ KR. 2970, Suðurlandsbraut 8 Sími 84670 ÆFINGASTOÐIN Engihjalla 8 - Kópavogi - Sími 46900 \ Innritun og upplýsingar I sfma 46900 og ð staðnum ÆFING ER LEIÐ TIL ÁRANGURS!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.