Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJTJDAGLR1. JtJNI 1982.
Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar
Dugguvogi 23 — Sími 86150
Byggjum yfir Toyota pick-up bíla.
Fallegar og vandaðar innréttingar.
ATH. Getum einnig
afgreitt húsin
óásett.
Gerum föst tilboð.
SÖGUM
fyrir giuggum og hurðum
gegnum járnbenta steinsteypu
Hagkvæmasta lausniu er að iá okkur til þess að
saga fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta
steinsteypu.
Við vinnum með fullkomnustu tækjum og bjóðum
því lægra verð.
Við gerum tilboð yður að kostnaðarlausu.
Tökum að okkur verk um allt land.
Ryklaust — Hagkvæmt — Fljótvirkt.
DEMANTSÖGUN
SIG©@
byggingaþjónusta sími 83499
Ólafur Kr. Sigurösson hf., Suðurlandsbraut 6.
Notaðir tyftarar
í miklu úrvaii
2. t raf/m. snúningi
2.5 t raf
1.5 t pakkhúslyftarar
2.5 t disii
3.2 t dísil
4.3 t disil
4.3 t dísil
5.0 t disil m/húsi
6.0 t dísil m/húsi
vinnuskúr með dráttarbeizli,
m/rafbúnaði, isskáp, hitaskáp fyr-
ir vinnuföt o.fl.
K.JÓNSSON&CO.HF. Jj
Mönnunarreglur
og kjör íslenzkra
farmanna
„Hafskipsmenn svara tveim áleitn-
um spurningum” í Morgunblaðinu 6.
maí. Hafskipsmenn vitna í 3ja lið í það
að að jafnaði sé 2—3 mönnum fleira í
áhöfn íslenzkra skipa en hinna er-
lendu. Smæstu skipin 4—5 sigla með 1
stýrimann svo vart geta þeir fækkað
þar. öll stærstu skipin sigla með 2
stýrimenn í starfi en skrá „lepp” sem
3. stýrimann og hafa hann í háseta-
störfum, enda mun eftirlit skráningar-
yfirvalda nánast ekkert. Þó mun eitt-
hvað af hinum elztu og ellimóöu skip-
um vera með 2—3 mönnum fleira en
nýtízkulegri erlend skip. Það er
hörmuleg staðreynd aö íslenzki kaup-
skipaflotinn í dag mun vera ca 12,2 ára
en meðalaldur kaupskipaflota heims-
ins er 10 ár Nú spyr einhver, eru það
þessir 1—3 menn sem valda þessu ó-
standi á flotanum, að hann dregst sam-
an ár frá ári og úreldist? Ég leyfi mér.
að svara því neitandi, meðan íslenzkir
farmenn eru með launakjör sem eru
frá 52%—59% þeirra launa sem eru
meðaltal I.T.F. en sá launataxti er
vegið meðaltal eftirfarandi siglinga-
þjóða: Norðurlönd, Bretland, Holland,
Þýzkaland, Frakkland, Grikkland og
nokkur fleiri lönd koma þar við sögu.
Það er einmitt frá þessum þjóöum sem
flest þau leiguskip er hin íslenzku
skipafélög taka á leigu koma.
Undirritaöur svaraði í Dagblaöinu 6.
júní 1979 grein GunnarsGúðmundsson-
ar lögfræðings VSI varðandi þaö sem
hann skrifaði: 77 Islendingar vinna
störf sem 63 Danir og Þjóðverjar
vinna. Var þar vitnað í fækkun á stýri-
mönnum um 1 á tveim stæröum skipa.
I ljós kom að 1.216.536 kr. ódýrara var
að sigla meö 3 íslenzka stýrimenn en 2
danska. Einnig aö 500—600 þúsundum
kr. ódýrara var að sigla meö 2 íslenzka
stýrimenn en 1 danskan stýrimann og
tók þá danski skipstjórinn 12 tima vakt
að s jálfsögðu.
Lauslega mundi ég áætla að íslenzk-
ir launakostnaöurinn sé ca 60—65% af
I.T.F. launakostnaði. Burt séð frá 2 út-
gerðum er feröakostnaður íslenzkra
útgerða nánast enginn. Erlendis er far-
ið aö skipta um áhafnir á 2—3—4 mán-
aða fresti og flogið um allan heim. T.d.
er ferðakostnaöur A.P. Moller 75 millj.
íslenzkar kr. sl. ár. Samt var gróðinn á
3ja milljarð íslenzkra króna. Þaö kost-
ar peninga að græða peninga var sagt
einhvem tíma. Það er sorglegt aö flest
þau skip sem keypt eru til íslands skuli
vera á þeim aldri að hinir erlendu aðil-
ar losa sig við þau sem „ellúnóð og
úrelt”. Þetta er því miður staðreynd.
Nefna má að þegar Austur-Asíufélagiö
danska endurnýjaði sem mest komst
Kjallarinn
Sigurbjörn
Guðmundsson
meðalaldur flotans niður í rúm 3 ár svo
vel varað verki staðiö.
Nei íslenzkir kaupskipaútgerðar-
menn, þaö hljóta að vera einhverjir
aðrir og annarlegri kostnaðarliðir en
1—2 sjómenn á skipi er draga rekstur-
inn niður. Heyrzt hefur að jafnan fjölg-
aði á kontórnum ef fækkaði um skip.
Er ekki of miklu hlaðiö utan á rekstur-
inn í landi? Spyr sá sem ekki veit en
leitið og þér munuö finna.
Góðir farmenn, sýnið samstööu og
samhug. Verjið störf ykkar svo að þau
séu og verði lífvænleg hvað laun og
starfsaðstööu snertir. Annars endast
menn ekki lengur í þessum krefjandi
störfum, þau verða að færibandastörf-
um og þá er til lítils að afla sér dýrrar
menntun í sérhæft starf. Eg læt hér
fylgja launataxta I.T.F. og íslenzkan
samanburö.
Jb „Kaup íslenzkra farmanna er 52—59% af
“ launum I.T.V. Vart ætti það að verða til
þess, að íslenzkum skipum fækkar mánaðar-
lega,” segir Sigurbjörn Guðmundsson og gerir
grein fyrir þessum launamismun íslendinga og
annarra.
Launataxti alþjóðasambands flutningaverkamanna, ITF.
Gildir tilsiglinga um allan heim, gildistaka 1. september 1981.
Allir kauptaxtar og greiðslur í US.$
Staöa
Fastakaup Eftirvinna: Greiðsla, fyrir
pr. mánuð virkir dagar Laugard., sumarleyfi pr. dag
pr. mánuö 1/135 af sunnud., Fæðispen.
US4 mánaðarkaupi helgid. 1/75 af. mánaðark. Fæðispen. $ 15,10 pr.dag Dagkaup 1/25 afmánaöark.
Skipstjóri 2395 17.70 31.90 95.80
Yfirvélstjóri 2176 16.10 29.00 87.00
Yfirstýrim./2. vélstj. 1546 11.40 20.60 61.80
2. stýrim./3. vélstj. 1238 9.20 16.50 49.50
3. stýrim./4. vélstj. 1193 8.80 15.90 47.70
Loftskeytamaður/rafvirki (rafvélavirki) Bryti 1238 9.20 16.50 49.50
Rafvirki 1041 7.70 13.90 41.60
Bátsmaður/timburmaöur, viðgerðarm./yfirmatsv., donkeym./birgðav. í vél, dælumaður 785 5.80 10.50 31.40
Undirbátsm./rórgengill, aðstoðarrafvirki 729 5.40 9.70 29.20
Fullgildurháseti, spíssari/mótormaður, smyrjari/undirbryti 703 5.20 9.40 28.10
Undirháseti/ hreingerningarmaður 523 3.90 7.00 20.90
Þilfarsdrengur/ drengir i þjónustuliði 300 2.20 4.00 12.00
Þeim skipverjum, eldri en 18 ára sem ekki eru með í þessari upptalningu, skulu ekki greidd lægri laun en full-
gildum háseta.
Dánarbætur: Við dauðsfall (af slysförum, eða viö skiptapa) / i) til nánasta ættingja: $21.3857 ii) auk þess til
hvers barns undir 18 ára aldri $6.127. / Fyrir tapaöa persónulega muni: $2.447. / Fæðispeningar $15.10 pr.
orlofsdag.