Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JUNI1982.
Spurningin
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Ætlarðu að sjá eitthvað
á Listahátíð?
Olafur Guðnason, bonnaður. Ætli þaö.
Ég verð ekkert í bænum.
Daníel Pálsson, vélvirkl. Nei,
örugglega ekki. Ég hef takmarkaöan
áhuga.
Guðrún Ottósdóttir, húsmóðir. Nei,
þaðheld égekki.
Pétur Áraason, skrifstofumaður. Nei,
ég held að ég fari frekar að sjá fótbolt-
ann með fuilri virðingu fyrir öllum
dagskrárliöum Listahátíðar.
Heiður Baldursdóttir og Þórey Mjall-
hvít Ömarsdóttir: Ég hef bara ekkert
hugsað út í það, en það væri mjög
gaman að sjá eitthvað.
Guðmundur Höskuldsson, vinnur hjá
Samvinnutryggingum: Nei, ég held
ekki. Mér finnst of mikið tilstand kring
um þetta.
„ Við Hraunbæ 102— 102H, sem er u-laga blokkarbygging er stórt og mlklð „útivistarsvmði”, en er nú sem stendur (og hefur veriO í mörg ár) moldar-
flag meO drasli afýmsu tagi, "segja 3623-0738 og 1641-4883.
Útivistarsvædið er moldarfías
Hvemig væri hægt að bæta úr ástandinu?
3623-0738 og 1641-4883 skrif a:
Við Hraunbæ 102—102H, sem er u-
laga bokkarbygging, er stórt og mikið
„útivistarsvæði” en er nú sem stendur
(og hefur verið í mörg árj moldarflag
með drasli af ýmsu tagi. Hverjir eiga
þetta moldarflag er ekki alveg á
hreinu. Ætla mætti að íbúar við þessar
blokkir ættu þaö aö hluta en uppi hafa
verið raddir um að Reykjavíkurborg
eigi stóran hundraðshluta af svæði
þessu.
I þessum blokkum er mikil þjónustu-
miðstöð fyrir Árbæjarhverfi m.a. Póst-
ur og sími, heilsugæzlustöð, apótek
o.fl. Einnig er þarna kjörverzlun sem
lokað hefur bakhlið verzlunarinnar
með mótatimbri. Nú, einnig er þarna
fiskverkun sem viröist að einhverju
lejrti vera kjörverzluninni til handa.
Bílskúrar eru þarna og nokkrir og hef-
ur m.a. einn þeirra verið notaöur til
selafláninga, þannig að nokkrir íbúar
héldu m.a. að um mannsdráp heföi
verið að ræða fyrir stuttu, er selablóð
flaut þar um allt fyrir utan. Einnig er
þetta samkomustaður unglinga og
mótorhjólaspyrna er dyggilega stund-
ið í undirgangi viö bílskúrana. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði þarna athvarf
fyrir kosningaskrifstofu hverfisins og
einnig til hverfafunda, svo mætti lengi
telja.
En það sem einkennilegast er að eng-
inn virðist eiga eða vilja eiga lóðina og
því hefur hún sennilega verið svona ár-
um saman, þó hafa „borgarinnar
menn” sést hér í vetur þ.á.m. Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, og var þá bent og
patað vel í allar áttir, en til hvers vit-
um við íbúar ekki enn. En hvemig væri
að „borgarinnar menn” létu nú hefja
framkvæmdir, þó ekki væri nema
slétta úr moldinni og henda hingaö
nokkrum grastorfum?
Samstaða íbúa í milli, sem sumir
hverjir segjast ekki eiga í lóðinni, hef-
ur nefnilega ekki verið fyrir hendi. Þaö
væri svo hægt að innheimta hjá eignar-
aðilum að loknu verki og ætti það varla
að takast illa.
Falklandseyjadeilan:
Ýmislegt sem Pétur Guðjóns-
son gleymdi að segja f rá
— Er logið með
þögninni ?
Eric A. Kinchin skrifar:
KæriPétur!
Þakkaþérfyrirkjallaranní DV 24.
þ.m. Vafalaust yrði það Argentínu-
mönnum til mikils styrks og hug-
hreystingar ef þeir vissu aö á tslandi
ættu þeir sér máisvara á borð við þig.
Ekki ætla ég mér aö taka þátt í nein-
um deilum um hvort Argentínumenn
eða Bretar eiga siðferðislegt eða sögu-
legt tilkall til Falklandseyja, né hvort
vopnavald eigi rétt á sér í því sam-
bandi. Ég get hins vegar ekki látið hjá
líða að fara nokkrum oröum um við-
horf þau er fram koma í kjallaragrein
þinni.
Ég skal f úslega játa að þú beitir fyrir
þig hugtakinu „lygi beitt með þögn-
inni” af mikilli fimi, en þú ert sekur
um nákvæmlega þaö sama sem þú
berð Bretum á brýn.
Deilumál tveggja ber að meta frá
sjónarhólum beggja. Það er áberandi
að þú tekur einungis tillit til málflutn-
ings Argentínumanna. Mér er með öllu
óskiljanlegt hvað veldur, því ekki er
gamla nýlendustefnusagan gjaldgeng
lengur. Hér er ekki um neitt nýlendu-
vandamál að ræða, heldur mannrétt-
indi.
Falklendingar, vilji þeirra, óskir og
hagur viröast ekki skipta þig neinu
máli. Þar beitir þú þögninni og sömu-
leiðis um einræðisstjórnarfar í Argen-
tínu þar sem mannshvörf og morð eru
daglegt brauð og hafa verið um langan
aldur. Þú þegir um það.
Þú segir einnig að stórblöð í Bret-
landi fordæmi brezku afstööuna í þessu
máli. Þú minnist ekki á stórblööin þar,
sem styðja aðgerðir ríkisstjómar sinn-
ar; sem telja mannréttindi og vilja
Falklendinga þungvæg í þessari deilu.
Þér verður einnig tíðrætt um hvað
myndi gerast ef Argentínumenn beittu
flugflota sínum, „af fullkomnustu
gerð”, af fyllstu hörku. Hvaö myndi
gerast, ef Bretar beittu þeim vopnum,
af „fullkomnustu gerð”, sem þeir ráða
yfir?
Þú fullyrðir að Magellan hafi fundið
eyjarnar. Hvað veizt þú um það? Hef-
ur þú einhverjar sannanir í höndum til
þess að hrekja aörar fullyrðingar?
Bretar og ýmsar aðrar þjóðir telja að
enskur sæfari, John Davis, hafi fundið
eyjarnar árið 1592. Þú þegir um það —
af ásettu ráði, kennski?
Þú telur aö BBC og Associated Press
sé ekki trúandi en hefur ekkert út á
fréttaflutning Argentínumanna aö
setja. Argentína hefur einmitt verið
töluvert í fréttum og ekki einungis
vegna Falklandsdeilunnar, heldur
mun fyrr. Þú hefur kannski hvorki
heyrt né séð neitt um það? Stjómendur
þar eru annars ekki beinlínis annálaðir
fyrir sannsögli.
Sanngjarnir menn vega og meta
málstað beggja deiluaðila.
Stríö er ætíð hörmulegt, hver sem í
hlut á, svo við skulum vona að þessi
deila leysist sem allra fyrst. Gleymum
samt ekki þungvægum rétti Falklend-
inga sjálfra, sem mann fram af manni
hafa byggt þessar eyjar. Stjóm
Argentínu hefur við næg vandamál að
fást heima fyrir. Falklendingar kæra
sig ekki um neina hlutdeild að, né þátt-
töku í, því ömurlega stjórnarfari.
Síðast en ekki sízt ber að hafa í huga að
Argentínumenn tóku Falklandseyjar
með vopnavaldi og áttu allt frumkvæði
í þessari deilu.