Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JUNI1982. PRJÚNAGARN Hannyröavörur í úrvali. Smyma, tilbúnir dúkar og löberar. Gjörið svo vel að lfta inn. Sjón er sögu ríkari. Sendum í póstkröfu daglega. Hof ^ Ingólfsstrsati 1 (gegnt Gamla bfói). Sfmi 16764. Litur: hvítt Stærðir: 36-41 Verð kr. 285 Litur: Stærðir: 31-39 Verð frá kr. 295 Mikið úrval af skóm á alla fjolskyiduna yersíun KÓOQVOQS . Homro borg Sim 754 AtfhaJður Ingadóttír og Ellmbet Gunnarsdóttír, som báðar hafa starfaO að undirbúningl Kvennaathvarfs, an samtök um slikt athvarf verOur stofnaO / nmstu viku. Nýlog könnun á ofbeidi / Islenzkum fjölskyldum bendir tíl þess aö hár á landl sé engu mlnni þörf fyrir kvennaathvarf en i öörum löndum. ÍMynd: GVA) Stofnun samtaka um kvennaathvarf Markmið samtakanna er að koma á fót athvarfi, þar sem konur og böm þeirra geta leitað skjóls og stuðnings, þegar dvöl í heimahúsum verður þeim óbærileg vegna ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna „Löngum hefur verið þagað yfir ofbeldi á heimilum og það álitið einkamál þeirra, sem valda eða verða fyrir því. Konur, sem beittar eru ofbeldi standa einar og úrræða- lausar og geta hvergi leitað skjóls eða stuðnings og það þrátt fyrir aukna félags- og heUbrigðisþjónustu, en ofbeldi innan fjögurra veggja heimilisins kaliar engu síður á aðgerðir hins opinbera en sé því beitt annars staðar.” Svo segir í fréttatilkynningu frá hópi kvenna, sem á morgun, mið- vikudag, gangast fyrir stofnfundi Samtaka um Kvennaathvarf. Markmið samtakanna verður að koma á fót athvarfi fyrir konur og börn þeirra, þar sem leita má skjóls þegar dvöl á heimili verður óbærileg vegna ofbeldis eiginmanns, sam- býlismarins eöa annarra heimilis- manna. Fundurinn verður haldinn á HótelEsjuannaðkvöldkl. 20.30. Þörfin engu minni hér á landi Álfheiöur Ingadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir, sem báðar hafa starfaö að undirbúningi stofnfundar- ins skýrði blm. DV frá dagskrá fundarins og markmiðum samtak- anna. Álfheiður mun hefja fundinn með því að skýra frá aödraganda hans. Þá mun Ásdís Rafnar leggja fram drög að lögum samtakanna, Guðrún Kristinsdóttir segir frá þróun þessara mála erlendis og Hildigunnur Olafsdóttir mun segja frá nýlega gerðri könnun um ofbeldi í íslenzkum f jölskyldum. Fundarstjóri verður Ásthildur Olafsdóttir. Þær Álfheiður og Elisabet skýröu frá því að könnun sú er Hildi- gunnur Olafsdóttir mun greina frá á fundinum bendi ótvírætt til þess aö hér á landi sé engu minni þörf fyrir Kvennaathvarf en erlendis. Þessi könnun hefur verið gerð af Hildi- gunni, Sigrúnu Júliusdóttur og Þor- gerði Benediktsdóttur (Niðurstöðrir hennar munu m.a. birtast í næsta tölublaöi Geðvemdar). „Það hefur sýnt sig erlendis,” sagði Álfheiður, ,,aö yfirleitt fer ofbeldi vaxandi og þá ofbeldi á heimilum líka. Það er engin ástæða til að ætla að þessu sé öðru vísi farið hér. En barsmíöar heima við hafa löngum þótt einkamál hverrar fjölskyldu, sá sem fyrir því verður veigrar sér við að segja frá þeim- og þeir, sem af ofbeldinu vita, veigra sér einnig viö að skipta sér af einhverju „sem ekki kemur þeim við”. Þessar svokölluðu heimiliserjur eru ekki skráðar sem slíkar — líkamsárás á heimili fær því allt aðra meðhöndlun en likamsárás utan þess.” .JF’leiri konur en marga grunar búa við stöðugan ótta og óöryggi, hræðsl- an verður til þess að þær þora ekki að leita stuðnings en einangra sig frem- ur í niöurlægingunni, sem þær finna tU.” Frumkvæði kvenna Um 30 konur hafa starfað að því um alllangt skeið aö koma kvenna- athvarfi á fót. Elísabet benti á að reynsla erlendis sýndi enda að kon- ur verði sjálfar að hafa frumkvæðið í þessu. I Noregi eru nú rekin um 20— 30 athvörf. Konur sem þangað leita eru úr öllum þjóðfélagshópum og ofbeldið sem þær eru að flýja er ekki bundið áfengisneyzlu eins og oft er talið. I viðtalinu við þær Álfheiði og Elísabetu kom einmitt fram að barsmíðar væru oft afsakaðar af almenningi með áfengi, skuldinni skellt á brennivín eða aðra vímu- gjafa þegar oft er um allt aðrar or- sakir er að ræða. Kvennaathvarf gæti orðið þeim konum sem ella eiga hvergi leið út úr vandanum, það skjól og s^ skjöld- ur, bæði lagalegur og sálarlegur, sem til þarf. Auk slíks athvarfs væri brýn nauðsyn á að auka umræðu um ofbeldi inni á heimilum, vekja á því athygli og breyta viðhorfum gagn- vartþví. Rekið af konum fyrir konur I viðtalinu kom enn fremur fram, að undirbúningshópurinn álitur aö athvarf verði að vera rekið af konum sjálfum fyrir konur, án afskipta hins opinbera. Ætlunin er að aðild að sam- tökunum verði einstaklingsbundin en leitað verður stuðnings félagasam- taka, sveitarfélaga, ríkis og ein- staklinga við öflun húsnæöis og rekstur. Drög að starfsáætlun og lög- um verða eins og áður sagði lögð fyr- ir stofnfundinn á morgun. Auk þess verður skipað i vinnuhópa, sem mun sinna eftirtöldum verkefrium fram til 1. desember nk.: Gerð áætlunar um rekstur og öflun fjárframlaga, leit að húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu, gerð áætlunar um reglur og starfshætti, skipulagning fræðslu fyrir þær sem starfa munu í athvarfinuog síðastenekkisístmun starfshópur vinna að því að safna og miðla upplýsingum. Fundurinn verð- ur að Hótel Esju annað kvöld kl. 20.30 og er það von aðstandenda að þeir komi sem vettlingi valda, bæði til að kynna sér vandamál sem er stærra en flesta grunar og til að vinna að lausnþess. Ms Styrkið og fegríð fikamann a Dömur! Loikfimi fvrir konur á öllum aldri. Lcikfimi fyrir konur á öllum aldri. Nýtt námskeið hefst 1. júní. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — NÝJUNG: SOLARIUM Höfum fengið solarium lampa ♦oo*. Júdódeild Armanns ÁrmtMÍa Innritun og upplýsingar alla virka daga AtrrnuM kL 13_22 ísíma 83295_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.