Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 32
40 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR1. JONI1982. Nýlega efndu þessar ungu dömur, Brynhildur Jakobsdóttir og Ingibjörg Hilmarsdóttir, til hlutaveltu í Kópa- vogi til styrktar hjúkrunarbeimili aldr- aðra. Alls söfnuðust 346,65. 35wr RAFMAGNS^p H ANDVERKFÆRI Tilkynningar GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA HVAÐ KOSTAR FRAMLUKT í BÍLINN ÞINN? Hún kostar 1360 kr. í Citroen og það kostar um 900 kr. að bletta húddið eftir grjótkast sumarssins. GRJÓTGRIND á fólksbíl kostar um 650 kr. HEFUR ÞÚ EFNI Á AÐ VERA ÁN HENNAR? Erum sérhæfðir í FIAT og CITROEN viðgerðum! BIFREIÐA MVERKSTÆÐIÐ SKEMMUVEGI 4 K0PAV0GI SÍMI 77840 knostós Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og aö undangengnum úrskuröi verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnaö gjaldenda, en ábyrgö ríkissjóðs, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir jan., febr og mars 1982, svo og söluskatts- hækkunum, álögðum 23. febr. 1982 - 26. maí 1982; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir jan., febr., og mars 1982; mæla- gjaldi, gjaldföllnu 11. okt. 1981 og 11. febr. 1982; skemmtana- skatti ársins 1981 og fyrir jan., febr., mars og apríl 1982. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 26. mai 1982. Bílasala - sölustarf Bílasala óskar eftir samvizkusömum sölumanni jjjjl til starfa sem fyrst. 11111 ::: Uppl. í síma 86477. ?----- Um helgina ________Um helgina Mikið magn en gæðin minni Þar sem ég vareinn af þeim fáu, aö því er viröist,sem ekki dvöldu í Húsa- felli yfir hvítasunnuna — en kaus í þess stað hóglífið hér heima — þá eyddi ég töluverðu af tíma mínum fyrir f raman s jónvarpiö. Er ég leit yfir helgardagskrána fannst mér hún lofa góðu því efnið virtist fjölbreytt og á margan hátt athyglisvert. Nú að afstaöinni helg- inni verð ég að viðurkenna að von- brigði mín eru nokkuö mikil. Vestri sá sem sýndur var á laugar- dagskvöld og státaði af miklum stjörnufansi var af lakari tegundinni og er nánast furöulegt hversu langa mynd er hægt að gera um akkúrat ekki neitt. Lausnin sem þama var notuð var þó einföld. Einmitt sú, að sýna sömu atburðina aftur og aftur, aö vísu við ólíkar aðstæður og einnig voru gerendumir af mismunandi kynþáttum. Samt sem áður dugði þessi f jölbreytni skammt því úr varð mjög léleg og leiðinleg mynd. Þættirnir um „furður veraldar” þykja mér vera eitt af furðum þessa heims, svo undarlegir eru þeir. Eg bíð reyndar eftir því að sá gamli taki til athugunar kenningar um að plánetan okkar sé flöt eftir allt saman. Annað eins á sér staö í þátt- um þessum. Ranglæti þessa heims er mikið. Eini þátturinn sem ég hafði mjög gaman af — um síðustu daga Hitlers — er nú lokið. Mér þótti þeir skemmtilegir, ágætlega vel gerðir og trúverðugir, enda tók höfundur þeirra fram að ekki væri öruggt aö allt væri sannleikanum samkvæmt sem í þeim kom fram. En feginn er ég aö Hitler gamli misreiknaði sig um framvindu mála eftir stríð — vonandi verður svo um alla framtíö — og ekki er ég síður feginn að þessi ómenni skuli vera horfin af yfirborði jarðar. Sunnudagsmyndin Sugarland Express, með lögreglubíla í aðalhlut- verkum, fannst mér í alla staði ómerkileg og er ég þess fullviss aö gera hefði mátt skemmtilegri kvik- mynd meö minni fyrirhöfn og til- kostnaði — jafnvel þó að lögreglu- bílamir hefðu ekki verið nema tvö hundruð. Dagskrá gærkvöldsins bar nokkuð af hvað gæði snertir. Skemmtiþáttur Páls Magnússonar var alveg þokka- legur, prýðileg afþréying og gaman að sjá andlit sem ekki eru á hverjum degi í sviðsljósinu þó hæfileikamir séusízt minni. Mánudagsleikritið Sannur soldát þótti mér ágætt. Atburðarásin var að vísu nokkuð flókin og átti ég fullt í fangi með að sjá hver væri meö hverjum og hver ekki með neinum og sennilega hef ég misskilið allt saman — vonandi ekki sá eini. Ég sannfærð- ist fyrir fullt og allt um aö brezki aðallinn er ekki öfundsverður af iðju- leysi sínu og ekki virðist allt fengið með því að dunda sér í póló lífið út í gegn. Þó aö ég hafi ekki að fullu verið sáttur við sjónvarpið um helgina þá kvarta ég ekki og hafi dagskráin átt einhvem þátt í því að ég fór ekki í Húsafell þá þakka ég fyrir það. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 2. júní kl. 20, Áiftanesfjörur, létt og hressandi kvöldganga. Verð kr. 50, frítt fyrir börn í fylgd meö fuUorönum. Sjáumst! ÍJtivist. Afmæli 75 ára afmæli á í dag, Komelia Jóhannesdóttir, Framnesvegi 27 hér í bænum. Minningarspjöld Minningarkort Samtaka sykursjúkra, Reykjavík fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavik: Bókabúð Braga, Lækjargötu, Háaleitis- apóteki Austurveri, Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka. Kðpavogi: Bókabúðin Veda, Hamraborg. Garðabæ: Bókabúðin Grima, Garðaflöt. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu. Mosfellshreppur: Bókaverzlunin Snerra, Varmá. Andlát Halldór Viðar Aðalsteinsson verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík miövikudaginn 2. júní kl. 13.30. Höskuldur Baldvinsson verkfræðing- ur, Dalbraut 27, áður Bergstaðastræti 72, lézt miðvikudaginn 26. maí. Magnús Stefánsson fyrrv. dyravörður í Stjórnarráðinu, Laugahvoli, Laugar- ásvegi 75, er andaðist 25. maí sl., verð- ur jarðsunginn miðvikudaginn 2. júní kl. 10.30 f .h. frá Fossvogskirkju. Ölafur Jónsson lögfræðingur, Starmýri 8, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 2. júní kl. 10.30. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi á Kjalarnesi verður jarðsunginn frá Brautarholtskirkju í dag, 1. júní, kl. 14.00. Soffía Sigurðardóttir, Austurbrún 21, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. júní kl. 15.30. Vilheimína Halldórsdóttir frá Kára- stöðum, Kvisthaga 11, er lézt á Landa- kotsspítala 21. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 1. júní, kl. 15.00. Kron gefur gjafir í tilefni afmæiis I tilefni af því að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis verður 45 ára á árinu, var ákveðið á aðalfundi félagsins, að gefa til Droplaugar- staða, heimilis aldraðra við Snorrabraut, og Hjúkrunarheimilis Kópavogs 25 þúsund krón- ur hvoru til kaupa á búnaði. Olafur Jónsson, formaður félagsstjórnar KRON, afhenti gjafirnar. Við þeim tóku f.h. Hjúkrunarheimilisins í Kópavogi, Asgeir Jóhannesson, formaður byggingarstjórnar og Hildur Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimilisins. Fyrir hönd Droplaug- Ólafur Jónsson afhendír Ásgeirf Jóhannes- syni gjöfína. Með þeim á myndlnni er Gerður Steinþórsdðtttr. arstaða tóku við gjöfinni Gerður Steinþórs- dóttir, formaður félagsmálaráös, Sveinn Ragnarsson og Sigrún Oskarsdóttir. Gerður Steinþórsdóttir gat þess, að það væri nýtt að fyrirtæki utan úr bæ óskaöi eftir að gefa til slikrar starfsemi sem þessarar. Oft hefðu þau, sem stæöu fyrir þessum málum í Reykjavík, rennt öfundaraugum til Hjúkrunarheimilisins í Kópavogi, sem byggt hefur verið af frjálsum samtökum, að miklu leyti fyrir söfnunarfé bæjarbúa og gjafir félagasamtaka og fyrirtækja, en nú hafi KRON riðið á vaðiö í Reykjavík. Þjónustuauglýsingar // Húsaviðgerðir Húsráðendur Tökum að okkur allar nýbyggingar, loftasmíði og klæðningar, veggjasmíði, klæðningar., hurðaísetningar, parketlagnir, hvar sem er á landinu, stór og smá verk. Sturla Jónsson, byggingameistari, sími 41529 eftir kl. 17. Heilsurækt - íþróttir AI'OLMI SF IJKMISRJRKT ;iM Brauta,':iolti 4, Sími 22224 Ef þú ert meðal þeirra sem lengi hafa ætlað sér í líkams-| rækt, skalt þú líta inn til okkar, því í Apolló er lang-i bezta aðstaðan. ÞÚ NÆRÐ ÁRANGRI í APOLLÓ Bflaþjónusta Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍLARYOVÖRNhf Skeifunni 17° a 81390

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.