Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Page 34
42 DAGBLAÐIÐ&VISIR. ÞRIÐJUDAGDR1. JUNI1982. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1. S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR RYÐVÖRN Stærðir: 3,17X3,78 (10X12 fet) m/gleri, kr. 10.850,- 2,55 X 3,78 (8X12 fet) m/gleri, kr. 7.900,- 2,55x3,17 (8xi0fet)m/gleri, kr. 7.100,- V egghús: 1,91 x 3,78 (6 X12 fet) m/gleri, kr. 6.700,- Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir gluggaopn- arar, borð, rakamælar, rafmagnsblásarar o.fl. o.fl. Sólreitlrnir eru af nýrri gerð, með plastgleri (óbrjótanlegt) og innbyggðum, sjálfvirkum opnunar- og lokunarbúnaði, sem vinnur á sólarorkunni. Stærð 122 X 92 X 38. Eden garðhúsin eru nú fyrirliggjandi, en við höfum yfir 10 ára reynslu í þjónustu við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunartímann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við lægsta verð, ásamt frá- bærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús. Sýningarhús á staðnum Kynnisbækur sendar ókeypis KLIF HF. Grandagaröi 13 Reykjavík — Sími 23300 Popp — Popp — Popp — Popp Paul McCartney—Tug of War: PAULUPPA SITT BEZTA Paul McCartney hefur frá upp- lausn Bítlanna fyrir röskum áratug engan veginn uppfyllt þær vonir sem við hann voru bundnar, — fyrr en nú. Meöan Bítlarnir voru og hétu fór ekkert milli mála að hlutur Pauls var mikill; hann samdi obbann af vinsælustu lögum hljómsveitarinn- ar, var ljóörænn og yfirvegaður laga- smiður sem gerði engar kórvillur. Skyndilega þegar hann svo stóð uppi án félaganna þriggja komu ýmsir hnökrar uppá yfirborðið; lögin virt- ust býsna misjöfn og plötur hans gloppóttar og ósannfærandi. Því hlýtur að haf a fylgt mikið álag að hafa þann bakgrunn sem Paul McCartney mátti búa við í upphafi síns sólóferils. Sjálfur tók hann þann pól í hæðina eftir tvær sólóplötur að stofna hljómsveit og ná á nýjan leik beinu sambandi við aðdáenduma likt og Bítlamir gerðu á fyrstu árunum. Af fyrrverandi bítlum var Paul lang- virkastur; óþreyttur til feröalaga og gaf út reiðinnar býsn af lögum, nokkrum ágætum en flestum mis- heppnuðum. Á sumum plötunum, til að mynda „Wild Life” og Wings At the Speed Of Sound”, var hreinlega ekki hægt að þekkja hann fyrir sama mann. Loks leystist Wings uppí frumeindir sinar og sólóplatan i fyrra var skref uppá við, — en samt ótrúlega linkuleg. Nóg um það. Með „Tug Of War” höfum viö endurheimt gamla góða Paul einsog við þekkjum hann þegar hann var í essinu sínu. Það hefur löngum verið á vitorði aðdáenda hans að tónsmíðar vefðust ekkert fyrir honum, sjálfur hefur hann sagt að á þremur klukkustundum geti hann samið hundrað lög. 1 þessu hef- ur bæði styrkur hans og veikleiki leg- iö; hann á auðvelt meö aö semja en erfitt með að greina hismið frá kjarnanum, einlægt á spretti af ótta við að missa af einhverju og hefur kastaö frá sér illa grunduðum afurð- um. Nú virðist þessi stresstimi lið- inn, Paul hefur fundið sjálfan sig og vafalítiö hefur lát John Lennons skipt sköpum hvað þetta áhrærir. Hann sér framá að hljómleikaferðir verða ekki famar framar, hann verður að sætta sig við að lifa í þeirri einangrun sem þvi fylgir að vera ein dáöasta poppstjama heims; eitt eftirsóttasta skotmark brjálæðinga. „Tug of War” fjallar mestanpart um andstæður eins og nafniö, „Reiptog” gefur auðvitað til kynna. Paul segist hafa veriö með titilinn i kollinum löngu áöur en nokkuö ann- aðvarötil. Allir bestu kostir Paul koma hér fram; raunar er vandfundinn veikur blettur á þessari plötu utan einstaka texti (en Paul hefur nú aldrei verið sterkur á því svelli) og margt getur talist með því bezta sem Paul hefur gefið út. Og snjallt var hjá honum að fá blökkumanninn Stevie Wonder með sér í sjálft lag andstæðnanna: „Ebony Andlvory”. Dauði Lennons er honum að sjálf- sögðu hugleikinn og eitt laganna á plötunni er sérstakur óður til Lenn- ons: lagið „Here Today”, — og tvö önnur lög fjalia óbeint um Lennon: „Tug Of War” og .JSomebody Who Cares”. A milli þessara alvörugefnu laga tekur Paui létta spretti af full- komnu öryggi, sprellar með Carl Perkins í laginu „Get It” á eftir- minnilegan hátt og tekur væna fönk- sveiflu með Wonder í laginu „Whats That You’reDoing”. Það er engin tilviljun að Paul fékk George Martin fyrrum upptöku- stjóra Bítlanna með sér í stúdíóiö, hann þekkti Lennon & McCartney betur en flestir aðrir, — og stundum finnst manni einsog þeir séu hér saman. Bestu lög: öll. -Gsal Lexía — Lexía! Húnvetnskt dreif býlisrokk Fimm Húnvetningar sem kalia sig Lexíu gáfu nýverið út breiðskífu sem einfaldlega ber nafnið Lexía. Margir hafa eflaust heyrt Lexíu getið enda hefur hljómsveitin slegið um sig á sveitaböllum og árshátíðum í þau rúm þrjú ár sem hún hefur starfað. Ég hef það fyrir satt að hér sé um að ræða fyrstu húnvetnsku dansplötuna og brýtur hún þar með blað í tón- listarsögu héraðsins! Lexía skipa þeir Axei Sigurgeirs- son (trommur), Björgvin Guömundsson (gítar), Guðmundur Þór Ásmundsson (hljómborö), Marinó Björnsson (bassi) og Ragnar Jörundsson (söngur). Þeir Ragnar og Marinó eiga lengstan tónlistar- feril að baki en Ragnar gerði garðinn m.a. frægan fyrir tæpum tveimur áratugum (Toxic) en Marinó tróð upp með Gretti nikkara Björnssyni um árabil. Lexía (þ.e. platan) hefur að inni- haldi 12 lög sem öll eru eftir Marinó og allir textar nema tveir eru eftir Arnór nokkurn Benónýsson. Vart er hægt að segja aö skáldagáfa Arnórs risti djúpt og textarnir eru hvorki betri né verri en gengur og gerist. Innihalda misgáfulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Lög Marinós eru af þeirri tegundinni sem fer inn um annaö eyrað og út um hitt. Ekk- ert vesen. Laglínumar eru flestar hverjar déskoti auðmeltar og keim- líkar og útsetningar gera litið annaö en að rugla lögunum saman. Helzt að hraðinn skipti lögunum í flokka. Hljóðfæraleikur er hnökralaus enda engin tilþrif á ferðinni og kunna Lexíumenn sér hóf á þvi sviði. Kassagitarinn spilar stórt hlutverk svo ekki sé talað um sönginn sem Ragnar fremur áreynslulaust og lið- lega. Aftur: ekkert vesen. Það sem helzt stingur í eyrun er hljóðgerfla- leikur Helga Kristjánssonar sem mér finnst falla illa að islenzka dreif- býlisrokkinu. Lexía ber að skipa í flokka með hljómsveitum á borð við Steina Spil og jafnvel Ragga Bjama á köflum. Þessi séríslenzka tónlist sem ungir og aldnir skemmta sér við á þorra- blótum og árshátíðum. En Lexía á lítiö erindi á plötuspilara heima í stofu. Enda er platan eflaust ekki ætluð til slíks brúks. Að lokum: ég heyrði auglýsingu í sjónvarpinu frá Lexíu þar sem þeir sögðu að platan kæmi á óvart. Mig iangar til að leiðrétta þetta: platan kemur akkúrat ekkert á óvart. Hún er alveg eins og við var búizt. Þetta þarf þó alis ekki aö taka sem nei- kvæða gagnrýni. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.