Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Síða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982.
3
Hollywood og Hótel Valhöll
með hjólreiðak$ppni um helgina:
HJÓLAÐ TIL
ÞINGVALLA
OG TIL BAKA
Hjólreiöakeppni veröur haldin um
helgina. Veröur lagt upp frá Bílds-
höfða á hádegi á morgun og hjólaö
austur á Þingvöll og síðan til baka á
sunnudag. Þaö eru Hollywood og Hótel
Valhöll, sem gangast fyrir keppninni.
Keppni þessi er fyrir fólk á öllum
aldri, þó ekki yngri en 13 ára. Þetta er
um 100 kilómetra leið, sem farin er, í
allt, en gist veröur á ÞingvöIIum
aöfaranótt sunnudags. Þátttökugjald
er 70 krónur, og er gisting og matur
innifalið þar í. Þátttöku skal tilkynna í
hjólreiöaverzlunina Miluna.
Verðlaun veröa veitt í þremur
flokkum. Það eru flokkar 13 til 14 ára,
15 til 16 ára, og 17 ára og uppúr. Fyrstu
verðlaun í hverjum flokki verða
eignarbikar, en verölaunapeningar í
önnur og þriöju verölaun.
Keppni sem þessi var haldin í fyrra
af sömu aðilum og þótti takast veL Eru
þaö vinsamleg tilmæli aöstandenda
keppninnar aö ökumenn, sem leið eiga
til og frá Þingvöllum á sama tima og
keppnin fer fram á, sýni hjólreiða-
köppunum f yllztu aögætnL
-KÞ.
Tízkuvörur
hannaoar af
Maríu Lovisu |
eru seldar
X að Tryggvagötu 2
(Nordurstígsmegin)
Opið frá 9—4.30
S virka daga.
Oðum líður að
heima-bingóinu
—fyrstu tölur birtast 21. júni
Oöum líður aö því, aö heima-
bingóinu, sem sagt var frá í DV á
dögunum, veröi hleypt af stokkunum.
Þaö er Sjálfsbjörg og Iþróttafélag
fatlaöra sem eiga veg og vanda af
heimabingóinu og birtast fyrstu tölur
21. júní hér á síðum DV og síðan dag-
lega fram til 18. júlí.
Tilvonandi þátttakendur bingósins
geta fengiö keypta bingóseöla í öllum
verzlunum, sem DV er selt í, svo og hjá
umboösmönnum blaðsins úti um
landið. Kosta 4 seðlar í blokk 30krónur.
Síöan birtast daglega 34 útdregnar
tölur í DV. Þegar þátttakandi hefur
náö aö krossa viö 5 tölur í láréttri línu,
hefur hann unnið til verölauna. Sendir
hann þá seðilinn á skrifstofu Sjálfs-
bjargar í Hátúni 12 í Reykjavík og fær
þá 2000 króna ávísun senda til baka,
sem hann veröur að verzla fyrir. 1 allt
verða vinningar aö verömæti
360.000,00.
Skyldu margir geta státað af slíkum feng eftir sumarið eins og hann Birgir
Karlsson, flugþjónn hjá Flugleiöum, gat í fyrra?
DV-mynd: Sigurður Þorri.
Laxveiðileyfi kosta
f rá 7 þúsund krónum
niður í hundrað kall
Laxveiöi er nú almennt aö hefjast í
ám hérlendis. Veiði er þegar hafin í
nokkrum ám en víðast hefst hún um
miðjan mánuðinn. Síðustu árnar verða
ekki opnaöar fyrr en í byrjun júh'.
Verö á laxveiðileyfum í ár mun
launþegum í landinu mörgum hverjum
sjálfsagt þykja nokkuö hátt. Virðist
þaö hafa nokkurn veginn fylgt þróun
verðlags frá því í fyrra.
Veröhækkun er þó mjög breytileg.
Dæmi eru um að leyfi hafi ekkert
hækkað í krónutölu á milli ára. A hinn
bóginn eru einnig dæmi um yfir
hundrað prósent hækkun.
Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á
Skálpastööum í Lundarreykjadal, taldi
aö meðaltalshækkun á veiðileyfum til
útlendinga næði varla verðbólgu í
Bandaríkjunum, í dollurum taliö. Þor-
steinn var spurður um verö til út-
lendinga:
,,Ég get nefnt verö fyrir Grímsá
sem er áreiöanlega ekki dýrasta áin
en þó í hærri flokknum. Viö seljum
vikuna á 3.600 dollara. I þvi er innifaliö
fæöi og gisting, leiðsögn og veiðileyfi,”
sagöi Þorsteinn.
Hann nefndi aö samsvarandi
veiðileyfi í Miðfjaröará kostaöi 3.850
dollara. Þá gizkaöi hann á aö Laxá í
Kjos, Vatnsdalsá og Víðidalsá væru
heldur dýrari.
Meöalverð á laxveiöileyfum til Is-
lendinga mun vera í kringum tvö
þúsund krónur dagurinn. Víöidalsá
mun líklega vera dýrasta áin en leyfi í
henni kostar 6.500 til 7.000 krónur.
Laxá í Ásum kemur líklega næst en í
henni kostar dagurinn í kringum 6000
krónur.
Dagurinn í Laxá í Kjós kostar 2.500
til 3.700 krónur, Laxá í Aðaldal er á
verðbilinu 1.500 til 2.500 krónur en
hálfur dagur í Elliðaánum kostar 510
krónur. Odýrásta laxveiðiáin er þó
líklegast Breiödalsá en okkur er sagt
að þar megi fá veiðileyfi fyrir 100
krónur.
Júní 1
$ IVI P M F ‘ F L
12 3 1 4 5
6 7 8 9 1C 1 11 12
s 15 16 17 ’ 18 19
20 21 22 23 24 L 25 26
28 29 30
Ferdaáætlun SAS DC-8 flugs til Narssars-
suaq og Kaupmannahafnar. Hafid sam-
band vid ferdaskrifstofurnar, eda SAS,
Laugavegi 3,2 h
- Búnadarbanka
húsinu - símar:
21199/22299.
S4S
VIÐ TEUUM
að notaðir
VOLVO
bflar
séu betri
en nýir bflar
af ódýrari
gerðum
VOLVO 245 GL ÁRG. '80
beinskiptur, ekinn 43 þús. km. Verð kr. 170.000
VOLVO 244 GL ÁRG. '80
' beinsk. ekinn 21 þús. km. Verð kr. 160.000
VOLVO 244 GLE ÁRG. '79
sjálfskiptur, ekinn 44 þús. km. Verð kr. 160.000
VOLVO 244 GL ÁRG. '79
sjálfskiptur, ekinn 67 þús. km. Verö kr. 135.000
VOLVO 343 DL ÁRG. '79
sjálfskiptur, ekinn 33 þús. km. Verð kr. 100.000
V0LV0 343 DLÁRG. '78
sjálfskiptur, ekinn 42 þús. km. Verð kr. 90.000
VOLVO 244 DL ÁRG. '78 .
sjálfskiptur, ekinn 57 þús. km. Verð kr. 120.000
VOLVO 245 DL ÁRG. '76
sjálfskiptur, ekinn 74 þús. km. Verö kr. 100.000
Opið laugardag kl. 10—16.
VELTIR
SUÐtJRLAIMDSBRAUT 16
-KMU.