Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNl 1982. Ný verzlunarkönnun í Reykjavík NÝIMIDBÆRINN VERDUR ENGINN NÝR MIÐBÆR! —hættvið frekari fram- kvæmdir íKringlu- mýrinni „Það er einfaldlega ekki ástæða til aö reisa nýjan miðbæ á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar í samkeppni við gamla miöbæinn. Undanfarin ár hefur íbúum vestan Elliöaár fækkað um 1 til 2 prósent á ári á sama tíma og mikil íbúaaukning hefur verið austan megin. Þess vegna hafa Ármúla- og Skeifuhverfi og Mjóddin tekiö við þeim fyrirtækjum og verzlunum sem áttu að vera í nýja miöbænum.” Þetta sagöi Guðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður Borgarskipulags Reykja- víkur, á blaöamannafundi, þar sem kynnt var ný verzlunarkönnun á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Könnunin var unnin á vegum stofnunarinnar af þeim Valtý Sigurbjarnarsyni og Bjarna Reynarssyni, landfræðingum. Samkvæmt könnuninni er lagt til, aö stærsti hluti væntanlegrar aukningar í miðbæjarsækinni verzlunarstarfsemi fram til áramóta verði í Mjóddinni í Breiöholti, en í minna mæli í miðborg- inni. Einnig er mælt með því, að horfið verði frá hugmyndinni um byggingu stórrar verzlunarmiðstöðva í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut. Nýi miðbærinn hefur verið í aðal- skipulagi frá árinu 1967. Meiningin var að þar risu miklar og stórar byggingar af öllu tagi. Götur og torg áttu að vera yfirbyggð og bílastæði neðanjarðar. Þetta þótti of dýrt í framkvæmd, þegar til átti að taka, auk þess sem ekki væri þörf á nýjum miðbæ, svo stutt frá þeim gamla. I könnuninni kemur fram, að á und- anförnum tuttugu árum hafa litlar breytingar orðið hiutfallslega á fjölda þeirra, sem við verzlun starfa, á sama tíma og verzlunarhúsnæði hefur aukizt um liölega 100 prósent í Reykjavík. Kemur þar einkum til fjölgun á verzlunum er höndla meö bifreiðar, húsgögn og aðra lúxusvöru. Matvöru- verzlunum hefur hins vegar lítið fjölgað þessi tuttugu ár. Þá kemur fram, að um 40 prósent matvara er keypt í stórmörkuðunum. -KÞ. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags, og landfræðingarnir Bjarni Reynarsson og Valtýr Sigur- bjarnarson kynna hina nýju verzlunar- könnun. -uV-mynd EO. Flestir bilanna komnir upp á bryggjuna. Bflafloti frá MAN Mikill floti vörubíla seig á land á dögunum þegar verið var að skipa upp úr Álafossi. Hér var um að ræða 14 vörubíla af gerðinni MAN og er þetta ein stærsta sending vörubila sem hing- að hefur komiö með einu skipi. Erlingur Helgason forstjóri Krafts hf., sem hefur umboð fyrir MAN, sagði bílana selda vítt og breitt um landið. Bílarnir eru með framdrifi og eru framdrifsbílar orðnir nær einráöir á markaðinum hér að sögn Erlings. Á þessu ári hefur Kraftur hf. flutt inn nær 40 vörubíla og gerir ráð fyrir aö flytja inn allt að 70 bíla á árinu. Er það mikilaukningfrásíðastaári. -SG. Árbúamót að Hreðavatni Um helgina 4.-6. júní heldur skáta- félagið Árbúar skátamót að Hafra- vatni. Mótið verður við gamla skáta- skálann við suöausturenda vatnsins. Þar munu hittast 150 skátar úr Reykjavík, Hveragerði og Mosfells- sveit. Skátamir munu nota tímann til könnunarferða og leikja, byggðum á þjálfunaráföngum skátahreyfing- arinnar. Á laugardagskvöldiö 6. júní verður varðeldur og hefst hann klukkan 21. Foreldrar skátanna og gamlir skátareruboönirsérstaklega velkomnir. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Ljósglætan horfin úr Þjóðviljanum Síðustu þrjár helgar hafa þættir Flosa Ólafssonar ekki birst í Þjóðviljanum, og má það nokkram tíðindum sæta, þar sem þessir þættir hafa verið læsilegasta efni blaðsins um helgar. Ljóst er að Flosi er hættur að skrifa í blaðið, þótt rit- stjórar hafi ekki fyrir því að tilkynna lesendum um þá breytingu í von um að þeir kaupi það áfram, og haldi að Flosi komi aftur. Engar skýringar hafa verið látnar uppi um, hvað veldur þessari tilhögun, en liklegt er að Flosi hafi á köflum verið blaðinu heldur erfiður penni, vegna þess að hann hafði ýmislegt aö segja, sem ekki kom heim við línuna. Guð- mundur J. talaði um gáfumanna- félagið í Alþýöubandalaginu. Þann hóp, eða líkan, mun Flosi aftur á móti hafa kallað gleraugnamafíuna. Svona tal þykir ekki fínt á þeim bæ, enda mikið um gáfumenn og gler- augu í og utan á málgagninu. Þá er ljóst að Flosi er ekki lærður í marxískum fræðum, þótt hann sé vinstri sinnaður, og hann hefur aldrei verið til með aö viðurkenna marga þá aöila, sem hæst hafa látið í Þjóðviljanum um list og menningu, jafnvel grinast að tilburðum þeirra. Þetta hefur auövitað þótt heldur óheppilegt. Ber þar allt að sama brunni, að Flosi er hættur að skrifa pistil sinn um helgar um hina marg- vislegu innanverki mannlífsins, vegna þess að Þjóðviljinn þolir hann ekki á síðum sínum. FIosi hefur skrifað hugvekju sína í tíu ár í blaðið, og er það langur tími. Uthald hans var þó slíkt, að þættirnir voru enn í fullu gildi þegar hann hætti. Lítið er um það í blöðum yfir- leitt að haldið sé úti þáttaskrifum, sem almenningur sækist í að lesa annað tveggja sér tfl upplýsingar eða til skemmtunar. Þessi strjáli gróður þarfnast einhvers annars en vera grisjaður af mönnum, sem þola ekki nema takmarkað ritfrelsi. Og ólíkt er Þjóðviljinn fátæklegri eftir að greinar Flosa hættu að koma. Það var siður Flosa Ólafssonar að yrkja um gest og gangandi í þáttum sínum. Oft var sá kveðskapur for- kostulegur, og urðu jafnt fyrir barðinu á honum austur-þýskar menningaraefndir og íhaldsmenn. Félagsfræðingar og fóstrur og fleira af því liði, sem æsir för sina á síðum Þjóðviljans, var honum kærkomið umræðuefni. Það getur því veriö skiljanlegt, að ekki hafi þótt henta að birta þætti hans lengur, og tækifærið hafi verið gripið til að neita að birta þá. þegar ljóst var að kosningar myndu tapast yfir linuna. Þá reið auðvitað á þvi að skoöunin væri rétt — línan ein. Við sem lásum þætti Flosa að stað- aldri söknum þess að hafa misst Ijósglætuna úr Þjóðviljanum. Blaöið þurfti hennar svo sannarlega með, og það hefur ekki batnað síðan. Auk þess skilst manni að viðureign blaðsins við kvennaframboðið hafi kostað það ótalda kaupendur. Svona getur heimsins meðlæti snúist i hönd- nm þeirra sem lítið kunna nema hin marxisku fræði. Þetta er sorglegt dæmi vegna þess að Þjóðviljinn þarf að hafa einhverja útbreiðslu svo hægt sé að tala við hann. Fjárhags- staðan mun aftur á móti vera góð, enda sjá aðilar fyrir henni, sem láta sér annt um kassann — samanber happdrætti blaðsins, sem nú eru farin að strjálast hvað sem veldur. Flosi Ólafsson kvaddi alltaf lesendur sina með visu á hverjum laugardegi. Og þótt skáldskaparmál séu ekki í hávegum höfð i þessum þáttum og höfundi sé tregt tungu að hræra til vísnagerðar, er ekki úr vegi að leita á vit limrunnar þegar góður kollega er kvaddur. Hún er þó ekki til að hafaíhávegum: Það fauk eitthvað í þá við Flosa. Þeim fannst þurfa um hann að losa. Þeirra sunnudagsblað ertyrfnaraen tað. Ekki tekur þvi lengur að brosa. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.