Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982. #tbtilitíii Reykjaifík# 5. TIL20. JUNÍ DAGSKRÁ: LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ kl. 14.00 Lækjartorg: Setning Listahátíðar 1982. Ávarp: Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Kl. 15.00 íslenzkur heimilisiðnaður: Kjólasýning fyrir framan Bernhöftstorfu. Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið. Silkitromman Frumsýning á nýrri óperu eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ kl. 10.00 Gönguferð um Breiðholt III undir leiðsögn arki- tekta. Gangan hefst við Shell bensínstöðina við Norðurfell. Kl. 16.00 Norrænahúsið: Trúðurinn Ruben, fyrri sýning sænska trúðsins Rubens. Kl. 20.00 Gamla Bíó: Flugmennirnir, frönsk leiksýning með Farid Chopel og Ged Marlon. Kl. 20.30 Norræna húsið: Vísnasöngur, Olle Adolphsson syngur sænskar vísur, fyrri tónleikar. MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ kl. 20.00. Þjóðleikhúsið: Silkitromman, ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason, önnur sýning. Kl. 21.00 Háskólabíó: Tónleikar, Gidon Kremer og Oleg Maisenberg leika á fiðlu og píanó. OPNUN MYNDLISTASYNINGA: FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ kl. 14.00 Kjarvalsstaðir: — Hönnun ’82. Sýning á íslenzkum húsgögnum og listiðnaðar- verkum. — Sýniljóð og skúlptúr eftir Magnús Tómasson. — Jóhannes Kjarval LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ kl. 10.00 Listmunahúsið Lækjargötu: — Leirlist’82, fyrsta sýning hins nýstofnaða Leirlistafélags. Kl. 15.00 LisUsafnlslands:— WalasseTing. Kl. 15.00 Gallerí Langbrók: — Smælki ’82, smámyndasýning eftir 14 listamenn. Kl. 14.00 Norrænahúsið: — Ljósmyndasýning Ken Reynolds. Kl. 16.00 Nýlistasafnið:— „Thinking of the Europe” verk 10 samtímamanna frá 5 þjóðlöndum. KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut: Matur frá kl. 18.00. Opið til kl. 01.00. Laugardagur: Kvartett Kristjáns Magnússonar. Sunnudagur: Strengjasveit Tónlistarskólans. Mánudagur: Jónas Þórir og Graham Smith. Miðasala í Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14.00—19.30. Sími: 29055 Útlönd Útlönd Útlönd Danska ríkisstjórnin að falli komin: Oriög Jörgensens verða rádin í dag Örlög hinnar fimm mánaða gömlu jafnaðarmannaríkisstjórnar Dan- merkur koma til með að ráðast í dag þegar danska þjóðþingið greiðir at- kvæði um umdeildar efnahagsráð- stafanir ríkisstjómarinnar. Jafnaöarmenn ætla með efnahags- frumvarpi sínu að ná inn fjórum milljörðum danskra króna til að fjár- magna áætlun er miðar að því aö eyða eða draga verulega úr atvinnu- leysi meðal danskra ungmenna jafn- framt sem frumvarpinu er ætlað að aðstoða danska bændur. Þeir hafa staðið mjög höllum fæti undanfarið, ekki sízt vegna gin- og klaufaveikinn- ar sem herjað hefur á Fjóni og Sjá- landi og lamað útflutning á dönskum landbúnaöarvörum um nokkurra mánaða skeið. Helzti stuðningsflokkur minni- hlutaríkisstjórnar Ankers Jörgen- sen, Sósíaliski þjóðarflokkurinn, hef- ur aðeins viljað fallast á helming þessarar upphæðar og þess vegna bendir margt til þess að dagar stjómarinnar séu taldir. I dag fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarpið í danska þjóðþinginu. Efnahagspakki rikisstjómarinnar miðar að þvi að veita 34 þúsund at- vinnulausum ungmennum annaö- hvort störf eða starfsmenntun við sitt hæfi og greiöa jafnframt 1,5 milljarð króna til landbúnaðarins sem er að kikna undir þungum skuldabagga. Jörgensen hefur hótað því að segja af sér nái þetta frumvarp hans ekki fram að ganga. Danskir fréttaskýr- endur telja að það muni þó ekki leiða til nýrra kosninga heldur muni minnihlutastjóm miðju- og hægri manna taka við annaö hvort undir forsæti Ihalds- eða Vinstri flokksins (sem raunar er venjulega flokkaður á hægri væng stjórnmálanna þrátt fyrirnafnið). Danska þjóðarbúið á nú við mikla efnahagserfiðleika að etja. Atvinnu- leysi er um tíu prósent og mikill sam- dráttur í aðalatvinnuveginum, land- búnaði. Anker Jörgensen, f orsætisráðherra Dana, á tali við Niels Helveg Petersen, leiðtoga Róttæka vinstri flokksins, í danska þjóðþinglnu fyrir skömmu. STIÓRNVÖLD FEGRA HINN GRIMMA RAUNVERULEIKA FALKLANDSEYJASTRÍÐSINS Hagstæðum fréttum „lekiö” íf jölmiðlana til að auka stríöshug brezku þjóðarinnar Því er nú haldið fram í Bretlandi að stjórnvöld hafi notað fjölmiðla þar í landi til að koma á framfæri McDonald, hlnn opinberl fréttafuil- trúi brezku stjóraarinnar í Falk- Iandseyjadeilunni, er litið gefinn fyrir að svara spuraingum frétta- manna. upplýsingum sem kynnu að villa fyr- ir Argentínumönnum. Að sama skapi sé þessum upplýsingum ætlað að auka stríðshug brezku þjóðarinnar. Slikt þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart og ekki er vafi á að þaö sama á sér stað í Argentínu og kannski í ríkari mæii en í Bretiandi. Einhvers staðar í London situr málpípa brezku stjórnarinnar sem lætur ákveðnum fjölmiðlum í té upplýsingar af gangi mála. Þama er ákveðið hversu stórt tap Breta má vera og hve margar argentínskar flugvélar hafa verið skotnar niður. Málpípa þessi kemur einnig á fram- færi margháttuðum upplýsingum sem líklegar eru til að hafa mikla sálræna þýðingum fyrir þjóð sem á í stríði, s.s. um fjölda stríðsfanga og hversu fáir Bretamir hafi verið sem tóku þátilfanga. Upplýsingum þessum er vafalaust stýrt frá Chequers, sveitasetri Thatchers, frá bústað forsætisráð- herrans í Downing stræti, af vamar- málaráðherranum John Nott, af utanríkisráðherranum Francis Pym og ekki minnst af talsmanni hans, Jan McDonald. Sá síðastnefndi hefur fengið orð á sig fyrir að vera lítt hrif- inn af fyrirspurnum á blaðamanna- fundum. Hann vill helzt koma á framfæri þeim upplýsingum sem ákveðið hefur verið að brezka þjóðin hafi gott af og láta þar við sitja. Einnig lætur brezka forsætisráð- herrann ýmsa trúnaðarmenn sína úr Ihaldsflokknum „leka” upplýsingum til vina sinna á fjölmiðlunum. Þar sem enginn hægðarleikur er fýrir fjölmiölana að afla sér hlutlausra frétta af gangi mála á Falklandseyj- um þiggja þeir fréttir þessar með þökkum og árangurinn skilar sér í fyrirsögnum sem ríkisstjórninni lík- ar. Hætt er því við að hinn grimmi raunveruleiki stríðsins á Falklands- eyjum komist ekki til skila öðru vísi en í fegraðri mynd, bæði í Argentínu og Bretlandi. Samanburðurinn á fréttum frá Argentínu og Bretlandi tekur síðan af öll tvímæli um að báðir aðiiar geta ekki sagt rétt frá gangi styrjaldarinnar, frekar en venja er þegar aðilar stríðs eiga í hlut. Eng- um dylst þó að Bretar hafa betur þó eldflaugar Argentínumanna hafi á köflum gert hinn virðulega brezka flota heldur máttlítinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.