Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982.
mmixmmsm
hjálst, aháð dagblað
Útgófufólag: Frjóls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgófustjóri: Sveinn R. EyjóHsson.
Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram.
Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guövinsson.
Auglýsingastjórar: Póll Stefónsson og IngóHur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Auglýsingar: Síöumúia 8. Afgreiðsla, óskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskriftarverð á mánuöi 120 kr. Verö í lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr.
Skrefeftir
Aðeins skref er eftir til kjarasamninga. Með „þreifing-
um” hefur nánast fundizt grundvöllur fyrir samningum.
Verkamannasambandið hindrar, að samið verði strax.
Þorsteinn Pálsson og Guðmundur J. Guðmundsson
senda hvor öðrum tóninn.
Þeir segja nánast hið sama: „Hinn vill alls ekki
semja.” Af gamalli reynslu þekkja menn, að lítið kann að
liggja að baki stóryrðum, meðan samningalotan stendur
yfir.
Þessir menn gætu alveg eins samið í dag þess vegna.
Þeir gætu líka af þr józku látið koma til verkfalla.
Hugmyndir samningamanna virðast miða að um f jög-
urra prósenta kauphækkunum Vísitalan verði látin
standa og samið til 1. september 1983.
Alþýðusambandsmenn höfðu farið fram á þrettán pró-
sent og einhverjar flokkatilfærslur. Verkamannasam-
bandið breytti kröfugerð sinni í vor og lagði síðan mesta
áherzlu á flokkatilfærslur, sem sagt var, að bættu einkum
hag hinna lægstlaunuðu.
Það er rétt stefna, að hinir lægstlaunuðu fái meira en
aðrir. Staðan er ofureinföld. Nú stefnir til samdráttar í
framleiðslu. Minna en áður verður til skiptanna. Almenn-
ar grunnkaupshækkanir fara beint út í verðlagið og
þurrkast þannig út jafnharðan. Hugsanlegt er að breyta
launahlutföllum hinum lægstlaunuðu í vil á kostnaö
hinna, sem meira hafa, verði að því stefnt.
Loðnuveiðar efla þjóðarbúskapinn ekki á þessu ári eins
og fyrri árum. Þær hafa stöðvazt. Þorskveiði er lítil, sem
veldur ugg. Talað er um, að framleiðsla þjóðarinnar
minnki um tvö prósent. I þessari stöðu hafa verkalýðs-
samtökin boðað verkföll til að knýja fram kauphækkanir.
Verkföllin mundu enn draga úr framleiðslunni og getu
þjóöarbúsins til að mæta kauphækkunum.
Launþegar hafa yfirleitt áttað sig á stöðunni. Nú hefur
komið í ljós mikil tregða til verkfalla. Lítill áhugi er á
fleiri krónum, sem jafnharðan gilda minna.
Engu að síður er sú staða komin upp, eins og oft áður,
að finna verður flöt til samninga, þótt hann þýði ein-
hverja aukningu á verðbólgu. Þau f jögur prósent, sem nú
er rætt um, skipta ekki sköpum um verðbólguna.
Kannski mætti orða það svo, að sloppið yrði fyrir horn
með slíkum samningum.
Þess er að vænta, að stóryrðakeppni framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambandsins og Verkamannasam-
bandsins linni næstu daga. Það ber ekki svo ýkja mikið á
milli.
Framhaldið yrði síðan mest undir ríkisvaldinu komið.
Til lítils er að semja um áframhaldandi verðbótakerfi.
Reynsluna þekkir fólk. Það er hverju sinni undir ákvörð-
un ríkisstjómar komið, hvort eða hve mikið skorið er af
verðbótum þeim, sem um segir í samningum.
Á sama hátt er það undir stjómvöldum komið, hvað
verður um grunnkaupshækkanir.
Stjórnvöld hafa oft eytt meginhluta slíkra hækkana
með skerðingu á verðbótum, næst þegar þær ættu að
hækka.
Að þessu sinni er lítið vitað um, hve lengi kjarasamn-
ingar halda. En það er vitað, að verðbólgan eyðir ávinn-
ingnum fljótlega, hvort sem samið yrði um fjögur eða
þrettán prósent.
HaukurHelgason.
Útvarp án
tímaskyns
Vita menn, af hverju það er alltaf
létt músík á milli kl. 22.00 og 22.15 í
útvarpinu?
Það er vegna þess að þrátt fyrir
það að útvarpið hafi starfaö í
fimmtíu ár undir ríkisforsjá þá eru
enn menn í útvarpinu sem kunna
ekki á klukku. Þessar fimmtán
mínútur að kvöldi hvers dags eru
notaöar til þess að leiðrétta
skekkjur dagskrárinnar frá því
klukkan sjö um kvöldið svo að út-
varpinu ljúki á áætluðum tíma.
Hliðstæður tónlistarflutningur er
fyrir hádegi, eftir hádegi og eftir
kaffi.
Og hvers vegna er þetta svona
eftir fimmtíu ár?
Það er skortur á aga
I fyrravor vann ég um skeið meö
Páli Heiðari Jónssyni að Morgun-
póstinum. Þaö var ekki fyrr en þá aö
ég gerði mér grein fyrir því hversu
nákvæm tímasetning skiptir miklu
máli viö útvarpsrekstur.
Okkur finnst flestum að það skipti
ekki máli hvort einn þátturinn er
mínútu lengur en annar. En ef út-
varpið fer eina mínútu fram úr
áætlun á hverri klukkustund, verður
afleiðingin sú aö dagskránni lýkur
ekki fyrr en 17 mínútum síðar en
ætlað var á. Maður sem vill hlusta á
kvöldfréttimar sem eiga að vera
23:45 verðurað bíða þar til kl. 00.02.
Páll Heiðar var mjög nákvæmur
með að ljúka þættinum á réttum
tíma, þ.e. nákvæmlega klukkan 8.10.
Og því hefur hann haldið frá upphafi
útvarpsstarfa síns.-Þetta þýddi vit-
anlega það að viö vorum oft í vanda í
miðri útsendingu — veðurstofu og
fréttastofu hafði tekist aö fara fram
úr áætlun oftar en ekki svo að þátt-
urinn byrjaði ekki klukkan 7.25 eins
og ákveðið var, heldur klukkan 7.30
og fella varð út efni samkvæmt því.
Aldrei varð ég var við þaö að út-
varpsráð gerði athugasemd við
þessa óstundvísi að morgni dags.
Léleg fréttastofa
Það er alltaf til nóg af fréttum.
Fréttamenn blaða og útvarps svo að
ekki sé talað um sjónvarp hafa á
hverjum degi úr meiru að moða
heldur en þeir komast yfir. En f rétta-
matiöermisjafnt.
Norski hægri flokkurinn hélt árs-
þing sitt um mánaðamótin apríl-
maí. Á þessum ársfundi var kosinn
nýr varaformaður. Það var ung
kona: Camille Sisilje Kulman Five
eða Casi Kulman Five eins og hún
kýs að kalla sig. Maður skyldi ætla
að þegar fréttastofa útvarps og sjón-
varps getur ekki haldiö vatni vegna
þess hversu konur komast litt á-
fram aö þeim þætti fengur í
kosningafrétt þessari? Nei, því var
ekki að heilsa. Mér vitanlega hefur
enginn fjölmiðill á tslandi séð ástæðu
tilþess aðgetaþessa.
Má veraaðþetta sé ekki stórfrétt.
En það er aö minnsta kosti jafnstór
frétt og það hvort kona hafi verið
kosinn bæjarstjóri í einhverjum
smábæ á Norðurlöndum.
En ég ætla ekki að fjalla um lélegt
fréttamat fréttastofu útvarpsins
heldur lélegt tímaskyn.
Hlutverk fréttamanns
Fréttamenn útvarps verja sig oft
með því, þegar þeir eru gagnrýndir
fyrir undarlegt tímaskyn, aö þeir
vinni undir timapressu. Þessi
röksemd er rétt. En mér er spum:
Hvaða fréttamaður vinnur ekki
undir tímapressu? Hvaða frétta-
maöur verðin ekki að skrífa frétt
sína í snatri? Og af hverju eiga
fréttamenn útvarps að vera undan-
þegnir sjálfsaga blaðamanna.
Fyrir mörgum ámm var
stofnað hér blað sem hét Mynd.
Kjallarinn
Haraldur Blöndal
Margt hjá því blaöi var til fyrir-
myndar og á undan sinni samtíð.
M.a. mun fréttastjórinn þar hafa á-
kveðið fyrirfram hversu löng hver
frétt ættiaðvera.
Þetta kostaöi vitanlega aga. En
blaðiö var takmarkað að stærð og
það var nauðsynlegt að koma
fréttunum að. Þess vegna voru þær
metnar fyrirfram en ekki látið
ráðast af því hversu pennaglaður
viðkomandi blaðamaður var.
Margoft kemur þaö fyrir að ég er
að hlusta á frétt. Það er verið að tala
við einhvern mann. Málefnið er svo
sem ekki neitt en þó er smáfrétt í
viðtalinu. Fréttamaðurinn nennir
ekki að klippa viðtalið eða skrifa
niður það sem nýtilegt var og af-
leiðingin er svo sú að hlustendur
verða aö bíöa í margar mínútur eftir
því að frétt ljúki um að lagðar hafi
verið 25 metrar af gangstéttum í
Hælisvík.
Allt of oft verður maður þess var
að fréttamenn láta viðtöl óritskoðuð í
fréttatíma. Afleiðingin er svo sú að
ómögulegt er að átta sig á lengd
fréttatíma og því síður hvort rétt sé
aðhlusta á hana.
Á ég þar sérstaklega við hin und-
arlegu lýsingarorð í upphafi frétta-
tímans: Bretar gerðu innrás á Falk-
landseyjar.Verðbólga minnkar í
Bretlandi. Rætt er við dr. Gunnar
Thoroddsen.
Mér er spurn: Er það fréttaefni
„per se”, að menn skuli ræða við dr.
Gunnar?
Væri ekki eðlilegra að skýra frá
því hvert sé meginfréttaefni
viðtalsins við f orsætisráöherrann?
Haraldur Blöndal.
^ „Ómögulegt er að átta sig á lengd frétta-
tíma og því síður, hvort rétt sé að hlusta á
hann,” segir Haraldur Blöndal í grein sinni.