Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 4. JONI1982.
íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir fþróttir
Guðmundur Arason
feráDoug
Sanders-golfmótið
Stefán H. Stefánsson, „einvaldur” unglingalands-
liðsins í golfi, befur tUnefnt keppanda íslands á
Doug Sanders drengjakeppninni i golfi sem fram
fer í Skotlandi síðar i þessum mánuði.
Fyrir valinu varð Guðmundur Arason úr Goif-
klúbbi Reykjavikur. Hefur hann staðið sig bezt
þeirra pUta sem tekið hafa þátt i þeim 4 mótum þar
sem fylgzt var sérstaklega með þelm.
Guðmundur fékk að vita um valið nokkrum
klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja af
stað tU Skotlands með föður sínum, Ara Guðmunds-
syni ritara Goifsambands tslands og bróður sinum
Atla Arasyni fyrrum unglingalandsUðsmannl i
golfi. Voru þeir að fara í æfingaferð tU Skotlands og
mun sú ferð nú lengjast hjá Guðmundi vegna Doug
Sanders-keppninnar þar.
-klp-
íþróttafélagið
Fylkir 15 ára
— Fylkisdagurínn á morgun
Næstkomandi laugardag, þann 5. júní, verður
FyUdsdagurínn haldinn i tUefni 1S ára afmæUs
félagsins. Hef jast hátíðarhöldin kl. 10 með Arbæjar-
hlaupi. Kl. 11 verður knattieikur mUU drengjalands-
Uðsins og Fylkis. Kl. 13.30 verður skrúðganga aust-
ur Rofabæ að svæði félagsins. Þar verður hátíðin
sett og fer þar fram handknattleikur, knattspyrna,
fimleikar, pokahlaup og reiptog. Kaffisala verður í
Árseli frá kl. 15—18. UnglingadansleUsur verður í
Árseli ki. 20 og leikur þar hljómsveitin Condors og
einnig verður diskótek. Um kvöldiö er svo dansleik-
ur í Rafveituheimilinu. Vonast félagið tU að Ár-
bæingar fjölmenni við hátiðarhöldin og geri daginn
eftirminnilegan.
Knattspymuskóli
Víkings
KnattspyrnuskóU Víkings verður starfræktur í
sumar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hvert
námskeið stendur í tvær vikur og skiptist í tvo hópa,
fyrir og eftir hádegi. í bverjum hópi verða 20—24
drengir og stúlkur og verður reynt aö hafa börn á
svipuðu reki í hverjum hópi.
Námskeiðverða:
1. námskeiö 7. júní —18. júní
2. námskeið 21.júní— 2.júU
3. námskeið 5. júní —16. júU
4. námskeiö 19. júU — 30. júU
5. námskeiö 3. ágúst —13. ágúst
6. námskeið 16.ágúst —27.ágúst
Leiðbeinandi veröur Stefán Konráðsson íþrótta-
kennari en Youri Sedov, þjálfari meistaraflokks,
mun gefa góö ráð. Þá munu kunnir knattspyrnu-
menn koma í heimsókn; þeirra á meðal Lárus
Guðmundsson, atvinnumaður í Belgíu, og Omar
Torfason, landsUðsmaður og fyrirUði Víkings, og
fleirikunnirkappar.
Farið verður í undirstöðuatriði knattspyrnunnar
og reynt verður að leggja grunn að skilningi á leikn-
um og leikni með knöttinn. Þá verður ýmislegt til
skemmtunar, svo sem video-sýningar og keppni viö
knattspyrnuskóla í öðrum félögum. I lok hvers nám-
skeiðs verða þátttakendum veitt viðurkenningar-
skjöl.
Þátttökugjald á námskeiði er 250 krónur og
greiðist við innritun, sem hefst þriðjudaginn 1. júní í
félagsheimiU Víkins frá klukkan 15—17. AUar upp-
lýsingar eru veittar í síma 81325.
Enn tapar
Frakkland
HM-liö Frakklands í knattspyrnunni
tapaði fyrir Wales í landsleik í
Toulouse. Wales sigraði með marki Ian
Rush á 56. mín. Eina mark leiksins og
þriðji leikurinn í röð hjá Frökkum sem
þeir skora ekki mark í. Tap 1—0 fyrir
Perú og jafntefli 0—0 við Búlgaríu.
HM-lið PóUands sigraði Stuttgart,
þýzka 1. dcUdarliðíð, 2—1 í Reutlingea
Lato og Boniek skoruöu mörk Pól-
lands, þýzki landsliðsmaður inn Karl
Allgöwer fyrir Stuttgart.
HM-lið Belgíu sigraði hoUenzka
meistaraUðiö Ajax 4—2 í Briissel.
West Ham lelkmaðurinn Paul Goddard skoraði jöfnunarmark enska landsUðsins markið hjá Guðmundi Baldurssyni. Ekki munaði þó miklu að unga íslenzka mark-
á LaugardalsveUi í fyrrakvöld. Fékk knöttinn eftir mikinn einieik Glenn Hoodle. verðinum tækist að verja. Fyrir aftan Goodard á myndinni að ofan eru Peter'
Enginn íslenzkur varnarmaður tU staðar, þegar Goddard spyrnti knettinum í Withe, heldur betur skrámaður í andliti, og Karl Þórðarson. -DV-myndS.
Yf irburðir enskra í af-
mælisleiknum í Helsinki
England sigraði Finnland 4-1 í gær—Mariner og Robson skoruðu mörk Englands
„Finnska liðið barðist af krafti svo
þetta var próf á leikmenn mina. Ég er
mjög ánægður með úrsUt leiksins þó
við hefðum átt að skora meira af
mörkum,” sagði enski landsUðsein-
valdurinn, Ron Greenwood, eftir að
enska landsUðið hafði sigrað það
finnska 4—1 í landsleik í Helsinki sem
háður var i tUefni 75 ára afmælis
finnska knattspyrnusambandsins.
Meðal áhorfenda á leiknum voru tveir
fulltrúar KSÍ, EUert Schram og
Friðjón Friðjónsson.
Enska liöið hafði mikla yfirburði í
leiknum að sögn BBC en í liði Finna
voru mest áhugamenn. Trevor
Brooking, West Ham, átti stjörnuleik í
enska Uöinu og var maðurinn bakvið
þrjú af mörkum enska liðsins. Paul
Mariner, Ipswich, skoraði tvívegis og
Norskt met
í tugþraut
Trond Skramstad frá Kóngsbergi í
Noregi setti nýlega norskt met í tug-
þraut á móti í Sacramento í KaUforniu.
Hlaut 7860 stig. Bætti norska metið um
13 stig. Það var 7847 stig og átti
Guðmund Olsen það.
FylkiráLaug-
ardalsvellinum
Leikur Fylkis og Njarðvíkur í 2.
deUdinni í knattspyrnu verður kl. 16 á
morgun, laugardag, en ekki kl. 14 eins
og stendur í mótaskrá. Leikurinn
verður á Laugardals veUi.
einnig Bryan Robson, Man. Utd.
Enska liðið var komið í 4—0 áður en
Finnar skoruðu sitt eina mark. Það
var úr vítaspyrnu á 80. mín. sem Kai
Haaskivi tók.
Mariner, sem nú er sagður öruggur
sem miðherji enska Uðsins í heims-
meistarakeppninni á Spáni, skoraði
fyrsta mark leiksins á 14. mín. Skallaði
í mark eftir hornspymu Brooking. Á
28. min. skoraöi Robson annað markiö
og staðan í hálfleik var 2—0. Dæmt var
mark af Kevin Keegan. Eftir aö enska
liðið hafði fengið mörg tækifæri til að
skora kom svo þriðja markið á 58. mín.
Það kom eftir homspyrnu Brooking og
bjargað hafði verið á marklinu frá
Robson áður en hann fékk knöttinn
aftur og skoraði. Fjórum mín. síöar
skoraði Mariner fjórða markið með
skalla eftir sendingu Brooking. Eftir
það fóru ensku leikmennirnir að taka
lífinu með ró.
Greenwood gerði tvær breytingar á
liði sínu frá sigurleiknum við Skotland
sl. laugardag. Ray Clemence, Totten-
ham, kom í markið á ný í stað Peter
ShUton og Alvin Martin, West Ham,
var miðvörður í stað Terry Butcher,
Ipswich. Vafi var í gær hvort Robson
gæti leikið vegna meiðsla í tá. Hann lék
hins vegar en fór út af á 60. mín. eftir
að hafa skorað tvö mörk. Graham Rix,
Arsenal, kom í stað hans. Fimm mín.
síðar kom Trevor Francis, Man. City, í
stað Steve Coppell, Man. Utd., og á 68.
mín. var Trevor Brooking hvíldur.
Tony Woodcock, Köln, kom inn sem
varamaður. Enska liðið var annars
þannig skipaö: Ray Clemence, Mick
Mills, Ipswich, Alvin Martin, PhU
Thompson, Liverpool, Bryan Robson
(Graham Rix), Kevin Keegan,
Southampton, Steve Coppell (Trevor
Francis), Paul Mariner, Trevor
Brooking (Tony Woodcock) og Ray
Wilkins. Áhorfendur 21.421.
BBCsammálaDV
Brezka útvarpiö var mjög ánægt
með leik enska liðsins í Helsinki en
ekki að sama skapi ánægt með enska
landsliðið sem gerði jafntefli við
islenzka landsliöiö á Laugardalsvelli.
BBC var sammála DV í því að fáir leik-
menn þess liðs eigi erindi á HM á Spáni
nema Glenn Hoddle.
Vormót HSK
Vormót HSK i frjálsum iþróttum
verður haldið á Selfossi laugardaginn
5. júni kl. 14 e.h.
Keppnisgreinar:
Karlar: 100 m, 300 m, kúluvarp,
kringlukast, spjótkast, langstökk, 1
mila og hástökk sveina.
Konur: 100 m, 300 m, hástökk, kúlu-
varp, spjótkast.
JAFNTEFU SVÍA
OG SOVÉTMANNA
— ílandsieik íStokkhólmi
HM-lið Sovétrikjanna i knattspyrnunni lék Iandsleik við Svía í Stokk-
hólmi í gærkvöldi. Var nokkuð frá sinu bezta og varð að sætta sig við jafn-
tefli 1—1. Landsliðsþjálfarinn Konstantin Beskov var mjög harður i garð
leikmanna sinna eftir leikinn.
Þeir höföu þó yfirtökin í leiknum nær allan fyrri hálfleikinn án þess að
nýta það til marka. Meira að segja litil pressa á sænska markið. Á 50. mín.
skoraði Oleg Blokhin fyrsta mark leiksins. Þess má geta, að Blokhin hefur
hug á aö gerast atvinnumaður í Vestur-Evrópu eftir HM á Spáni. Iþrótta-,
ráð Sovétríkjanna hefur hins vegar tilkynnt að hann fái ekki leyfi til þess.
Aðeins þjálfurum og leiðbeinendum á knattspyrnusviðinu sé heimilt að
starfa utan Sovétríkjanna.
En nóg um það. Snúum okkur aftur að leiknum í Stokkhólmi. Eftir
markiö virtust sovézku leikmennirnir hafa meiri áhuga á að halda fengn-
um hlut en skora fleiri mörk. Það gekk ekki. Fimm mín. fyrir leikslok
jafnaði varamaöurinn Björn Nilsson beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi.
Ahorfendur 12.739.