Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 32
Ólga í Félagi flugumferðarstjóra: VIUA REKA EINN BURT ÚR FÉLAGINU Mikill urgur er innan Félags flug- umferðastjóra þessa dagana og hef- ur komiö fram tillaga um að reka einn úr félaginu. Veröi það gert, má enginn félagsmaður starfa meö hon- um. Fyrir riokkru gaf Fugmálastjóm út einhliða tilskipun um fækkun á næturvakt í flugumferðarstjóm á Keflavíkurflugvelli. Fækkaö var um einn mann — úr fjórum í þrjá. Flug- umferðarstjórar mótmæltu breytingunni og töldu að öryggis- kröfum væri ekki fullnægt. Samningafundir voru haldnir með fulltrúum ríkisvaldsins og flug- umferöarstjórum af þessu tilefni. A fundum þessum studdi áöumefndur flugumferðarstjóri sem starfar á Keflavíkurflugvelli mál ríkisvalds- ins gegn sínum eigin félögum. Þetta geta þeir ekki þolað og er áðurnefnd tillaga því framkomin, um að reka hann úrfélaginu. Verði flugumferðarstjórinn rekinn hefur það þær afleiðingar að enginn félagsmanna má starfa meö honum, aö sögn viömælanda DV. Allsherjaratkvæðagreiösla þarf að fara fram meðal félagsmanna til brottrekstrar félögum og er það stjórnin sem mælir fyrir um það hvort hún verður haldin. Ekki er vit- að hvenær tillaga þessi verður borin upp á stjómarfundi en væntanlega verður þaö á næstu dögum. Þess skal getið að samið var um fækkunina á Keflavíkurflugvelli. Fimm daga vikunnar em fjórir menn á næturvakt. Um helgar eru þrír flugumferðarstjórar á nætur- vakt og er þá ekkert æfingaflug á vegum varnarliðsins heimilt. GSG Hreyfing í átt að nýju fiskverði „Það er hreyfing í átt að nýju fisk- veröi en við hittumst á eftir og bezt að sjá þá hvað verður,” sagði Olafur Davíösson, oddamaður yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins, í morg- un. Fundur í yfimefndinni hófst kl. 10 í morgun og gerðu menn sér vonir um að verulega þokaöist í samkomulagsátt. Olafur vildi ekki gefa þaö upp fyrir fundinn um hve mikla hækkun væri rætt. Líklegt er talið aö fulltrúar kaup- enda samþykki nýtt fisverö með odda- manni. Fulltrúar seljenda geta hins vegar ekki sætt sig við þá hækkun sem rædd er, eöa um 12%. Þannig sögðu heimildir DV í morgun að ef verið væri að tala um fiskverðshækkun nálægt þeirri verðbótahækkun sem varð um mánaðamótin þá gætu sjómenn og út- gerðarmenn ekki staðið að sliku. Þar ræður hinn mikli aflasamdráttur sem orðiðhefurogþarmeðtekjutap. -JH Vinstri menn í Kópavogi ræða meirihluta: Renaultbíll Ómars og Jóns Ragnarssona hefur verið endurbyggður og bíða menn spenntir eftir að sjá hvernig hann reynist. (DV-mynd: S) „Slæmterað hafa bæinn stjórnlausan” Rallað í Borgar- f irði um helgina Ekki hefur verið myndaður meiri- hluti í bæjarstjórn Kópavogs. Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna sagði í samtali við DV að hann hefði litlar fréttir fram að færa aðrar en þær að þeir hefðu skrifað hinum flokkunum bréf og óskað eftir viðræð- um. Svör hefðu borizt frá Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki og hefðu þeir hafnaö viðræðum við sjálfstæðis- menn að svo stöddu. Viðræður eru hafnar á milh Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks og var Bjöm Ölafsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, vongóður um að þær bæru árangur. „Eg tel slíkt samstarf vera eölilegt framhald af þeim yfirlýsingum sem gefnar voru fyrir kosningar og á sjálfa kosninganóttina og einnig með tilliti til þess að flokkamir mynduðu frá- farandi meirihluta,” sagði Bjöm Olafsson. Björn taldi að búast mætti við að nýr meirihluti yrði myndaður á næstu dög- um enda væri nauðsynlegt að málin fæm aö skýrast þar sem ,,slæmt væri að hafa bæinn stjómlausan,” eins og hannkomstaðorði. Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, kvað lítið að frétta af meirihlutaviðræðum, en þó væru hafnar óformlegar viðræður vinstri manna. Hann sagði aö framsóknar- menn hefðu meiri áhuga á aö fullreyna vinstra samstarf áður en talað yrði við sjálfstæðismenn. GSG Borgarf jarðar-rall veröur á morgun, laugardag. Hefst það við Hótel Borgar- nes eldsnemma í fyrramálið, klukkan sex. Ekið verður vítt og breitt um sveitir Borgarfjarðar. Rallinu lýkur síödegis við Hótel Borgarnes. Bræðumir Omar og Jón Ragnars- „Ekkert landris hefur verið síðasta mánuðinn. Ef nokkuð er hefur landið sigið aðeins,” sagði Hjörtur Tryggva- son í Reykjahlíð, starfsmaður Orku- stofnunar, er DV leitaöi fregna af hræringum í Mývatnssveit. „Þetta er rólegasta tímabilið í þau sex ár sem hræringar hafa staðið yfir. synir verða meðal 'keppenda. Mæta þeir til leiks á gamla Renault-rall- bílnum sinum, sem nú hefur verið verulega endurbættur. Komin er á hann ný yfirbygging, vélin, sem er 130 hestöfl, hefur verið gerð upp, nýtt hjólastell er undir honum og fjaðra- Að vísu er ennþá töluverð hreyfing á spmngum við Leirhnúk. En þetta gef- ur smávegis vonir um áð umbrotum farinúaðljúka. Því má þó alls ekki slá föstu. Menn verða að vera viðbúnir nýjum umbrot- um og ég geri frekar ráð fyrir því að fleiri hrinur komi. Sk jálftavaktin hefur endanlega verið búnaöurinn er nýr. Þá hefur billinn verið léttur töluvert. Verður fróðlegt að sjá hvernig bræðrunum vegnar í rallinu, en fimmtán sérleiðir verða eknar. -KMU. lögð niður. Er ekki gert ráð fyrir því að hún verði sett á aftur nema nýtt gos byrji. Landhæð er nú meiri en hún hefur nokkru sinni mælzt. Landið er um það bil einum metra hærra en það var þeg- ar umbrotin hófust fyrir sex árum,” sagðiHjörtur. -KMU Umbrotum lokið i Mývatnssveit? — land ekki rísið í mánuð og skjálftavaktin lögð niður frjálst, úháð daghlað FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1982. Ferðamálaráð um áhr'rf verkfallsboðana: Pantanirá íslandsferðum afturkallaðar Ferðamálaráð Islands bendir á að ef til verkfalla og verkbanna komi muni landið lokast og erlendir ferða- menn hnepptir í eins konar fangelsi án fyrirgreiðslu og nauðsynlegrar þjón- ustu. Ráðið segir ennfremur í ályktun sem það sendi frá sér að fréttir um hugsanlegar aðgerðir hafi borizt til útlanda með þeim afleiðingum að pant- anir á ferðum til Islands hafi verið afturkallaðar. Ferðamálaráð skorar á alla þá sem hér eiga hlut að máli að þeir geri allt sem í mannlegu valdi stendur til aö firra land og þjóð þeim voöa sem nú virðist steðja að. Verkfall eða verk- bann nú hafi keðjuverkandi áhrif og hefti ferðamannaþjónustu um langa framtið. Tilvist hennar byggist að verulegu leyti á þeim árstíma sem nú fari í hönd en standi skamma hrið. -SG. Skrifstofufólk BUR: Villfátekju- missi bættan „Við fórum fram á að komiö verði til móts við okkur að einhverju leyti og nefndum sem dæmi bónuskerfi hér á skrifstofunum,” sagði Jón Bjami Emilsson, starfsmaður hjá BUR. Skrifstofufólkið hefur fariö fram á að bætt verði fyrir þann tekjumissi sem það varð fyrir þegar afnumdar voru 20% yfirborganir sem tíökazt höfðu hjá fyrirtækinu. Yfirborganir þessar voru ólöglegar eins og greint var frá í frétt- um DV. Borgarráð vítti framkvæmda- stjórann og skrifstofustjórann fyrir aukagreiðslumar. Jón Bjarni sagði að hann teldi ekki óeðlilegt að bónuskerfi yrði komið á. Það tíðkast hjá öðmm borgarstofnun- um eins og Skýrsluvélum. „Það er engin fjöldahreyfing í gangi og ekki hægt að segja hvort til aögeröa verður gripið ef beiðni okkar verður hafnað,” sagði JónBjamiaðlokum. Björgvin Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BUR, sagði í samtali við DV að óánægju gætti meöal starfs- fólksins eftir að aukagreiðslumar vom afnumdar. „Launamálin hafa síðan verið í endurskoðun en ekkert nýtt er af þeim að frétta. Málið hefur verið í biðstöðu eftir kosningar. Nýtt útgerðarráð verður kosið í dag (fimmtudag) og má búast við að eitthvað gerist á næstu dögum,” sagði Björgvin Guðmunds- son. -GSG. LOKI Gárungarnir segja að nú sé aðeins útvarpað þeim frétt- um sem koma okkur við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.