Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982.
.7
Helma er bezt ad...
Purrkur Pilnik eða Purkkur Pillnik,
þið kannist örugglega við nafnið. En
það er Purrkur Pillnikk sem ég heyrði
spjalla saman, hér um daginn í einni af
einstefnu-götum borgarinnar. Að vísu
voru það ekki nema 3/4 hlutar hljóm-
sveitarinnar því að Ásgeiri er ekkert
gefið um einstefnu-götur. Þeir eru ný-
komnir heim úr hljómleikaferð um
Bretland þar sem þeir spiluðu með
hljómsveitinni The Fall og gekk víst
ágætlega. Svo er líka komin út plata
meö þeim sem heitir Googooplex og er
hún einstök.
En áfram með smjörið, Bragi situr
við hliöina á brunahananum (þeim
eina í götunni) og er að borða ham-
borgara, Friðrik stendur upp við hús-
vegg og er að rembast við að koma lok-
inu á Thermos-hitabrúsann og Einar
örn er að reima skóna sína...
Bragi: Það er skrýtiö, að á flestum
stöðunum kom fólkið strax viö fyrsta
lagið og byrjaði að dansa, þar sem við
vorum að koma fram í fyrsta skiptið,
íslenzk grúppa.
Friörik: Sérstaklega þegar við spil-
uðum í háskólunum.
Bragi: Annars staðar horfði fólkið
fyrst á okkur og svo...
Einar: Siðan, þegar ég byrjaði að
móðga það kom þaö nær.
Friðrik: Það fór eins með þig og t.d.
Crass, þegar þeirfara í hljómleikaferð
fá þeir ekkert nema sýkla af því að það
er hrækt svo mikið á þá.
Einar: Ég fékk ekkert mikið af sýkl-
um. Að vísu fann ég það stundum að
við hræddum fólkiö. Við gerðum það
vísvitandi, kannski t.d. með því að
frussa og froðufella. Enda sögðum við
fyrir hverja tónleika „við tökum haus-
ana afykkurnúna”.
Bragi: Samt voru áheyrendur þarna
sumstaðar mjög líkir og hér heima.
Einar: Hvernig veiztu?
Bragi: Eg var með ykkur, manstu.
Einar: En við komum á óvart. Ég held
að sjálfstraustið hjá okkur hafi vaxið
þó nokkuð, en við höfum ekki fjarlægzt
upprunann.
Bragi: Eiginlega vorum við frjálsari
að spila þarna úti, það sýndi sig í því aö
gömul lög breyttust, tóku á sig nýja
mynd.
Einar: Viðeigumaðdáendaklúbb.
Bragi: Sum commentin sem við feng-
um voru að fólkið haföi aldrei séð
svona áður.
Einar: Fólk vissi ekkert hvernig það
átti að taka okkur. En viö erum búnir
að fá reynslu sem er okkur alveg ómet-
anleg, annaö hvort gengur hún af
okkur dauðum eða við höldum áfram.
Bragi: Auðvitaö höldum við áfram.
Einar: Við erum á tímamótum.
Bragi: Af hverju?
Einar: Af hverju? Pældu í því, við
erum að gefa út aöra LP plötuna okkar
og við erum búnir að vera í sjónvarp-
inu og við erum viðurkennt flogaveiki-
band.
Bragi: Við erum mjög svekktir út í
sjónvarpið. Að vísu erum við glaðir
yfir því að hafa fengið þetta en sánd-
ið...Það hefði getað skemmt orðstír
okkar.
Einar: Hefði getað? Það er búið að
skemma orðstír okkar.
Friðrik: Pæliði í öllu fólkinu úti á landi
sem hefur aldrei heyrt í okkur svo
heyrir þaö í okkur í sjónvarpinu og
vá... fólkið kennir sándinu hljómsveit-
inni um en ekki sjónvarpinu.
Bragi: Ja.sjónvarpið...
Friðrik: Já, ég meina þaðkemur þann-
igútfyrirfólk.
Bragi: Platan sem við tókiun upp úti,
hún varð nú eiginlega til fyrir slysni.
Það hafði ekki komið til tals áður en
viö fórumút.
Hinir: Nei, nei.
Bragi: Okkur var bent á miðvikudag
sem var laus í stúdíóinu en við áttum
að verða að spila í Derby og það var þá
þegar við fengum þessa slæmu gagn-
rýni frá pakistana-fíflinu.
Friðrik: USS.
Einar: Það er ekkert USS. Pældíðí
maður sem heitir Ammrikt Raaaíog
svo setur hann út á nafniö Purrkur
Pillnikk.
Bragi: Já, og hann er að segja um Fall
„that white crapp spitting at you. Það
er málið það má ekkert gera á móti
þessum „bastörðum” þá er maður ras-
isti.
Purrkurinn á salerni í Lundúnum, heima er bezt AÐ. . .
. Rler
purrto
inunibli
S viðsframkoman ögrandi?
Einar: Já, eins og t.d. Googooplex, það
er ekki töff að gefa út plötu á 45 snún-
ingum og 12 tommum. Við ákváðum að
gefa út þessa plötu, það sýndi sig að
fólk nær því ekki að hafa átta til níu lög
á hliö af okkur. Það bara grípur ekki
plötuna. Þess vegna ákváöum við það
núna að hafa þrjú lög á hlið og í einu til-
felli fjögur í þeirri von að fólk mundi
grípa plötuna betur, taka þá kannski
eina hhð út í einu.
Bragi: Meðbetrihljómstyrk.
Einar: No time to think — Enginn tími
til að Huxa meðXiheitir platan og hún
er öll á ensku. Það er svolítið týpiskt
fyrir ástandið. Það er enginn tími til að
hugsa.
Bragi: Litla platan er það síöasta sem
við gerum af þessari sort, eigum við
ekki að segja það. Við verðum breyttir
eftir sumarið.
Einar: Kannski.
Bragi: Við erum mjög svekktir yfir því
hvað Fall voru misskildir hér á Is-
landi.
Einar: Þú ert svekktur, asninn þinn.
Bragi: Það varhneyksli.
Einar: Hneyksli alveg hvað Islending-
ar móðguðu Fall.
Bragi: Að vísu höfðu þeir ekki fengið
neina kynningu hérna.
Friðrik: Ég var bara búinn að hlusta á
eina plötu og hafði ekkert sérstakt álit
á þeim fyrr en ég sá þá.
Bragi: Við tókum alla konsertana upp
og ætlum að gefa það út.
Einar: Átta spólur í pakka.
Bragi: Collections og Concerts.
Einar: Við vorum með 4000 watta
kerfi, það er svolitið mikið og þegar við
vorum á sviði var'hljómurinn eins og
að spila á eigin plötu, þetta var eins og
að vera heima hjá sér enda vorum við
eiginlega heima hjá okkur. Ási — hann
á nú alveg sérstakt hrós skilið, gaf
okkur comment eftir hverja tónleika.
Bragi: En t.d. gömul lög eins og Tím-
inn af fyrstu plötunni okkar, það lag
öðlaðist nýtt líf.
Friðrik: Við fundum sjöundu víddina í
Tímanum.
Einar: Það sagði einhver við mig um
daginn. „Þið ættuð nú eiginlega að
eyða meiri peningum I auglýsingar.
Það sepi hann átti við var að við ættum
að hætta með þessa 45 snúnina af n.í. t.
Hvað er n.í.t. Maður gæti lesið þetta
líka nit. Ég held að fólk sé svolítið
hneykslað yfir því hvað við erum að
gera. Kannski, erum við að spila fyrir
daufum eyrum?
Bragi: Ég hitti einn gamlan skólafé-
laga um daginn og hann sagði, ég skil
ekki hvað þið eruö að fara, það er
annaðhvort að vera algjört grín eða
ekki.
Einar: En það var virkilega gaman að
spila úti.
Bragi: Enda espuðum við okkur sjálfa
upp fyrir tónleika.
Einar: Að verða reglulega grimmir.
Við vorum grimmir. Ég held að við
höfum komið böstörðunum á óvart.
-OVJ
Einar: Þá er maður rasisti og síðan
eru þeir í sjálfu sér líka rasistar.
Bragi: Þeir eru undir vemdarvæng og
geta gert hvað sem er. En annars var
þessi gagnrýni ekki um okkur heldur
um hljómsveitina sem spilaði með The
Fall á miðvikudeginum, New Amster-
dam heitir hún
Einar: Þeir gagnrýndu okkur en við
vorum ekki á tónleikunum.
Friðrik: Það er eina gagnrýnin sem
viö höfum fengið.
Bragi: Það var líka gott aö taka upp
þessa plötu því aö við höfum sjaldan
spilaðþessi lög.
Einar: Jú, Ovænt höfum við spilað
mikið.
Bragi: Ja, að vísu. Eitt lagið sömdum
við þremum tímum fyrir upptöku og
gerðum umslagið sama kvöld.
Einar: Fyrir? við sömdum það í upp-
töku.
Bragi: Þetta var svolitið erfitt þama í
stúdíóinu. Það kom upp smámissættir.
Einar: Samt held ég að þetta sé heil-
steyptasta platan sem við höfum gert.
Það er meiri brú í henni heldur en t.d.
Googooplex.
Bragi: Samræming?
Ljósmyndir Hafliði.