Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. Kvikmyndir________Kvikmyndir_______Kvikmyndir________Kvikmyndir Kvikmyndir RAGTIME Persónur Ragtime, taldar sólar- sinnis: Lögreglustjórinn (James Cagney), dansmærin Evelyn Nesbit (Eiizabeth McGovern), mamma (Mary Steenburgen), þeldökki rag- píanistinn Coalhouse Walker (Howard E. Rollins), arkitektinn( Stanford Wbite (Norman Mailer), geðsjúki moröinginn og milljóna- mæringurinn Harry K. Thaw (Robert Joy)„ yngri bróðir mömmu (Brad Dourif). — bandarí§kt þjéðlíf upp úr aldamðtum I skáldsögu er hægt að setja efnið fram eins og bita í púsluspili. Með lestri sínum fær lesandinn smán saman fram mynd og ef honum þykir eitthvað óskýrt eða finnst hann hafa misst þráðinn er alltaf hægt að fletta til baka. En það er ekki hægt að fletta til baka á hvíta tjaldinu. Áhorfandinn þarf að geta fylgt þræði frásagnarinnar þó hann þurfi auð- vitað ekki að vera alveg sléttur og snurðulaus. Skáldskap og raunveruleika blandað saman Milos Forman og handritshöfund- urinn urðu því að velja og hafna efni úr sögu Doctorows. Af þeim sökum er að líkindum skemmtilegra að lesa bókina eftir að hafa séð mynd- ina því annars er hætt við að áhorfandinn falli í þá gryfju að fara að mæla hvað vanti í hvert atriði myndarinnar af upphaflegri sögu Doctorows. Þessi viðvörun kemur auðvitaö alltof seint til margra aödá- enda Doctorows því Ragtime kom út á Islandi í prýðilegri þýðingu Jóhanns S. Hannessonar árið 1977. Og þegar öllu er á botninn hvolft er það líka viss skemmtan að bera k vik- mynd saman við bókina sem hún er samin eftir, því þannig fæst skilning- ur á því hvernig og hvers vegna leik- stjórinn valdi og hafnaði úr köflum bókarinnar. Eins og áður segir er í Ragtime blandað saman persónum úr raun- veruleikanum og persónum úr hugarheimi Doctorows. Meðal þeirra persóna sem Doctorow sækir i raun- verulega sögu áranna fyrir fyrra stríð eru anarkistinn frægi Emma Goldman (hún kemur einnig mjög við sögu í nýjustu mynd Warrens Beattys, Reds), fimleikamaðurinn og töfrabragðakóngurinn Harry Houdini, auöjöframir Henry Ford og J.P. Morgan og dansmærin Evelyn Nesbit. Ýmsir atburðir Ragtime eru líka sannleikanum samkvæmt, til dæmis er greint frá Ameríkuför Sigmunds gamla Freuds en aðrir atburðir Ragtime eru tæpast úr raunveru- leikanum þó persónurnar sem koma við sögu í þeim hafi eitt sinn dregið andann hér á jörð. Það er til að mynda hæpið að fundum gamla kapítalistans J.P. Morgans og bíla- framleiðandans nýríka, Henry Fords hafi nokkm sinni borið saman. Fund- ur Morgans og Fords er líka fyrst og fremst táknrænn, en atburðir sem lesandanum virðast eðlilegir þó sennilegir séu fá allt aðra þýðingu í kvikmynd einkum vegna þess hve kvikmyndin er í hugum áhorfenda natúralistísk og tengd raunvera- leikanum. Gamlar kempur í stórum hlutverkum I staö þess aö persónugera hin kapítalísku öfl með tveim mönnum eins og Doctorow kýs að gera fer Forman aðra leið. Fyrsti hluti myndarinnar iðar af margskonar fulltrúum kapítalismans, þarna er að finna stórskrítna milljónamær- inga, spillta lögfræðinga, miskunn- lausa lögreglustjóra, hræsnisfulla lækna og svo mætti lengi telja. Næst- um allir þessara manna em komnir að fótum fram og Forman hefur fengið ýmsa þekkta ellilífeyrisþega til að taka að sér hlutverk í mynd- inni. Meðal þeirra em James Cagney, Pat O’Brien og Norman Mailer (ef til vill er orðum aukið að Mailer sé kominn á ellistyrk, en það er ekki langt í land hjá honum!). Sagan sem færir þessa gömlu ríkisbubba saman fjallar um hlægi- lega en jafnframt banvæna afbrýði- semi milljónamæringsins Harry K. Thaw. Thaw er neyddur til að giftast óþekktri dansmey, Evelyn Nesbit. Evelyn hafði áöur haldiö við arki- tektinn Stanford White og af því að þetta löngu liðna samband fer í taugarnar á Thaw gerir hann sér lít- ið fyrir og skýtur White. Evelyn vitnar eiginmanninum í hag, skilur ánægð við hann og fær væna peninga- fúlgu að launum. En Evelyn er ekki lengi eigandi milljóna, hún skellir sér út í nýtt ástarævintýri, fjölskylda Thaws kemst að leynilegu bralli hennar og sviptir hana lífeyrinum. En ungi maðurinn sem skreiðuppí hjá Evelyn og hafði svo slæm áhrif á fjárhag hennar er úr fjölskyldunni sem í reynd er miðpunktur kvik- myndarinnar Ragtime. Þessi ungi maður leiðir áhorfandann gegnum öll lögsamfélagsins. Ameríska fjölskyldan Fjölskyldan sem hér um ræðir er engin önnur en ameríska fjölskyldan í hnotskurn. Heimilisfaðirinn stjóm- ar verksmiðju sem framleiðir flug- elda og litla fána til að nota á þjóö- hátíðardaginn og við áþekk tækif æri. Doctorow segir sögu f jölskyldunnar frá sjónarhóli drengs og kallar fjöl- skyldumeðlimina einfaldlega „pabba”, „mömmu", „yngri bróður mömmu” og„drenginn”. Hér er kjamafjölskyldan komin í allri sinni dýrð, rétt áður en hún byrjar að liðast í sundur. Þessa fjölskyldu sýn- ir Forman með undmn og dálítilli aðdáun en þó eins og þetta séu vemr frá öðrum hnöttum. Fjölskyldan finnur h'tið negrabam í garðinum og skömmu seinna finnst l móðirþess.Mammaákveðuraðtaka litla blökkubamið og móður þess að sér og þegar f aöirinn, ungur þeldökk- ur píanisti, Coalhouse Walker að nafni kemur í heimsókn eru allar aðalpersónumar komnar til skjalanna. Efnaður negri og írskir fátæklingar Walker er auðvitaö rag-pianisti. Hann er afkomandi þræla, en stoltur og honum gengur flest í haginn. Hann vill giftast bamsmóður sinni og allt virðist í stakasta lagi þegar atburöarásin tekur óvænta stefnu. Walker á nefnilega fínan Ford T- módel. Á leið til fundar við unnustuna ekur hann fram hjá slökkvistöö sem mönnuð er sjálf- boöaliöum, írskum lágtekjumönnum sem ekki þola að sjá negra aka um á glansandi bifreið. Grátt gaman þeirra vekur tilfinningar Walkers fyrir æru sinni og frelsi. Engan gmnar að gamansemi Iranna á slökkvistöðinni eigi eftir að hafa morð og hermdarverk í för með sér. Fjölskyldan dregst smám saman inn i atburðarásina og þegar Coalhouse Walker hefur sett yfir- völdunum lokakostina og hvorugur aðilinn vill láta undan, þá tekur pabbi að sér starf milligöngumanns. En þegar flokkur vopnaðra lögreglu- manna stendur andspænis blökku- manni með sprengiefni í höndunum eiga sáttasemjarar fárra kosta völ og allt erfiði pabba er unnið fyrir gýg- Vel valið í hlutverkin James Cagney fer með hlutverk hins harðsvíraða lögreglustjóra í Ragtime. Cagney hefur oft leikið kalda karla og hann er enn við sama heygarðshomið þegar hann íhugar að verða við kröfum Walkers og afhenda honum forsprakka Iranna. Þó Irinn sé fyrirlitlegasta persóna myndarinnar verður fæstum um sel þegar Cagney segir: „They tell me you’re a worthless piece of slime” og hyggst senda ræfilinn beint fyrir byssukjaftinn. Forman virðist hafa tekizt vel til við val leikara. Líkt og Doctorow blandar saman persónum úr ýmsum áttum hefur Forman valið leikara úr röðum stjarna jafnt sem þeirra lítt þekktu. Rithöfundurinn og kjaftask- urinn Norman Mailer leikur arki- tektinn Stanford White, algerlega óþekktur leikari, Robert Joy fer með hlutverk morðingjans Harry Thaw og leikarinn í hlutverki Coalhouse Walker, Howard E. Rollins er einnig ókunnur. Mary Steenburger sem hlaut óskarsverðlaun 1980 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Melvin og Howard leikur mömmu og Evelyn Nesbit er leikinn af Elizabeth McGovern, en hún varð þekkt fyrir leik sinn í Ordinary People. Bandarískir gagnrýnendur hæla flestir myndinni í hástert og segja hana lýsa vel anda tímabilsins sem hún fjallar um. Brezkir gagnrýnend- ur em heldur hógværari (að vanda). Tónabíó hefur fengið myndina til sýninga og þeirra verður líklega ekki langtaöbíða. -SKJ Milos Forman hefur nú gert kvik- mynd eftir sögu E.L. Doctorows, Ragtime, og segja má að við þetta verk hafi Forman ekki færzt lítið í fang. Ragtime er margslungin skáldsaga og gefur mikla yfirsýn yf- ir ástand þjóðfélagsmála í Bandaríkjunum upp úr aldamótun- um síðustu. Stíll Doctorows hefur verið orðaður við „new joumalism”. Honum þykir takast einkar vel að lýsa fmmbernsku f jöldaframleiðslu í iðnaði, uppgangi kapítalisma, upp- hafi vakningar meðai þeldökkra manna í Bandarikjunum og upphafi þess að bönd borgarlegu fjölskyld- unnar tóku að losna. Allar þessar breytingar komust á skrið á árabil- inu frá aldamótum fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Freisting kvikmyndagerðarmanna Doctorow hefur tekist fjarska- lega vel að spinna saman ólíka þætti skáldsögu sinnar. Hann blandar saman sögufrægum persónum og persónum sem urðu til í hans eigin hugskoti. Sama máli gegnir um at- burðina, þeir em ýmist fengnir úr sögunni eða uppdiktaðir. Skáldsaga Doctorows er oft á tíðum mjög mynd- ræn og hefur yfir sér dáhtinn blæ eftirsjár. Bókin býður upp á marga freistingu fyrir kvikmyndagerðar- mann. Auk þess að vera myndræn á mörgum stöðum er bókin fastbundin ákveðnu tímabili og umhverfi og í henni getur að líta fjölbreytt úrval persóna. Þessir eiginleikar bókar- innar gefa auðvitað ótal möguleika en um leið veröur afar erfitt að koma öllum þáttum hennar til skila í kvik- mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.