Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNl 1982. 29 Stef án Bergmann baf ði umsjón með námsstefnunni við Kennaraháskólann. Texti: Anna Kristine Magnúsdéttir DV-myndir: Friðþjófur Helgason og Gunnar V. Andrésson ábyrgöinni yfir á kennarann, sem aft- ur talar við skólastjórann. Skólastjóri snýr sér til foreldra og nemandinn er fyrir utan þennan þríhyrning. — En staðreyndin er sú aö kennarinn hefur séraðstöðu hvað varöar áfengis- og fikniefnamál. Enn sem komið er telja kennarar sig ekki í stakk búna til aö veita þá fræðslu sem með þarf. Ákvæði um þessa fræðslu er hvergi að finna í sjálfum grunnskólalögunum, en skól- ; um er eigi að síður gert að inna hana af hendi, samkvæmt ákvæðum í áfengis- lögum frá 1969. Einnig er tíl ítarleg reglugerð um bindindisfræðslu sem gefin var út árið 1956. Þó stendur þetta til bóta því nýlega mælti Sigurlaug Bjamadóttir fyrir frumvarpi til breyt- inga á grunnskólalögunum en þetta frumvarp flytur Sigurlaug ásamt fleiri þingmönnum. I máli hennar og greinargerð segir m.a.: „Mun ekki of- mælt að hver einasta fjölskylda í land- inu sé nú í meiri eða minni mæli tengd eða ofurseld erfiðleikum og hörmung- um vegna neyzlu áfengis og annarra vímuefna. Fyrirbyggjandi starf getur farið fram eftir ýmsum leiðum. Upp- lýsingar og fræðsla eru ein leiöin. Sú leið er bæði vandrötuð og viðkvæm, getur gert illt verra ef ekki er rétt á haldið.” Áfengisvamarráð hefur gefið þeim skólum, sem eftir því óska, handbækur sem f jalla ítarlega um áfengi og önnur fíkniefni. Handbækur þessar veita mjög fróðlegar upplýsingar og gerir kennurum kleift að auka þekkingu sína á þessu vandamáli en auk þess eru þær mjög handhægar fyrir hópvinnu nem- enda. Þá hjálpa þær kennumnum til að taka afstööu til þessara mála sjálfum og flétta staðreyndir inn í nám á sem eðlilegastan hátt. „Árangur tilraunakennslu" Enn sem komið er hefur aðeins einn skóli haft tilraunakennslu um þessi mál í vetur en það er Hvassaleitisskóli. Þar unnu nemendur sjöunda bekkjar eftir handbókinni frá Áfengisvarnar- ráði, og skipulagði Stefán Jóhannsson fræðsluna. Umsjón höfðu kennararnir Ingibjörg Einarsdóttir og Hilmar Baldursson og ræddiDV viö Ingibjörgu umárangurinn: „Það vom 55 nemendur, 13 ára gamlir, sem unnu þetta verkefni. Þeim var skipt niður í 5 hópa og fékk hver hópur sitt ákveðna verkefni. Að þessu var unnið í samfélagsfræðitímum og ég reikna meö að um 20 kennslustundir ihafi farið í þetta. Nemendumir lásu sér til um þessi mál og kynntu sér einnig sjálf hvemig þau eru í reynd úti í þjóð- félaginu. Hópur 1 kynnti sér þáttinn „Hvað er áfengi”, áhrif þess á neyt- endur o.fl. og fengu hingað í heimsókn óvirkan alkóhólista sem sagði þeim frá reynslu sinni. Einnig fjölluðu þau um áhrif áfengis og annarra vímuefna á líffæri og sjúkdóma af völdum þess og fengu fyrirlestur hjá Jóhannesi Berg- sveinssyni yfirlækni. Hópur tvö tók fyrir þáttinn „Unglingar og vímuefn- in” og heimsóttu þau Utideildina og ræddu þar við Einar Gylfa Jónsson sál- fræðing og starfsmenn Utideildar. Þriðji hópurinn heimsótti Áfengis- varnardeild Heilsuvemdarstöðvarinn- ar og kynnti sér áfengi sem f jölskyldu- sjúkdóm, áhrif þess á þá sem búa með alkóhólista og einnig kynntu þau sér sjálf gang mála, m.a. meö því að taka fólk tali á götu. Fjórði hópurinn tók fyrir „Konur og áfengi”, þ.e. það, sem aöskilur drykkju kvenna frá drykkju karla og fengu þau fyrirlestur hjá Atla Dagbjartssyni, lækni á Fæðingardeild- inni, um áhrif alkóhóls á fóstur o.fl. og Bima Gunnarsdóttir, ráögjafi hjá SÁÁ, flutti fyrirlestur um áhrif alkó- hóls og annarra vímuefna á konur og einnig um meðferð alkóhólista. Siöasti hópurinn tók fyrir „Slys af völdum áfengis” og fékk að heimsækja slysa- varðstofuna þar sem Leifur Jónsson læknir hélt fyrirlestur. Það kom fram hjá krökkunum að þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því fyrr, hversu mörg slys verða af völdum neyzlu áfengis og annarra fíkniefna. Nemendumir unnu aö ritgerðum í hópvinnu í tímum og fluttu síðan efni sitt og buðu hingaö gestum. Einnig hafa þeir flutt ritgerðir sínar fyrir börn hér í sjötta bekk. Þetta var mjög vel unnið hjá þeim og þeir bjuggu til plaköt og settu fyrirsagnir úr blööum á glæmr í samræmi við efni sitt.” ,,Hér í skólanum hafa verið miklar umræður í vetur um fíkniefni og eftir þetta fræðslustarf hafa komið upp um- ræður um áfengismál. Eg held að 12 ára börn hafi varla nægilegan þroska til að vinna svona efni, og 13 ára aldur- inn er líklega heppilegastur. Það er samt erfitt að fullyrða hvaða áhrif þetta hefur á krakkana en samt held ég að þeir vari sig frekar á áfengi og öðr- um vímuefnum, eftir þetta starf. Þama voru þeir með staðreyndir í höndunum og gerðu sér ljósar þær hættur, sem þessu fylgja.” „Syndað gráta oghlæja" Samkvæmt þessari tilraunakennslu í Hvassaleitisskóla er því ljóst að það er hægt að tengja áfengisfræöslu inn í ýmsar námsgreinar, eins og til dæmis samfélagsfræði. Kennarar telja marg- ir hverjir að þeir hafi ekki tíma til að sinna þessari fræðslu þar sem þeim sé skammtaður naumur tími til að kenna sína námsgrein, og þar af leiðandi geti þeir ekki heldur tekið að sér nemanda, sem ber merki vansældar. Þeir töldu æskilegt að innan skólans starfaði sér- menntaður kennari, sem hægt væri aö leita til, en slíkt er algengt til dæmis í Bandaríkjunum. I Minnesota starfar einn ráðunautur (guidance counselor) á hverja 100 nemendur og þangað geta nemendur leitaö, ef eitthvað bjátar á, og einnig geta foreldrar haft samráð við leiðbeinandi kennara eða ráðunaut ef þeir telja eitthvað að hjá bami sínu. I máli Stefáns Jóhannssonar kom fram, að kennarinn verður oft á tíðum fyrirmynd nemandans. Hann þarf því að glíma viö sín eigin viðhorf, og hafa frumkvæði og fylgja málinu eftir. Stefán benti einnig á það, aö amma og afi, sem einu sinni voru okkar beztu kennarar, og höfðu tíma til að hlusta og tala við okkur, eru nú horfin út úr fjölskyldumyndinni. Mamma og pabbi eru yfirleitt bæði úti að vinna og í mörgum tilfellum eru heimilin lokuð fyrir börnunum. „Æskilegt væri að aukin yrðifræðsla og kennsla í að tjá tilfinningar sínar, fremur en hugsanir”, sagði Stefán. „Margir halda að það sé synd að gráta eða hlæja, og lögbundin kennsla í dansi og fleiri tjáningarformum gæti orðið mjög þýðingarmikil.” Er ekki kominn tími til að gera skipulagt átak í aö auka samband heimilis og skóla? Er ekki kominn tími til að við hættum að loka augunum fyr- ir þeim bömum sem við sjáum greini- lega að er illa sinnt? Er ekki kominn tími til að auka ábyrga fræðslu um áfengi og önnur vímuefni, svo börnin geri sér grein fyrir þeim hættum sem þvífylgja? „Byrgjum brunninn strax" Með fyrirbyggjandi starfi og fræöslu getum viö komið miklu til leiðar. Með því aö hugsa um nemendur í bekkjum sem einstaklinga, en ekki sem einn hóp, getum viö foröað bömum frá að leita á náðir áfengis og annarra vímu- efna, þegar þau verða eldri. Með því að vera vakandi fyrir því, sem er að ger- ast í nútíma þjóðfélagi, getum við stuðlað að því að bamið, sem enginn mátti vera að því að sinna, endi ekki í óhamingju. -AKM. „Þegar þú drekkur fyrir tvo, getur aðeins annar sagt NEI,” stendur á þessu plakati, sem er unnið af hópnum sem kynnti sér „Konur og áfengi”. (DV-mynd GVA). INNLENT FERÐABLAÐ fylgir DV19. júní AUGLÝSENDUR vinsamlega látið vita fyrir 10. júni efþið óskið eftir að auglýsa vörur ykkar eðaþjónustu. BIAÐIÐ& auglýsingadeild. iilÍSÍÍft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.