Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. 21 Ðyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Iþróttir bæði dag og nótt um næstu helgi! ins. Verða þar sjálfsagt mörg bögg slegin en varla verða menn þó eins léttklæddir þar og kylfingarnir á þessari mynd, sem tekin er á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Þaö verður ýmislegt á boöstólum í íþróttunum um þessa helgi. Knatt- spyrnan skipar þar stóran sess eins og venjulega og margir athyglis- verðir leikir. Balliö byrjar í kvöld meö leik KR og Fram í 1. deildinni á Laugardals- vellinum. Þá veröur kvennaknatt- spyrnan á dagskrá í kvöld — þrír leikir, þar af leikur á milli efstu lið- anna Breiöabliks og KR á Kópavogs- vellikl. 20.00. A laugardaginn veröa tveir leikir í 1. deildinni. IBI og KA leika á Isafirði og Keflavík-Akranes í Keflavík. Þá veröur og heil umferð — eða 5 leikir, í 2. deildinni — heil umferð, eöa 6 leikir, í 3. deild og einir 14 leikir í 4. deíldinni. A sunnudaginn verður einn stór- leikur á dagskrá. Er það viðureign Víkings og Breiðabliks í 1. deildinni á Laugardalsvellinum kl. 20.00. Má bú- ast við bráðskemmtilegum leik þar. Jónsmessugleði í golfinu Eitt opið golfmót verður um helg- ina. Það er Pierre Roberts-mótið hjá Golfklúbbi Ness á Seltjarnamesi. Leikur meistaraflokkur karla þar á laugardaginn 36 holur og mæta trú- lega allir beztu kylfingamir. Þama gefst þeim gott tækifæri til að krækja sér í falleg verölaun og æfa sig að auki fyrir Walker-Cup, sem verður þar um aðra helgi en það er eitt af 5 stigamótum GSI. I nær öllum golfklúbbum verður svo leikið á laugardagskvöld og jafn- vel langt fram á sunnudagsmorgun. Þá halda nefnilega kylfingar sína ár- legu Jónsmessuhátíð, og þá er skylda hjá þeim að leika golf fram yfirmiðnættia.m.k. Fyrsta opna tennismótið Þeir sem hafa áhuga á að kynnast tennisíþróttinni fá gulliö tækifæri til þess á Vallargerðisvelli í Kópavogi á laugardaginn og sunnudaginn. Þá fer þar fram fyrsta opna tennismótið sem hér er haldið. Nefnist það NIKE OPEN og er á vegum tennisdeildar IK og Austurbakka hf. Keppt verður bæði í karia- og kvennaflokki svo og í unglingaflokki. Verður leikið á tveim völlum sem báðir eru við Vallargerði. The London Sinfonietta: Flytja verk gamalla og nýrra meistara The London Sinf onietta á æf ingu. Stefna The London Sinfonietta hef- ur ævinlega verið að flytja samtíma- tónlist og hijómsveitin hefur haft ná- ið samstarf við mörg fremstu tón- skáld heimsins. Hljómsveitin hefur frumflutt yfir 100 verk og hafa mörg þeirra verið samin sérstaklega fyrir hana. I samræmi við hefð sína mun The London Sinfonietta frumflytja verk Jonathans Lloyds, „Little Sweet”, nú á Listahátíð í Reykja- vík. Á efnisskrá the London Sinfonietta í Gamla bíói í dag verður auk „Little Sweet” fimmti Brandenburgar- konsert Bachs, Þrjú verk fyrir strengjakvartett eftir Stravinsky, Tíu verk fyrir blásturskvintett eftir Ligeti og Sinfónia ópus 1 eftir Britt- en. Eins og sjá má á efnisskránni leit- ar hljómsveitin víðar fanga en í verkum tónskálda tuttugustu aldar. The London Sinfonietta hefur kom- ið fram á mörgum tónlistarhátíðum og í útvarpi og sjónvarpi víða um heim. Tónleikar hljómsveitarinnar í Gamla bíói munu hefjast klukkan 20.30. A laugardag mun hljómsveitin svo halda tónleika í Skemmunni á Akureyri og hefjast þeir tónleikar klukkan 17.00. -SKJ. júní kl. 17.00 og síðan föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 22.00 og sunnudaginn 20. júní kl. 15.00. IMorræna húsið við Hring- braut Höggmyndasýning. John Rud sýnir högg- myndir í anddyri og utanhúss. Fyrirlestrar og vinnuaðferðir verða á föstudag kl. 17 og sunnudagkl. 17. Ljósmyndasýning. í kjallara hússins sýnir Ken Reynolds ljósmyndir og er sýningin opin daglega frá kl. 14—19. Myndlistarsýning í Gallerí Austurstræti 8 Sýning þessi er í tveimur sýningarkössum utan á húseigninni Austursræti 8. Sýningin er ekki á vegum Listahátíðar, heldur sett upp í tilefni hennar, svona til að auka á f jölbreytnina i listalífi borgarinnar. Ætlunin er að sýna þar verk eftir 13 myndlistarmenn og skipta um verk annan hvern dag, svo lengi sem listahátíð stendur yfir. Þannig ætti það alltaf að vera forvitnilegt að ganga framhjá og glugga í kassana. Þeir listamen sem sýna eru: Ami Ingólfs- son, Ámi Páll Jóhannesson, Asta Ríkharðs- dóttir, Dalli, Eggert Pétursson, Elín Magnúsdóttir, Harpa Bjömsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristbergur Pétursson, Kristinn Harðarson, Magnús Kjartansson, Pétur Stefánsson, Tumi Magnússon. Amtbókasafnið á Akureyri — Glerlistarsýning Leifur Breiðfjörð sýnir steinda glugga. Þetta er þriðja einkasýning Leifs. Sýningin er haldin i boði Amtsbókasafnsins í tilefni upp- setningar á steindum glugga Hússtjórnar- skóla Akureyrar. Sýningin er opin daglega frá kl. 13—19 og um helgar 16—19. Sýningunni lýkur 25. júní. Bókhlaðan Akranesi — Myndlistasýning Um þessar mundir sýnir Hreinn Elíasson í Bókhlöðunni. A sýningunni em 80 myndir unnar á tveimur síðustu árum. Þetta er 12. einkasýning Hreins auk samsýninga. Sýningunni lýkur 20. þ.m. Gallerí Lækjargata Þar var verið að opna mjög sérkennilega myndlistarsýningu á verkum Bjöms Skapta- sonar. Gallerí Lækjargata er sölu- og dreifingaraðili fyrir nýtt byggmgar- happdrætti SATT en það er mjög óvenjulegt happdrætti að því leyti að happdrættismiðinn er límmerki sem líma má í barminn. Þar eru glæsilegir vinningar í boði, bílar og hljóm- flutningstæki. Skemmistaðir HOLLYWOOD: Diskótekið verður á suðu- punkti öll kvöldin en á sunnudag verður þar plötukynning og tízkusýningasamtökin Model 79 munu sýna Hollywoodgestum nýjasta tízkuklæðnaðinn. BROADWAY mun sjá gestum sinum fyrir stanzlausu fjöri á föstudags- og sunnudags- kvöld. Hollenzki sönghópurinn Stars on 45 mun troða upp á sviði Broadway en þau hafa átt miklum vinsældum að fagna meöal Islendinga. Einnig mun hljómsveitin Troggs leika fyrir dansi. A laugardagskvöldið verður svo lokað vegna einkasamkvæmis. KLÚBBURINN: Föstudags- og laugardags- kvöldin eru fjörug í Klúbbnum. Hljómsveitin Landshornarokkarar mun sjá fyrir því þessa helgi sem og hið sívinsæla diskótek sem dunar bæði kvöldin. OÐAL: Fanney og Dóri verða i diskótekinu. LÍKT EFTIR NÁTTÚRUNNI sýningunni gefur að lita hvernig menn hafa hermt eftir náttúrunni og er „tjaldið” yfir ólympíuleikvangin- um í Miinchen meðal annars kynnt á sýningunni. „Náttúruform” er hingaö komin frá Þýzkalandi og er hún byggö á niðurstöðum þverfaglegra rann- sókna í þýskum háskólum. Nú fer hver að verða síðastur að sjá náttúruformin, en fram til lokadags verður sýningin opin frá 14—22 dag- lega. „Náttúruformum”, sýningu Arki- tektafélags Islands, lýkur 20. júní. Sýningin fjallar um form úr náttúr- unni sem menn hafa reynt að hag- nýta í byggingarlist. Sem dæmi um slik form taka arkitektar egg, kóngu- lóarvefi, kristalla og sápukúlur. A Dæmi um það hvernig menn reyna að lfkja eftlr sjálfri náttúrunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.