Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Side 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. OG ÞAB VAR ÞVEGIÐ... „Til laugaferöa eru flestar stúlkur hér mjög viljugar, jafnvel þær, sem að öðru leyti eru ekki sem stima- mýkstar heima fyrir. Á meðan á þess- um laugaferðum stendur eru þær sínir eigin herrar, hafa oft ríflega með sér af mat og kaffi og mun ekki ósjaldan haldið nokkurs konar sam- sæti þar innfrá og lífið þá tekið létt.” Þetta er ekki lýsing á sundlauga- ferð á níunda áratugnum, heldur þvottalaugaferð um aldamótin síð- ustu. Það var í þá tíð, að þvottavélar voru óþekkt fyrirbæri, enda renn- andi vatn innanhúss næsta fágætt. Þess vegna þurfti fólk að bregða sér bæjarleið ef það þurfti aö þvo af sér leppana. Og ekki nóg meö þaö heldur var ekki um annað að ræða en þvo undir berum himni, hvemig sem viðraði. Þvottalaugamar í Reykjavík vora þær kallaðar. Þær voru staösettar hjá Laugamesi. Þar hittust konurn- ar því á þessum áram var þvottur kvenmannsverk fyrst og síðast. Þar var spjallaö um alla heima og geima eins og nærri má geta. Þvottalaug- arnar voru eins konar fréttamiðstöð þessa tíma enda dagblöð og aðrir miðlar óþekktir. Megniö af heimilisþvotti Reykvík- inga var þvegiö í Laugunum fram undir 1909, að Vatnsveita bæjarins tók til starfa. Þá lagðist niöur að miklu leyti aö senda þvottinn í Laug- arnar en f jöldi fólks hélt þó áfram að nota þær. Slíkar ferðir munu ekki hafa lagzt að öllu leyti niöur fyrr en eftir 1930. Þvottalaugarnar standa enn uppi og virðast lítið hafa látiö á sjá nema að þar rennur ekki vatn lengur og 1 þar er ekki pískrað og skrafað leng- ur. Þær standa sem þögult vitni um liðna tíð. Lítum aöeins á sögu þeirra. Upphaf sögu Þvottalauganna Þorkell .'n'grunsson Vídalín hét maður, seni uppi var á 17. öld, Hrút- firðingur að ætt og upprana. Hann lagði stund á náttúrafræði meöal annars og eftir hann liggja nokkur bréf um náitúra Islands. Eitt þeirra er um Laugarnarhjá LaugamesL Þar er lýst landslaginu í kring og sagt hvemig Laugarnar megi nýta. Þetta mun vera upphaf aö sögu Þvottalauganna, sem áttu eftir að verða þýðingarmikill þáttur í lífi Reykvíkinga. Þaö næsta sem gerðist var, að árið 1839 ákvað danska stjórnin að senda tvo unga vísindamenn til Islands. Mældu þeir hitann í Laugunum og reyndist hann í heitustu holunni rúm- ar 88 gráður á Celcíus. Um þetta leyti þótti sýnt að hér var um mjög merka og nýtilega uppgötvun að ræöa. Konurnar í bænum höfðu lengi kvartað yfir því aö engin þvottaað- staða væri fyrir hendi. Og hér þótti lausnin fundin. Snaraði Ulstrup, sem þá var bæjarstjóri í Reykjavík, upp skýli yfir þvottakonurnar viö Laug- arnar. Var skýlið fjármagnað með samskotum meðal bæjarbúa. Þetta var þó skammgóöur vermir því nokkram árum síðar fauk skýli þetta í ofvirði og ekkert gerðist fyrr en 1878 að konur í Thorvaldsensfélaginu gengust fyrir því að skýli var reist á ný. ".. .kengboginn með Laugapokann á bakinu_____" Allur Laugaþvottur var borinn á bakinu í Laugarnar, ásamt þvotta- bala, fötu, klappi, sápu, sóda, kaffi- könnu, bolla og matarbita. Þvotta- bretti komust ekki í notkun fyrr en skömmu fyrir 1880. Oftast fór kven- fólkið einsamalt í Laugamar og al- gengt var að sjá konur víösvegar um bæinn kengbognar, rogast með Laugapokann á bakinu. Einstaka sinnum fóra þó karlmenn með og bára þá byrðina. Sæfinnur með sextán skó bar oft þvott í Laugar fyr- ir fólk og fékk 25 tU 30 aura fyrir vik- ið. I þann tíö var enginn lagöur vegur inn í Laugar. I Laugaferöum var gengið inn með sjónum, þræddir götu- troöningar uppi á bakkanum, fyrir ofan fjörana, og má nærri geta að óþægilegt var að gaufast þessa leið í myrkri eins og þó var gert mikinn tíma árs. Þegar komið var inn fyrir Fúlutjarnarlæk, var snúið. upp frá sjónum og haldiö beint upp í Laug- amar, yfir svonefnda Kirkjumýri sem var blaut og keldótt. Þetta var því erfiö ferð að fara og ógreiðfær. Þvotturinn gat sigið í. I þá daga var ekki þvegið daglega og því töluverð- ur bunki sem lá fyrir þegar lagt var upp. Þaö var því þungur baggi að Þvottalaugamar um aldamót. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.