Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. '40 Hún er án efa frægust Hollywood- kvenna þessa stundina. Allir þeir draumar, sem hana dreymdi í æsku, hafa rætzt: Frægö og frami, og meira en nóg aö bíta og brenna. Þetta er eng- in önnur en hin fræga leik- og söngkona frá Brooklyn, Barbra Streisand. Hún stendur nú á fertugu, og ekki af baki dottin súgamla. Tryggðar vinsældir I Hollywood er aldrei hikaö við aö færa upp söngleik meö Barbra. Þótt gagnrýnendur rakki uppfærsluna niö- ur í svaðiö, hefur þaö ekkert aö segja. I staöinn er bara hljómplatan meö lög- unum seld í milljóna upplagi. Einn af toppmönnum innan skemmtana- iönaöarins í HoUywood segir: „Allt og sumt, sem þarf aögera til að þéna stór- fúlgur, er að láta hana syngja og taka af henni nokkrar myndir.” Maður skyldi ætla, aö nú nyti hún bara lífsins, í glaumi og gleði. En ööru nær, hún vinnur jafn mikiö nú þegar hún stendur á fertugu og þegar hún var 25 ára. Kannski enn betur, því aö ekki er laust við aö henni þyki tíminn vera aðhlaupa frásér. Sumum konum er um og ó að veröa fertugar. En Barbra er tvíefld, hún haföi aldrei búizt viö aö ná þó þessum aldri! Sem barn var hún þess fullviss, að hún myndi fara mjög ung á vit feöra sinna. Faöir hennar dó, þegar hann var 37 ára gamall og hún sjálf var sannfærð um aö hún yröi ekki eldri en þaö. Þótt Barbra sé einn frægasti skemmtikraftur í heiminum í dag er hún ekki ánægö. Nú gerir hún allt, sem í hennar valdistendurtilaöhúnkomist á spjöld sögunnar sem viöurkenndur listamaöur. ,,Hún þráir aö veröa ódauðleg sem listamaöur,” er haft eft- ir einum vina hennar. Barbra hefur alla tíð veriö gagnrýn- in á sjálfa sig. Hún hefur liðið fyrir þaö að hafa aldrei tekið stúdentspróf og þess vegna er hún alltaf á varðbergi gagnvart „inntellígensíunni”, sem hún kallar svo og umgengst töluvert. Rithöfundurinn, John Gregory Dunne, sem ásamt eiginkonu sinni skrifaöi handritiö að „A star is bom” segir frá því, þegar hann bauö Barbra eitt sinn til k völd veröar: „Hún sneri sér skyndilega aö mér og spurði: Heyröu, John, hvaö finnst þér ummig?” Eg varö hálfhvumsa við. Hélt kannski, aö mér hefði misheyrzt, en hún endurtók spuminguna: Hvaö finnstþérummig? Eg hló og sló á léttari strengi. Sagði aö í mínum sextán ára búskap hefði konan mín ekki einu sinni spurt þessar- arspumingar. Hún horföi bara á mig og þá fyrst skildist mér, aö þetta haföi ekki verið neitt grín hjá henni.” Ný hlið á Streisand Nú hefur Barbra tekizt á viö verk- efni, sem er svo f jarri fyrri verkefnum hennar og um leiö liöur í aö ná því tak- marki aö veröa ódauðleg. Hún hefur ákveðiö aö taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Yentl, sem er byggö á sögu Nóbelsverölaunahafans Isaac Bashevis Singer. Sagan segir frá pólskri gyðinga- stúlku á síðustu öld, sem hefur ákveöiö aö læra til prests til aö kynnast Kóran- inum. En ljón er í veginum. Hún er stúlka og því óhugsandi aö hún geti setzt á skólabekk meö tilvonandi prest- um. Stúlkan gripur þá til þess ráös aö dulbúast sem karlmaöur. Þaö leiðir síöan til þess aö hún giftist annarri stúlku! FÍókið? En sem sagt Barbra ætlar aö leika þessa stúlku. Furstamir í kvikmyndaiðnaðinum eru ekki eins hrifnir af þessu verkefni Barbra. Þeir segja söguþráðinn engan veginn höföa til f ólksins og því dæmt til aö mistakast. Þaö verða dýr mistök, því að áætlað verö myndarinnar er um 20 milljónir dollara. Barbra situr þó fast við sinn keip. Reyndar em fjórtán ár síðan hún ákvaö aö hrinda þessu í framkvæmd og þar til hún loksins f ékk United Artists til aö gera kvikmyndina. Og hún er þegar farin til Tékkóslóvakíu til aö undirbúa myndatökur, en þar verður hluti myndarinnar tekinn. En hvers vegna er Yentl svona mikil- væg í hennar augum? Vinir hennar segja að lífhræöslan hafi sitt aö segja. Hún sé svo hrædd um aö henni takist ekki aö ljúka ætlunar- verki sínu í þessu lífi. Ekki hafa morð- hótanir, sem ýmsir stjómmálamenn og kollegar hennar hafa fengiö, orðið til aö draga úr þessum ótta. Kunningi hennar einn, sem var með henni dag- inn sem John Lennon var myrtur, sagöi: „Eg hef aldrei séö hana svona miður sín. Þaö var eins og hún ætti von áþví að veröa næst.” Lrfhræðslan En þessi ótti viö aö deyja var löngu tilkominn fyrir dauöa Lennons. Þegar hún fer út á lífiö fer hún meö vinum og iífvöröum, sem halda vörö um hana. ööruvísi finnst henni sér ekki óhætt. Barbra eyðir meiru af sínum tíma innan rammgeröra veggjá heimila sinna, en hún á hvorki meira né minna en þrjú einbýlishús og þau ekki af minni gerðinni! Hvar sem hún dvelur hverju sinni hefur hún ætíö vopnaðan vörð um húsiö. Fleira hrjáir þó stórstirniö. Hún hugsar mikiö um heiisu sína og á i stöð- ugu stríði við aukakílóin. Þegar hún fer á veitingahús strekkir hún gjaman band yfir miðjan diskinn og borðar aö- eins þaö, sem er öörum megin við bandið! Og þeir sem matreiöa ofan í hana þurfa sýknt og heilagt að hlusta á fyrirlestra um heilsu og heilsufæði. Þegar kílóin fara aö hlaöast utan á stjömuna, fer hún í megran. þóaöeins þegar hún er ekki að leika eöa syngja. Þrátt fyrir stöðugan ótta er hún í dag í mun meira jafnvægi en á yngri ár- um sínum. Hjúskapur hennar og Jon Peters entist lengur en menn áttu von á. En nú, eftir skilnaðinn, hefur þó samband þeirra aldrei veriö betra. Barbra er mjög viljasterk og ákveðin, í byrjun hjúskaparins lét hún þó Jon ráða öllu. „Ég naut þess að láta Jon „Ég hef náð langt og ég skal ná enn lengra.’ Kvlkmyndin „Funny Lady” þóttl fjööur I hatt Barbra. Hér er hún í móttöku bjá Elísabetu Bretadrottningu ásamt James Caar og nafna hans Stewart. Barbra með eiglnmannlnum f yrrverandl, Jon Peters.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.