Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR 30. JPLÍ1982.
■ 7
Tvær DC-8 þotur Flugleiða I6ru margar ferðír með riffla og skotfæri fyrir Saudi- Boeing 747 þota Cargolux. Slík þota flutti eldsneytisgeyma fyrir orustuþotur f rá tsrael til Argentínu í miðri Falklands-
Arabíu. eyjastyrjöldlnni.
Einar Ólafsson, f orstjóri Cargolux.
iRStKfUf’
manm.
Þota Arnarflugs. Ólöglegir vopnaflutningar til Líbýu.
Gaddafi Libýuleiðtogi. Flugleiðir, Amarflug, Cargolux og Eimsklp hafa iðl haft
vlðsklpti við Libýu siðastUðlð ár.
Laxfoss. Flutti vaming merktan Líbýuher í f yrrasumar.
Allir í súpunni
Þegar hér var komið var ekki laust
við að farið væri að fara um marga Is-
lendinga. öll helztu samgöngufyrir-
tæki landsins á millilandaleiðum höfðu
nú veriö bendluö við vopnaflutninga;
Flugleiðir, Eimskip og Arnarflug. Auk
þess sat Cargolux í súpunni.
Flutningar Flugleiðaþotnanna voru
opinberlega skjalfestir þar sem sótt
hafði verið um leyfi fyrir þeim. Arnar-
flug hafði hins vegar ekki sótt um neitt
leyf i til hergagnaflugs.
I kringum 20. október í fyrra bárust
Flugráði ábendingar um að kanna
þyrfti vissa flutninga félagsins. Fól
Flugráö Loftferðaeftirlitinu að rann-
saka málið.
Fyrstu niðurstöður þeirrar rann-
sóknar bámst Flugráði 3. desember
síðastliðinn. 17 desember var máliö
svo afgreitt frá ráðinu.
Niöurstöður rannsóknar Loftferða-
eftirlitsins voru þær að Amarflug hefði
farið sex ferðir með vopn frá Frakk-
landi til Líbýu. Farmurinn: Eldflaug-
ar, sprengjur, rifflar og æfingavopn.
Voru ferðirnar famar á tímabilinu frá
j úní til október ífyrra.
Þar með var upplýst um lögbrot
Arnarflugs. Var félaginu veitt áminn-
ing.
Ekkert hefur hins vegar komið fram
sem sannar að Laxfoss hafi flutt vopn í
fyrrasumar. Ekki er heldur vitað til
þess að stjórnvöld hafi kannað það
mál.
öll þessi vopnaflutningamál bárast
inn í sali Alþingis síðastliðinn vetur.
Árni Gunnarsson hóf umræðuna.
Cargolux f lækt í
Falklandseyjastríöiö
Heitasta vopnaflutningamálið
verður að teljast það sem Cargolux
flæktist í meöan á Falklandseyja-
styrjöld Breta og Argentínumanna
stóðívor.
Að þessu sinni vora íslenzk dagblöð
ekki fyrst með fréttina heldur brezka
blaðið News of the World. Það birti
frétt um máliö 23. maí síðastliðinn. I
henni sagði aö DC-8 þota Cargolux
heföi þann 7. maí flutt hergögn,
hugsanlega Exocet-eldflaugar, frá
Suður-Afríkutil Argentínu.
Frétt þessi vakti mikla athygli í
Lúxemborg og á Islandi. Því hefur
einnig verið haldiö fram að brezku
leyniþjónustunni hafi fundizt þessar
fregnir verðar nánari könnunar og
jafnvel aðgeröa.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
aflaði sér skömmu eftir að frétt brezka
blaðsins birtist, virtist sem frásögn
brezka blaðsins hefði verið að nokkru
leyti ónákvæm og í æsifréttastíl. Sam-
kvæmt upplýsingum DV var ekki um
að ræða Cargolux heldur dótturfyrir-
tæki þess, Air Uraguay. Cargolux átti
49% íAir Uruguay.
Einar Olafsson, forstjóri Cargolux,
sagði í viðtali við DV um þetta að rétt
væri að Air Uraguay hefði flogið frá
Montevideo í Uruguay til Suður-Afríku
og baka til Argentínu.
Hvort sem það var tengt fréttum um
vopnaflug til Argentínu eöa ekki þá
vildi svo til að rekstri Air Uruguay var
hætt aðeins einni viku eftir aö brezka
blaðið birti frétt sína.
Einn Islendingur mun hafa unnið hjá
Air Uraguay. Starfaði sá sem flug-
virki.
Eldsneytisgeymar
fyrir orrustuþotur
Argentínumanna
3. júní síöastliðinn skýrði DV frá því
að Boeing 747 þota Cargolux hefði hálf-
um mánuði áður flogið frá Israel til
Perú, meö viðkomu í Evrópu. I farmin-
um hefðu verið aukaeldsneytisgeymar
fyrir orrustuþotur Argentínumanna,
svokallaðir „drop-tanks”. Þeim sleppa
orrustuþotur á flugi að notkun lokinni
og skipta yfir á aöaleldsneytisgeyma
sína. Hefði þessi flutningur farið í
gegnum milliliði í Perú.
Frétt þessa staðfesti Sigurður Helga-
son, forstjóri Flugleiöa og stjórnar-
maður Cargolux, mánuði síðar. Sig-
urður sagði þá í viðtali við Þjóðvilj-
ann:
„Það er staðreynd að Cargolux flutti
hluti fyrir Argentínumenn sem flokka
má undir hergögn. Þessir flutningar
vora frá ísrael til Perú, að ég held, og í
farmskrám var ekki getið um hvað
þarna var raunveralega á ferð. Við
vissum því ekkert um þessi hergögn,
sem munu hafa verið bensíngeymar
fyrir herþotur í langflugi, fyrr en að
þessu var fundið af brezkum yfirvöld-
um.”
I orðum Sigurðar kemur einnig fram
að brezk yfirvöld vora farin að hafa af-
skipti af Cargolux. Þá haföi ríkisstjóm
Lúxemborgar krafið Cargolux skýr-
inga vegna gransemda um vopnaflutn-
inga fyrir Argentínumenn.
Sem kunnugt er samþykkti Efna-
hagsbandalagið viðskiptabann á
Argentínu meðan á Falklandseyja-
styrjöldinni stóð. Grófara brot á slíku
banni en hergagnaflutninga er varla
hægt að hugsa sér. Cargolux var því
komið í verulega klípu. Lúxemborg til-
heyrir Efnahagsbandalaginu.
Það hefur gengiö fjöllunum hærra að
Cargolux hafi skaðazt vegna vopna-
flutningaorðsins sem fer af félaginu.
Forstjóri f élagsins hefur viöurkennt að
Bandaríkjastjórn hafi sett Cargolux
stólinn fyrir dyrnar vegna verkefna
fyrir Líbýumenn. Forstjórinn hefur
hins vegar sagt það kjaftæði frá upp-
hafi til enda að félagiö sé aö fara á
hausinn vegna vafasamra flutninga.
„Mín persónulega skoðim er sú að viö
höfum ekkert misst úr okkar aski fyrir
vopnabrölt íslenzkra dagblaða um
Cargolux,” hefur verið haft eftir for-
stjóranumáprenti.
Ekkert hefur komið framsem bendir
til þess að alíslenzku flugfélögin hafi
skaðazt fjárhagslega vegna vopna-
flutningastimpils. Fyrirtækin hafa í
mesta lagi rýrnaö í áliti heima fy rir.
Þá gerir það
bara einhver annar
Hér í þessari grein hefur verið fariö
yfir það helzta sem sagt hefur verið
um vopnaflutninga íslenzkra aðila í
fréttum blaöa hér á landi síðastliöiö ár.
Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað
hvort siðferðilega sé nokkuð athuga-
vert við aö flytja hergögn. Þeirri
spurningu verður hver maður að svara
fyrirsjálfansig.
Sú skoöun hefur heyrzt, meira aö
segja innan veggja Alþingis, aö óþarfi
sé fyrir Islendinga að vera að reyna að
leika engla eöa aö þykjast vera ein-
hver fyrirmyndarþjóð. Þá segja ýmsir
aö mörkin milli þess að flytja hergögn
og að selja fisk í maga hermanna séu
ekki sérlega skýr. Og aðsjálfsögðu má
ekki setja punktinn án þess að minnast
á viðkvæðið: Ef ég geri það ekki þá
gerir það bara einhver annar.
-KMU.