Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. Þorvaldur stýrimaður lyftir gildrunnl yfir lunninguna. Eins og sjá má iftar allt af lífi inni í henni. Gildran er ekki flókin smíð. Hún er sem ílangur kassi og uppistöfturnar, sem eru úr járnpró- fíl, eru klæddar sUdarnót. Loks eru lin- gerðir plasthringir á endunum með hæfUega stóru opi. Þar í gegn er krabb- anum ætlað að fara, en fyrir hann er beitt slægðri grásleppu eða einhverju öðrugóðgæti. DV-myndir Þórir Guðmundsaon. heldur hér á tveimur heUbrigðum og hressum kröbbum, sem, sennUega þegar þetta er lesið, er búlð að inn- byrða af einhver jum gesti veitingahús- anna. Stýrimaðurinn bragðar á hrognum úr einum nývelddum krabba. Þau þykja hið mesta lostæti að mati þeirra sem tU þekkja. „Og bezt eru j>au hrá,” bæta krabba- veiðararnir við. ur. En ef hann er algjörlega brotinn til merg jar þá er það hreint ótrúlegt hvað hægt er að fá mikið út úr þetta annars Utlu kvikindi. En það tekur líka drjúg- an tíma að fást við krabbann. Það er mikiö möndl að vinna á honum en helztu matmennirnir njóta þeirrar stundar Uka út í yztu æsar,” segir SkúU. — Þegar hér er komið sögu er Bjargfuglinn lagztur upp að gUdrunni og Þorvaldur tekur aö hifa inn. Það vinnst á fáum minútum og veiðarfærið kemur í ljós — og inni í því iðar aUt af lífi. Gildran er ekki flókin smíð. Hún er sem ilangur kassi og uppistööumar, sem em úr jámprófU, em klæddar 1 sUdamót. Loks eru Ungerðir plasthringir á endunum með hæfilega stóru opi. Þar í gegn er krabbanum ætlað að fara en fyrir hann er beitt slægðri grásleppu, eUegar ferskum fiskúrgangi: ,,Já, hann verður að vera ferskur,” segir Þorvaldur. „Krabbinn fúlsar viö öUu öðm en glænýju hráefni. Þó það sé ekki nema rétt tekið að slá í það, Htur hann ekki við því. Það er því kannski dáUtiö öfugsnúið að nefna krabbann hræætu en það nafn hefur aUa jafna loðað við hann.” Fáum sjötíu tr/ hundraö krabba íhverja gi/dru — Þá er Þorvaldur tekinn að skoða aflann. Hann er heldur rýr að þessu sinni, að hans mati. „Enda vomm við að reyna fyrir okkur á nýjum slóðum.” Samkvæmt talningu reynast krabb- arnir vera hátt á þriðja tug. Flestir vel vænir og heUbrigðir. Trjónukrabbi nefnist þessi tegund og heldur sig á tuttugu tU tuttugu og tveggja faðma dýpi. Hann veiðist ekki nema á hörðum og grýttum botni, og er helzt aö finna við mynni Hvalfjarðar og í KoUaf irði. „Aö öðru jöfnu fáum við um sjötiu tU hundraö krabba í hverja gildra,” segir Kjartan sem nú er tekinn að meta afl- ann. „Viö vinzum þá stærstu og heil- brigðustu úr. Hinum skUum við aftur tU náttúrunnar. Þaö er mikiö atriöi aö þeir Uti hraustlega út, því gæðakröf- umar eru miklar. Þeir verða Uka að hafa alla sína heUbrigðu skanka í lagi. Annaðþykirónýtt. Það standast yfirleitt svona um fimmtíu prósent af aflanum hjá okkur þessar kröfur sem við setjum upp. Það þykir kannski ekki gott hlutfall en þetta verður að vera aUt saman pott- þétt.” Þá hreinsast mettíngar- vegir kvikindisins — Og þá er búið að ganga frá aflan- um. Kjartan gefur véUnni aftur inn og Bjargfugl stefnir í átt að Seltjamar- nesi, þar sem þeir félagar hafa geymslubúr skammt undan landi: „Þaö er mjög gott að geta geymt afl- ann þar í um vikutíma. Þá nær krabb- inn ekki að éta og þá hreinsast aUir meltingarvegir kvikindisins. Þannig þykirhannbetri,” áréttirKjartan. Þegar að geymslubúrinu er komið, er krabbanum sem þar er f yrir komið í þar tU gerð Uát og hinn nýveiddi fær sína vikuvist í búrinu neðansjávar. Þannig gengur það nú fy rir sig. Þá er ekkert eftú- nema að taka land- stím, eftir ágætlega heppnaða veiði- ferð og það er ekki laust við að skip- verja sé farið að lengja í vænan bita af fersku og heUbrigðu krabbakjöti. — Þegar til kom reyndist það svo engin venjuleg fæða. Hið eina sanna sjávar- bragö leyndi sér ekki og sannarlega er gaman að föndra hungraður viö þessa sérstæðu áfurð hafsins. — Jafnalgengur og soðna ýsanl En áður en til hafnar kom þótti tU- hlýðUegt að spyrja þá krabbakónga, Kjartan og Þorvald, að lokum hvort þeir teldu aö krabbaveiöar ættu mikla framtíð fyrir sér á Islandsmiðum. Svarið lét ekki á sér standa: „Tvímælalaust, það er aöeins spuming um nokkra mánuöi, að krabbinn verði jafnalgengur á heimUum fólks og soðnaýsanvaráður!” -SER. 11 Hvernlg á að mat- bita af- urðina? Mörgum kann að leika forvitniá aö vita hvernig hægt er að matreiða krabba. Þeim tU hugarhægðar skal bent hér á tvær næsta auðveldar að- feröir. Kryddsoðinn krabbi Vatni og hvítvmi er blandað í pott tU heHninga. Ut í blönduna er bætt lárviðarlaufi, heUum pipar, salti og saffron-kryddi — allt eftir smekk hvers og eins. Þegar lögurúui hefur náð suðu er krabbinn látinn lifandi út í, og þannig soöinn í um fúnm minútur. Við soðn- inguna fær hann á sig fagurrauðan lit. Er hann borinn fram í heUu lagi og þykir gott að hafa hnetubrauð, sítrónu og hvítlaukssmjör með þess- um rétti. Ofnbakaður krabbi Krabbinn er soðinn í sams konar blöndu og segir í uppskriftmni hér aö ofan. Því næst er skelinni hvolft af búknum. Innyflin eru fjarlægð og rækjum, humri og kræklingum blandað saman við kjöt krabbans. Nokkm af soðinu er einnig bætt í blönduna, eftir smekk hvers og eins. Þáer ostur settur yfir og tilbúningur- inn bakaður í ofni í um eina mínútu. Krabbinn er síðan borinn fram líkt og fy rri uppskriftin segir tU um. — Þeim sem em að leita aö hmu ema og sanna sjávarbragði, sem öðm fremur einkennir krabbann, er fremur vísað á fyrri uppskriftina, því hætt er við aö bökunin dragi úr sjálfu sjávarbragöinu. Þaö er líka meira nostur að borða fyrri réttinn en þann síðari, sem fremur er ætlaður þeim sem ekki eru vanir að snæða krabba. -SER. Útdregnar tö/ur birtast daglega íDVþegar dráttur talna hefst 4. 'umferðir íheilan mánuð fyrir aðeins ATH. EFTIR AÐ BIRTING TALNA HEFST ER EKKI HÆGT AÐ KAUPA BINGÓ- BLOKKIRNAR DREIFINGU LOKIÐ Vinningarað verðmæti r. 360.000 Vinningshafar fá vöruúttektarávís- un að upphæð ^■ 2,000 Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni íþróttasamband fatlaðra Fyrstu tölur birtast 9, ágúst ÍD V, TRYGGIÐ YÐUR INGÓBLOKK TÍMANLEGA. STYÐJUM GOTT MÁLEFNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.