Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Blaðsíða 13
12 DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. 13 Ertu tUiinninaawera eða töffari? — líttu í lófa þér og gahhtu úr shuggaum það! Hjartað afhjúpast í lófanum, seg a spákerlingar. Hrukkurnar í skinniriu eru merki um einkenni okkar að áliti þeirra. Sérfræðingar í lófalestri segja aö hægt sé að finna allt út um hvem einstakling með því að skoða þrjár línur í lófanum. Þetta eru liflinan, þar sem hægt er að sjá allt um iikamlegt ástand. Því næst höfuðlinan, sem segir til um innrætiö, og að lokum hjarta- línan sem sýnir hvaða tilfinninga- legum eiginleikum hver manneskja er búin. Hér á eftir f jöllum viö um allt sem varðar hjartalínuna. Hendumar eru um sumt ólíkar. Við skoðum vinstri hönd fyrst þvi þar sést það sem undir býr í hverri veru. Hægri höndin útskýrir hvaö hver og einn hefur afrekað eða mun gera. Við skoðum aðeins hjartalínuna hér, en rétt er aö geta þess að stöku sinnum hafa höfuð- og líflínur áhrif á það sem lesið er út úr h jartalínu. Til að mynda getur höfuölina ái helmingunar bætt upp mishæðii ósléttrar hjartalinu. Á Utlu lófamynd inni má sjá aldurslista yfir tilfinninga lega atburði. Yfirleitt má lesa atburð: tilfinningalegs eölis á hjartaUnunni, sbr. Utla myndin. Þetta „almanak” á aöeins viö um hjartaö. HöfuðUnunni ei skipt niður á annan hátt. -AS. Ástrídur Hjartagœska Reidarslag Hjartalína, sem er mjög langt frá fingurrótum, segir til um mikilvœgi tilfinningalegra viðbragða: fúsleika, félagslyndi, rausn, góðgirni, ídeal- isma. En lína sem er stutt frá fingur- rótum bendir til að tilfinningaleg viðbrögð séu ekki sérlega mögnuð og að viðkomandi sé tœkifœrissinnaðri en annars. Lína sem bugðast og endar á milli vísifingurs og baugfingurs bendir til þess að um meiri nœmni sé að'rœða hjá viðkomandi en ef línan er bein. Bein lína bendir til aðlögunathœfni. Lína sem nœr lengra en þangað sem vísifingur er, gefur í skyn að maður sé áhrifagjarn og jafnframt að sá hinn sami eigi auðvelt með að tjá sig, hafi sköpunargáfu. Ef endi línu er mjög skýr og myndaður af aðeins einni grein þá samsvarar það óframfœrni, nánast því að vera sokkinn inn í sjálfan sig. Margkvíslóttur endi (b) ber vitni um löngun til ástúðar og eðlilegan þokka sem verður til þess að aðrir treysta á viðkomandi og að hann sé góður félagi. Sérstök merki við enda linu, svo sem rákir sem mynda ferhyrninga og tengjast krossi eða stjörnu, gefa til- efni til bjartsýnnar túlkunar. Mögu- leika á að rœtist úr einhverju, að lík- legt sé að vonir einhvers á til- finningasviðinu rœtist og vœnta megi ánœgjulegra félagslegra sam- skipta. „Eyjur” í upphafi línu (a) standa fyrir kvíða í tilfinningalegum sam- skiptum. Efannað slíkt merki (b), og þá skýrara, er lengra inni á línunni, merkir það að viðkomandi finni stöðugleika síðar. Efslík merki birt- ast enn, ofar á línunni bendir það til að slík tilfinningavandamál komi aftur(c). Lína sem er alsett „eyjum”, eða er helminguð, bendir til geðshrœringa, \ nœmni og hverflyndis og þar af leið- andi erfiðleika við að hemja sig til- finningalega. Tilfinningalegt mál sem endar á hamingjusami hátt Velgengni ______Aft—^—r Tilfínningar Líflína Skýr lína: Orka Hjartalína: 10 ára aldur sést Ferhyrningur: Vernd Áframhaldandi hiifuðlína: Gott jafnvœgi Sem betur fer er brotin hjartalina sjaldgœf. Hún þýðir tilfinningaleg svöðusár. En í þessu sambandi verður einnig að líta á höfuðlínuna. Ef hún er skýr og lokuð getur það verið uppbót fyrir brotna hjartalínu. Punktar (a) og smástrik (b) eru mun algengari og að sama skapi ekki eins mikilvœgir og brotna línan. Punktarnir og strikin merkja smá- sorgir, mótlœti og vonbrigði sem vara skamma stund og skilja ekki eftir sig stór spor. En kross eða stjarna hins vegar (c) þýðir oft á tíð- um reiðarslag. Breinar sem kvíslast frá hjartalín- unni (a) og snúa í átt að heilalínunni eru algengar. Þœr þýða að manni sé hafnað af einhverjum eða uppstokk- un tilfinningalegs sambands. Greinar sem beinast í átt til fingra (b) merkja djúpa löngun til að tjá hugsanir sínar. Hjartallnan getur blandazt öll eða að hluta við heilalínuna. Ekkert athugavert er við það, en það bendir til persónuleika sem vill allt eða ekk- ert. . . Tvöföld lína (a) bendir til mikillar þarfar að vera elskaður/ elskuð. Hún getur táknað draumlyndi, listrœna tjáningu. Henni fylgir lítið raunsœi og það að hœtt sé við vonbrigðum. Bogadregið far á milli hjartalínu og fingurróta þýðir forvitni og nýjunga- girni. Línur sambanda, sem sjást á milli hjartalínu og litlafingurs, eru eins og nafnið gefur til kynna fyrir alvar- legum tilfinningasamböndum. Ef þœr eru helmingaðar og með „eyjar”, holur á milli þýðir það að sambandið gengur ekki upp. Ef end- ar snúa niður er manneskjan mjög einmana. Ef línan er tvígreinótt er hœtta á skilnaði. ev Nastassia Kinski Nafn hennar er frægt en hún er ekki sérlega þekkt á götu. Samt má telja víst að allt aö því hver karlmaður sem þar mætti henni, Uti um öxl og góni! Hún verður nú líka að teljazt frem- ur aðlaðandi, stúlkukindin Nastassia Kinski, sem hér er til um- fjöllunar. Til marks um þokka henn- ar má þess geta að blaðamenn, af_ karlkyninu er eiga’ viðtal við hana, standast sjaldnast þá freistingu að verja meginhluta af rými sínu í að lýsa í skrautlega ljóðrænum setning- um, hversu fögur og aðlaðandi hún sé. Það viröist svo vera aukaatriði í augum þeirra að geta þess aö um þessar mundir er verið að sýna þrjár stórmyndir í kvikmyndahúsum um víöa veröld þar sem Nastassia fer með aðalhlutverkið. Þetta eru mynd- irnar One from the Heart, sem meistari Coppola stýrir, Cat People, Pauls Schrader en um þessar mund- ir er verið aö sýna kvikmynd þess leikstjóra American Gigalo í einu kvikmyndahúsa borgarinnar. Þriðja myndin sem Nastassiu getur að líta í um þessar mundir, er myndin Exposed þat- sem hún leikur á móti rússneska ballettdansaranum Nurejev. er fædd í Berlín og er á tuttugasta og öðru ári. Sem kunnugt er, er hún dóttir hins mikil- hæfa þýzka leikara, Klaus Kinski, sem nýlega hefur lokið við að leika í meistarastykkinu Fitzcaraldo. En af föður sínum hefur Nastassia ekki mikið að segja, síðan foreldrar henn- ar skildu er hún var á tíunda ári. Hún ólst upphjá móðursinni, Ruth, „sem er mín stoð og stytta í lifinu”, eins og stúlkan kemst s jálf að orði. Fullvíst má þó telja að faðemi hennar hafi átt einna stærsta þáttinn í því hversu frami hennar hefur verið skjótur. Strax á táningaaldri var hún farin að sitja fyrir sem tízkumódel og um fermingu hóf hún leik í sjónvarps- myndum. Það var í einni slíkri sem kvikmyndaleikstjórinn umtalaði, Roman Polanski, sá Nastassiu bregða fyrir í fyrsta skipti. Þá var hún fjórtán ára. Þau hittust skömmu síðar í veizlu, og þrátt fyrir ungan aldur féll Nastassia flöt að fótum hans. Og þrátt fy rir að hún hafi verið vöruð viö smástelpuveiðum þessa fræga leikstjóra, hóf hún ástarsam- band með Polanski og varð ,,með stolti stúikan við hans hlið”, eins og hún hefur látið hafa eftir sér um kynni sín af þessum umtalaða glaumgosa, og bætir við: „mér finnst hann virkilega skemmtilegur og þegar ég sá hann í eigin persónu í fyrsta skipti, fann ég fyrir óseðjandi þorstaíhann!” Polanski gerði Nastassiu að WMtmh sr dóttír Klaus Kfnski, þskkts þýzks fmikara. Alla~ gtitur sftian 1980, er hún kom fyrst fram, þótti hún fædd stjama. / kvikmyndfnnf „Cat Peopht" feikur Nmststssia ungm „kattstúiku", en þessi mynd og þá atialiega efnisþráður hennar þykk nokkuti frábrugð inn þvisem kvikmyndahúsagestir hafa vanizt tilþessa. stjömu, svo að segja á einni nóttu. Það var meö kvikmyndinni Tess, sem hvarvetna hefur fariö sigurför um heiminn eins og raunar flestar myndir þessa meistara hvíta tjalds- ins. En Polanski er síður en svo þekktur fyrir þaö að vera lengi í tygj- um við eitt og sama sprundið. Astarsambandi hans og Nastassiu lauk nokkm eftir að Tess var frum- sýnd: .,£g gerði mér alveg ljósa grein fyrir að við myndum hætta saman fyrr eða síðar og þannig kom mér þetta ekkert á óvart. En við er- um samt sem áður mjög góðir vinir ennþá,” áréttirNastassia. Nýjasta kvikmyndin sem Nastassia leikur í Cat People, sem fyrr greinir frá, er nokkuð einkenni- leg hvað handrit snertir. Hún f jallar um forboðna drauma fólks í þjóð- félagi þar sem kynlífið skipar veg- legasta sessinn! Kattfólkið lýsir kyn- þætti sem lifir af eigin blóði, og ef það leggur sér annaö til munns, drepur það aUt sem á vegi þess verð- ur og breytist í stórhættulegar skepnur. I mynd þessari leikur Nastassia unga saklausa kattstúlku — sem einn góðan veðurdag hittir pilt í dýragarði og þar... Nokkur rimma stóð á milli leik- stjóra, þessarar myndar, Paul Schrader, og Nastassiu á meðan kvikmyndun hennar stóð. Þannig var að sú síðamefnda birtist á stóru og veglegu veggspjaldi um þetta leyti þar sem hún lá alsnakin með slöngu vafða um líkama sinn. Þegar Schrader baröi þessa mynd augum, varð hánn ævareiður og lét þaö hafa eftir sér aö þar með h Tði Nastassia fyrirgert frekari frama sínum á hvita tjaldinu. En hin unga stjarna sem hefur ver- ið lýst sem blöndu af leikkonunum Ingrid Bergman, Brigitte Bardot og Audrey Hepbum hvað útlit og leik- hæfileika snertir, brosir sínu blíðasta við þessum ummælum leikstjóra sins. „Mér finnst þessi mynd hvort tveggja fögur og listræn og tel að hún hafi síður en svo áhrif á velgengni mína í kvikmyndum. Ef fólk á annaö borð býr yfir einhverjum leikhæfi- leikum, þá á ekki að skipta máli hvort fólk sér þaö alklætt eða alsnak- ið!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.