Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Síða 18
Stanes í tuttugu ár
Þeir hefðu verið álitnir eitthvað
meiriháttar skrýtnir sem látið hefðu
út úr sér þá fjarstæðu fyrir tuttugu
árum, þegar Rolling Stones kom
fyrst fram opinberlega, að þetta
ætti eftir að verða frægasta rokk-
hljómsveit heims og fara mikla sig-
urför um hljómleikahallir Evrópu á
árinu 1982. En nákvæmlega þetta
er nú staðreynd: Rollingarnir
þræddu hljómleikasali um Banda-
rikin þver og endilöng í fyrra og í
sumar hafa þessir síungu rokkarar
fyllt íþróttaleikvanga og stærstu
hljómleikahallir í Evrópu, látið eins
og fjörkálfar á sviðinu sem þeirra
er vani og munu sumir hafa átt
bágt með að trúa því að þar væru
menn um fertugt að sletta úr klauf-
unum. En Rollingarnir láta lítt á sjá,
„Time Waits For No One" sungu
þeir eitt sinn og einnig .. what a
drag it is getting older", — en það
mun ekki vera neitt lygimál að elli-
mörk eru ekki sjáanleg á þessari
stórkostlegu hljómsveit, Jagger
stæltur sem unglamb og hinir í ffnu
formi. Já, og samt hafa þeir verið í
eldlínunni í tuttugu ár, sukkað stíft
á stundum, en haldið saman
gegnum þykkt og þunnt.
Meö þessari miklu hljómleikaferð
um Evrópu í sumar hafa Eolling-
arnir veriö aö halda upp á tuttugu
ára starfsafmæli sitt, þótt raunar
séu áhöld um þaö nákvæmlega hve-
nær Rolling Stones varð til. Sumir
álíta aö raunverulega hafi hljóm-
sveitin oröið til áriö 1960 þegar Mick
Jagger og Keith Richard hittust fyrir
tilviljun og komust aö raun um aö
tónlistarsmekkur þeirra var sá
sami, ryþm&blús og rokk&ról. Aðrir
segja það hafi veriö áriö 1961 þegar
Jagger og Richard rákust á tóniist-
arséní að nafni Brian Jones, — eöa
DV. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1982.
var það áriö 1962 þegar þeir þrír
komu fram opinberlega í fyrsta
sinn? Viö þann atburð hefur altént
tuttugu ára afmælið í sumar verið
miðað.
Ætli við getum ekki veriö sammála
um þaö að Rollingarnir hafi átt
erfiöa æsku. Þrátt fyrir augljósar
vinsældir allt frá upphafi reyndu
margir aö gera hljómsveitinni lífiö
leitt á sokkabandsárunum. Væru
fyrirsagnir blaöa frá þessum tíma
Popp — Popp