Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Síða 19
Popp Popp
Mick Jagger hefur löngum þótt sœtur á sviði, á myndhuti i mlðlð er henn með unnustu sinni, Jerry Hell, sem er
Rollíng Stones i fullu fjöriá hljómleikum. Til vinstri: Keith Rich-
ard faðmar kærustuna aðsór, fyrirsætuna Patti Hansen.
athugaöar kæmi í ljós aö fréttir um
Rollingana voru ekki af fínni gerð-
inni; áberandi eru hneykslisfréttir
hverskonar, kynsvall, dóp, djöfla-
dýrkun, ólæti á hljómleikum aö
ógleymdum stóruppslættinum þegar
liösmenn hljómsveitarinnar sáust
míga utan í ónefndan vegg! Og
blööin vöruöu foreldra og uppal-
endur viö þessari háskalegu hljóm-
sveit: „Myndir þú leyfa dóttur þinni
aö eiga stefnumót við einhvern af
strákunum í Rolling Stones?” spuröi
til aö mynda eitt blaöiö og æskilegt
svar var auövitaö: — Nei, með tals-
veröum þunga.
Mick Jagger viöurkenndi ekki
alis fyrir löngu í viötali aö þeir hefðu
í upphafi ferils síns gert allt hvaö
þeir gátu til þess aö fá umsagnir um
sig í blöðunum, jafnvel þó þær gætu
sumar ekki talizt „góö auglýsing”.
„Eg sé stundum þessi gömlu blöö,”
sagöi Jagger, „og þau bæöi skemmta
mér og gera mig undrandi. Auövitaö
vildum viö sjá nafn okkar sem oftast
í blöðunum, en menn veröa aö greiða
slíka kynningu dýru veröi. Eg hef
alltaf litiö á mig sem tiltölulega
venjulegan, kurteisan, hreinlegan og
þokkalega menntaöan mann, sem er
alger andstæða þeirrar myndar sem
blöðin hafa dregið upp af mér. Eg
játa aö mér varö dálítið um þegar
mér varö þetta ljóst.”
„Þegar þú ert ungur gerir þú þér
ekki grein fyrir hættunni. Þú ert á
ferö og flugi, fólk er einlægt að
hvetja þig og skyndilega verður þér
ljóst aö þú ert ekki lengur þú sjálfur.
Þegar þú ert ungur og áhrifagjam,
eöa jafnvel gamall og áhrifagjam, er
hætta á því aö þú afvegaleiðist og
missir s jónar af sj álf um þér. ”
„Viö lærðum aö veita viðnám gegn
þessari hættu eftir því sem tímar
liðu, en fyrir suma okkar var það of
seint. Brian (Jones) var veikgeöja
og það grátlega var að smám saman
varö hann þaö sem fólk taldi honum
trú um aö hann væri. ”
Brian Jones lézt eins og alkunna er
sumariö 1969 aöeins örfáum dögum
eftir aö hann lýsti yfir því aö hann
væri hættur í Rolling Stones. Hann
samdi sjálfur eigin eftirmsli sem
lesin vom við útförina: „Vinsamleg-
ast dæmiö mig ekki of harkalega.”
Eiturlyf hafa verið sem rauður
þráöur gegnum sögu Rollinganna,
einkum þó framan af, þegar vart leið
sá mánuður aö einhver þeirra væri
ekki handtekinn, grunaöur eöa
dæmdur fyrir neyzlu fíkniefna.
Einkum vom Keith Richard og Brian
Jones iönir viö fíkniefnakolann. Og
Keith viöurkennir að hann hafi í tíu
ár veriö þræll heróíns, þaö hefði ekki
veriö fyrr en áriö 1977, um þaö leyti
er hann var handtekinn og settur í
svarthol í Kanada aö augu hans
heföu opnast. „Eg var sokkinn svo
djúpt aö ég átti engra góöra kosta völ
lengur,” sagði hann. „Annað hvort
var að halda áfram á sömu braut í
nokkur ár til viðbótar eöa rífa sig
upp úr þessu meö látum. Eg gerði
mér grein fyrir því aö ég var aö
ganga af hljómsveitinni dauöri og
vanrækja bömin mín.”
Og hann heldur áfram: „Ég vil
taka þaö fram, aö ég sé ekki eftir því
sem ég hef gert. Allir vilja fá sér-
staka ánægju út úr lífinu, hvort
heldur hún er fengin meö búsi eöa
dópi. Allir eiga gamlan drykkjurút
einhvers staöar í ættinni. Og ég held
að hæfileikinn til aö ala upp böm
skeröist ekki þó þú finnir á þér svo
fremi aö þú sért til taks þegar bömin
þurfa á þér aö halda. öðm máli
gegnir um dópið. Eg gerði mér ljóst
aö héldi ég áfram aö neyta efnisins
yrði ég ekki til taks þegar mín væri
raunvemlega þörf.”
Keith játar aö hafa fyrr reynt að
hætta í dópinu en gefizt upp. „Þá
geröi ég þaö ekki af heilum hug.
Mikilvægast er aö vera ákveðinn og
eina leiöin til aö sigrast á óvininum
er að hafa óstjórnlega löngun til þess
aö sigra. Þegar þú sérö fjölskyldu-
lífiö fara í vaskinn og tónlistin er að
fara sömu leiö, þá kemur viljastyrk-
urinn.”
Oft hefur því veriö haldið fram aö
Rolling Stones væru aö syngja sitt
síöasta. Hingaö til hefur þaö ekki
verið á rökum reist. Síöustu árin
hefur stundum verið látiö í það skina
að Bill Wyman bassaleikari væri á
förum, — og einhverju sinni lét Jagg-
er hafa þaö eftir sér aö sama væri þó
aö Bill segöi skilið við hljómsveitina.
Rolling Stones y röi til eftir sem áður.
Bill hefur eins og kunnugt er sýslað
í ýmsu fyrir utan hljómsveitina og
þaö hefur vísast ýtt undir gróusög-
umar. Hann segir:, ,Þeir halda aö ég
sé ekki mikill áhugamaöur um
hljómsveitina af því aö ég hef ekki
nennu í mér til þess aö slæpast úti
alla nóttina, djamma eöa hlusta á
plötur. Mér geöjast ekki að soddan
líferni, ég verð áhyggjufullur og
spenntur af að hangsa við flösku-
stúta fram undir morgun.”
„Strákarnir hafa einlægt litiö á
þetta sem hótun af einhverju tagi og
þess vegna ekki verið alveg Ömggir
hvar þeir heföu mig. Þaö hljómar
kannski asnalega eftir öll þessi ár, en
í raun og vem þekkjum viö ekki
hverjir aöra .. . Innan hljómsveitar-
innar hefur ævinlega veriö einhver
óvissa: Er Mick á leiöinni í kvik-
myndirnar alfarið? Ætlar Charlie aö
ganga í djasshljómsveit? Og af því
aö ég skil mig frá þeim, halda þeir
því f ram aö ég hafi misst áhugann og
eða vilji ekki lengur vera meö, sem
er hvort tveggja hugarburður.”
Þetta sagöi Bill. En hvað sagði Sig-
urður Sverrisson blaðamaður eftir
hljómleikana í Madrid á dögunum:
„Hrifningin var ótrúleg. Fólk vein-
aði af gleöi. Eldri menn sáust taka
gítarsóló sisona út í loftiö og svo aö
segja allir klöppuöu og stöppuðu í
takt er fyrstu tónar Under My
Thumb heyrðust. Um leið og lagiö
hófst var mörg þúsund blöörum
sleppt út í náttmyrkriö viö gífurlega
hrifningu lýösins, sem orgaöi og grét
eins og greitt væri fyrir eftir upp-
mælingu.”
Einhverju sinni lét Mick Jagger
þau orö falla aö hann myndi fremur
fyrirfara sjálfum sér en syngja
..Satisfaction” fertugur. Svo virðist
sem hann veröi innan tíðar aö gera
upp viö sig hvort verði fyrir valinu
því aö hann veröur fertugur eftir tvö
ár og þess em alla vega engin merki
nú sem stendur aö Rolling Stones séu
í þann veginn aö leggja upp laupana.
Nema hann sleppi bara aö syngja
„Satisfaction”. -Gsal.
DV. FÖSTUDAGUR 30. JUU1982.