Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Page 23
DV. FÖSTODAGOR 30. JOLI1982. 23 Helgarvísur - - Helgarvísur — Helgarvisur ~ Helgarvísur Eg hef oft hafið „Helgarvísur” með afburöa stökum eftir snjalla hagyrð- inga. Þetta hefur mælzt vel fyrir. Nú ætla ég að birta í upphafi vísur eftir Orm Olafsson, Vestur-Skaftfelling að ætt. Vísurnar heita einu nafni: „Iðunn þrjátíuára”: Iðunn, góða aflið Ijóða eins og móða renni tær, fjarri slóðum flestra þjóða, fagra móðurtungan kær. Likt og stjarna Ijóð og staka lýsa farna ævislóð, þinna barna þrítug vaka þreytt til varnarandans glóð. Þó nöpur átt af norðurhjara nísti mátt úr hverri taug, lipur háttur leiftursvara lagðiþátt í dægurspaug. Undir kvæðalestri löngum lífsins gœðum fjarriþjóð numdi bæði ’ í sögn og söngvum, sat við kvœða aringlóð. Ýmsir glima enn við stöku, enn er rimið þjóðarfag. Afliðins tíma langri vöku leggur skimu enn í dag. Heyrist kvak við Ijóðalindir, lengi vakir hugðarmál. Geymir stakan glæsimyndir, gleðivaki þreyttri sál. Móðurarf er vert að verja, vakna þarf til dáða strax. Sóknardjarfur andann erja, okkar starf til hinzta dags. Aldrei rofni okkar hróður, aldrei sofni listaþrá. Aldrei dofni andans gróður, Egils stofni runninn frá. Glymji dátt við gígjustrengi gleðiþáttur, hörputag. Kveðum hátt og kveðum lengi, kveðum mátt í nýjan brag. Eg sagði í „Helgarvísum”, sem birt- ust 17. júlí, að ég mundi birta fleiri botna eftir Halldór Kristjánsson í næsta þætti. Eg sveikst um það, en nú komaþeir: Hér er einatt ys og þys, 8vo enginn kveðið getur. Vegna gleymsku ’ og gáleysis geri ég ekki betur. Hér er einatt ys og þys, svo enginn kveðið getur, enda flest til ónýtis, sem enginn nokkurs metur. Þó að skorti yrkisefni, alUafbotna má. Virðistþér, að stjórnin stefni stöðvun verðlags á? Járnfrú Breta ’ er fagurt fljóð frýr henni ’ enginn hugar. Falklandseyja fórnarblóð frúnni allvel dugar. 1 síöasta þætti sagði ég, aö ég mundi treina lesendum visur frá Margréti Olafsdóttur til þessa þáttar. Margrét spyr: „Hvaö geturðu fundið út úr þessu?” Og hún segir í framhaldi af spumingunni: „Er nú gamla andskotans óveðrið að skella á sömu byggöir sunnanlands og síðast? Hvílík veðurspá.” Eg hef því til að svara, að mér finnst þetta afbragös visa; þaö er ekki á allra færi að gera svona. Þetta er nokkurs konar „forleikur” aö bragþrautum, sem ég legg fyrir lesendur í lok þáttar- ins. Margrét tekur undir það, sem ég segi um landsins beztu hagyrðinga; hún saknar vísna og botna frá þeim í þessum þáttum og segir: Efnið hrannast beggja blands i bragna-rann hjá Dagblaðinu. Hvar eru sannar kempur lands l ..Kvæðamannafélaginu"? Margrét sendir tvær ágætar vísur, en feðrar þær ekki. Karlmaður kvað viðstúlku: Ég á hund, mitt unga sprund, eins ogþigí framan. Ætti hann mundafgrettisgrund, gifti ég ykkur saman. Stúlkan svaraöi: Eg á tik, sem erþér lík l augum og háralagi; væri'hún rík, mér virðist sllk vera af sama tœi. Margrét lýkur bréfi sínu með þvi að botna; segist botna út í hött: Ljúfra stunda liðin kynni Ijóma vefja ævidaga. Ástarfund í œsku minni átti ég með sveini Braga. Eg sleppti vísu úr bréfi Helga Hósea- sonar í síöasta þætti, en birti hana nú. Eg bið hann velvirðingar á því, ef ég misles fyrsta orð vísunnar. Lesendur verða annað hvort að skrifa mjög skýrt eða vélrita bréfin. En Helgi segir um járnfrúna: Margfretur, taðskeri, meinfýs og grimm, myrðandi íra í böndum. Á landsteinum Vesturheims tritlar hún trimm tilþess að stela enn löndum. Hjördís Björg botnar: Viltu láta tjósið þitt lýsa mér um veginn ? Ég mun brosa, barnið mitt, blíðara hinum megin. Friðrik Sigfússon í Keflavík botnar: Ljúfra stunda liðin kynni Ijóma vefja œvidaga. Ástarfunda’ í mínu minni mörg nú lifir hugljúf saga. Viltu láta Ijósið þitt lýsa mér um veginn, svo ástarstundir, yndið mitt, eigum hinum megin ? Sigfús Kristjánsson sendir mér vísu, sem hann segist yrkja í tilefni af nýja suðkindarf rímerkinu: Verðbólgan hamast og hækkar um skref. Hún er okkur svo trygg. Nú kostar ærgildi undir eitt bréf. Allt er að snarast um hrygg. \tí lupstar ærtfildi tmdir eitt brét Járnfrúin er hörð í horn að taka. Hvernig œtli ' hún reynist sinum maka? Þegar húner ekki ’aðelda’ og baka, eflaust mun i rúmi þeirra braka. Og I.S. botnar: Járnfrú Breta ’ er fagurt fljóð, frýr henni’enginn hugar. Auðnuskerðing, eldur, blóð, ekkert hana bugar. Járnfrúin er hörð í horn að taka. Hvernig skyldi ’hún reynast sínum maka? Hún yfir sinni ættjörð þarf að vaka, en ekki má þó hjónabandið saka. Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Brús- holti í Borgarfjarðarsýslu botnar: Járnfrú Breta ’ er fagurt fljóð, frýr henni ’ enginn hugar. Hún á innri heita glóð, sem heftir menn og bugar. Bjöm Ingólfsson, Melgötu 10, Greni- víkbotnar: Járnfrúin er hörð i horn að taka. Hvernig œtli ’ hún reynist sinum maka ? Liggjandi á milli mjúkra laka mundi’hún nenna’að sinna' ’honum og vaka? Þessum þætti skal lokið með brag- þrautum. Flestir kannast við vísu eftir Andrés Björnsson eldri, og er bragar- hátturinn braghenda baksneidd. „Það er hægt aö hafa yfir heilar bög- ur, án þess rímiö þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar.” Skiptið þessu i ljóölinur. En hér kemur önnur vísa, fer- skeytla, og læt ég nú lesendur um aö finna, hvernig skipta má í ljóðlínur: „Þú ert eins og eftir loftárás. Það er lygilegt, að þú sért ennþá oftast á fylleríi.” Lögð var bragþraut fyrir lesendur fyrir all löngu. Það var vísa Jónatans Jakobssonar, er hann sendi einum samkennara sinna, sem hann vissi, að kynni engar bragreglur. Vísan var svona, en henni mátti breyta, þannig aö hún y rði rétt stuðluð: Sigurgeir Þorvaldsson kveður og kallar visuna snyrtilega: Upp l hlíöum ungmey blið er að skriða ’ á fætur. Ærið kvtðin, enda rlð- andi sið um nœtur. Kosningavísur Sigurgeirs, sem hann sendir, em svo gamlar, að þær eiga varla við nú. En þegar hann með f jór- um vísum hefur lýst kosningaslagnum, þá endar hann braginn á þessari vísu, sem varð til þess, að Morgunblaðið neitaði að birta vísumar, að því er Sig- urgeirsegir: Einhver fávis cflaust spyr, er uppsker þessar fréttir: AUt mun verða eins og fyrr, aðeins svik og prettir. Valgeir Olafsson á Akranesi orti, er ný Akraborg kom í gagniö 17. júní í ár: Hátíð fer um tún og torg, „trimmið ” eykst í maganum. Enn er komin Akraborg, orðnar tvœr á Skaganum. Ég fékk fyrir nokkru bréf með fyrir- sögninni: „Vísur eftir Olf”. Eg get því miður ekki sagt lesendum nein deili á þessum „tJifi”, en ég bið hann að skrifa þættinum og segja rétt til nafns. Svo má hann senda fleiri vísur, því aö mér virðist hann snjali hagyrðingur. „Olfur” kveður þessar vísur, sem eru ósamstæðar, hver með sinni fyrirsögn: Kurteis og hœg er hirðin öll, hnarreist og brúnasigin, og sœti eigaþar innst i höll óheilindin og lygin. Horfi ég yfir stað og stund, stendur þar Gunnar og passar œr. Hann þyrfti að fá sér frískan hund; Friðjón er alltof værukœr. Er Hjörleifur inn á Alþing steig og upp i stjórnina brauzt hann, reykvlskum luntum larður seig, en landhreinsun varð fyrir austan. Ástum grandar áin Blanda; l ólánsstandinu, sýnist handhægt svar við vanda að sðkkva landinu. I siðasta þætti birti ég botna eftir mann, sem nefnist Páll í þessu kvæði sínu: Ég heiti PáU og er að austan, œtla mig vera nógu hraustan tUþess að skilmast við Skúla Ben. Þvi skal upp taka vopn og verjur, völl sér hasla og magna erjur, þó skjálfi í bili bæði hnén. Isjálfan mig tU að kveða kjarkinn kyrja ég eins og þolir barkinn strtðssöng, er innan eyrun sker. Öskra og ber á báðar hendur, bítandi fast i skjaldarendur: „Þorirðu, Skúli, admœtamér?" Ekki vantar gorgeirinn í Pál þennan, og hann lýkur bréfi sínu með þessari ferhendu: 000000014 0000000222222222 segja kann ég þér, en ekki meir. f þjóðskrá máttu fara fyrir mér, effýsirþig að vita, hver ég er. Er ég hafði lesið úr öllum þessum núiium og öðrum táknum kom þetta í hugmér: Þótt af Páli frétti ’ ég eitthvað fleira, Það fá mun ekki sérstaklega ’ ámig. Þau segja líka orðum miklu meira hin mörgu núll, erþrœllinn kynnir sig. En ég komst aö því, að Páll segir satt til nafns, og er hann Jóhannsson, býr inniíHraunbæ. Þegar ég var að blaða í gömlum les- endabréfum, sá ég vélritað blað, sem rifnaöi hafði frá öðrum, sem hefur ver- ið meö undirskrift bréfritara. Hann botnar: Ekki batnar ástandið, æði viða pottur brotinn. Kemst tU valda kvennalið, á karfa’ og skrapi’ er aUur flotinn. Og þessi bréfritari verður að afsaka, að ég skuli hafa glatað hluta bréfs hans. Bið ég hann að senda þættinum það, sem á aftara blaðinu var. En bréf- ritari segist hafa kveðið, er hann hlust- aði á st jómmálaumræður: Hrœðsla ’ og kviði ’ um hugann fer, hrella mannlífs-boðar. Hræsni ’ og lygi hœst nú ber, efheiminn granntþú skoða-. Ekki er rúm í þessu blaði nema fyrir lítiö eitt af þvi, sem þættinum hefur borizt síðustu dagana. Verða bréfritar- ar að sýna þolinmæði, þótt verk þeirra bíði birtingar. J.M. botnar: Júðarnir í ísrael ýmsu virðast gleyma; brœðrum sínum búa hel við bæjardyrnar heima. Heldur veikan viljastyrk virðist Reagan hafa. Hann ósmeikur vopnin virk villþó „meika”án tafa. Nefið kitlar löngum létt litil dægurfluga. Ef hún hittir auman blett engar bœnir duga. Það kemur meira seinna eftir J.M. Vigfús Andrésson, Berjanesi, Austur- Eyjaf jölium botn^r: Þetta eina kíló kjöts kann að leyna ýmsu. Hrúgur beina í hálsi sjöts, heyrist vein i Grímsu. Eg sé ekki betur en þessi botn sé þús- und króna virði. GuömundurGuðmundsson botnar: Járnfrú Breta ’ er fagurt fljóð, frýr henni' enginn hugar. Valkyrja i vígamóð vopnafjendur bugar. Nú er komin jólakyrrð, skal þér kveðju senda. Þótt þér stakan virðist stirð, mœtti stuðlum venda. Þannig er hver einasta ljóðlina rangt sett ijóðstöfum. En Jónatan vissi, að engu þurfti að breyta nema orðaröð til þess, aö hún yrði rétt kveðin. Ég vil þó geta þess, að skipta þarf einu samsettu orði i visunni til þess, að þetta sé mögu- legt. Lausnir á þessum bragþrautum koma i næstu „Helgarvisum” aö öllu forfaiiaiausu. Mér hefur verið bent á, að betra væri, ef ég birti fyrriparta siöasta þátt- ar í hverju Helgarblaði. Hér koma þeir: 1. Blóm í haga bláog rauö berast mér að vitum. 2. Þarfanautin þóttu góð þar til seinni árin. 3. Yfir fjöllin fagurblá fljúga hvítir svanir. 4. Áríðandi öllum stundum eru konum friskir menn. 5. Skúli Ben þig lýsir lúmskan að leiða ’ í fenið hagyrðinga. Á síöustu stundu fékk ég bréf frá Rögnu Steinunni Eyjólfsdóttur á Gilla- stööum í Reykhólasveit. Hún segist senda eftirfarandi fyrripart í tilefni, af vísunni um endurheimt meydómsins: Verðaþeirsveinar um sólarupprás, er sænga hjá stelpum um nætur? Og að síðustu einn nýr: Nú skal yrkja eina stöku, óður myrka lýsir nótt. Skúli Ben. Otanáskriftin er: Helgarvisur Pósthólf 37 230 Kelavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.