Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1982, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST1982. Sjónvarp 17 Sjónvarp Faul Newman leikur Anthony Williams, aðalsijgupersónu Barna Philadelphia. BÖRN PHILADELPHIU - sjónvarp kl. 21.45, laugardag: ÆVINTÝRIUNGSLÖG- FRÆÐINGS Á UPPLÐÐ — Paul Newman i aðalhlutverki Sjónvarpið sýnir kl. 21.45 á laugar- dagskvöld kvikmyndina Börn Phila- delphiu (The young Philadelphians) Myndin er bandarL.’" gerð árið 1959. Leikstjóri er Vinceni Sherman en aöalhlutverkin eru leikin af Paul Newman, Barbara Rush, Alexis Smith og Brian Keith. Myndin hefst árið 1924. William Lawrence (Adam West) giftist Kate Judson (Diane Brewster). Daginn eftir deyr William. Kate eignast barn sem hún telur son Williams en ætt hans vill ekki láta þau fá grænan eyri. Sonurinn Anthony Lawrence (Paul Newman) kemst sjálfur áfram. Hann leggur stund á laganám og er frábær nemandi. Hann er einnig lag- legur og notar sér sjarmann til að heilla konur og nota þær sér til fram- dráttar. Hann á í ástarævintýri við Joan Dickinson (Barbara Rush) en giftist henni ekki vegna óska móður sinnar og föður hennar. Joan giftist öðrum vonbiðli, Carter Henry (Fred Eisley). Anthony notar sér kvenhylli sína til að komast að sem aðstoðarmaður auðugs lögfræðings, John Wharton (Otto Kruger). Hann heillar Carol konu hans (Alexis Smith) upp úr skónum i þeim tilgangi aö fá stöö- una. Er Antony hefur hafið störf hjá Wharton reynir Carol við hann en hann vísar henni á bug. Carol heldur veizlu og þar hittir hann gamla ást- konu, Joan Dickinson. Anthony heldur í stríð til Kóreu og gamall vinur hans, Chet Gwynn (Robert Vaughn), er þar með honum. Þegar hann kemur heim hefur hann störf hjá fyrirtæki John Wharton. Hann heyrir að eiginmaður Joan sé látinn. Anthony gengur vel í lögfræðinni. Er Chet vinur hans er ákærður fyrir morð tekur hann að sér vömina... ás. Á mánudagskvöld sýnir sjónvarpifl finnskt sjónvarpsleikrit um sveitafjöl- skyldu á krossgötum. Hefst hún kl. 21.25. Laugardagur 21. ágúst 17.00 Iþróttir. Umsjónarmaður: Bjami Felixson. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. 67. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Blágrashátíö í Waterlooþorpi. Tónlistarþáttur frá landsmóti blá- grasunnenda í Waterlooþorpi í New Jersey í Bandaríkjunum sumarið 1981. Blágras (Bluegrass) er sérstök gerð bandarískrar sveita- og-þjóölaga- tónlistar sem ættuð er frá Kentucky þótt rætur hennar megi rekja víðar. Sjónvarpið sýnir síðar nokkra þætti meö hljómsveitum sem skemmtu á hátíðinni. Þýðandi: Veturliöi Guðnason. 21.45 Röm Philadelphiu. (The Young Philadelphians). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1959. Leik- stjóri: Vincent Sherman. Aðalhlut- verk: Paul Newman, Barbara Rush, Alexis Smith og Brian Keith. Mððir söguhetjunnar, Anthony Lawrence, giftist auð- manni til að komast í hóp brodd- borgaranna í Philadelphíu. Eftir skyndilegt fráfall eiginmannsins neita ættingjar hans að viður- kenna þau mæðginin og telja vafa leika á um faðerni drengsins. En Anthony ryður sér sjálfur braut, enda hvetur móðir hans hann óspart, og verður mikilsmetinn lögfræðingur. En þar með ekki öll sagan sögð. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 00.00 Dagskrálok. Sunnudagur 22. ágúst. 18.00 Sunnudaghugvekja. Séra Gísli Brynjólfsson flytur. 18.10 Skólastúlkurnar sem hurfu. Bresk ævintýramynd handa böm- um gerð eftir sögu Edith Nesbits með öllum þeim tæknibrögðum sem nútíminn ræður yfir. Sagan segir frá auralitlum kóngi og drottningu í ríki sínu sem eiga sér sex dætur. En gamanið fer að grána þegar kóngsdæturnar hverfa allar með tölu af völdum galdra og gjörninga. Þýðandi: Ragna Ragnars. 19.20 Náttúran er eins og ævintýri. 2. þáttur. Náttúran býr yfir ótal undrum fyrir augu og eyru bama sem fulloröinna. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Björg Árnadóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpiö) 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður: Magnús Bjarnfreösson. 20.35 Knut Hamsun, Nóbelsskáld og landráðamaður. Knut Hamsum (1859—1952) var dáðasti rithöfund- ur Norðmanna á fyrstu áratugum aldarinnar. Árið 1920 hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir verk sín, sem mörg eru Islending- um aö góðu kunn. En þegar Þjóð- veriar hemámu Noreg í apríl árið Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Hallmar Sigurðsson. (Nordvision — Sænska s jónvarpið). 21.30 Jóhann Kristófer. Þriðji hluti. Sjónvarpsmyndaflokkur í niu þátt- um gerður eftir samnefndri sögu Romain Rollands. Efni 2. Þáttar: Eftir að faðir Jóhanns Kristófers deyr flyst fjölskyldan til annars þorps. Jóhann Kristófer leikur nú á fiðlu í hljómsveit stórhertogans. Hann verður ástfanginn af dóttur nábúa þeirra mæðginanna en stúlkan deyr án þess að hann hafi játað henni ást sína. Þetta áfall verður honum hvatning til tón- smíða en eftir annað áfall hneigist Jóhann Kristófer til drykkju uns frændi hans fær talið hann á að leita heldur huggunar í tónlistinni. Þýðandi: Sigfús Daðason. 22.20 Evert, Evert. Sænskur sjónvarpsþáttur í minningu mesta vísnasöngvara Svía, Evert Taube, sem lést fyrir fimm árum. Þýöandi: Þrándur Thoroddsen. HELGARDAGBÓK 1940 vakti Hamsun reiði landa sinna er hann hvatti þá til að hætta gagnslausri mótspymu. Var Nóbelsskáldið nasisti og landráða- maður? Um það fjallar þessi sænska heimildarmynd sem sýnd verður í tveimur hlutum, sá síðari sunnudaginn 29. ágúst. Þýöandi: (Nordvision sjónvarpið). 23.15 Dagskrárlok. — Sænska Mánudagur 23. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 íþróttir. Umsjón: Bjami Felixson. 21.15 tþaka — Stærsta safn íslenskra fræða í Vesturheimi. Bókasafnið í Iþöku við Comellhá- skóla í New York-fylki hefur aö geyma 33.000 bindi íslenskra bóka. Daniel Willard Fiske, prófessor og Islandsvinur var stofnandi þessa safns. Halldór Hermannsson var lengi bókavörður þar en nú gegnir Vilhjálmur Bjamar því starfi. Helgi Pétursson fréttamaður ræðir við Vilhjálm og hann sýnir ýmsar merk- ar bækur og handrit, það elsta skinn- handrit af Jónsbók frá 15. öld. 21.25 Framabrautin. Finnskt sjón- varpsleikrit um sveitafjölskyldu á krossgötum. Sonurinn hefur strokið úr herþjónustu og dóttirin gerst fatafella. Gamli og nýi tíminn, sveitin og borgin era þær andstæður sem mætast í atburðarásinni. Þýðandi: Borg- þór Kjærnested. (Nordvision — Finnska s jónvarpið). 21.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 24. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Bangsinn Paddington. 20. þáttur. Teiknimynd ætluð bömum. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Sögumaður: Margrét Helga Jó- hannsdóttir. 20.40 Tónlist í Kína eftir tíma Maós. Ferðasaga píanósnillingsins og hljómsveitarstjórans Vladimirs Ashkenazys til Kina. Ashkenazy stjómar fQhaimíníuhljóm- sveit í Shanghai, leikur pre- lúdíur eftir Chopin fyrir gestgjafa sína og spyr þá spjörunum úr um líf og list í Kína. Þýðandi: Jón Þórarinsson. 21.45 Derrick. 4. þáttur. Veisla um borð. Fyrirtæki nokkurt heldur árshátíð úti á skemmtisnekkju. Þegar komið er aö landi vantar einn gestanna. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 25. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Meistarinn Shearing. Breskur tónlistarþáttur með blinda píanó- leikaranum og hljómsveitarstjór- anum George Shearing, sem er þekktur fyrir f jölhæfni sína og fág- aðan jassleik. 21.10 Babelshús. 4. hluti. Efni 3. hluta: Primus fær að fara heim. Gustav Nyström og Martina eiga nótt saman eftir stúdentaveislu. Hardy og Pirjo slíta samvistum. Primus fær gallsteinakast og er fluttur á Enskedespítala. Drykkja Bernts er farin að há honum í starfi. Þýðandi: Dóra Hafsteins- dóttir. 21.50 Flugstöðvarbyggingin í Kefla- vík. Umræðuþáttur. Stjórnandi: Ölafur Sigurðsson fréttamaður. 21.50 Dagskrárlok. \ Föstudagur 27. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Á döfinni. Þáttur um listir og menningarviðburði. Umsjónar- maður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Slegið á strengi. Hljómsveitin „The Blues Band” með söngvar- anum Paul Jones skemmtir með blústónlist á veitingastöðum i Lundúnum. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. Á föstudagskvöld kl. 21.15 rœðir brezki sjónvarpsmaðurinn David Frost vifl forsvarsmenn og and- stœðinga hreyfingar þeirrar i Bandaríkjunum sem m.a. stöðv- afli gerð á „Löflri". Meirihlutinn siðprúfli (Moral majority). 21.15- Meirihlutinn siðprúði. — (The Moral Majority). Breski sjón- varpsmaðurinn David Frost ræðir við forvígismenn „Siöprúða meiri- hlutans” og helstu andstæðinga hans. Meirihlutinn siðprúði er íhaldssöm umvöndunarhreyfing sem fer nú eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Með Biblíuna aö vopni fordæma forustumenn hennar frjálslyndi og lausung á öllum sviðum, skipuleggja bóka og hljómplötubrenrur og bannfæra sjónvarpsþætti og stjórnmála- menn. Þýöandi: Bogi Amar Finn- bogason. 22.10 Dagbók hugstola húsmóður. (Diary of a Mad Housewife). Bandarisk bíómynd frá 1970. Leik- stjóri: Frank Perry. Aðalhlut- verk: Carrie Snodgress, Richard Benjamin og Frank Langella. Tina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.