Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1982, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST1982.
21
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
.ANDIC
’RITING
TODAY
grafíkmynd eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Myndin
þrjátíu rithöfundar eru kynntir i heftinu.
-ihh.
rgir
•afninu
Fimmta sinfónía
Mahlers frum-
flutt á íslandi
Sjötta Zukofsky-námskeiðið
stendur nú yfir, en það er haldið á
vegum Tónlistarskólans i Reykjavík.
Aðrir hljómsveitartónleikar nám-
skeiðsins verða haldnir í Háskóla-
biói á morgun klukkan 14. Á tónleik-
unum verður sinfónia nr. 5 eftir
Gustav Mahler frumflutt á Islandi.
Verkið tekur sjötíu og fimm mínútur
í flutningi. Um 100 manns munu taka
þáttítónleikunum.
Flestir þátttakendur í Zukofsky-
námskeiöinu eru íslenzkir, en
tuttugu þátttakendur koma frá
útlöndum. Yngsti þátttakandinn er
tólf ára.
Hljómsveit Zukofsky-námskeiðs-
ins hefur lagt á sig mikla vinnu við
undirbúning hljómleikanna og
æfingar hafa staðið í sex tíma á degi
hverjum. Árangur æfinganna kemur
svo í Ijós á morgun. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Athygli skal vakin á því að enn eru
fyrirhugaðir tvennir kammertón-
leikar nemenda á Zukofsky-
námskeiðinu í næstu viku og loka-
hljómsveitartónleikar muiiu verða á
laugardaginn 28. ágúst.
-SKJ.
Zukofsky stjómar nemendum sínum á æfingu í iþróttasal Hagaskólans.
Listasafnið kynnir
landslagsmyndir
I Listasafni Islands stendur
sýning sem kölluö hefur verið Lands-
lag í íslenzkri myndlist. A
sýningunni eru verk eftir marga af
Myndlist
ástsælustu málurum þjóðarinnar og
má þar nefna Jón Stefánsson,
Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrím
Jónsson, og Jóhannes KjarvaL
Sýningin spannar breitt bil í
íslenzkri myndlistarsögu en elzti
Utigangshestar eftlr Jón Stefánsson
eru á landslagsmyndasýningunnl í
Listasafninu. DV-mynd Þó.G.
listamaðurinn sem á verk á
sýningunni, Þórarinn B. Þorláksson,
var fæddur 1867, en sá yngsti Þórður
Ben. Sveinsson, er fæddur 1949.
Myndunum á sýningunni í Listasafn-
inu er raðaö nokkum veginn í tíma-
röð.
Landslagsmálverkið hefur notið
mikilla vinsælda á Islandi og þaö er
forvitnilegt að fá vísbendingu um
það hvemig þessi grein myndlistar
hefur þróazt á 20. öldinni.
Listasafnið er opiö alla daga frá
klukkan 13.30 til 16.00.
Upplýsingar
Tilraunin mistókst
I blaðinu Dagskráin á Selfossi segir m.a. frá
því að tilraun, sem þar var gerð til að unga út
æðareggjum á sl. vori, hafi mistekist. Segir í
blaðinu um þaðm.a. á þessa leið: Eggin voru
öll glæný og talið hæpið að reyna útungun svo
nýrra eggja, m.a. af því að þau þola illa flutn-
inga og gæta þarf vel að hitastigi í flutn-
ingum. Þá höfðu rafmagnstruflanir orðið og
rafmagn farið af útungunarvélinni heila nótt
tvívegis. — Heimildarmaður Dagskrár bætir
því við að skaðinn geri mann hygginn. — Nú
verði beðið næsta vors.
Dagheimili fyrir
aldraða og öryrkja
I fréttabréfi Rauða kross Islands, RKI fréttir,
segir m.a. frá þvi að nú sé verið að innrétta
600 fermetra húsnæði í Armúla 34, að þar
verði rekiö dagheimili fyrir aldraða og
öryrkja sem taki til starfa með haustinu. —
Verði í húsinu þjónusta ýmiss konar, aöstaða
fyrir lækni, prest og félagsráðgjafa, borð-
salur og setustofa m.m. Þar veröur hægt að
taka á móti rúmlega 60 gestum í senn.
Húsnæöi þetta er í eigu SIBS, sem stendur að
rekstri þessa heimilis ásamt Félagi aldraöra
hér í bænum og Reykjavíkurdeild Rauðakross
Islands.
Tilkynningar
Hallgrimshátíð verður haldin í Hallgrims-
kirkju í Saurbæ sunnudaginn 22. ágúst, i til-
efni af að 26 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar.
Hátiðarguðsþjónusta hefst klukkan 14 og
þar mun herra Pétur Sigurgeirsson biskup
prédika. Þrír prestar þjóna fyrir altari og
tveir kórar syngja, en Asdis Kristmundsdóttir
syngur einsöng. Að lokinni guðsþjónustu
verða kaffiveitingar að Hlöðum.
Hátíðarsamkoma verður i kirkjunni
klukkan 16,30, þar sem læröir og leikir flytja
boðskap sinn i tali og tónum.
1 tengslum við kirkjuhátiðina heldur Hall-
grímsdeild Prestafélags Islands aöalfund
sinn. Formaður deildarinnar er sr. Jón
Einarsson prófastur í Saurbæ og með honum
eru í stjóm sr. Bjöm Jónsson á Akranesi og
sr. Ingiberg J. Hannesson á Hvoli.
Hótel Stykkishólmur
er með ferðatilboð fyrir alla þá ferðalanga
sem leið eiga um Snæfellsnes. Þaö býður gist-
ingu í 2 nætur og er morgunverður innifalinn,
auk þess siglingu með flóabátnum Baldri yfir
aö Brjánslæk með viðkomu í Flatey. Ef
farþegar óska eftir að dvelja i Flatey á meöan
báturinn fer að Br jánslæk gefst þeim kostur á
að fá far aftur með bátnum þegar hann fer til
baka. Tilvalið tækifæri til að slappa af í fögm
umhverfi og kynnast perlu íslenzkrar nátt-
úru. Ferðatilboðið gildir alla daga vikunnar.
Nánari upplýsingar fást á Hótel Stykkis-
hólmi.
Alþýðubandalagið
á Egilsstöðum
Hreppsmálaráð Alþýðubandalags Héraðsbúa
boðar til fundar að Tjamarlöndum 14 mánu-
daginn 23. ágúst kl. 20.30.
Dagskrá:
A. Kosning stjómar.
B. Starfsáætlun.
C. Gerð málefnasamnings.
D. önnur mál.
Til fundarins eru sérstakiega boðaðir allir
þeir frambjóðendur G-listans á Egilsstöðum
svo og allir þeir sem sitja í nefndum fyrir
Alþýðubandalagið. Allt áhugafólk er einnig
velkomið meðan húsrúm leyfir.
Hreppsmálaráð.
£0
Vilt þú verða
betri einstaklingur?
JC á Islandi hefur nýlega gefið út bækling eft-
ir Paul J. Meyer sem ber heitið: „Hvemig á
að efla eigin styrk”.
t bæklingnum er að finna hugmyndir um
hvemig öðlast megi velgengni í lífinu. Kaflar
bæklingsins heita: Viðhorf, hvatning að inn-
an, markmið, venjur, breytingar, eldmóður,
löngun, sjálfsimynd, sjálfstraust og vel-
gengni.
Bæklinginn er hægt að eignast með því að
senda 120 kr. ávísun til:
JC ísland
pósthólf 7142
107 Reykjavík
Isiana.
Skemmistaðir
ÞÓRSKAFFI: Þar mun dansinn duna um
helgina. Á neðri hæð er diskótek en á efri hæð-
inni skemmtir Dansbandiö gestum staðarins.
Húsið opnað kl. 10.
LEKHUSKJALLARINN: Þar verður lokað
til ágústloka.
GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó-
tekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er
diskósalur ’74, tónlistin úr safni ferðadiskó-
teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar
gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin
Glæsir leikur fyrir dansi i öðrum sal hússins
öll kvöld helgarinnar.
LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu
dansamir. Valgerður Þórisdóttir syngur við
undirleik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson-
ar.
HREVFILSHUSIÐ: Opið laugardagskvöld,
gömlu dansarnir.
HÖTEL BORG: Diskótekið Disa sér um
diskósnúninga bæði föstudags- og laugardags-
kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit
Jóns Sigurðssonar meö tónlist af vönduðu tagi
sem hæfir gömlu dönsunum.
HÓTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags-
kvöld munu hljómsveit Finns Eydal og
Helena skemmta í Súlnasalnum og dansinn
mun duna frá klukkan 10—3. Auk þess er
Grillið opið alla daga.
SIGTUN: Diskótek verður bæöi föstudags- og
laugardagskvöld.
ÖÐAL: Á föstudagskvöld verður Ásmundur í
diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á
sunnudag og að venju allir i banastuði.
SNEKKJAN: Á föstudagskvöld verður
Halldór Arni i diskótekinu en á laugardags-
kvöld mun hljómsveitin Metal skemmta
gestum staðarins.
ULLEN DULLEN DOFF skemmtir í Nes-
kaupstað fóstudagmn 13. ágúst, Egilsbúð.
Egilsstöðum laugardaginn 14. ágúst, Vala-
skjálf. Hornafirði sunnudaginn 15. ágúst,
Sindrabæ.
HLJOMLEKAR verða á laugardagskvöldið
21. ágúst í samkomuhúsinu Akureyri. Þar
mun Baraflokkurinn leika. Aðgangseyrir er
90 krónur.
BROADWAY: Þar verður opið föstudag og
laugardag frá kl. 10—3.00. Sunnudag er opið
frá 10—1.00. Hljómsveitin Galdrakarlar
leikur fyrir dansi öll kvöldin, auk þess verða
tizkusýningar.
HOLLYWOOD: Þar verður di 'kóte tið á fuUu
aUa helgina undir öruggri handleitslu hinna
sívinsælu diskótekara.
KLUBBURINN: Þar er opið föstudag og laug-
ardag frá 22.30—3.00. Hljómsveitin Móbidick
leUtur fyrir dansi og heldur öUum í fuUu fjöri;
auk þess eru 2 diskótek aUan tímann.
STUDENTAKJALLARINN: Jass verður i
StúdentakjaUaranum sunnudagskvöldið kl.
21. Þeir sem spUa eru Friðrik Karlsson,
Tómas Einarsson og valinn trommuleikari.