Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST1982.
21
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
meöal þeirra tæplega tuttugu hljómsveita er láta tll sfn heyra i
Melavellinum á morgun.
:ssunni erlendis fyrir
likvarða. Hún verður
tival á Melavelli
íslandsmælikvarða
Þeyr og Baraflokkurinn, Pungó & Daisy,
Kos, Ekki, Bandóðir, Vonbrigði, De
Thorvaldsens Trio Band, Stockfield Big
Nose Band, Reflex, Lola, Tappi Tíkarrass.
Purrkur heitinn Pillnikk, Þrumuvagninn og
Q14U. Það verður sem sagt rokk við allra
hæfi sem leikið veröur á Melavellinum á
morgun. Og vel að merkja, hugsanlega
verða öll lætin tekin upp, með plötuútgáfu í
huga.
1 fréttatiikynningu frá forráðamönnum
tónleikanna segir meðal annars um hljóm-
leikastaðinn: „Ýmsar byggingar munu rísa
upp s.s. stórt og mikið svið m/þaki og öllu,
veitingar verða nægar m.a. Festival pizzur,
hamborgarar, pylsuvagn oil. Einnig mun
rísa upp kaffistofa m/tilheyrandi.” Og síðar
í sömu fréttatilkynningu er látið að því
liggja að nóg verði af blöðrum á svæðinu og
kosy andrúmsloft.
Aðgangur á tónleikana verður frír fyrir tíu
ára og yngri svo og sextuga og eldri. Miða-
verð er tvöhundruð kall og er sá miði einnig
happdrættismiði frá S.A.T.T.
Flytjendur eru rétt undir hundrað víðs-
vegar að af landinu og það þarf væntanlega
ekki að taka það fram að meirihluti efnisins
er frumfluttur á festivalinu og allt efni að
sjálfsögðu frumsamið.
Þá er bara að mæta, því eins og
gárungarnir segja, þá verða þetta hljóm-
leikar aldarinnar á Islandsmælikvarða, al-
gjör tímamótakonsert.
SER.
ÞEGAR
SEKÚNDUR
SKIPTA MÁLI
—f ræðslukver um fyrstu hjálp
í umferðinni
Fyrsta hjálp í umferðinni heitir lít
ið fræðslukver sem Landssamband
hjálparsveita skáta hefur gefið út.
Þar ér tekið fyrir í stuttu og skýru
máli grunnatriöi í skyndihjálp.
Fyrstu mínúturnar eftir bílslys
geta skipt sköpum f yrir hinn slasaða.
Þess vegna skiptir miklu máli að
þeir sem fyrstir koma á slysstað viti
hvað á að gera. Enginn veit fyrir-
fram hvenær hann kemur að slysstað
þess vegna er þekking á skyndihjálp
nauðsyn. Þessi litla bók hjálpar
öllum til að öðlast grunnþekkingu á
skyndihjálp.
1 bókinni eru tekin fyrir ýmis
atriði, hvað gera skuli er komið er aö
slysstað, aðhlynning slasaðra, æfing-
ar í meðferð slasaðra og þau hjálpar-
gögn sem nauðsynleg eru.
Einföld atriði geta bjargað lifi og
sekúndur geta ráðið úrslitum, því er
þekking á grundvallaratriðum
skyndihjálpar nauðsynleg öllum.
Þessa dagana fæst bókin í
sýningarbás Landssambands
hjálparsveita skáta á Heimilis-
sýningunni í Laugardal og einnig í
Skátabúðinni. Markmið Landssam-
bandsins er að koma bókinni í sér-
hvern bíl þannig að allir vegfarendur
verði fróðari um það sem gera skal
ef komið er að sly sstað.
-JR.
Yerkleg æfmg:
ÆiiTi bverutg ríii .vt eigjn á hofu'ðiö opttar óndnnat
(NI-ytURTU.FflU.CM:
i. Afhuj*iA (i».-Avttmi<i. viiiLKrty/j: <kici viA s
tngu úa vó í.-.:ai> -í t« iwr.s. tr h»n»» .
'i. Opdíð l.'.f óiiri::nSV«ig‘A::Af
aír::r .-lihiiý*) «tw: hr.nn rmdsi fií -.'kki. t ylfrtsi i::c
>. C«-r>A vltirfui'íintil ráðsiafMÍi- ci nauösyn krvfur. -
il>:tv.vis;:<':/-rk:i. (W .. :•>) ÍK'rjiTt l>:.-\ö>r awla: ckxisjáFor
umhverfi og kynnast perlu islenzkrar nátt-
úru. FerðatilboðiS gildir alla daga vikunnar.
Nánari upplýsingar fást á Hótel Stykkis-
hólmi.
Sumarhátfð
Hin árlega sumarhátíð Félags ungra fram-
sóknarmanna i Arnessýslu verður haldin i
Ámesi laugardaginn 28. ágúst nk. og hefst kl.
21.30. Avarp flytur Amþrúður Karlsdóttir.
Skemmtiatriði. Hljómsveitin Rætur leikur
fyrir dansi.
tillen dúlien doff. Patreksf jörður fóstudaginn
27. ágúst, félagsheimilið.
BOLUNGARVlK laugardaginn 28. ágúst,
félagshcimilið.
HNÍFSDALUR laugardaginn 28. ágúst,
félagsheimilið.
SÚGANDAFJÖRÐUR sunnudaginn 29. ágúst,
félagsheimilið.
sam
Feröalög
Sumarferð
Hin árlega sumarferð Fríkirkjusafnaðarins í
Hafnarf iröi verður að þessu sinni farin austur
að Olfljótsvatni á sunnudaginn.
Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 10 f.h. Ekið verður um Kjós og
nesti snætt viö Asgarð eða i Vindáshlíð um
hádegisbil. Umhverfi skoðaö, en síöan haldið
að Þóreyjarfossi og þaðan fram haldið um
Kjósarskarð og Grafningsveg að Olfljóts-
vatni. Þar verður helgistund með nýja prest-
inum á staðnum, séra Rúnari Þór Egilssyni,
en hann er Hafnfirðingur og hefur unnið gott
starf á vegum bamastarfs Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði.
Eftir helgistundina verður staldrað við og
nágrenni staðarins skoðað og jafnframt gefst
fólki tækifæri til aö taka nestiö upp að nýju,
áður en lagt verður af stað heim um Þrasta-
skóg og er gert ráð fyrir að koma að Fríkirkj-
unni um kl. 17 um kvöldið.
Eins og getið er hér að framan er ætlast til
þess sem fyrr að fólk hafi með sér nesti sem
neytt verður um hádegisbil og um kl. 16 til
16.30: Ef veður leyfir verður matast úti, t.d. í
Vindáshlíð um hádegið og í nágrenni Ulfljóts-
vatns um kaffileytið.
Væntanlegir þátttakendur eru beönir að
skrá sig fyrir föstudagskvöld hjá safnaðar-
formanninum, Guðlaugi B. Þórðarsyni, sími
50303.
Ferðafélag íslands
Dagsferðír sunnudaginn 29. september:
1. kl. 09 Brúarárskörð — Rauðafell. Ekið upp
Miðdalsfjall inn á Rótarsand, gengið þaðan á
Rauðafell (916 m) og í Brúarárskörð. Verð kr.
250,-
2. kl. 13. Gengið meö Hengladalaá (á Hellis-
heiði). Verðkr.80,-
Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í
fylgd fullorðinna.
Sumarleyfisferðir:
1.26.-29. ágúst (4 dagar): Norður fyrir Hofs-
jökul. Gist í húsum á Hveravöllum og við
Tungnafell.
2. 27.-29. ágúst (3 dagar): Berjaferð. Gist í
svefnpokaplássi aö Bæ í Króksfirði. Brottför í
þessar ferðir er kl. 08.
Helgarferðir 27.-29. ágúst:
1. Þórsmörk. Gist í upphituðu húsi.
2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í
upphituðu húsi.
3. Hveravelli — Þjófadalir. Gist i húsi. Þetta
er síöasta ferðin á þessu sumri. Komið verður
við í Hvítámesi.
4. Alftavatn við Fjallabaksleið syðri. Gist í
húsi. Farnar gönguferðir í nágrenni áningar-
staða eftir því sem veður og aðstæður leyfa.
Nálgist farmiða tímanlega; enn er tími til að
njóta útiveru í óbyggðum. Farmiðasala og
allar upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu 3.
Ferðafélag tslands.
Útivistarferðir
Helgarferðir
27.-29. ágúst
1. Föstudagur kl. 20. Sprengisandur — Hall-
grímsvarða. Gist í húsi. Víglsa Hallgríms-
vörðu í miðju landsins. Varðan er reist til
heiðurs hinum þjóðkunna ferðagarpi Hall-
grími Jónassyni, kennara og rithöfundi, sem
verður með í ferðinni. Allir velkomnir.
Einstök ferð.
2. Föstudagur kl. 2ÚÞórsmörk. Gist í nýja Uti-
vistarskálanum. Gönguferðir fyrir alla.
Dagsferðir
sunnudaginn 29. ágúst
1. kl. 8 Þérsmörk. Verð kr. 250,- (Ath. hálft
gjald fyrir 7—15 ára).
2. Kl. 13. Þyrill — Síldarmannabrekkur.
Gönguferð fyrir alla. Verð kr. 150,-. Frítt f.
börn m. fullorðnum. Farið frá BSI, bensín-
sölu. Farmiðar og upplýsingar á skrifstofunni
Lækjargötu6a, s: 14606. Sjáumst!
Ferðafélagið Otivist.
Skemmistaðir
ÞÖRSKAFFI: Þar mun dansinn duna um
helgina. Á neðri hæð er diskótek ená efri hæð-
inni skemmtir Dansbandið gestum staðarins.
Húsið opnað kl. 10.
LEIKHÓSKJALLARINN: Þar verður lokað
til ágústloka.
GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó-
tekinu um helgina frá klukkan 10—03, þaö er
diskósalur ’74, tónlistin úr safni ferðadiskó-
teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar
gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin
Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins
öll kvöld helgarinnar.
LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu
dansamir. Valgerður Þórisdóttir syngur við
undirleik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson-
ar.
HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld,
gömlu dansamir.
HÖTEL BORG: Diskótekið Dísa sér um
diskósnúninga bæöi föstudags- og laugardags-
kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit
Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduðu tagi
sem hæfir gömlu dönsunum.
HÖTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags-
kvöld munu hljómsveit Finns Eydal og
Helena skemmta í Súlnasalnum og dansinn
mun duna frá klukkan 10—3. Auk þess er
Griliiö opið alla daga.
SIGTON: Diskótek verður bæði föstudags- og
laugardagskvöld.
ÖÐAL: A fóstudagskvöld verður Asmundur í
diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á
sunnudag og aö venju allir í banastuði.
SNEKKJAN: A Fóstudagskvöld verður
Haildór Ami í diskótekinu en á laugardags-
kvöld mun hljómsveitin Metal skemmta
gestum staöarins.
VILLTI TRYLLTI VILLI: A föstudags- og
laugardagskvöldið mun diskóið duna á fullu
undir öruggri handleiðslu Jóns Axels, Gunna
og Ivars og er allt liðið í bænum 16 ára og
eldra velkomið. Munið passann því að Finn-
bogi svarti verður í dyrunum. Stuðið stendur
yfir frá kl. 21—03. Svo á sunnudaginn dynur
fjölskyldudiskóið frá kl. 14—17 og fyrir 13 ára
og eldri frá kl. 20—23.30.
BROADWAY: Þar verður opið föstudag og
laugardag frá kl. 10—3.00. Sunnudaginn
verður opið frá 10—1.00. Galdrakarlar leika
fyrir dansi öll kvöldin, auk þess sýnir dans-
flokkur Sóleyjar á sunnudagskvöldið.
HOLLYWOOD: Þar verður diskótekið á fullu
alla helgina undir öruggri handleiðslu hinna
sívinsælu diskótekara.
KLOBBORINN: Þar er opið fóstudag og
laugardag frá kl. 22.30—3.00. Hljómsveitin
Móbidik leikur fyrir dansi; auk þess verða 2
diskótek undir handleiðslu hinna sívinsælu
diskótekara.