Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST1982. BING & GRONDAHL KYNNIR FJÖLBREYTNIPOSTULÍNS Dönsku postulinsverksmiöjurnar Bing & Grendahl opnuðu í gær list- sýningu aö Kjarvalsstöðum. A sýningunni getur aö líta sjaldgæfa postuh'nsmuni, muni eftir islenska listamenn, verðmætt safn jólaplatta og verk eftir nútimalistamenn. Sýningin er fyrsta listsýning Bing & Grendahl hér á landi en áöur hefur f yrirtækið haldiö hér sölusýningar. A sýningunni á Kjarvalsstöðum eru fáeinar styttur gerðar eftir högg- myndum Bertels Thorvaldsen. Stytt- urnar eru úr ómáluðu og óglerhúð- uðu biskvípostulíni, en fyrstu munirn- ir sem Bing & Grendal framleiddu voru einmitt munir eftir Thorvald- senafþessutagi. Heildarsafn jólaplatta Bing & Grendahl hefur verið hengt upp á vegg á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að þarna er að finna nokkra platta sem hafa verið framleiddir sérstaklegafyrir Islandsmarkað. A ganginum fyrir framan Vestur- ¦ sal Kjarvalsstaða eru sýndir munir sem Bing & Grendahl fjöldafram- leiðir eftir verkum nútímalista- manna. Margir þessara muna eru alger andstæða bláu postulinsstytt- anna sem fyrirtækið er þekktast fyrir. Þessi hluti sýningarinnar ætti því að koma þægilega á óvart. Meðal nýjunga í framleiðslu verksmiðj- anna eru veggflísar eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, eða Rúnu. Munirnir frá Bing & Grandahl eru handskreyttir enn þann dag í dag og því eru engir tveir munir nákvæm- lega' eins. Einn af skreytingamönn- um Bing & Grandahl hefur f lutt verk- stæði sitt til Islands i tilefni af. sýningunni og þar gefst fólki tæki- færi til aö sjá stelliö Empire hand- skreytt. Tólf fyrirtæki keppa í borðskreyt- ingum á Bing & Gr^ndahl sýning- unni. Sýningargestir geta því aflað sér nýrra hugmynda að borðskreyt- ingum. Viltu skoöa Þórsmörk eða ganga með Hengladalsá? A mcðan Bing & Grondahl sýningin stendur eru fáanlegir pappadiskar til að nota í samkeppni um bestu diskaskreytinguna. Diskarnir fást hjá öllum umboðsmönnum Bing & Grondahl og hver búð veitir styttu í fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. Bing & Grondahl sýningin stendur aðeins í fimm daga og henni lýkur næstkomandi mánudagskvöld. Sýningin er opin alla dagana frá klulikan 14 til 22. -SKJ. Aðalferð Utivistar um helgina verður á Sprengisand. Lokið verður við gerð Hallgrímsvörðu. Byrjað var á henni í fyrra. Hún er reist til heiðurs Hallgrími Jónassyni, kenn- ara og rithöfundi. Hin helgarf erð Utivistar er í Þórs- mörk. Þar verður gist í skála félags- ins í Básum. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar frá Umferðarmið- stöðinni klukkan 20 á föstudags- kvöld. Á sunnudaginn verða tvær ferðir á vegum Utivistar. Klukkan 8 verður lagt af stað í Þórsmörk. I Hvalf jörð verður farið klukkan 13. Þar verður gengið á Þyril. I dagsferðirnar , klukkán 13. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni í allar ferð- irnar og er heimkomutími um kvöld- matarleytið á sunnudag. -GSG. Fjölbreytnin i listmunum frá Bing & Grondahl er mikil. Hér sést sýnishorn af bvitum styttum sem sýndar eru á K jar valss töðum. DV-mynd Þ6. G. Ferðalög ; verður einnig lagt af stað frá ! Umferðarmiðstöðinni. Heimkomutími hjá Utivist er um kvöldmatarleytið á sunnudag úr ölluin ferðunum. Ferðafélag Islands fer i fjórar helgarferðir klukkan 20 á föstudags- kvöld. Farið verður í Þórsmörk. j Einnig verður ferð í Landmanna- ; laugar og Eldgjá. Þriðja ferð Ferða- i félagsins er Fjallabaksleið syðri að '¦. Álftavatni. Að lokum verður fjórða helgarferðin á Hveravelli, með við- komu í Hvítárnesi. Er þetta síðasta f erð sumarsins á þessar slóðir. A sunnudaginn verða tvær dags- i fe'rðir á vegum Ferðafélagsins. Sú j fyrri er í Brúarskörð og Rauðafell. 1 Lagt verður af stað klukkan 9. I | seinni ferðinni verður gengið með- fram Hengladalaá og hefst sú Heimsfræg andlit íLista- safni alþýðu Denise Colomb tðk Vasarelyáriðl967. mynd af fransk-ungverska myndlistarmanninum Verk franska ljósmyndarans Denise Colomb eru nú til sýnis í Listasafni alþýðu. Arið 1948 hófst ljósmyndaferill Colomb og í fyrstu tók hún aöeins fjölskyldumyndir jafnframt þvi sem hún æfði sig i myrkraherberginu. Þannig kynntist hún möguleikum tjáningarmiðilsins. Nokkrum árum seinna sá skáldið Antonin Artaud myndir Denise og sat fyrir hjá henni. Kynni hennar af skáldinu urðu afdrifarík því eftir að hún myndaði það hóf hún að ljós- mynda ýmsa heimsþekkta lista- menn. t ljósmyndum sínum af listamönn- ;um reynir Denise Colomb að höndla „falinn sannleika" sem er í senn , listamaðurinn og verk hans. 1 formála að sýningarskrá fyrir jsýningu Colomb er vitnað til um- jmæla hennar um listgreinina ljós- I myndun: „Því eins og hún segir sjálf iþá er túlkun og tjáning ljósmynd- : arans ekki „uppfinning í eiginlegri merkingu heldur umfram allt ákveð- iö val, sem getur allt eins verið leiftursýn augnabliksins." A sýningunni i Listasafni alþýðu getur að líta ljósmyndir af mörgum heimsfrægum manninum. Meðal þeirra má nefna: Chagall, Braque, Miro, Lansky, Le Corbusier, Picasso, Max Ernst og þannig mætti lengitelja. Sýningin í Listasafni alþýðu er | opin frá klukkan 14 til 22, en henni 1 lýkur nú á sunnudagskvöld. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.