Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 6
22 DV. FÖSTUDAGUR 27. AGUST1982. Matsölustaðir REYKJAVÍK ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og 29355: Opiö kl. 9—24 alla daga. Vinveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnu- dögum. ASKUR, Suöurlandsbraut 14. Sími 81344: Opiö kl. 11-23.30. TORFAN Amtmannsstíg, sími 13303: Opiö alla daga vikunnar frá klukkan 10.00—23.30. Vínveitingar. KOKKHÚSBD Lækjargötu 8, sími 1034 0 : Opið alla daga vikunnar frá klukkan 9.00- 21 nema sunnudaga er opiö frá klukkan 10.00—21.00. TOMMABORGARAR Grensásvegi 7, sími 84405: Opiöalla dagafrá klukkan 11.00—23.00. SVARTA PANNAN á horninu á Tryggvagötu og Pósthússtræti , sími 16480: Opið alla daga frá klukkan 11.00—23.30. GOSBRUNNURINN Uugavegi 116, sími 10312. Opið virka daga frá klukkan 8.00—21.00 og sunnudaga frá klukkan 9.00—21.00. ASKUR, næturþjónusta, simi 71355: Opið á föstudags- og laugardagsnóttum til klukkan, 5.00, sent heim. WINNIS, Laugavegi 116, sími 25171: Opið alla daga vikunnar frá klukkan 11.30—23.30. LÆKJARBRÉKKA viö Bankastræti 2, sími 14430: Opið alla daga frá klukkan 8.30—23.30 nema sunnudaga, þá er opið frá klukkan 10.00—23.30. Vínveitingar. ARNARHÖLL, Hverfisgötu 8-10, sími 18833: Opið alla virka daga í hádeginu frá klukkan 12.00—15.00 og alla daga frá ki. 18.00—23.30. Á föstudags og laugardagskvöldum ieika Magnús Kjartansson og Finnbogi Kjartans- son í Koníakklúbbnum, vínveitingar. MENSA, veitingastofa Ijekjargötu 2, 2. hæð, simi 11730: Opiö alla daga nema sunnudaga frá klukkan 10.00—19.00 og sunnudaga frá klukkan 14.00—18.00. POTTURINN OG PANNAN, Brautarholti 22: Opiðfrá 8.00-23.30. RÁN, Skólavörðustíg 12, simi 10848: Opiðj klukkan 11.30—23.30, léttar vínveitingar. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Oðinstorg. Sími 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10- 23.30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Sími 82200: Opið kl. 7—22. Vínveitingar. HOLLYWOOD, Armúla 5. Borðapantanir í síma 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vikunnar. Vinveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11-23.30. HOTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir í síma 21011. Opiö kl. 12—14.30 og 19—23.30. Vínveitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir í síma 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vínveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagaröi 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. Vínveitingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opið alla daga kl. 9—22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opið 8-24. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í sima 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Sími 11340. Opið kl. 11-23.30 alla daga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir í síma 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnu- daga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. ÞÓRSCAFE,. Brautarholti 20. Boröapantanir í síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vinveitingar. AKUREYRI ' BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Suni 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11.30— 14 og 18.30—21.30. Vínveitingar., HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87—89. Sími 96— 22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vínveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1-3. Borðapantanir í síma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnudaga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og iaugardaga. Matur er fram- reiddur í Snekkjunni á laugardögum kl. 21— 22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opiö kl. 9.30—21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttarvínveitingareftirkl. 18. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Ameríska kvikmyndavikan framlengd fram á sunnudag Ameríska kvikmyndavikan hefur nú veriö framlengd til 29. ágúst. Sýningar fara fram í Tjarnarbíói. Sjö kvikmyndir veröa sýndar áfram. Þær eru: Kaffistofa kjamorkunnar, leikstýrðafKevin og Pierce Rafferty og Jayne Loader. Einstök heimildar- kvikmynd sem unnin er úr gömlum áróöurskvikmyndum Bandarikja- stjómar um kjarnorkusprengingar og áhrif þeirra. Sýnt er á kaldhæðnis- legan hátt hvemig stjórnvöld og f jöl- miölar reyndu að telja almennningi trú um ágæti kjarnorkusprengj- unnar fyrir 30 árum. Kaffistofan verður sýnd kl. 7, föstudag og kl. 9 laugardag og sunnu- dag. Hjartaland, leikstýrð af Richard Pearce. Landnám Vestursins séö frá sjónarhóli konunnar. Frábærlega gerö kvikmynd sem lýsir vel erfið- leikum frumbyggja í Wyomingfylki upp úr aldamótum. Hjartaland verður sýnd klukkan 9 föstudag, kl. 3 laugardagogkl. 5 og 9sunnudag. Clarence og Angel, eftir Robert Gardner. Raunsæ og áhrifamikil lýs- ing á lífi tveggja hörundsdökkra drengja í Harlem fátækrahverfinu í New York. Ein af fáum myndum sem gerð er af svertingjum og fjallar umsvertingja og vandamál þeirra. Clarence og Angel er á dagskrá laugardagkl. 11. Neðanjarðarknaparnir, eftir Amos Poe. Ovenjuleg kvikmynd sem fjall- ar um líf þeirra sem búa á útjarði þjóðfélagsins. Eitthelsta verk amer- ísku nýbylgjunnar sem á upptök sín á neðri hluta Manahattaneyju. Sýndkl. 9 laugardag. Tylftirnar, leikstjórn Christina Dali og Randall Conradd. Kvikmynd sem gerö er af konu og fjallar um unga afbrotakonu sem reynir að aðlagast þjóöfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fangelsi. Sýnd kl. 7 sunnudag, ki. 11 föstudag. Hinir sjö frá Secausus snúa aftur, leikstýrö af John Sayles. Gamansöm lýsing á lífi nokkurra róttæklinga sjöunda áratugarins tíu árum síðar. Amerísk hliðstæða myndarinnar Jónas sem verður 25 ára árið 2000 eftir Tanner. Myndin er sýnd kl. 5 föstudag og llsunnudag. ás. „CUP FINAL” — stóri íþróttaviðburður helgarinnar Stóri viðburðurinn á iþróttasviöinu um þessa helgi er „CUP FINAL” á Laugardalsvellinum á sunnudaginn kl. 14.00. Þar leika til úrslita í bikar- keppni KSI í knattspymu Faxaflóa- liðin úr 1. deildinni, Akranes og Keflavík. Er þar búist við fjörugum leik og mikilli stemmningu eins og jafnaná „Cupfinal”. Fyrir utan þennan stórviðburð er ýmislegt annað um að vera í íþrótt- unum um helgina eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir neðan: KNATTSPYRNA I kvöld — föstudag — leika í 2. deildinni á Laugardalsvellinum Fylkir—Þór Akureyri. Er það þýðingarmikill leikur því Fylkir berst við fall í 3. deild en Þór um að komast upp í 1. deildina. Keppnin í 2. deild heldur áfram á laugardaginn og veröa þá leiknir mikilvægir leikir. Völsungur— Þróttur N. á Húsavík, FH—Njarðvík í Hafnarfirði, Einherji—Þróttur R. á Vopnafirði og Reynir—Skallagrímur í Sandgerði. I úrslitakeppninni í 3. deildinni leika á laugardaginn Selfoss—Tinda- stóll og Víðir—KS. Er síðari leikur- inn mjög mikilvægur í keppninni um sætiö í 2. deild næsta ár, en í hinum er reiknað með aö Tindastóll sigri nokk- uð léttilega. Síðustu tveir leikirnir í úrslita- keppninni í riðlunum í 4. deild verða á laugardaginn. Á Reyðarfirði leika Valur og Reynir Árskógsströnd og í Garöabæ leika Stjarnan og Ármann. Báöir þessir leikir eru mjög þýðingarmiklir í 4. deildarúrslitun- um. Á Akureyri verður úrslitaleikurinn í 2. deild kvenna. Þar leika KA og Víöir Garöi. Þá á úrslitaleikurinn í „eldri flokki” að vera á laugardag- inn. Þar eiga Fram og Víkingur að mætast — það er að segja ef tekist hefur að redda kærum fyrir hom og fá viðunandi völl til að leika á. Allir þessir leikir verða á laugar- daginn, en á sunnudaginn verður enginn knattspyrnuleikur nema bikarúrslitaleikurinn á milli Skaga- manna og Keflvíkinga á Laugardals- vellinum. GOLF Stóra mótið í golfinu um helgina er Afrekskeppni Flugleiða á Nesvellin- um á Seltjarnamesi. Þar mætast all- ir okkar bestu kylfingar og leika þeir 36 holur á laugardaginn og síðan aft- ur 36 á sunnudag. Ætti keppninni hjá þeim á sunnudaginn að verða lokið á milli kl. 16 og 18 og er öllum heimilt aöfylgjastmeð. Suðurnesjamenn vígja þrjár nýjar brautir á golfvellinum sínum um helgina, en þar fer Sparisjóðsmótið þá fram. Leika þeir sem em með 11. til 23 í forgjöf á laugardaginn en þeir sem hafa 0 til 10 í forgjöf á sunnu- dag. Tvö stórmót em á skrá á Norður- landi. Er það Siglufjarðar Open, sem verður í Sigló á laugardag og sunnu- dag. Samkvæmt skránni á svo Norðurlandsmótið að vera á Olafs- firði um helgina, svo að annað hvort mótiö hlýtur að þurfa að færa til. FRJÁLSAR ÍÞRÖTTIR Stóra mótið hjá frjálsíþróttafólki okkar um helgina er Unglingamót FRI. Hefst þaö á Laugardalsvellin- um í kvöld — föstudag — og lýkur á sama stað á morgun. Veröur þarna allur „toppurinn” af okkar yngra frjálsíþróttafólki og má búast við góðum árangri ef veður verður sæmilegt. -klp- Það fylgir því mikil gleði og mikill fögnuður að sigra í bikarkeppninni í knattspymu. Þessi mynd er af þeim Páli Pálmasyni og Siguriási Þorleifs- syni eftir sigur íþróttabandalags Vestmannaeyja í bikarkeppninni í fyrra. Þá léku til úrsiita ÍBV og Fram en nú er það Akranes og Keflavík. Fimmtíu ára vígsluafmæli Sigluf jarðarkirkju: FIMM FYRRVER- ANDIOG NÚVERANDI PRESTAR ÞiÓNA FYRIR ALTARI „Það hefir verið stórátak fyrir lít- inn söfnuð að eignast sitt eigiö safnaðarheimiii á svo skömmum tíma, sem raun ber vitni. En markinu er náð og er þaö m y ndarleg gjöf á merkum tímamótum.” Þannig segir meöal annars í bréfi sóknar- nefndar Siglufjarðarkirkju í tilefni af fimmtíu ára vígsluafmæli kirkj- unnar. Um helgina verður haldin mikil kirkjuhátíð á Siglufiröi af þessutilefni. Hátíðin hefst á laugardag kl. 14 með því aö biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir nýtt safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju. Síðan rekur hver dagskrárliöurinn annan og lýkur dagskránni með fjöldasöng. Daginn eftir verður hátíöarguös- þjónusta í Siglufjaröarkirkju. Þar predikar biskupinn, en fimm fyrr- verandi og núverandi sóknarprestur þjóna fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni býður systrafélag kirkjunnar til kaffisamsætis í safnaðarheimil- inunýja. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.