Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Qupperneq 5
DV. F ÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina verka sinna á sýningunni í Listmunahúsinu. DV-mynd: GVA. ‘á öðnim heimi” .arsen Ketill Larsen hefur aðallega sýnt í Reyk ja vik og Hveragerði og tvisvar í Danmörku. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14—22. -gb. tækni sem felst í því að blandaö er saman ljósmynd og teikningu. Til að undirstrika hugblæinn með myndunum er leikin rómantísk tón- list eftir Ketil af segulbandi. Ketill hefur sjálfur leikið þessa tónlist inn á segulband á píanó og hljóðfærin klið- hörpu og strokharmóníum en það eru hljóðfæri sem Magnús Guðnason uppf inningamaður hefur smiðaö. Ketill Larsen með tvær myndir sinar. Hulduhelma og Lítlnn sveitabc. Bókvikunnar: Vestræna eftir Lúðvík Krist jánsson: 0, blessuð mann- eskjan, hún á svo afskaplega bagt Eg verð að játa að ég er fremur lélegur lesandi sagnaþátta. Ein- hvern veginn finnst mér þetta oft vera keimlíkar sögur af svaðilförum í stórhríðum eða brimgörðum. Persónumar verða staðlaðar og maður f ær lítið að vita hvað þær voru eiginlega að hugsa, ef nokkuðvar. Af tilviljun þurfti ég að leita að upplýsingum í afmælisriti Lúðvíks Kristjánssonar. ÞaðheitirVestræna, kom út í fyrra, og inniheldur þætti eftir Lúðvik af ýmsu fólki, sem hann kynntist eöa haföi spumir af viö Breiðafjörð. Aður en ég vissi af var ég farin að lesa bókina af ákefð. Þarna morar allt af mannlýsingum sem em gerð- ar af óvengjulegu listfengi, og verða ljóslifandi. Þama er Páll, sem hvergi undi sér nema úti í Höskulds- ey á Breiöafirði. „Af honum bárust engar sögur um héruö. Það þótti ekki til frásagnar aö hafa róiö þrjátiu vertiðir úr Höskuldsey án þess að hafa nokkm sinni fengið sjó inn á sig.” En hann gleymdi heldur aldrei sjóferðabæninni áöur en hann lagöi út. Svo er sagt frá yndislegum konum. Asgeröi, sem kvaddi alla sína gesti með ilmandi reyrvisk, og Gróu, sem saumaði svo vel að haft var að orð- taki um þessar slóðir: Hún sveik aldrei saumstungan hennar Gróu. Og prestsfrúin sem sagði alltaf: 0, blessuð manneskjan, hún á svo af- skaplega bágt. Þar fékk ég loksins íslenska þýðingu á hinum frægu orð- um Strindbergs: Det er synd for maanniskorna. Enn má nefna örlagasögu Júbönnu Jónsdóttur, fyrstu konu sem gaf út ljóðabók á Islandi. Hún var i fjörutiu ár fátæk vinnukona í Breiðafjarðareyjum, flutti síðan til Ameríku og var þar enn fátækari í fjörutíu ártil viðbótar. Loks er ótorganlegur þáttur um kvonbænir. Geymst hafa bónorðs- bréf og svör við þeim til Friðriks Eggerz í Akureyjum frá þvi um miöja nitjándu öld, en hann átti þrjár girnilegar dætur. Ekki máttu þær hlaupa í fangið á hverjum sem var: ,,Ég veit dæmi til að álitlegustu menn og stúlkur hafa aðhyllzt þenn- an skaölega socialismus, að taka eitthvað sem væri hendi næst þegar þörfin kallaöi og binda foriög sín við það.” Hann notar ýmsar afsakanir til aö neita bóndasonum: „Sú elzta vill ekki giftast að svo komnu og ég held ekki eiga nema embættismann. Svona eru hugir unglinganna.” Seinna kemur fram að þessi dóttir hafði helst viljað vera ógift hjá foreldrunum meðan þau lifðu. önnur dóttir sturlast þrem dögum eftir að hún giftist gullsmiö, sem var tuttugu árum eldri en hún. Batnaði þó síöar og urðu Akureyjarsystur allar hinar merkustu konur, en tengdafaðirinn haföi hins vegar minni gleði af tengdasonunum en hann hafði vonað. ihh Bækur Hjónin í Torfabúð í Einarslóni, Asgerður Vigfúsdóttir og Jón Olafsson. Þau eignuðust átta börn, misstu mörg þeirra. En hugur þelrra var ævinlega eins og „tær vorhiminn yfir skjannahvitum jökli, gleði þeirra barasleg og hlý”. Norræna húsinu mánudaginn 6. sept. kl. 20.30. Fyrirlesari er John Gustavsen norskur blaða- maöur og rithöfundur. Fyrirlesturinn er öll- umopinn. Fyrirlestur hjá mormónum Oldungurinn Robert D. Hales, einn af valdhöf- um Kirkju hinna siðari daga heUögu (Mormónakirkjan), mun tala fyrir almetming í hátíðasal Háskóla lslands miðvikudaginn 8. september kl. 20.00. Allir velkomnir. Tilkynningar Light Nights fyrir erlenda ferðamenn Ferðaleikhósið, sem einnig starfar undir nafninu The Summer Theatre, er meö hinar vinsælu sýningar sinar á Light Nights aö Fri- kirkjuvegi 11, við Tjömina í Reykjavík. Sýningar eru fjórum sinnum i viku, þ.e. á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningamar kl. 21. Light Nights sýningamar eru sérstaklega færðar upp Ul skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið i Light Nights er allt islenskt en flutt á ensku, að undanskUdum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóösögur af huldufólki, tröUum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er lesið úr Egils- ■ sögu. Skemmtanir Jass í Stúdenta- kjallaranum A sunnudagskvöldið kl. 21 munu leika jass i StúdentakjaUaranum Tómas Einarsson, bassi, FriðrUt Karlsson, gítar, Sigurður Flosason, saxófón, Gunnlaugur Briem, trommur. Sumargleðin á Hótel Sögu Sumargleðin verður með skemmtidagskrá og dansleik að Hótel Sögu föstudag og laugar- dag. Fram koma: Bessi Bjamason, Omar Ragnarsson, Magnús Olafsson, Þorgeir Ast- valdsson, Ragnar Bjamason og hljómsveit. Húsið opnað kl. 19 en dagskráin hefst kl. 22. Ball í Félagsstofnun stúdenta Rauðsokkahreyfingin mun halda baU laugar- daginn 4. september í Félagsstofnun stúdenta frá kl. 10—03. Diskétekið Disa sér um fjörið. Kvikmyndir Amertska kvikmyndavikan i Tjarnurbíói framlengd. A laugardaginn verða sýndar. Kl. 15.00 Clarence og Angel. Þetta er fyrsta langa kvUunynd Roberts Gardners og er óvenju þroskað byrjandaverk. Myndin er næm lýsing á heimi og umhverfi liörunds- dökkra bama í Harlemhverfinu í New York. Kl. 17.00 Yfir-undir, skáhaUt niftur. Myndin er ein athygUsverðasta sem hinn pólitíski starfs- hópur Cinemanifest í San Francisco hefur staðiö aö (hefur ekki verið sýnd hér á landi áður). Kl. 19.00 Varanlegt fri (Permanent Vacation, punker in New York). Varanlegt fri lýsir bet- ur en nokkur önnur amerísk kvikmynd um langt skeið, hinni glötuðu kynslóö pönksins. Kl. 21.00 KaffUiús kjarnorkunnar er nýjasta kvikmyndin á þessari kvikmyndaviku og var hún frumsýnd fyrir nokkrum mánuðum i Bandaríkjunum og vakti þá strax óhemju athygli. Á sunnudaginn verða sýndar: Kl. 15.00 Tylftimar. Tylftirnar er sýnishorn af sjálfstæðri kvikmyndagerð í nágrenni Boston borgar sem í dag er samastaður allmargra sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna. Myndin er áhrifamikil lýsing á lífi ungrar stúlku sem reynir að samlagast þjóðfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fangelsi fyrir ávísana- fals. Kl. 17.00 Kaffihús kjarnorkunnar. Kl. 19.00 Yfir-undir, skáhallt niftur. Kl. 21.00 Hjartarland, myndin hlaut gullbjöm- inn á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1981. Kl. 23.00 Varanlegt frí. Skemmistaðir HÖTEL BORG: Diskótekið Disa sér um diskósnúninga bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduðu tagi sem hæfir gömlu dönsunum. HÖTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags- kvöld munu hljómsveit Finns Eydal og Helena skemmta i Súlnasalnum og dansinn mun duna frá klukkan 10—3. Auk jjess er G-illið opið alla daga. HOLLYWOOD: Þar verður diskótekið á fullu alla helgina undir öruggri handleiðslu hinna sívinsælu diskótekara. KLÚBBURINN: Þar cr opið föstudag og laugardag frá kl. 22.30—3.00. Hljómsveitin Moby Dick leikur fyrir dansi; auk þess verða 2 diskótek undir handleiðslu hinna sívinsælu diskótekara. LINDARBÆiR: Laugardagskvöld, gomtu dansarnir. Valgerður Þórisdóttir syngur við undirieik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson- ar. SIGTÚN: Diskótek verður bæði föstudags- og laugardagskvöld. ODAL: A föstudagskvöld verður Ásmundur i diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á sunnudag og að venju allir í banastuði. SNEKKJAN: Á föstudagskvöld verður Halldór Ami i diskótekinu en á laugardags- kvöld mun hljómsveitin Metal skeramta gestum staðarins. VILLTI TRYLLTI VILLI: A fóstudags- og laugardagskvöldið mun diskóið duna á fullu undir öruggri handleiðslu Jóns Axels, Gunna og Ivars og er allt liðið í bænum 16 ára og eldra velkomið. Munið passann því að Finn- bogi svarti verður í dyrunum. Stuðið stendur yfir frá kl. 21—03. Svo á sunnudaginn dynur fjölskyldudiskóið frá kl. 14—17 og fyrir 13 ára ogeldrifrákl. 20-23.30. HREYFILSHUSIÐ: Opið laugardagskvöld, gömlu dansarnir. BROADWAY: A föstudags og laugardags- kvöld mun hljómsveitin Galdrakarlar sjá um fjörið og dansstúdíó Sóleyjar kemur og sýnir nýjasta dansinn. Einnig munu Módelsamtök- in koma og sýna gestum nýjustu tisku frá verslununum Blondie og Uröi. Húsið er opið frá klukkan 10—03 á sunnudag. ÞORSKAFFI: Þar mun dansinn duna um helgina. A neðri hæð er diskótek en á efri hæð- inni skemmtir Dansbandið gestum staöarins. Húsið opnaö kl. 10. LEDCHÚSKJALLARINN: Þar verður lokað til ágústloka. GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður i diskó- tekihu um helgina frá klukkan 10—03, það er diskósalur 74, tónlistin úr safni ferðadiskó- teksins. Grétar býöur alla velkomna og óskar gestum góörar skemmtunar. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öörum sal hússins öll kvöld helgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.