Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER19B2. „OVISSUFERP" EÐABERJAFERÐ Á SNÆFELLSNES Feröafélag Islands fer í Þórsmörk., klukkan átta á laugardagsmorgun. Vegna myrkurs veröur ekki farið á föstudagskvöld eins og veriö hefur í sumar enda árnar til alls vísar. " A föstudagskvbld klukkan 20 legg- ur Ferðafélagið upp í þrjár lielgar- ferðir. Fyrsta skal telja „óvissu- ferð". Veit þá enginn nema farar- | stjórinn hvert haldið verður. Einnig ! verður farið í Landmannalaugar og Eldgjá. Þriðja helgarferðin er ¦ F jallabaksleið syðri að Alftavatni. Tvaa^dagsferðir verða á vegum i Ferðafélagsins á sunnudag. Sú fyrri hefst klukkan 9. Verður farið á fflööuf ell og HlöðuveUi eftir linuveginum norðan Skjaldbreiðs. Seinni dagsf erðin verður f arin klukk- an 13. Þá verður gengið á Skálafell sunnan Hellisheiðar. Heimkomutimi úr öllum ferðum Feröafélagsins er um kvöldmatar- leytið á sunnudag. Lagt er af stað frá UmferðarmiðstöðinnL A vegum Utivistar verður farið í helgarferð á Snæfellsnes. Er ferðin hugsuð sem berja- og skoðunarferð. Gist verður að Lýsuhóli í Staðar- sveit. Utivist fer einnig í Þórsmörk. 1 báðar ferðirnar verður lagt af stað klukkan 20 á föstudagskvöld. Utivist verður með tvær dagsferðir á sunnudag. Sú fyrri hefst klukkan 10.30. Verður gengið á Hengil, yfir Sporhelludal og í Grafning. Klukkan 13 verður svo lagt af stað í aðra ferð í Grafning og á Nesjavelli. Um er að ræða létta gönguferð f yrir alla. Utivist kemur úr öllum ferðum sinum um kvöldmatarleytið á sunnu- dag. Lagt er af stað frá Umferðar- miðstöðinni—vestan megin. •GSG. Sören Sass arkitekt, Janus Paludan sendlherra, frt Dyveke Helsted forstöoumaour Thorvaldsenssafns, Bjarne Jörnes, Eva Henchen og Sören Rasmnssen safnverðir við lágmynd Thorvaldsens „Nóttin" sem gerð var f Róm áriðj 1815. ,- - - • DV-mynd: Bj. Bj. Thorvaldsen á — Fyrsta sýning á verkum hans hér á landi Nú fara að verða síðustu f orvöð að verða sér útí um ber. Bertel Thorvaldsen var einn fræg- asti listamaður Evrópu um sina daga. Næstkomandi f östudag verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans að Kjarvalsstöðum. Sýningin kemur frá Thorvalsenssafni í Kaup- mannahöfn. Þetta er i fyrsta sinn í 134 ára sögu Thorvaldsens- safns sem staðið er að sýningu á verkum hans á erlendri grund og jafnframt i fyrsta sinn sem haldin er sýning á verkum hans hér á landi. Bertel Thor valdsen var islenskur í fóðurætt, sonur Gottskálks Þorvalds- sonar tréskurðarmanns, en móðir bans var dðnsk og ólst hann upp i Danmörku. Hann nam dráttlist og höggmyndalist í Danmðrku og síðar í Rómaborg þar sem hann bjó lengst af ævinnar. Hann varð fyrir miklum áhrifum af fornrómverskri list og varð einn helsti frumkvöðull ný- klassísku stefnunnar. Eftir 40 ára dvöl í Róm fluttist Thorvaldsen aftur heim til Kaupmannahafnar 1838 og lést þar 1844 f jórum árum áður en safn hans var opnað. A Thorvaldsenssafni eru 860 verk en mikill f jöldi verka hans er dreifð- ur viða um lönd. Af verkum hans liér á landi er til dæmis skírnarfonturinn í Dómkirkjunni sem hann „gaf ætt- jörð sinni" eins og segir í áletrun á fontinum frá 1827, enda fór hann aldrei i grafgötur um uppruna sinn. Til lslands kom hann þó aldrei. A þusund ára afmæli Islands- byggðar gaf Kaupmannahamarborg landsmönnum sjálfsmynd Thorvald- sens og stóð hún fyrst á Austurvelli en var árið 1931 flutt yfir í Hl jómskálagaröinn. Meðan á sýning- unni stendur prýðir styttan garð Kjarvalsstaða. A sýningunni er einn- ig brjóstmynd af Jóni Eirikssyni konferensráði úr eigu Þjóðminja- safnsins og marmaramynd af Gany- medesi sem Listasafn Islands á. öll önnur verk, 75 talsins, koma frá Thorvaldsenssafninu í Kaupmanna- höfn og er sýningarsvæðinu á Kjarvalsstöðum skipt í herbergi sem likjast sölum safnsins í smækkaðri mynd. Hugmyndina að safninu átti sendi- herra Dana á Islandi, Janus Paludan, sem er mikill aðdáandi Thorvaldsens. Frú Dyveke Helsted forstöðumaður Thorvaldsenssafns hefur unnið að uppsetningu sýningarinnar ásamt Sören Sass arkitekt og samvörðunum Evu Henchen, Bjarne Jömæs og Sören Rasmussen. Af hálfu Islendinga hafa' unnið Julíana GottskáJksdóttir list- fræðingur og Stefán Halldórsson ásamt ÞóruKristjánsdóttur listráðu- nauti Kjarvalsstaöa og fleirum. I tilefni af sýningunni hefur verið gefið út veglegt rit og er Kristján Eldjárn fyrrverandi f orseti einn af höfundum þess. Kristján er sérstakur verndari sýningarinnar ásamt Ingiriði drottn- ingu. Við opnun sýningarinnar munu Einar Hákonarson stjórnarformaður Kjarvalsstaöa og Bent Nebelong stjórnarformaður Thorvaldsens- Astarguðlmi Amor og bio mennska stúlka Psykke hafa sameinast aftur og lyf tir hún skál með ódáinsvfni að vörum sér. DV-mynd: Bj.Bj. sams og borgarstjóri i Kaupmanna- höm Qytja ávörp en siðan mun for- seti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, opna sýninguna. Sýningin verður á Kjarvalsstöðum í tvo mánuði og opin daglega frá kl. 14—22. Aögangur er ókeypis. -gb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.