Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1982, Blaðsíða 2
18 DV. FÖSTUDAGUR15. OKTOBER1982. Sjónvarp Töfrabúrið við Tíberf I jót—sjónvarp sunnudag kl. 22.25: Um Skandínava í Róm Áriö 1980 fagnaöi Skandinaviska félagiö í Róm 150 ára afmæli sínu. Af því tilefni geröi Daninn Tue Ritzau kvikmynd um sögu félagsins og hina mörgu skandinavísku listamenn sem dvaliö hafa í Róm. Myndin er gerö með stuðningi Norræna menningar- sjóösins. Hún verður sýndí sjónvarpi' næstkomandi sunnudag og nefnist Töfrabúriö viö Tíberfljót. Upphaf Skandínavíska félagsins i Róm má rekja til skáldsins Ludvig Bedcher sem lagði til vísi aö bóka- safni er hann yfirgaf borgina 1830. Bókasafniö stækkaði og varö aö af- drepi þar sem Skandinavar gátu komið og rætt saman á móöurmálun- um. Meö hjálp danska etatsráösins Collins fengust fleiri bækur og peningar svo árið 1833 var hægt að fagna formlegri stofnun félagsins. I Róm var alltaf slæðingur af skandínavískum mennta- og lista- mönnum. Má þar aö sjálfsögöu nefna Bertel Thorvaldsen en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hans á Kjarvalsstööum. Á sýningunni eru meöal annars heimildir um lif skandínavískra listamanna í Róm á síðustu öld. Meðal listamannanna í Róm voru einnig skáldin H.C. Andersen og Henrik Ibsen sem reyndar bjó mikinn hluta ævi sinnar þar. Skandinavarnir sem slæddust til Rómar sóttu aö sjálfsögöu lista- mannakaffihúsiö Greco en túristum til frekari glöggvunar er þaö kaffi- hús enn við lýöí og starfrækt í stræt- inu sem liggur beint upp aö Spænsku þrepunum. Hvaö þaö heitir man ég ekki en þaö kemur ekki að sök því kaffihúsiö er bæði ljótt og leiðinlegt. -gb. Einn af frægustu skandínavísku listamönnunum sem dvalist hafa i Róm var myndhöggvarinn Bertei Thorvaldsen. Gene Hackman og Al Pacino i hlutverkum sinum i Fuglahrœðunni sem sýnd verður föstudaginn 22. okt. kl. 22.15. Sunnudagur 24. október 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Vig- fús Þór Árnason flytur. 18.10 Stundin okkar. I þættinum veröur meöal annars fariö í heim- sókn í reiöskóla. Söngflokkurinn MARtA frá Seyðisfirði skemmtir. Landkynning veröur aftur á dag- skrá. Brúöumyndasagan um Ró- bert og Rósu í Skeljafirði heldur áfram og sýndur veröur síöari hluti Lappa. Umsjónarmaður er Bryndís Schram en stjórnandi upptöku Kristín Pálsdóttir. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Glugginn. Þáttur um listir, David Niven og Anna Karina i hlutverkum sínum í kvikmyndinni Mislit hjörð sem verður á dagskránni laugardaginn 23. okt. kl. 21.45. menningarmál og fleira. Dag- skrárgerð: Áslaug Ragnars, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Andrés Indriðason og Elín Þóra Friðfinns- dóttir. 21.40 Schulz i herþjónustu. 3. Efni 2. þáttar: Eftir ýmsa erfiöleika, sem Schulz á ríkan þátt i að leysa, get- ur Neuheim hafiö seðlaprentun. Schulz á aö svífa til jaröar á Bret- landi meö tvær milljónir punda til dreifingar. Þýöandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.30 Stjóraandi aö starfi. Bresk mynd um italska hljómsveitar- stjórann Claudio Abbado, sem áður stjóraaöi hljómsveit Scala- óperunnar í Mílanó, en er nú aðal- stjóraandi Lundúnasinfóníunnar. Þyöandi Jón Þórarinsson. 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudaginn 20. okt. ki. 21.15 verður Dalias á dagskrá. Opinber heimsókn nefnist annar þátturinn úr fálagsheimilinu sem verður á dagskrá laugardaginn 23. okt. kl. 21.00. nefndin ákveöur því að fagna hon- um veglega í félagsheimilinu. 21.45 Mislit hjörö. (Before Winter Comes). Bresk bíómynd frá 1968. Leikstjóri J. Lee Thompson. Aðal- hlutverk: David Niven, Topol, Ori Levy, Anna Karina, John Hurt. Myndin gerist í Austurríki eftir lok heimsstyrjaldarinnar og lýsir samskiptum heraámsliöa Banda- manna innbyröis og viö heima- menn. Þýðandi Öskar Ingimars- son. 23.30 Dagskrárlok. Afgreiðsla ÞVERH0LT111 Komið og seljið og vinnið ykkur inn vasapeninga SIMINN ER 27022] LAUS STAÐA Staöa bifreiöaeftirlitsmanns viö Bifreiðaeftirlit ríkisins á Húsavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir berist Bifreiöaeftirliti ríkisins, Bíldshöföa 8, fyrir 28. þ.m. á þar til geröum eyðublöðum, sem stofnunin lætur í té. Reykjavik, 11. október 1982. Bifreiðaeftirlit ríkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.