Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Side 6
6
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
Það er vonlitið að mæla hversu mikil áhrif bókin hefur haft á lesendur allt
frá þvi hún kom fyrst fram. En vissulega hljóta þau að vera og hafa verið
gífurleg, þó ekki sé litið til annars en hversu mikinn fróðleik hún geymir
okkur um menningu og sögu forfeðra okkar. Það má segja að ef bókarinn-
ar hefði ekki notið við, væri þekking okkar á fortiðinni svo til engin. Það
segir okkur sitt um gildi bókarinnar.
í dag þykir enginn maður með mönnum nema hann eigi vissan metra-
fjölda af bókum á veggjum heimilis sins. Hróðugir benda menn á fjölda
bóka sinna þegar gesti ber að garði, tina sjaldgæfa titla út úr hillunum og
handleika fyrir framan gestsaugað sem um gull sé að ræða. Og i vissum
skilningi má svo sem likja þessum tveimur hlutum saman. Gamlar bækur,
sjaldgæfir titlar, fyrstu útgáfur frægra bóka; allt telst þetta til fágætra dýr-
gripa nú til dags — og verðmæti sumra þeirra er gulls igildi. Bókin er þvi að
nokkru leyti fasteign, hlutur sem menn veðja á einn daginn og kaupa, i von
um að hróður hennar vaxi með árunum og þeir geti selt á efri árunum, og
notið andvirðisins rikulega um ævikveldið.
En það er ekki ætlunin að fjalla um bókina sem slika á þessum siðum.
Framangreind orð eru aðeins sett á blað til að minna fólk á hversu mikils
virði bækur þær sem verið er að prenta þessa dagana munu reynast börn-
um okkar að öld liðinni. Þá er ekki einungis átt við verðgildi þeirra, heldur
einnig hversu sterk ávisun hún verðurþeim á liferni og hugsanagang okkar
tuttugustualdarfólksins.
En sem sagt, nóg um bókina sem slika. i eftirfarandi orðum verður gerð
svolitil grein fyrir hvernig bækur verða til i dag. Við sleppum höfundar-
þættinum, en gluggum þess heldur inn i undraheim prentsmiðjunnar og fá-
um að fylgjast með vinnslu hennar þar innan dyra.
Bókin settirétta leturstærð og lengd lina.
Brotið um og limt upp á siður, siðan prófarkalestur.
af M BJ. tpfm
semhægt
er aðfletta!
— en hvernig verða bækur til?
.upp sett bókarörk IJósmynduð, Ijósmyndum svo skeytt inn i film-
una. . .
Setning, umbrot,
prófarkir lesnar. . .
Fyrsta verk eftir aö forlag afhendir
prentsmiðju handrit að bók er aö
ákveöa hver leturstærö bókarinnar
eigi aö vera, brot hennar eða stærð og
önnur uppsetning. Þetta gerir prent-
smiðjan í samráöi við bókaforlagið, í
sumum tilvikum einnig í samráði við
höfund.
Eftir þessa ákvörðun er handritiö
tekið og sett inn á tölvuborð. Þaö nefn-
ist setning. Þar er handritiö sett í
þeirri leturstærð og lengd lína sem
bókináaðveraí.
Þá eru prófarkir lesnar, leiðrétting-
ar unnar og síðan er brotið um. Um-
brotiö ákvarðar lesmálið niður á síöur
og myndum er ákvaröaður þar staöur
ef þær eru fyrir hendi.
Eftir að umbroti lýkur eru síður sett-
ar upp á örk. Loks er örkin ljósmynd-
uð.
Filman er tekin úr framköllun og
þeim ljósmyndum sem eiga aö vera í
bókinni skeytt inn í filmuna. Hver
filma geymir venjulega sextán síður,
en þær samsvara einni örk í bók.
Ef bókin á aö vera búin litmyndum,
þá eru þær litgreindar þegar hér er
komiö sögu. Hver litljósmynd saman-
stendur af fjórum höfuölitum —
gulum, rauðum, bláum og svörtum —
og er hverjum þeirra raðaö niöur á
filmuna, allt eftir því hvar hver þeirra
á viö.
Að því loknu er filman lýst. Þar er
filman flutt yfir á ljósnæma plötu.
Þessu svipar aö nokkru leyti til þess
þegar venjuleg ljósmyndunarfilma er
framkölluð, en þá tekur framköllunar-
vökvinn við því sem hvítt var á film-
unni, öðru ekki. Þegar svo ljósnæma
platan hefur veriö framkölluö og les-
mál og myndir síðnanna hafa komið
fram í sínum eölilegu litum, er
plötunni komið fyrir í sjálfri prentvél-
inni — og prentun getur hafist.
Tekur við farva/
hrindir frá farva
Þegar um svart/hvíta prentun er aö
ræða prentast pappírinn á tveimur
plötum. Onnur hlið hans á hvora plötu.
Einkenni offsetprentunarinnar felst í
því að sá hluti platnanna sem hefur
framkallast tekur við vissum farva í
prentuninni en hinn hluti þeirra tekur
við vatni sem hrindir farvanum frá
sér. Þetta atriði ku aðskilja offset-
prentun frá annarri prenttækni. Þegar
svo plöturnar hafa prentað báöum
megin á pappírsörkina er hún tilbúin
inn í bókband. Ef hins vegar um lit-
prentun bókar er aö ræöa, prentast
pappírinn af fjórum römmum, sem
hver þrykkir einum höfuölit litasam-
setningarinnar á örkina.
En þá erum við sem sagt komin inn í
bókbandsdeildina. Fyrsta verkiö sem
bíöur arkanna þar er aö fara í gegnum
vél sem brýtur þær niður í fyrirfram
ákveðnar blaðsíðustærðir.