Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Side 12
12
DV LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
13
— Samar eru þjóö sem víða getur í
íslenskum fornsögum, voru þá nefndir
Finnar og einatt kenndir við fjöl-
kynngi. Síðan má heita að ríkt hafi hér
á landi þúsund ára þögn um huldubörn
norðurhjarans, nema hvað þeirra er
stuttlega getið í kennslubókum og þá
kölluð lappar. Hitt virðast fáir ís-
lendingar hafa gert sér ljóst, að þessi
frumþjóð Noröurlanda á sér eldforna
menningu, sem þróast hefur um þús-
undir ára við sérstæð skilyrði. —
Þessi orð standa á kápu bókarinnar
Hvisla aö klettinum, sem er ein
örfárra bóka á íslensku sem eitthvað
segir okkur frá sögu og listhefð Sama.
Það var Einar Bragi rithöfundur sem
safnaði efni í bók þessa með styrk frá
Norræna þýðingarsjóðnum. Kom bók-
in út í fyrra og er hverjum manni hoil
lesning.
Við ætium hér á eftir að reyna að
gera grein fyrir þessari Norðurlanda-
þjóö sem Samar eru og notum til þess
eriendar heimUdir, því eins og fyrr
segir er varla að finna staf á íslenskri
tungu um hagi Sama, utan fyrrnefnd
bók Einars Braga.
„Óvenju/ega
frumstæðir"
Talið er aö Rómverji nokkur, Tacit-
us að nafni, hafi fyrstur manna kynnt
suðlægari þjóðum lifnaöarhætti Sama
svo einhverju nemur. Þaö var árið níu-
tíu og átta eftir Krists burð. Hann lýsti
þeim sem hirðingjum er legöu stund á
veiöar á sjó og landi sér tU matar. Þeir
hafi verið „óvenjuiega frumstæðir og
hafi liðið skort”, með beinin ein og
steina að vopni á veiðum sinum.
Hvorki hesta né hús hafi þeir átt,
klæddir loöskinnsfeldum, og hafi sofiö
á jörðinni. Eina skjólið sem þeir hafi
getaö veitt sér hafi veriö samsett úr
nokkrum hríslum sem þeir hafi skorð-
aö saman með mosa.
Greiniiegt er að Rómverjinn á bágt
með að trúa þessum aumu íifnaðar-
háttum Sama, enda er ljóst af framan-
sögöum orðum hans aö boriö saman
við munaðarlíf Rómverja telji hann
Sama frumstæða vUlimenn.
Haldiðí
gamlar venjur
Frá því aö Tacitus kynntist lífi Sama
liðu margar aldir þangaö til þeir kom-
ust aftur á spjöld sögunnar. Það var
eiginlega ekki fyrr en á fimmtándu öld
að búseta annarra Norðurlandaþjóöa
fór að þrengja aö löndum Sama. Æ
síðan hafa Samar færst nær lifnaðar-
háttum norrænna þjóða, sérstaklega
eftir að kristinni trú var þröngvað upp
á þá, skólar voru byggöir í löndum
þeirra og tekiö var aö heimta skatta af
þeim. Það er þó ekki þar með sagt að
Samar beri ekki enn sín fyrri einkenni
og haldi í gamlar venjur, þó vitanlega
hafi það reynst þeim erfiðara sem árin
hafa liöiö. Enn lifa margir þeirra í sín-
um frumstæöu skinntjöldum, með
hreindýrahóp sinn allt í kring, og ferð-
ast frá einum staö til annars eftir því
sem árstíðirnar og árferðiö segja til
um.
Eyðilegtland
og erfitt yfirferðar
Eins og málum er háttaö í dag lifa
flestir Samar norðan við heimskauts-
baug. Búsetusvæði þeirra ná allt frá
norð-austurströnd Noregs, yfir norður-
strönd Noregs og Finnlands, hásléttur
þessara tveggja ríkja og Svíþjóðar og
austur til Rússlands, yfirKolaskagann
að Hvítahafi. Menning þeirra stóð hæst
áður en til afskipta annarra þjóða
kom. Þeir frumstæðu lifnaðarhættir
sem þeir stunduðu þá hafa aö mestu
gleymst ellegar breyst í átt til nútíma-
legri lífshátta. Þeir ferðuðust milli
sveita og byggöa, yfir eyðilegt land og
erfitt yfirferðar, og það eitt að búsetu-
svæði þeirra hefur spannað allt að þrjú
hundruö þúsund ferkílómetra svæði
þegar best lét, segir okkur hversu hæf-
ir þeir hafa verið til að aðlagast kjör-
um sem aðrar þjóðir hefðu engan veg-
inn getað sætt sig við og því horfið flj ót-
lega frá.
Þrenns konar
hópar Sama
En þessi erfiðu lífsskilyrði höfðu sín
áhrif á lifnaöarhætti Samanna. Torfær
landsvæði knúðu þá beinlínis til þess að
afmarka sér búsetusvæði. Þannig urðu
fljótlega til þrenns konar hópar Sama
og þróun hvers um sig einkenndist af
því umhverfi sem þeir völdu sér til bú-
setu. TU fyrsta hópsins má telja þá er
hófu búsetu við sjávarsíöuna, einkum
viö norð-austurströnd Noregs og í
f jörðum og útdölum norð-vestur Rúss-
lands. Landsvæði annars hópsins er
fjallgaröurinn miUi Noregs og Sví-
þjóðar — Kjölur, og daUrnir sem sker-
ast inn í hann. Loks er það hópurinn
sem býr á hásléttum Noröur-Svíþjóðar
og Finnlands og suðurhluta Kola-
skaga.
Samar við sjávarsíðuna, sem er fjöl-
mennastur hópa Sama, stunda einkum
fiskveiöar í ám og sjó auk sel- og f ugla-
veiða. Sá hluti Sama sem býr í f jöUum
lifir á hreindýrahjörðum sínum og
stundar hirðingjalíf. Þetta eru þeir
Samar sem flestir þekkja af bókum og
myndum. Þeir Samar er lifa á há-
sléttunum eru ekki nema að hluta tU
hirðingjar. Flestir þeirra eiga sér fast-
an búsetustað allt áriö um kring.
Sumir stunda landbúnaö og hreindýra-
hjarðir sínar reka þeir ekki nema
stuttan veg frá býlum sínum.
Þjóðheitið Samar
Sarnar hafa löngum veriö nefndir
Lappar af öðrum þjóöum, eftir nafn-
gift nyrsta hluta Skandinavíuskaga,
Lapplandi. Sjálfir hafa þeir ávaUt
nefnt sig Sama og land sitt Samaland.
Eftir seinna heimsstríö tóku Norð-
menn og Svíar einnig upp þetta heiti á
þjóðinni fyrir norðan, svo og Finnar
nokkru seinna. Á síðustu árum hefur
þetta þjóðheiti svo hlotið útbreiðslu.
Annars hafa Samar jöfnum höndum
verið nefndir Lappar eða Finnar af
öðrum þjóðum. Orðið Lappar er úr
norsku, sem er þýðing á orðinu Finni,
en eins og flestir vita er hásléttan norð-
ur af Finnlandi oftlega nefnd Finn-
mörk. Tilkoma þjóðheitis Sama er því
aUflókin, en vissulega er réttast að
nefna þá því heiti sem þeir sjálfir hafa
vaUð þjóð sinni. Annaö væri móðgun
við þá og menningu þeirra, svipað því
og við Islendingar værum nefndir
Danir eða Norðmenn af öörum þjóð-
um.
Samar munu um þessar mundir vera
um fjörutíu og fimm þúsund talsins.
Flestir þeirra búa innan landamæra
Noregs, eða tæplega tuttugu og fimm
þúsund manns. Um tíu þúsundir þeirra
lifa á sænsku landsvæöi, tæplega fimm
þúsund í Finnlandi og svipaður fjöldi í
Rússlandi.
I heimsókn hjá
Johan Turi
Ogreyktumeð
óblandinni ánægju...
Tjaldið var fuUt af reyk. Ég sat í
heiðurssætinu við hUðina á Turi.
EUikare, kona hans, tók stykki af
hreindýrakjöti og setti á stóran ketil
yfir eldinum. Því næst skammtaði hún.
Fyrst skammtaði hún körlum, svo kon-
um og börnum, disk af þykkri súpu.
Við borðuöum þegjandi. Leifunum var
skipt á mUU hundanna, sem ekki voru
á veröi. Þeir komu inn hver af öörum
og lögöust niður við eldinn. Við drukk-
um tU skiptis kaffi úr tveimur bollum,
þeim einu sem til voru á heimiUnu. Svo
tóku aUir Utlar tóbakspípur upp úr
leðurpokum og reyktu meö óblandinni
ánægju. Karlmennirnir tóku ofan
hreinskinnskóna, og breiddu grasið úr
þeim yfir eldinn, svo aö þaö þomaði.
Samar nota ekki sokka. Eg dáðist aö
því, hve Utlu fæturnir þeirra voru vel
lagaöir, meö fjaöurmögnuðum ristum
og útskotnum hælum. Sumar konurnar
tóku böm sín úr næfravöggunum, og
gáfu þeim að sjúga, en vaggan var
hengd upp viö tjaldsúluna og fóöruð
með mosa. Aðrar konur sátu undir
stálpuðum bömum og leituðu í höföi
þeirra.
Ú/furinn er versti
óvinur Sama
Turi tók aö ræöa viö mig. Brátt
skyldu þeir fara aö taka niöur tjöldin.
Hann kvaðst ætla, að snemma vetraöi.
Snjórinn væri að verða svo harður í
birkiskógunum, að hreindýrin næöu
ekki mosanum. Nauðsyn væri aö færa
þau niður í greniskógana, áöur en
mánuöurinn væri úti. Turi sagðist
heyra á gelti hundanna, að úlfurinn
væri ekki langt undan.
Ulfurinn er versti óvinur okkar,
sagði Turi. Hann þorir ekki aö ráðast á
hreindýrahjarðirnar, en stendur áveð-
urs. Og þegar hreindýrin hafa þefað
uppi, að úlfur sé í nánd, tvístrast þau í
allar áttir, og þá drepur úlfurinn þau
eitt af öðm, oft svo tugum skiptir á
einni nóttu.
Turi kvaðst eiga erfitt meö aö skilja,
hvernig Samarnir heföu í gamla daga
getaö gætt hreindýrahjarða sinna,
áður en hundurinn kom til sögunnar. í
fymdinni veiddi hundurinn hreindýrin
í félagi viö úlfinn. En hundurinn sem
var allra dýra greindastur, komst
fljótt að þeirri niðurstöðu, að honum
hæföi betur samstarf við Samana en
úlfana. Hundurinn bauðst til að ganga í
þjónustu Samanna, með því skilyrði aö
maöurinn yrði vinur hans og hengdi
hann, er hann væri orðinn ófær til
starfs. Af þessari orsök hengja Samar
ennþá hunda sína, er aldur færist yfir
þá. Jafnvel smáhvolpar, sem ekki er
hægt aö setja á vegna fóðurskorts, em
ætíð hengdir. Og Turi hélt áfram sög-
um af viðskiptum Sama og hunda.
Erfitt er aö lýsa daglegu lífi þeirra í
svo stuttri grein sem þessari. Það er þó
freisting aö grípa niðurí æviminningar
breska læknisins Axel Munthe, en hann
heimsótti Samabyggðir um miðja
þessa öld. Á einum staö í bókinni lýsir
hann vera sinni í tjaldbúðum Johans
Turi, sem teljast verður til helstu rit-
höfunda Sama. Við gefum Munthe orö-
ið.
— Sólin var hnigin til viðar bak við
Vassojarvi. Kvöldloftið var bjarma-
fagurt, en fölnaöi smám saman og
varö gult, og rúbínrautt, gulleitt mist-
ur sveif yfir kvöldbláum fjöllunum.
Þaö glitraði á drifhvítar fannir og föla
birkiskóga í fyrsta hrími haustsins.
Dagsverkinu var lokið. Karl-
mennirnir komu heim að kof unum með
slöngvivað yfir herðum sér, en konurn-
ar með stórar tréfötur fullar af spen-
volgri nýmjólk. Hjörðin, þúsundir
hreindýra, var kringum kofann. Hund-
arnir stóðu á verði, og nú voru
hjarðirnar ömggar um nóttina, bæði
gegn úlfum og gaupum. Stöðug köll
hreinunganna og brothljóð af þrammi
þeirra voru að deyja út. Allt var kyrrt.
Ekkert rauf þögnina, nema stakt
hundsgelt, hrafnskrunk og væl ugl-
unnar uppi í f jöllunum.
Þágátuöll
dýr talað...
Hann sagöi að þegar mönnunum hafi
veriö gefiö málið, hafi hundamir misst
það, en aftur á móti skildu þeir hvert
orð, sem við þá væri talað. Endur fyrir
löngu hefðu öll dýr getað talað, og
einnig blómin, trén, steinamir og allar
lífvana verur, sem skapaðar voru af
sama guði og mennimir. Því beri
mönnunum að vera öllum dýmm góðir
og umgangast allt lífvana eins og það
heföi heym og skilning enn þann dag í
dag.
Eg spuröi Turi, hvort hann heföi
nokkum tíma séð álfa.
Nei, en konan hans hafði oft séð þá
og börnin margsinnis. Hann hefði
heyrt til þeirra neðanjaröar. Þeir væru
á ferli um nætur, en svæfu um daga.
Stundum heföi þaö komið fyrir aö Sam-
arnir settu tjöldin sín, þar sem álfarnir
bjuggu. Þá gáfu þeir Sömunum merki
um að færa sig. Þeir vom vingjam-
legir svo framarlega sem ekkert var
gert á hlut þeirra. En ef þeir reiddust,
dreifðu þeir dufti á hreindýramosann,
og hreindýrin dóu hundmðum saman.
Það hefði jafnvel komið fyrir að
álfamir heföu tekið Samaböm og látið
til Sama sín eigin böm. Álfabörnin
vora alskeggjuö, og þau höföu langar
og hvassar tennur í munni. Sumir álitu
að best væri að hýða slík böm meö log-
andi hrísvendi þar til álfamóðirin
þyldi ekki lengur að heyra óp þeirra og
kæmi aftur með stolna bamið, en
tæki sitt í staðinn. Aðrir vom þeirrar
skoöunar, að best væri aö sýna um-
skiptingnum gott atlæti sem sínum
eigin bömum. Álfamóðirin yrði þá svo
þakklát, að hún skilaöi aftur barninu.
Menning og list Sama
En nú sagði Turi að kominn væri
háttatími. Þetta haföi verið langur og
erfiður dagur. Við lögðumst fyrir kring
um hálfkulnaöan eldinn. Reykfullt
tjaldið varð bráölega koldimmt. Það
eina, sem ég sá, var Pólstjarnan, sem
skein gegnum strompinn á tjaldinu. Eg
fann gegnum svefninn hlýjan hunds-
líkama við brjóst mitt og mjúkt trýni
hans í lófa mínum. —
Þannig lýsir Axel Munthe dagshluta
úr lífi Sama um miðja þessa öld, og er
vonandi að hann gefi lesandanum
nokkra grein fyrir lífsmáta og lífs-
skilningi Sama, þó vitanlega hafi þeir
eitthvað breyst frá því samtal hans og
Turi fór fram.
Víkjum þá nokkuð að menningu og
listum Sama, þá fyrst bókmenntum.
Johan Turi sem við fengum að kynnast
hér að framan, er talinn vera braut-
ryðjandi í bókritun Sama. Á fyrri hluta
aldarinnar lét hann frá sér fara merki-
legt rit um þjóöhætti og menningu
þjóðar sinnar. Aörir mikilsvirtir Sam-
ar sem á næstu áratugum skrifuöu
bækur í líkum dúr og bók Turi, vom
Anta Pirak og Nils Nilsson Skum.
Þetta voru fyrstu Samarnir sem festu
annað á bók en þýðingar, en eilítið
hafði verið um þær fyrr á öldum, þá
einkum þýðingar á kirkjuritum.
„Samískar bókmenntir
sem barn í reifum "
I kjölfar þessara frumherja hafa
samiskir höfundar á allra síðustu
árum og áratugum tekið að semja
fagurbókmenntir, bæði ljóð og sögur. I
formála að bókinni Hvísla að klettin-
um, sem áður er getið, segir þýðandinn
Einar Bragi: „(Þaö) verður ekki
annað sagt en samískar bókmenntir
séu enn sem bam í reifum. Skáldin
eiga við mikla öröugleika að etja, og
veldur þar mestu um, að tungu þeirra
hefur fram á þennan dag veriö sýnd
megn fyrirlitning og gert allt til bölv-
unar, sem heimsk stjórnvöld og illvilj-
ugframastgátu.”
En löngu áður en ritöld hófst með
Sömum var til skáldskapur í munn-
legri geymd, svo sem ljóð, þjóösögur
og ævintýri, svo og jojk, en hið síðast-
nefnda er talið vera upprunalegasta al-
þýðutónlist Evrópubúa. Jojk var ekki
Hreinninn ungi
— I fymdinni var ekki eins mikill
munur á mönnum og dýmm og nú á
dögum. Mennimir áttu sér kofa, og
dýrin bjuggu í skóginum umhverfis
þá.
Og töluðu þau ekki sömu tungu,
mál skóganna og vindsins?
Ekki er auðsvaraö hvers vegna
himinninn hafði neitað aö blessa
gömlu hjónin í minnsta kofanum, svo
að þeim mætti verða bams auðið.
Árin liðu og snjórinn sem féll á hár
konunnar gleymdi smám saman aö
þiðna. Oðm hverju andvörpuðu þau
bæði, og í hjarta bám þau sömu þrá.
En morgunn einn varö konan þess
vör, að ósk þeirra ætlaði að rætast.
Engum er þó ofsæla hoil á jörðu
hér. I staðinn fyrir ungan svein, eins
og þau höföu vonast eftir, gaf
himinninn þeim ofurlítinn hrein.
Móðirin kvartaði ekki, og það gerði
maður hennar ekki heldur. En ná-
grannar þeirra felldu fáein samúöar-
tár.
Silkimjúkur feldur litla hreinsins
og viökvæmar granirnar vöktu
móður hans einlæga gleði, og hún
horfði meö ástúö djúpt i svört
augun, sem voru stærri en berin uppi
íhlíðinni.
Litli hreinninn var ekkert hissa á
því, þótt foreldrar hans væm ekki
vitund iikir honum. Hann saug
mömmu sína og lifði glööu og
áhyggjulausu lífi.
Honum fannst helst til heitt viö
hlóðirnar og kúröi úti í homi sem
fjærst eldinum.
Hann haföi gaman af að horfa út
um gluggann, og í huganum henti
hann á lofti snjófly gsur sem flögruðu
hjá.
Aftur á móti var hann hræddur við
norðurljósin sem kviknuöu um miðj-
ar nætur, og þá gat ekkert róað hann
nema traustið í augum mömmu
hans.
Tvisvar á dag sótti faðir hreinsins
eldiviö út i skóg og bar inn til þerris,
og þá fann litla kvölin svalt og hreint
loft leggja inn um dyrnar. Það var
þrungið einhverri dul, svo að hann
kitlaðiínasimar.
Þegar frá leið fór honum að finnast
móöurmjólkin fullsæt, en haföi ekki
orð á því til að hryggja ekki mömmu.
Þar kom þó um síðir, aö hann gat
ekkiþagaö:
„Skógurinn hrópar á mig,” sagði
hann. „Eg skil ekki, hvemig á því
stendur.”
Móðir hreinsins sagði ekki neitt, en
faðir hans gekk fram að dyrunum til
að athuga, hvort þær væru ekki vel
lokaðar.
Tímar liðu. Litli hreinninn stóð
löngum við gluggann. Oft dró ein-
hverja móðu á augu honum, eins og
leggst á rúðumar á nóttunni þegar
nístingskalt er úti.
„Skógurinnhrópará mig.”
„Ertu ekki ánægöur hjá okkur?
Viltu fá mýkra fleti? Eða eigum við
að bæta viði á eldinn, svo að þér verði
ekkikalt?”
Hann svaraði engu, en upp frá
þeim degi fór hann aö leggja af og
ganga úr hárum. Á hverjum morgni
þegar mamma hreinsins sópaöi,
fann hún svolitla dreif af hámm á
gólfinu og hélt þeim vandlega til
haga.
Dag nokkum faðmaði hún son
sinn, tók höfuð hans milli handa sér
ogsagði:
„Þú ert sóiin sem lýsir veg okkar á
nóttu ellinnar. En stundum er manni
til góðs að skilja við þann sem maður
elskar. Far þú á vit skógarins sem
hrópar á þig, en hlustaðu fyrst á það
semég þarf aðsegja þér.”
Hún gaf honum mörg holl ráð og
varaði hann við ótal hættum. Aö svo
búnu gekk faðir hans til dyra og opn-
aði.
Á yfirboröinu var eins og ekkert
hefði gerst, en gamli maðurinn varð
hljóðlátari með hverjum degi. Þegar
hann fór út í skóg að sækja brenni,
var hann oft lengur en nauðsynlegt
gæti talist.
Morgun einn sagði hann við konu
sína, að sig hefði dreymt lítinn hrein
sem kveinaði sáran. Þann dag fór
hann fyrr út en vandi hans var og
kom ekki aftur um kvöldið. Konan
stóð iengi í dyrunum og kallaði á
hann.en hann komaldrei.
Enn liðu fáein ár. Kvöld eitt þegar
noröurljós köstuðu fölrauöum
bjarma rnn á gólfið og gamla konan
ætlaöi að fara að leggja sprek á eld-
inn, fékk hún svima og hneig niöur
fram á hlóðirnar. Þá lukust dyrnar
ofurhljóðlega upp, og inn gekk stór-
eflis hreinn. Hann dróst með herkj-
um til gömiu konunnar og lagði
höfuðið í skaut henni. Með erfiðis-
munum teygði hann úr sér við hlið-
ina á henni og tók aö segja frá skóg-
inum, sem hafði séð hann verða stór-
an og veitt honum vemd gegn að-
steðjandi hættum. Hann talaði um
vetrariandiö, um úlfana, um norður-
ljósin sem stöku sinnum stigu niður
til jarðar og snertu hom hans. Hann
talaði um vorið, þegar ámar
rumska undir ísum. En sérstaklega
orðdrjúgt varö honum um trén og
angandi stofna þeirra sem hann
sleikti og hnusaði af líkt og í leiöslu.
Hann varð æ máttfarnari i tung-
unni, og smám saman hljóðnaði rödd
hans. Djúpkyrrðfærðistyfirailt.
Hendurnar struku um stóra höfuð-
ið sem hafði hnigiö niður í kjöltu
móður sinnar, en urðu æ þreytulegri
í hreyfingum. Augu gamla hreinsins
horfðu í friösæld beint fram fyrir sig,
en þau sögðu ekkert f ramar.
Hendumar gældu enn um stund við
silkim júkan feldinn eins og i draumi.
En þar kom, að þær lágu líka
kyrrar.
— Úr bókinni Hvisla aö klettinum, þýðing
Einars Braga rithbfundar.
leikið á hljóðfæri, aðeins sungiö. Þó eru
öruggar heimildir um, aö takturinn
var sleginn á trumbu. Stundum var
jojkað án oröa. En alla jafna er jojk
ljóðsöngur: ljóð og söngur samtvinn-
uð. Við birtum hér á síðunni eina
þjóðsögu og nokkur ljóö úr fómm
Sama til að fólki gefist kostur á að
skoða brot úr bókmenntaarfleifð
þeirra.
Fyrirmyndir
listaverka sóttar
ídaglegtlíf
ur
Sælir eru hógværir
Ekki er allt gult
sem glóir
segja vitringar heimsins.
kannig snúa þeir
hug annarra frú gutlinu
og sitja aó því einir
(höfundur ókunnur)
Ljóð
Eins og krœklótt birkihrísla
hreggi harin
vid rœtur fjalls,
þannig er lif mitt.
Er hvítan bjarkarstofninn
ber vió nakinn svörd,
grípur mig þrú til fjallu,
til tjaldbúda ó heidum frammi.
l'arerlíf mitt,
þar er atlt sem ég elska.
(cftir Paulus Utsi)
Móðurmál
Sumamúl nied gullinhljóm,
hví sefur þú?
Hvi brcsturþig einuró?
1‘agna ekki módurmúl,
þó erlend ori) oghugtök
séu ad grafa þérgröf,
þó enn séu brumhlífar
ekki brostnar,
blóm þitt ekki dó
fullu sprungid út.
(höfundur ókunnur)
Gjafmildi
Hinir sUegvitru
ala Sama
ú kökum og kringlum.
Sama
Hreinkjötiö éla þeir sjdlfir.
(höfundur ókunnur)
Eg er hljóð-
látt tré
Ég er hljódlútt tré,
í limi minu kvedur lif
sér hljóós.
Ég er vorlré,
í rótum rnínum nida
lágróma lindir.
Ég er htjódlátt tré
sem elur þessum
brosmild börn.
egmdarheimi
(hiifundur ókunnur)
— Ur bókinni Hvisla aö klettinum, þýöiug-
ar Einars Braga rithöfundar.
Önnur list Sama en áður er getiö er
að mestu hagnýt að eöli. Á þetta til að
mynda viö um útsaum kvenna sem og
útskurð karla í tré og hreindýrahom og
-bein, einnig um gerö handverkfæra og
annarra tóla til daglegrar notkunar.
Myndlist Sama má rekja til hins sama
og myndlist annarra þjóöa á upptök sín
í — hellamálverkanna. En á seinni
ámm hafa Samar vitanlega fundið
málverkum sínum fleiri staði en á
steinum. Fyrirmyndir í verkum sinum
sækja Samar þó að mestum hluta enn í
daglegt líf, til hreindýrahjarðanna,
veiða og annars slíks.
Mjög hefur verið vegið að menningu
og lifnaöarháttum Sama á síðustu
árum. Flestir ættu aö þekkja til
atburöanna í Altafirði úr fréttum. En
þaö eru ekki aðeins hugsanlegar
virkjanir sem sækja aö búsetusvæði
þeirra. Allt frá síöara heimsstríöi hef-
ur verið litið á lönd þeirra sem
hemaöarlega mjög mikils virði. Og
vegiö er að Sömum úr báöum áttum,
meö herstöðvum NATO í norð-austur
Noregi og herstöðvum Varsjárbanda-
lagsins á Kolaskaga. Sömum hefur
einnig reynst erfitt aö viðhalda tungu
sinni. Eins og Einar Bragi minnti
okkur á hér að framan, „hafa heimsk
stjórnvöld” litið samískuna illu auga.
Síöustu tíu til fimmtán ár hefur raunar
verið leyft að halda uppi kennslu í
samísku. „En hvorki í Noregi, Svíþjóð,
né Finnlandi er samiskum börnum
tryggður skýlaus réttur til aö njóta
kennslu á samísku,” segir Ole Henrik
Magga í grein í ritinu „Vi i norden”,
sem út kom á fyrra ári.
Fjarlægðin frá
öðrum þjóðum
að minnka
Margt í lífi Sama hefur breyst eftir
því sem meira hefur þrengt aö
lifnaðarháítum þeirra frá nærliggj-
andi þjóöum. Kirkjur hafa verið reist-
ar í flestum byggðum, skólar og
stjómarbyggingar, nokkuðsem Samar
töldu ónauðsyn fyrr á tímum. Ungir
Samar flytja í auknum mæli suður á
veg til mennta og atvinnu í borgum, og
eiga ekki afturkvæmt. Margir þeirra
sækja vinnu til náma í Svíþjóð og
þannig má áfram telja. Samabyggðir
og ábúendur þeirra g jalda þess í aukn-
um mæli aö fjarlægöin frá öðrum og
nútímalegri þjóðum fer æ minnkandi
með árunum. Kannski verður hún að
engu eftir nokkur ár, sem svo sannar-
lega væri miður, því menning og saga
Sama er einstök. Viðleitni þeirra til að
halda í gamlar hefðir og lífsvenjur sem
þeir hafa lifaö við mann fram af
manni, um aldir og áður en nokkur
önnur þjóð treysti sér til að setjast að á
Norðurlöndum, veröur seint metin að
verðleikum. Og það er hún raunar
ekki, svo mjög er þrengt aö búsetu
þeirra norðan heimskautsbaugs.
SER tók saman.