Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982 Andlát Alexander Reinholt Geirsson lést 26. október 1982. Hann var fæddur 21. ágúst 1911 aö Hjaröarbóli á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Gróa Hall- dórsdóttir og Geir Jónsson. Alexander kvæntist Gestheiði Árnadóttur áriö 1938. Eignuðust þau 4 börn. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi kona hans er Irma Hermann. Alexander starfaði lengi viö akstur hjá Reykjavíkur- apóteki en lengst af starfaöi hann viö Ljósafossstöðina í Grímsnesi. Utför hans veröur gerö í dag frá Selfoss- kirkju. Maiena EUefsen Jónsson, Vatnsnes- vegi 26 Keflavík, lést í Landspítalanum aöfaranótt laugardagsins 30. október. Þorstcinn Jósepsson, Grettisgötu 55 A, lést í Borgarspítalanum þann 30. októ- ber. Hafsteinn Haraldsson, Bragagötu 23 Reykjavík, lést af slysförum laugar- daginn 30. október. Guörún Aöalheiöur Einarsdóttir and- aðist að Sólvangi Hafnarfiröi þann 1. nóvember. Ragna Ölafsdóttir, Hjallabrekku 12 Kópavogi, lést af slysförum þann 31. október. Elísabet Helgadóttir handavinnukenn- ari, Bjamarstíg 10, lést í Landakots- spítala 1. nóvember. Kjartan Bjaraason, fyrrverandi spari- sjóösstjóri frá Siglufirði, veröur jarö- sunginn frá Fossvogskirkju á morgini miðvikudag 3. nóvember klukkan 15. Guðmunda Sigríður Jónsdóttir frá Skógum, Þingaseli 10, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 2. nóvember kl. 13.30. Ágúst Ólafsson rafvirki, Bergstaða- stræti 80, veröur jarðsunginn frá Hall- grímskirkju miövikudaginn 3. nóvem- berkl. 13.30. Björn Stefán Sigurðsson frá Ásmundar- stöðum, Frakkastíg 12, veröur jarö- sunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 2. nóvember, kl. 13.30. Hrafnkatla Einarsdóttir bankafulltrúi, Tómasarhaga 24, er lést 23. október 1982, verður jarösungin frá Neskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 3. nóvember nk. kl. 10.30. XB Bridge Hraðsveitakeppni T.B.K. Hraðsveitakeppni TBK hefst fimmtu- daginn 4. nóv. kl. 19.30. Spilað veröur í Domus Medica og stendur keppnin yfir í 4 kvöld. Keppnisstjóri veröur Agnar Jörgensen. Þátttaka tilkynnist í síma 78570 Guömundur og 19622 Auðunn. Tilkynningar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum þriöjudag- inn 2. nóvember kl. 20.30. Sagt verður frá starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar í máli og myndum. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. B.P.W. KÍúbburinn í Reykjavík heldur fund í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Rædd verða félagsmál og önnur mál. Ema Am- grímsdóttir sagnfræðingur talar um hug- myndir um mannkynbætur á Islandi. Gestir velkomnir. B.P.W. Klúbburinn. Kef Ivíkingar og Suðurnesjamenn Skákþing Keflavíkur hefst þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.00 á Víkinni, Hafnargötu 80. Stjórnin. Útivistarferðir Þriðjudagskvöldið kl. 20 — Tunglskinsganga og fjömbál með sögn og rómantík. Auðvitað lætur enginn sig vanta. Verð 60 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensín- sölu. Sjáumst. Helgarferð 5.-7. nóv. Haustblót á SnæfeUsnesi. Gist á LýsuhóU. öl- keldusundlaug. Gönguferðir um fjöU og strönd eftir vali. Kjötsúpuveisla og kvöld- vaka. Fararstjóri: Lovisa Christiansen. Heiðursgestur: HaUgrímur Benediktsson. Veislustjóri: Oli H. Þórðarson. AUirvelkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Farmiðar og uppl. á skrifstofunni, Lækjarg. 6a, sími 14606 (sún- svari). Missið ekki af þessari einstöku ferð. Sjáumst. Dagsferðir sunnudaginn 7. nóv. 1. Kl. 13Esjuhlíðar—skrautsteinaleit. 2. KI. 13 Saurbær — Músames. Þetta eru hvorutveggja léttar göngur fyrir aUa. Verð 120 kr. og frítt f. börn í fylgd fuUorðinna. Brottför frá BSl, bensinsölu. Sjáumst. I gærkvöldi I gærkvöldi JC-Reykjavík heldur fund í Villta tryllta Villa Fundurinn verður haldinn í kvöld, 2. nóvem- ber. Húsið verður opnað klukkan 19.30, ræðumaður kvöldsins er Tómas A. Tómasson. Fundurmn er öUum opúin. Verið velkomúi. -JCR Hverjir ákveða flutningstíma leikrita í útvarpinu? Þar sem ég hlusta mikiö á útvarp viö vinnu mína hef ég tekið sérstak- lega eftir því hversu dagskráin hefur fariö batnandi eftir þær breytingar sem geröar hafa veriö. Morgunút- varpiö meö Stefán Jón Hafstein í fararbroddi er mjög gott og svo þaö fyrirkomulag sem oröiö er á frétta- tímunum. I gærdag kl. 16.20 var endurflutt barnaleikritið Borgara- söngvaramir frá 1963. Þaö er svo sem ekkert viö það aö athuga nema síður sé, en þessi flutningstími er fáránlegur. Miklu skárra væri aö hafa þessi mánudagsleikrit klukku- tima seinna. Þaö væri gaman aö vita hverjir ákveða flutningstíma leikrita í útvarpina Eins og þaö aö vera með leikrit á sunnudögum klukkan tvö er ennþá fáránlegra. Þegarþetta hefur veriö ákveðiö er ég hræddur um að það hafi gleymst hver jir þaö eru sem hlusta á þessi leikrit. Hvaö meö f ólk sem liggur á s júkra- húsum, þessi flutningstími er á sama tíma og heimsóknartími til þessa fólks er. Þaö hlýtur aö liggja í augum uppi að eini rétti tíminn fyrir þessi leikrit er sjónvarpslaust fimmtu- dagskvöld. Þaö væri gaman aö fá að vita eftir hverju var fariö þegar þessar breytingar voru gerðar ef ein- hver getur svaraö því. Sjónvarpiö í gærkvöldi var meö sínu hefðbundna sniði. Stjórnun fréttaútsendingar fer batnandi og Tommi og Jenni kitla hláturtaugam- ar aö venju. Bjami Fel. sá um íþróttaþáttinn af „stakri prýöi” svo viö notum hans ofnotaöa oröalag. Breski gamanþátturinn Fjandvinir er góöur og mætti sjónvarpið fá fleiri slíka, Bretar eru snillingar í gerð gamanþátta. Sjónvarpinu lauk svo meö bresku sjónvarpsleikriti eftir W. Somerset Maugham, Fyrrirvinnunni (The Breadwinner), þar sem gamansam- ur undirtónn sat í fyrirrúmi og er óhætt aö segja aö breskt sjónvarps- efni er þaö besta sem okkur er boöið upp á í íslenska sjónvarpinu. Magnús Ólafsson. Aðalfundur Reykvík- ingafélagsins veröur haldinn aö Hótel Borg, fimmtudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf, lagabreytingar. Aö loknum aöalfundarstörfum veröur kvikmyndasýning, Reykjavík 1955. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna, nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund nk. fúnmtudag, 4. nóvember, í safnaðarheimili kú-kjunnar. Fundurmn hefst kl. 20.30. Myndsýning o.fl. Dagskráratriði. Stjómúi. Óháði söf nuðurinn Félagsvist í Kirkjubæ nk. fimmtudagskvöld, 4. nóvember, kl. 20.30. Verðlaun veitt, kaffi- veitúigar. Allir velkomnú-. Kvenfélag Oháða safnaðarins. Sýning að Kjarvalsstöðum Dagana 5.—20. febrúar nk. verður efnt til sýnúigar að Kjarvalsstöðum á verkum ungra myndlistarmanna. Sýningúi er haldin á vegum stjómar Kjarvalsstaða og er þátttaka miðuð við listamenn 30 ára og yngri. Frestur til þess að skila verkum er til 10. janúar nk. Sérstök dómnefnd fjallar um innsend verk, en hana skipa myndlistarmennirnir Ernar Hákonarson, Jón Reykdal, Kristján Guðmundsson og Helgi Gíslason, og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur. Þá verður og veittur ferðastyrkur, og velur dómnefndin úr hópi þátttakenda þann sem styrkúin hlýtur. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem valin verða á sýninguna. Þá er fyrirhugað að flytja verk ungra tón- skálda á Kjarvalsstöðum í tengslum við þessa sýningu. FR félagar Munið spilakvöldið að Seljabraut 54 fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 20.30. Mætum stund- víslega. Skemmtúiefnd FR deildar 4. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1983 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5 fyrir 15. nóvember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F. B. (öldungadeild) á vorönn 1983 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama túna. Staðfesta skal fyrri umsóknir með símskeyti eða súntali við skrifstofu F.B. súni 75600. Skólameistari. Frá Bandalagi háskólamanna Ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna efnir til fræðslufundar um nútíma skrifstofubúnað fimmtudaginn 4. nóvember nk. Fundurinn verður í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 16. Aður en fundurinn hefst verður sýnúig á ýmiss konar skrifstofubúnaði á fundarstað. Fundurinn og sýningúi er einkum sniðin fyrir þá sem starfa einir eða eru með litlar rekstr- areúiúigar. A fundúium mun Dr. Kristján Ingvarsson verkfræðúigur halda erúidi um grundvallar- atriði varðandi tölvunotkun við litlar rekstr- areúiúigar. Mun hann einkum fjalla um nota- gildi og val á búnaði, samræmúigu aðferða við rekstur, rekstrareftirlit, skjalavörslu og ritvúinslu. Að loknu erindi Dr. Kristjáns verða um- ræður og fyrirspurnir. Aðgangur að fundúium er ókeypis og heúnill öllum háskólamönnum. Formaður Ráðs sjálfstætt starfandi háskólamanna er Jón E. Ragnarsson hrl. Austfirðingamót Austfirðingafélagsúis í Reykjavík veröur haldið í Súlnasal Hótel Sögu, föstudagúin 5. nóvember, og hefst með borðhaldi kl. 19. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi til kl. 3. Aðgöngumiðar verða seldú- í anddyri Hótel Sögu, miðvikudaginn 3. og fimmtudag- inn 4. nóvember kl. 17—19, báða dagana. Borð verða tekúi frá um leið. Úthverf íhugun I húini nýstofnuðu „Miðstöð mannlegra möguleika”, hefjast næstkomandi þriðjudag þann 6. nóvember hóptúnar í s.k. Othverfri ihugun (þ.e. Dynamic Meditatcon). Uthverf ihugun er samfelld röð öflugra og áhrifaríkra æfúiga sem framkvæmdar eru við ákveðna tegund af tónlist. Þessar æfúigar eru sérstaklega til þess gerðar að veita útrás fyrir ýmsar jákvæðar og neikvæðar tilfinnúigar sem hafa verið byrgðar inni í lengri og skemmri tíma. Þetta hefur í fór með sér losun á spennu og streitu og ýmsum óróleika. Innritun í hóptímana fer fram á staðnum og geta menn borgað hvort heldur 35 kr. fyrir hvern einstakan túna eða þá kort sem gildir í 10 skipti sem kostar 250 kr. Fólki er í sjálfs- valdi sett hvaöa túna það sækir og hversu oft í viku svo framarlega sem nóg rými er til staðar í hvert eitt sinn. Frekari upplýsúigar má fá í húsakynnum miðstöðvarúinar að Bárugötu 11 neðstu hæð eða þá í sima 12980/13139. Aðalleiðbeinandi og umsjónannaður með þessum hóptimum er Hartmann Bragason. Félag íslenskra sérkennara Menntunarmál fanga hafa verið í brennidepli fjölmiðla undanfarnar vikur og sýnist sitt hverjum. Félag íslenskra sérkennara heldur aúnennan fund um málið nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 að Hótel Esju, II. hæð. Frummælendur eru: Guðjón Ölafsson yfir- kennari. Erlendur Baldursson afbrota- fræðúigur. Heimir Pálsson skólameistari. Helgi Gunnarsson forstöðumaður. Jón Bjarman fangaprestur. Jón Thors deildar- stjóri. Kvenfélag Kópavogs heldur basar Hrnn árlegi basar Kvenfélags Kópavogs verður laugardagúin 6. nóvember kl. 14 að Hamraborg 1, niðri. Kökur og ýmsir aðrir munir. Samhygð Hefurðu áhuga á að kynnast Samhygð? Kynn- ingarfundir alla þriðjudaga kl. 20.30 að Ar- múla36 uppi. (GengiðúinfráSelmúla). Félagssamtök og aðrú sem hafa áhuga á að fá kynningu til súi geta hrúigt í súna 37829 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. Sundfélagið Ægir Aðalfundur sundfélagsms Ægis verður hald- úin laugardagmn 6. nóvember 1982 í Þrótt- heimum við Holtaveg og hefst kl. 14.30. Stjórnin Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund, fimmtudagmn 4. nóvember, að Hallveigarstöðum kl. 20.30. Gestur fundarins verður Sigríður Ingólfsdóttir og sýnir hún ýmsar blómaskreytingar. Knattspyrna Æfingatafla knattspyrnudeildar Vikings ’82—’ Réttarholtsskóli: Karlaflokkur kl. kl. kl. kl kl. kl. kl 83. Mfl. sunnudagur kl. 16.35—17.50 öldungarsunnudagur kl. 17.50—18.50 2. fl. sunnudagur kl. 15.20—16.35 3. fl. sunnudagur kl. 14.05—15.20 4. fl. sunnudagur kl. 12.50—14.05 5. fl. laugardagur kl. 12.50—14.30 6. fl. laugardagur kl. 14.30—16.10 Kvennaflokkur Mfl. föstudagur kl. 21.20-23.00. Yngri flokkur sunnudaga kl. 9.30—11.10. Æfingatafla knattspyrnu- deildar Þróttar, gildir frá 10. október Sunnudaga kl. 9.40—11.10 5. flokkur, kl.> 11.10—12.45 M. flokkur, kl. 12.45—13.50 6. flokkur, kl. 13.50-15.10 3. flokkur, kl. 15.10— 16.40 4. flokkur, kl. 16.40—18 2 flokkur. Fimmtudaga kl. 22-23.30 eldri flokkur. Allar æfúigar fara fram í Vogaskóla. Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjómúi. Svik í nafni blindra Prúðmannlegir ungir piltar hafa undanfariö þrætt íbúöahverfi Reykja- víkur og selt spil, ýmist í nafni Blindra- félagsins eða Blindravinafélags Is- lands. Hvorugt félagiö kannast viö neina slíka farandsölu spila á sínum vegum. Full ástæöa er því til þess að vara fólk viö, því hér er um s vik aö ræða. -FG. DRENGUR FYRIR BÍL í ÓLAFSVÍK Tólf ára drengur slasaöist talsvert í Olafsvík um áttaleytið i morgun er hann varö fyrir bifreiö. Drengurinn var á leið í skólann og var á reiðhjóli þegar hann varð fyrir bíl á gatnamótum Brautarholts og Grandarbrautar. Áreksturinn var mjög harður og kastaöist drengurinn nokkra metra. Bifreiðin, sem er af gerðinni Austin Mini, skemmdist mikið og hjól drengs- ins er gjörónýtt. Guðlaugur/JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.