Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Bflar
19
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
gott, nema kannski á ská aftur úr,
öll sætin eru há frá gólfi og gefa
góöan stuðning við lærin, en aðeins
skortir á að rými sé nægilegt fyrir
hné aftursætisfarþega, séu þeir stór-
vaxnir og framsætin í öftustu stöðu.
Einnig skortir á að hægt sé aö færa
bílstjórasætið nógu aftarlega, ef bíl-
stjórinn er mjög langfættur. Hins
vegar er ríflega hátt til lofts, einkum
frammi í og set er óvenju þægilegt
fyrir fjóra meðalstóra menn, miðað
við það sem gerist í jeppum af þess-
ari stærö. Þrír menn rúmast í aftur-
sæti, en sé setið alveg út við glugga
skapar hjólskálin þreytu í ytri rass-
kinnum þeirra sem við glugga sitja.
Þetta gætu menn lagað með því að
skera lítillega ofan af hjólskálunum
og setja nýjan bekk alveg út að
gluggum og síðast en ekki síst:
hækka bakið á aftursætinu, sem er
alltof iágt og veitir ekki stuðning við
herðablöð og axlir. Fjöðrunin er
hæfilega mjúk, mjög skynsamleg
málamiðlun milli fólksbílseiginleika
og jeppaeiginleika. Hemlarnir eru
prýðilegir, og það var sama hvemig
bílnum var ekið í vatni og aur, að
ekkert lát var á þeim. Eins og orðin
er hefð á japönskum bilum, er billinn
ágætlega útbúinn. Þó saknaði ég
ljóss, sem sýndi þegar innsog var á.
Bílstjórasætið fjaörar upp og niöur,
eins og gerist á mörgum sendi- og
flutningabílum, og er hægt að stilla
þessa sætisf jöörun með tilliti til lík-
amsþunga þess sem í sætinu situr og
raunar nauðsynlegt að hafa fjöðrun-
ina á bilstjórasætinu ekki of lina, þvi
að þá fer bilstjórinn fullmikið á ið.
Góð upphitun
Hitari er undir aftursætinu, aldeil-
is f yrirtakstæki, og tvö hliðarsæti eru
fýrir aftan aftursæti. Heldur er lágt
til lofts fyrir fullvaxna í þessum sæt-
um, enda er hæð þeirra fremur
miðuð við blæjubílinn af Pajero held-
ur en málmhúsið, sem er lægra. En
þessi sæti eru ágæt fyrir börn eða
unglinga og Pajero tekur sem sé sjö í
sæti, ef þau eru notuð. Þá er reyndar
orðið lítið rými fyrir farangur og
mun minna en í skæðasta keppi-
nautnum, Izuzu Trooper.
Pajero er með einni heilli aftur-
hurð, sem sýnist við fyrstu sýn vera
vel þétt og laus við skrölt.Varahjólið
er á hurðinni utanverðri, en reynslan
verður að leiða í ljós hvort hurðin fer
að skrölta þegar bíllinn eldist. Senni-
lega er ekki eins mikil hætta á skrölti
eins og þegar um tvöfaldan hlera er
aðræða.
Hljóðlátur nema
á stórgerðri möl
Pajero er á grind en ekki heilsoð-
inn, eins og Lada Sport. Hann er því
mun hljóðlátari en Ladan á malar-
vegi, en hávaðinn samt öllu meiri frá
mölinni en á gamla Broncó, eða 81—
82 desibel á 70 kílómetra hraða. Á
mjög grófri möl gat hávaðinn stokkið
upp í 83 til 84 desibel. öftustu hliðar-'
sætin eru hengd upp í ólum þegar
þau eru ekki i notkun, en það marr-
aöi leiðinlega i þessum ólum ef sætin
voru hengd upp, svo að betra var að
hafa sætin felld fram þótt það rændi
nokkru farangursrými.
Hjólbarðar og torfæru-
eiginleikar: málamiðlun
Sem áður sagði er þessi jeppi
skemmtilegur í borgarakstri. Hjól-
barðarnir eru málamiðlun: mynstrið
örlítið grófara en á vetrarhjólbörð-
um, furðulega líkt gamla stríðs-
jeppamynstrinu hjá Willys, en samt
fínna er á gripmestu jeppadekkjum.
Fyrir bragðið syngur ekki í hjól-
börðunum á malbiki en skort getur á
grip í verstu ófærum.
Stærsti kostur Pajero í torfærum
er vélaraflið. Jeppinn er ekkert sér-
stakur þegar komiö er í virkilegar
torfærur, en með því að beita vélinni
rétt kemst hann alveg furðulega
mikið. Hið mikla vélarafl er ótvíræð-
ur kostur í bröttustu brekkum, þegar
skort getur á að gripið í þessum
málamiölunardekkjum sé nóg. Eg
bjóst satt að segja ekki við miklu af
þessum bíl í verstu ófærunum vegna
þess aö kappkostað er aö halda
þyngdarpunktinum neðarlega og þvi
er öllu lægra undir undirvagninn er
t.d. á Lada-Sport. Hann er lægri
undir kviö og sílsa en Lada Sport,
fjaðrimar að aftan eru undir öxlin-
um, bensíngeymirinn, sem er fyrir
aftan afturöxul, flúttar nánast við
miðlinu öxulsins og sigur niður fyrir
hana sé bíllinn hlaðinn, og undir bíl-
inn að framan eru um 24 sentimetr-
ar, sem getur f jaðrað niður í minna
en 20, vegna þess að fjöörunin er'
sjálfstæð. Hæðir undir framvagn,
miUikassa, afturkúlu og afturfjaðra-
hengsli eru á bilinu 23,5 til 27 senti-
metrar, svipað eða örlítið lægra en á
óbreyttum Willys, Land Rover eða
Range Rover. Það kom mér hins
vegar á óvart hve lítið bíllinn tók
niðri, þótt ekiö væri um mjög óslétt
landslag. Þetta er því að þakka hve
billinn er tiltölulega stuttur og hlut-
föllin hagstæö.
Fyrir bragðiö smýgur hann vel og
lipurlega framhjá hindrunum og
tekur furðulítið niðri að aftan eða á
kviðnum. Veikasti punkturinn er ef
hann nær að dúa mikið að framan, til
dæmis ef ekið er greitt í djúpum för-
um í öldóttu landslagi. Þá má gæta
sín aö reka hann ekki niður að fram-
an þegar hann f jaðrar niður.
Jeppar með heilan framöxul hafa
ekki þennan ókost, því að framásinn
helst alltaf jafnhátt frá jörðu á þeim
þótt bíllinn fjaðri. Þennan ókost á
Pajeró sameiginlegan með öðrum
jeppum með sjáifstæða fjöðrun að
framan, t.d. Lada Sport og Izuzu
Trooper.
Vélin situr hátt í Pajero og kveikj-
an er efst á henni fremst bakborðs-
megin. Sá galli er þó á'gjöf Njarðar
að kveikjan er beint aftan við kæli-
viftuna. Það var þó ekki fyrr en eftir
fimm kílómetra hraða keyrslu yfir
læki og polla með tilheyrandi gusu-
DV-myndir Einar Ólason.
gangi að vélin bleytti sig, en hún náði
sér strax á strik aftur.
Hljóðlátt dríf og kassar
Bíllinn, sem ekið var, hafði sjálf-
virkar framdrifslokur. Þær skapa
þann kost að þegar ekið er á aftur-
drifinu eingöngu snúa framhjólin
ekki öxlum, drifi og drifskafti með
sér, og þetta sparar bensín.
En kosti sídrifs, eins og í Lada
Sport og fleiri jeppum hefur svona
Pajero ekki. I millikassa er notuð
keðja í tannhjóla stað og er milli-
kassinn mjög hljóðlátur og laus við
þann söng, sem drifasöngurinn í
Lada Sport eða jafnvel Range Rover
er í mörgum jeppum, allt upp í
Range Rover.
Pajero er áægtlega varinn með
hlífðarpönnum undir viðkvæmustu
hluta og pannan að framan er ágæt-
asta skiði í snjó. Niðurstaðan úr all-
ítarlegum reynsluakstri á Pajero er
sú að vel hafi til tekist um gerð þessa
bíls í fyrstu tilraun framleiðandans
til þess að smíða jeppa af hentugri
millistærð. Rökrétt framhald undir-
ritaös virðist vera að reynsluaka
þeim keppinaut, sem likastur er að
stærð og verði: Izuzu Trooper, sem
er lengri og því með meira farang-
ursrými, en um leið hættara við að
setjast niður á kviðinn og ekki alveg
eins lipur. A sinum tima tóku Islend-
ingar miklu ástfóstri við frumgerð-
ina af Ford Bronco, sem varð arftaki
Land Rover. Með Pajero er kominn
bíll i nákvæmlega sama, vinsæla
stæröarflokknum, og spurningin er
hvort hann á eftir að taka við sæti
hinna vestrænu f yrirrennara.
Sæti þægilega hátt frá gótfi, góður stuðningur undir iæri, hátt tii lofts, takmarkað rými fyrir hná fyrir stór-
vaxna, ef framsæti er i öftustu stööu.
34 sentimetrar undir bensingeymi, lægra þegar bill er hiaðinn. HHf undir geymi. Tvö aukasæti aftast, heil
hurö.
37sentimetrar undir sils, álíka og á Range Rover, en 7sentimetrum lægra en á gamla Broncó. Þægilegt að
stiga upp í bilinn. Taskan er 33 sentimetrar. Slátt gólf, gottað þrifa.
Sáð ofan i válina.