Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR11. NÚVEMBER1982Í Þjóðin gæti verið 200 millj. ríkari —ef allir skiluðu inn af la eins og þeir bestu gera Heföi hver og einn skilaö jafngóö- um afla í þjóöarbúiö og sá best geröi á árinu 1981 væri íslenska þjóöarbúið 200 milljónum krónum ríkara. Þetta er skoöun Jónasar Blöndals viöskiptafræöings. Upphæöin er nær jafnbá vöruskiptahallanum þetta ár. Jónas Bjarnason, sem sæti á í fiskmatsráöi, telur aö upphæöin sé síst vanreiknuð og sennilega miklu hærri. Hann segir útilokaö aö meta hve miklu hærri. Þetta sé þaö tjón sem verði vegna þess aö gallaður fiskur kemst til neytenda án þess aö vera stöðvaður áöur. Þaö geri neytendur fráhverfa íslenskum af- urðum. DV ræddi við tvo af framámönnum í íslenskum sjávarútvegi, þá Sigurö Markússon hjá sjávarafurðadeild SIS og Friðrik Pálsson hjá Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiöenda. Hvorugur treysti sér til að meta fyrrgreinda tölu. Hvorugur dró hana íefa. Báöir töldu þeir aö Islendingar gætu bætt sig verulega í þessum efn- um. Ástæöur fyrir lélegu hráefni nefndu þeir langan úthaldstíma togara, einnig að fyrir kæmi aö meiri' afli bærist en stöövar í landi gætu af- kastaö. Friörik nefndi aö betra eftirlit með netaveiöum væri til bóta. „Ég tel að allir sem hlut eiga að máli eigi aö bregöast jákvætt viö þessari gagnrýni. Aöalatriöið er aö bæta okkur. Viö eigum aö geta gert betur og viö getum gert betur,” sagði SiguröurMarkússon. -KMU. Morðmálið í Öræfa- sveit brátt sent saksóknara —ósamræmi í f ramburði Rannsókn morömálsins i öræfa- sveit er komin vel á veg. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknar- lögreglustjóra verður málið væntan- lega sent ríkissaksóknara síöar í þessum mánuöi. Hefur veriö stefnt að því aö þaö veröi fyrir 17. nóvem- ber, þá rennur út gæsluvaröhaldsúr- skurður Grétars Siguröar Árnason- ar. Grétar Siguröur játaði strax viö fyrstu yf irheyrslu aö hafa veriö vald- ur að dauöa frönsku stúlkunnar Yvette Bahuaud. Sagöist hann hafa sett hana lifandi, en særöa af skot- sárum.í farangursgeymslu bifreiðar sinnar. Geröist þetta eftir ryskingar í sæluhúsinu á Skeiðarársandi að kvöldi mánudagsins 16. ágúst í surnar. Lík stúlkunnar fannst næsta morg- un í farangursgeymslu bifreiðarinn- ar, sem lagt haföi verið skammt frá rótum Hafrafells og Svínafellsjökuls, eins af skriöjöklum öræfajökuls. Systir stúlkunnar hafði áður fundist á Skeiöarársandi, stórslösuö. Eins og menn muna fannst Grétar Sigurður eftir aö leit hafði staðið yflr í á annan sólarhirng, í byrgi sem hann hafði hlaöiö í hh'öum Hafra- fells. Hann var vopnaöur riffii og haglabyssu. Framburöur Grétars Siguröar um atburði i sæluhúsinu er i ósamræmi viö framburö systurinnar sem slapp lifandi, Marie Luce. Þá hefur viö rannsókn ekkert komið fram sem bendir til að frásögn Grétars um hassneyslu systranna hafi viö rök aö styöjast. Marie Luce Bahuaud hefur lýst sig reiðubúna til aö koma aftur til Islands ef óskað verður rannsóknar- innar vegna. Líklegt er aö hún verði kölluð til landsins vegna réttarhald- anna sem framundan eru. Grétar Siguröur hefur gengist und- ir geðrannsókn. Bíöur rannsóknar- lögreglan eftir skýrslu um hana. -KMU. „Þetta er alger byftíng," sögðu þeir Kristjén ingi Heigason og Bjöm Sveinsson iögregiumenn sem voru á vakt i aðalhliði Kefíavikurfíugvallar er DV kom þar við. Þar hefur nú verið byggt nýtt varðskýli sem leysir af hóimi 25 ira gamalt skýli, en það hóit orðið hvorki vatni nó vindi. „Hórna fara i gegn um sex þúsund biiar á sóiarhring, þegar mest er, ” sögðu þeir fóiagar. tKristjón tHhœgri, Bjöm tilvinstri). D V-m ynd: Heiðar Baldursson Möppudýr svipta okkur ekki atvinnunni —segir eigandi veitingahússins Drekans, sem fær ekki starfsleyf i „Við viljum ekki samþykkja að ein- hver möppudýr geti gert menn eigna- lausa og svipt þá atvinnu sinni, þannig að við neyðumst til að gera breytingar á rekstrinum fyrir næstu áramót,” sagöi Bragi Guömundsson, einn af eigendum matsölustaöarins Drekans viö Laugaveg, en Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkur hefur neitaö að veita starfsleyfi fyrir rekstrinum. Er því boriö viö aö eldhús og önnur aöstaöa sé of h'til fyrir þann rekstur sem nú er I húsinu og sett skilyrði um úrbætur fyrir næstu áramót. „Þessi aðstaða hefur nægt okkur síöastliöin tvö ár, enda er þetta allt önn- ur eldamennska en á öörum veitinga- húsum þar sem við höfum sérhæft okk- ur í kínverskum mat,” sagöi Bragi. „Þaö hefur verið hér matsala í tuttugu ár og þaö viröist vera i lagi aö steikja hér hamborgara. Mér þykir það undarlegt aö menn megi setja upp skyndibitastaði meö enn minni aöstöðu en viö höfum, en okkur er neitað um starfsleyfi. Eg veit ekki hvort þessi neitun stendur í sambandi við þaö aö hér vinna tveir útlendingar. En stéttar- félag mitt hefur kært þá fyrir félags- málaráöuneytinu á þeirri forsendu aö þeir tækju vinnu frá íslenskum fag- mönnum. Eg bað þá um að mér yrðu útvegaðir íslenskir fagmenn sem sinnt gætu kínverskri matseld, en þaö tókst auövitað ekki. Menn viröast ekki gera sér grein fyrir aö þessi kínverska matargerö er ööruvísi en tíðkast á öör- um veitingahúsum, auk þess sem mér finnst þetta léleg kurteisi gagnvart þessum mönnum sem komu hingað til lands sem flóttamenn frá Vietnam.” Bragi sagði ennfremur aö fyrirtækiö neyddist nú til aö taka á leigu húsnæöi úti í bæ til forvinnslu til þess aö þurfa ekki aö hætta rekstrinum. ÓEF. áskrifendur og takið þátt í getrauninni OPEL KADETT DREGINIM ÚT 15. NÓV. OG SÍMINN er 27022 OG 22078

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.