Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 Urvinnsla úr skoðanakönnun DV: 44% sjálfstæðismanna and- víg bráðabirgðalögunum 44 af hundraöi sjálfstæöismanna eru andvígir bráðabirgöalögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál. 24% sjálfstæðismanna eru fylgjandi lögunum og 32% óákveðnir. Þetta eru niðurstöður af úrvinnslu úr skoðanakönnun DV. Sama fólkið var í könnuninni spurt hvort það væri fylgjandi eða andvígt bráðabirgðalögunum og hvaöa flokk það mundi kjósa ef kos- ið yrði nú til þings. Því er í úrvinnslu unnt að sjá hvemig fylgismenn hinna ýmsu flokka skiptast i afstöðu til bráöabirgðalaganna. DV birti fyrir skömmu sams konar úttekt á skiptingu fólks eftir flokkum í afstööu til rikisstjómarinnar. Nú kemur í ljós að andstæðingar bráöa- birgðalaganna hafa töluverðan meirihluta í röðum þeirra semstyðja Sjálfstæðisflokkinn. Andstaöan við lögin er þó minni en andstaðan við ríkisstjómina í þessum hópi. Ymsir Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, sendiherra Indlands, sendiherra Vietnam og Tómas Árnason viöskip taráðherra. Tveir sendiherrar af hentu trúnaðarbréf Nýskipaöur sendiherra Vietnam, hr. trúnaöarbréf sín á dögunum að Bessastöðumásamtfleirigestum. Nguyen Tuan Lieu, og nýskipaður; viðstöddum viðskiptaráöherra, Tóm- Sendiherra Vietnam hefur aðsetur í sendiherra Indlands, hr. Hardev asi Ámasyni. Síödegis sama dag þágu BonnensendiherralndlandsíOsló. Bhalla, afhentu forseta Islands sendiherramir boð forseta Islands að ás. sjálfstæðismenn, sem segjast vera andvígir ríkisstjóminni, lýsa sem sagt ekki yfir andstööu við bráða- birgðalögin heldur segjast vera óákveðnir um þau. Stuðningur við bráðabirgðalögin er mjög svipaður í prósentum og fylgi ríkisstjórnarinn- ar meðal sjálfstæðismanna. I könnuninni kemur fram að tals- verður meirihluti framsóknar- og al- þýðubandalagsmanna styður bráða- birgöalögin. Þó sést að ýmsir í þess- um hópum segjast styðja ríkisstjóm- ina þótt þeir séu andvígir bráða- birgöalögunum eöa óákveðnir í af- stööu tillaganna. Fram kemur töluverður stuðning- ur við bráðabirgðalögin meðal al- þýöuflokksmanna, þótt meirihluti þeirra sé andvígur lögunum. Meðal þeirra sem em óákveðnir í afstöðu til flokka era fleiri fylgjandi bráðabirgðalögunum en andvígir. -HH Afstaða sjálfstæðismanna til bráðabirgða- laganna er sem hér segir samkvæmt könnun- inni: Fylgjandi 36 eða 24% Andvígir 66 eða 44% Óákveðnir 48 eða 32% Afstaða framsóknarmanna er þessi: Fylgjandi 39 eða 59,1% Andvigir 13 eða 19,7% Óákveðnir 14 eða 21,2% Afstaða alþýðubandalagsmanna er þessi: Fylgjandi 24 eða 57,1% Andvígir 7 eða 16,7% Óákveðnir 11 eða 26,2% Afstaða alþýðuflokksmanna er þessi: Fylgjandi 11 eða 35,5% Andvígir 16 eða 51,6% Óákveðnir 4 eða 12,9% Afstaða þeirra sem voru óákveðnir um flokk (eða svöruðu flokk) er þessi: Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svara ekki ekki spurningunni um 100 eða 32,2% 75 eða 24,1% 100 eða 32,2% 36 eða 11,6% Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vinstri slagsíðan á Framsóknarflokknum Framsóknarflokkurinn efnir til flokksþings um næstu helgi, og er þá þess að vænta aö fulltrúar leggi línur, sem duga eigi flokknum í næstu kosningum og eitthvað fram á næsta þingtímabil. Flokksþingið núna er nokkuð áríðandi fyrir flokk- inn, því eflaust mun koma á daginn, að hin pólitíska staöa hans verður erfið í kosningunum eftir baslið í stjórninni í vetur, þegar styöjast verður við Aiþýðuflokkinn til að koma nauðsynlegum málum í gegn- um þingið. Þó verður erfiðara að tjasla í þær brotnu brýr, sem flokkurinn hefur skilið að baki á liðnu stjórnartímabili og áttu m.a. að flytja okkur yfir hættur verðbólgunn- ar. Niðurtalningin þýðir nú sextíu prósent verðbólgu opinberlega, en nær lagi væri að segja að hún næmi rúmlega áttatíu prðsentum. Þessar staðreyndir gera síðan að verkum, að aðrar eða nýrri yfirlýsingar flokksforustunnar verða teknar með fyrirvara, hversu trúverðugar sem þær kunna annars að vera. Þrátt fyrir það að meginstefna Framsóknar, sú að fást við verðbólg- una og þoka henni niður á við, hafi beðið hið versta afhroð nú, við lok kjörtímabilsins, kemur flokkurinn sæmilega út úr skoðanakönnun þeirri um vinsældir og áhrif flokka, sem birtist hér í DV nýlega. Sú könn- un bendir eindregið til þess að ríkis- stjornin og flokkar þeir, sem styðja hana, njóti svo til óbreytts fylgis frá síðustu kosningum. Að þessu leyti má Framsókn vel viö una. Hitt er svo annað mál, að fjármálaástand er sviptivindasamt um þessar mundir, og enn er nokkur óráðinn timi fram að kosningum. Með frestunaraðgerð- um hefur tekist að halda þjóðfé- laginu starfssömu fram að þessu, en einhvern tíma verða bráðabirgða- aðgerðir að taka enda, það er kannski á komandi mánuðum, sem málin fara að verða verulega erfið fyrir þá flokka, sem staðið hafa að núverandi stjórnarsamstarfi. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, tók upp gamalt slagorð, runnlð frá Tryggva Þórhallssyni, fyrir síðustu kosningar. Þá sagði hann: Allt er betra en íhaldið. Sumir brostu f laumi, minnugir þeirrar baráttu, sem Hermann Jónasson varð að heyja við kommúnísta i stjórninni 195&—58. Og menn brostu enn frekar, þegar þeir minntust stjórnarsam- starfsins árin 1971—1974. Vel má vera að allt sé betra en ihaldið, en fyrir Framsókn er fátt betra en íhaldið, sé tekið dæmi af reynslu síð- ustu áratuga. Aftur á mótl tókst vel með stjórn vinnandi stétta árin 1934—37. En þá var starfað að fram- faramálum með öðrum félögum, sem þurftu ekki eins mikinn og bráð- an sósfalisma og þeir sem nú þykja bestir félagar Framsóknar. Óskynsamlegt hlýtur að kallast að gefa yfirlýsingu á borð við þá, að allt sé betra en ihaldið, svona rétt fyrir kosningar, enda jafngildir það yfir- lýsingu um ákveðið stjórnarsam- starf. Sveitaradikallð í Framsókn fær kannski hægan svefn þá nóttina, en það koma nýir dagar, þegar hag- kvæmast er að vera milliflokkur án stóryrtra yfirlýsinga. I þeim tilfell- um væri Framsókn ekki bundin og skyldug tU að mynda stjórn með kommúnis tum. Vonandi ber flokksþingið núna gæfu til að ná fram yfirlýsingum, sem réttir flokkinn af og leysir hann undan óheppilegri vinstri slagsíðu, sem fært hefur öflin í hendur verstu og tlllitslausustu afla þjóðfélagsins, afla sem vilja í raun skipta þjóðinni til að geta með tið og tíma stjórnað henni með tveimur prósentum at- kvæða eins og tíðkast í sumum lönd- um. Við áhorfendur væntum þess ekki að vísu, að formaður flokksins fari að lýsa þvi yfir að allt sé betra en kommúnistar, en hægt væri að hugsa sér að hann gæti sætt sig við Alþýðu- flokkinn sem samstarfsflokk um sósialisma, fyrst mál hafa verið metin þannig, að sveitaradíkalið sé orðið svo sterkt í flokknum, að þvi verði að hlýða i einu og öllu áður en það fer að kjósa Alþýðubandalaglð. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.