Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Side 6
6
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Landbúnaðarvi
ERÐKYNNING
ERÐIAGSSIOFNUNAR
INNKAUPA
KAREAN
Lægsta verö
Hæsta verð Mismunur i %
Nymjólk 1
Smjör 250
Gouda os
Dilkakjöt I
Nautagúlh
Nautahakl
Kjuklingai
Reykt me<
Svínaskin
Egg 1 kg.
Kartöflur I
Tómatar 1
8.35
22.70
31.1%
Fiskur
Ný ýsuflök m. roöi 1
Brauö og kökur
Kremkex ...
Rúlluterta Ijós . . .
Heilhveitibrauö ..
Korn og sykurvi
Hveiti 1 kg. ...
Sykur 1 kg. ....
Kornfiakes 500 gr.
Aðrar matvörur
aPWBi
Grænar baunir 450 g
Dósasúpa 300 gr.'
Epli 1 kg.
Drykkjarvörur
Hreinn appelsínusaf
Kaffi 250 gr. poki
Kakómalt 400 gr.
Sælgæti
Átsúkkulaði hreint 11
Prins póló stórt
Vanilluís 1 Itr.
Hreinlætisvörur
Þvottaduft, lágfr. 600
Uppþvottalögur 500
Handsápa 90 gr.
70.8%
27.6%
77.2%
.8"/
SIMI
ERÐKYNNING
27422
ERÐIAGSSIOFNUNAR
Gíf urlegur verðmunur á mat- og
hreinlætisvörum:
Háttf
fimmfald-
ur munur
á veröi
grænna
bauna
Vissiröu aö þú getur sparaö þér 22
krónur og 50 aura á einni dós af græn-
um baunum? Á einum stað í bænum
getur þú keypt dós á 6 krónur og aöra á
28,50 í annarri búö. Hugsanlega fást
þær jafn vel báðar í sömu búðinni.
Þetta kemur fram í annarri verð-
kynningu Verðlagsstofnunar sem gerö
er undir heitinu Innkaupakarfan.
Farið var í 13 verslanir í Reykjavík
þann fimmta nóvember og skrifaö
niöur verö á hvers konar hlutum sem
ætla má aö hvert heimili hafi brúk
fyrir. I fyrstu könnuninni sem gerð var
kom í Ijós að mestur verðmunur var
200%. Munurinn nú í annarri könnun er
hins vegar enn meiri. Á grænu baunun-
um er hann hvorki meira né minna en
370,8%. Á handsápu er hann litlu
minni, 368,9% og á dósasúpu 327,6%.
Minnstur verömunur var á mjólk,
smjöri og osti, enginn. Heildar-
verömunur á 31 vörutegund er 50,5%.
Ef allarvörurnareru keyptar þar sem
þær eru dýrastar kosta þær 1.342 krón-
ur og 50 aura. Ef þær eru hins vegar
keyptar þar sem þær eru ódýrastar
kosta þær 891 krónu og 40 aura. Athug-
ið að alls staðar er miðað við samu
þyngdir. Það er því betur ljóst en áður
að jafnvel í íslensku þjóðfélagi með
sinni verðbólgu er hægt að spara sé
fylgst örlítið með.
DS
Löngu útninninn dagstimpill:
SJÁLFSAGT
RANGUR MIÐI
—segir innf lytjandinn
Friðrik B. Þór kom hingaö á rit-
stjórnina með krús af súrsuðu græn-
meti (pikkles). Var um að ræða búlg-
arska framleiöslu undir na&iinu Donau
Salat. Krúsina hafði hann keypt í
Hagabúðinni. Þegar heim var komið
fór Friðrik fyrst að líta á dagsetning-
una. Kom þá í ljós að á henni stóð skýr-
um störfum, að vísu á ensku, að inni-
haldsins ætti að neyta fyrir árið 1981.
Missti Friðrik sem vonlegt er lystina á
innihaldinu við þetta.
Eg hafði samband við Gunnar Áma-
son verslunarstjóra í Hagabúðinni.
Brá honum mjög við að heyra þetta.
Hann sagðist hafa fengið sendingu frá
innflutningsfyrirtækinu Karli og Birgi
af þessari vöru í júlílok í sumar. Þá
hefði ekkert verið til af henni í búöinni.
Varan var sett upp í hillu án þess aö
athuga á henni dagstimpla. Keyptir
Of gömul vara eða miði sem
ekki er að marka?
DV-myndS
höfðu verið þrír kassar. Þegar ég hafði
samband voru eftir krúsir í um það bil
tvo kassa. Um helmingurinn var
merktur síðasta söludegi 1981 og hinn
síöasta söludegi 1983. Gunnar bað
margfaldrar afsökunar á því að hafa
ekki tekið eftir dagsetningunni. Sagöi
hann að Friðrik fengi krúsina að sjálf-
sögðubætta hjá sér ef hann vildi.
Karl Guðmundsson, annar eigandi
fyrirtækisins Karls og Birgis, sagði þó
þessi miði væri á grænmetinu væri
ekki endilega að marka hann. Það
hefði oft komið fyrir að Búlgararnir
ættu ekki rétta miða og settu þá bara
einhverja miöa. Umbúðaskortur væri
mikill þar eystra og oft væri notað það
sem verra væri en ekki neitt.
Karli fannst útilokað aö um gamla
vöru væri að ræða þar eð hann hefði
reynt að fá þetta salat í fyrrasumar en
það þá ekki verið til. Miklu líklegra
væri að um rangan miða væri að ræöa.
Karl bætti því við að svona grænmeti
geymdist að minnsta kosti tvö ár í
óopnaöri krús. Sjálfur sagðist hann oft
hafa borðað eldra grænmeti en þaö og
aldrei orðið meint af. Aldrei sagöist
hann hafa fengið kvörtun. I þessu til-
f elli hefði hann hreinlega ekki tekið eft-
ir dagsetningunni á krúsinni áður en
hann sendi hana út.
-DS